Spurt um Sundabraut

Gauti Kristmannsson spyr hvers vegna samgönguráðherra leggi svona mikla áherslu á brú, þegar löngu hafi verið búið að samþykkja og sættast á að göng væru sú leið sem best væri fyrir íbúana.

Auglýsing

Sunda­braut hefur aftur skotið upp koll­inum og nú á bara að drífa í þessu og „við þurfum ekki að skrifa fleiri skýrsl­ur“ eins og sam­göngu­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sagði. Það er dálítið und­ar­legt fyrir þá sem sög­una þekkja. Frá 2008 hafa verið aðeins skrif­aðar tvær, mér vit­an­lega, og báðar að und­ir­lagi ráð­herr­ans. Ég sat í sam­ráðs­hópi um Sunda­braut á árunum 2005-2008 fyrir Íbúa­sam­tök Laug­ar­dals, en þá stóð til að leggja brú við ósa Elliðaáa úr Graf­ar­vogi og inn á Skeið­ar­vog. Talað var um að brúin sú myndi anna tug­þús­undum bíla á dag. Íbúar beggja vegna vogs­ins voru lítið hrifnir af þeim áformum og úr varð að borgin setti saman sam­ráðs­hóp með íbú­um, borg­inni og Vega­gerð­inni. Íbúar stungu upp á að skoða ganga­kost­inn til að leysa málið og var það gert. Hann var vissu­lega dýr­ari en brú­in, en þá var ekki reikn­aður sá kostn­aður sem mengun þús­unda bíla á dag í gegnum skóla­hverfi ylli og lífs­gæða­taps íbúa vegna þess.



Eftir marga fundi komst borgin að þeirri nið­ur­stöðu þvert á alla flokka í borg­ar­stjórn að Sunda­braut skyldi vera í göng­um. Það var því og er opin­ber afstaða borg­ar­innar til máls­ins eins og borg­ar­stjóri hefur rétti­lega bent á. Vega­gerðin var enn á móti því og greip til ýmissa talnakúnsta til að eyði­leggja þann kost. Það er því ekki að ástæðu­lausu sem að traust íbúa til þessa rík­is­apparats er ekki mik­ið. En svo kom hrunið og málið datt út af borð­inu, pen­ing­arnir voru komnir upp í „pen­inga­himna­ríki“ og ekk­ert til í brú eða göng.



Það er síðan 2019 að skrifuð er skýrsla um Sunda­braut, sú fyrri af tveimur hinum nýj­ustu. Starfs­hóp­ur­inn sem hana skrif­aði reikn­aði göngin reyndar óvenju dýr, eða upp á 74 millj­arða króna, en komst samt að eft­ir­far­andi nið­ur­stöðu: „Starfs­hóp­ur­inn telur að miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda og fram­tíð­ar­á­form Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna hvað varðar hafn­ar­svæðið sé í raun aðeins einn raun­hæfur mögu­leiki fyrir útfærslu Sunda­brautar þvert yfir Klepps­vík, jarð­göng.“ Ráð­herr­ann lýsti samt vilja sínum til að byggja brú og skip­aði annan starfs­hóp strax í febr­úar á síð­asta ári til að sinna „frek­ari grein­ing­ar­vinn­u“. Póli­tískur vilji ráð­herr­ans var samt sem áður aug­ljós frá upp­hafi og túlkun hans á nýju nið­ur­stöð­unum í sam­ræmi við það. Hann telur brúna hag­kvæm­ari þar sem hún er ódýr­ari. Sam­kvæmt skýrsl­unni eiga göngin að kosta 58 millj­arða með öllum teng­ingum og brúin á að kosta 44 millj­arða með teng­ing­um, en þó ekki öll­um.

Auglýsing


Því við lestur skýrsl­unnar vakna ýmsar spurn­ing­ar. Sú fyrsta snýr vita­skuld að veg­teng­ingum við íbúa­hverf­in. Gert er ráð fyrir mis­lægum gatna­mótum við Halls­veg og verður fróð­legt að sjá við­brögð íbúa Graf­ar­vogs við slíkjum mann­virkjum í tún­fæt­inum hjá þeim. Sunnan megin á brúin að koma inn á Holta­veg og gatna­mótin við Sæbraut verða í „plan­i“, þ.e. svipuð og þau eru núna og hægt verður að aka áfram Holta­veg­inn inn á Lang­holts­veg og síðan niður Álf­heima ef að líkum læt­ur. Gert er ráð fyrir að um 32 þús­und öku­tæki fari um brúna á sól­ar­hring árið 2030 og 47 þús­und bílar árið 2050 og það gefur auga leið að margir þess­ara bíla aka áfram í gegnum hverf­ið, t.d. ef fólk er á leið niður í Skeif­una. Sama á við um akstur í hina átt­ina. Einnig á umferðin á Sæbraut­inni eftir að aukast og þá reyna vafa­laust margir að stytta sér leið í gegnum hverfið fremur en að bíða í bíla­röð­unum á annatím­um. Nú segðu verk­fræð­ingar lík­ast til að gripið yrði til „mót­væg­is­að­gerða“ en ein­hverra hluta vegna er þeirra lítt getið í kostn­að­ar­á­ætl­un.



En það er fleira sem virð­ist vera utan „kostn­að­ar­á­ætl­un­ar“. Vegna þess að brúin hefur umtals­verð áhrif á starf­semi Sunda­hafnar verður að grípa til „mót­væg­is­að­gerða“ þar og þær kosta mik­ið, marga millj­arða, raun­ar. Í umfjöllun Speg­ils­ins kom fram þær kosti mikla pen­inga, að minnsta kosti 2 millj­arða til þess eins að stækka við­legu­kant­inn í höfn­inni, en þar kemur einnig fram í við­tali við full­trúa Vega­gerð­ar­innar að brúin kalli á nýja hafn­ar­teng­ingu, veg frá Sæbraut niður á höfn­ina, fyrir flutn­inga­bíl­ana til og frá. Þessi teng­ing virð­ist ekki vera í kostn­að­ar­á­ætl­unum og vekur það furðu ef rétt er, því þetta er áreið­an­lega beinn kostn­aður vegna brú­ar­inn­ar. 



Verð­mun­ur­inn á verk­efn­unum virð­ist minnka tals­vert við þetta og það má vel spyrja sig hvort það sé ekki fremur bita­munur en fjár. Það má líka minna á, að ólíkt flestum jarð­göngum á Íslandi yrðu þessi jarð­göng arð­bær áður en langt um liði, eins og sást best með Hval­fjarð­ar­göng­um. En mik­il­væg­asta atriðið er að með göngum verða þús­undir íbúa í hverf­unum ekki útsettar fyrir gíf­ur­legri bíla­um­ferð og meng­un, bæði úr útblæstri og nagla­dekkjum og það er hægt að reikna það til mik­ils fjár í lífs­gæðum og hrein­lega verði fast­eigna íbú­anna. Stærsta spurn­ingin er samt hvers vegna ráð­herr­ann leggur svona mikla áherslu á þessa brú, þegar löngu var búið að sam­þykkja og sætt­ast á að göng væru sú leið sem best væri fyrir íbú­ana. Þá hefði ekki þurft að skrifa þessa nýj­ustu skýrslu og drífa bara í þessu. 



Höf­undur er pró­­­fessor í þýð­ing­­ar­fræð­i við Haskóla Ís­lands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar