Spurt um Sundabraut

Gauti Kristmannsson spyr hvers vegna samgönguráðherra leggi svona mikla áherslu á brú, þegar löngu hafi verið búið að samþykkja og sættast á að göng væru sú leið sem best væri fyrir íbúana.

Auglýsing

Sunda­braut hefur aftur skotið upp koll­inum og nú á bara að drífa í þessu og „við þurfum ekki að skrifa fleiri skýrsl­ur“ eins og sam­göngu­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sagði. Það er dálítið und­ar­legt fyrir þá sem sög­una þekkja. Frá 2008 hafa verið aðeins skrif­aðar tvær, mér vit­an­lega, og báðar að und­ir­lagi ráð­herr­ans. Ég sat í sam­ráðs­hópi um Sunda­braut á árunum 2005-2008 fyrir Íbúa­sam­tök Laug­ar­dals, en þá stóð til að leggja brú við ósa Elliðaáa úr Graf­ar­vogi og inn á Skeið­ar­vog. Talað var um að brúin sú myndi anna tug­þús­undum bíla á dag. Íbúar beggja vegna vogs­ins voru lítið hrifnir af þeim áformum og úr varð að borgin setti saman sam­ráðs­hóp með íbú­um, borg­inni og Vega­gerð­inni. Íbúar stungu upp á að skoða ganga­kost­inn til að leysa málið og var það gert. Hann var vissu­lega dýr­ari en brú­in, en þá var ekki reikn­aður sá kostn­aður sem mengun þús­unda bíla á dag í gegnum skóla­hverfi ylli og lífs­gæða­taps íbúa vegna þess.Eftir marga fundi komst borgin að þeirri nið­ur­stöðu þvert á alla flokka í borg­ar­stjórn að Sunda­braut skyldi vera í göng­um. Það var því og er opin­ber afstaða borg­ar­innar til máls­ins eins og borg­ar­stjóri hefur rétti­lega bent á. Vega­gerðin var enn á móti því og greip til ýmissa talnakúnsta til að eyði­leggja þann kost. Það er því ekki að ástæðu­lausu sem að traust íbúa til þessa rík­is­apparats er ekki mik­ið. En svo kom hrunið og málið datt út af borð­inu, pen­ing­arnir voru komnir upp í „pen­inga­himna­ríki“ og ekk­ert til í brú eða göng.Það er síðan 2019 að skrifuð er skýrsla um Sunda­braut, sú fyrri af tveimur hinum nýj­ustu. Starfs­hóp­ur­inn sem hana skrif­aði reikn­aði göngin reyndar óvenju dýr, eða upp á 74 millj­arða króna, en komst samt að eft­ir­far­andi nið­ur­stöðu: „Starfs­hóp­ur­inn telur að miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda og fram­tíð­ar­á­form Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna hvað varðar hafn­ar­svæðið sé í raun aðeins einn raun­hæfur mögu­leiki fyrir útfærslu Sunda­brautar þvert yfir Klepps­vík, jarð­göng.“ Ráð­herr­ann lýsti samt vilja sínum til að byggja brú og skip­aði annan starfs­hóp strax í febr­úar á síð­asta ári til að sinna „frek­ari grein­ing­ar­vinn­u“. Póli­tískur vilji ráð­herr­ans var samt sem áður aug­ljós frá upp­hafi og túlkun hans á nýju nið­ur­stöð­unum í sam­ræmi við það. Hann telur brúna hag­kvæm­ari þar sem hún er ódýr­ari. Sam­kvæmt skýrsl­unni eiga göngin að kosta 58 millj­arða með öllum teng­ingum og brúin á að kosta 44 millj­arða með teng­ing­um, en þó ekki öll­um.

Auglýsing


Því við lestur skýrsl­unnar vakna ýmsar spurn­ing­ar. Sú fyrsta snýr vita­skuld að veg­teng­ingum við íbúa­hverf­in. Gert er ráð fyrir mis­lægum gatna­mótum við Halls­veg og verður fróð­legt að sjá við­brögð íbúa Graf­ar­vogs við slíkjum mann­virkjum í tún­fæt­inum hjá þeim. Sunnan megin á brúin að koma inn á Holta­veg og gatna­mótin við Sæbraut verða í „plan­i“, þ.e. svipuð og þau eru núna og hægt verður að aka áfram Holta­veg­inn inn á Lang­holts­veg og síðan niður Álf­heima ef að líkum læt­ur. Gert er ráð fyrir að um 32 þús­und öku­tæki fari um brúna á sól­ar­hring árið 2030 og 47 þús­und bílar árið 2050 og það gefur auga leið að margir þess­ara bíla aka áfram í gegnum hverf­ið, t.d. ef fólk er á leið niður í Skeif­una. Sama á við um akstur í hina átt­ina. Einnig á umferðin á Sæbraut­inni eftir að aukast og þá reyna vafa­laust margir að stytta sér leið í gegnum hverfið fremur en að bíða í bíla­röð­unum á annatím­um. Nú segðu verk­fræð­ingar lík­ast til að gripið yrði til „mót­væg­is­að­gerða“ en ein­hverra hluta vegna er þeirra lítt getið í kostn­að­ar­á­ætl­un.En það er fleira sem virð­ist vera utan „kostn­að­ar­á­ætl­un­ar“. Vegna þess að brúin hefur umtals­verð áhrif á starf­semi Sunda­hafnar verður að grípa til „mót­væg­is­að­gerða“ þar og þær kosta mik­ið, marga millj­arða, raun­ar. Í umfjöllun Speg­ils­ins kom fram þær kosti mikla pen­inga, að minnsta kosti 2 millj­arða til þess eins að stækka við­legu­kant­inn í höfn­inni, en þar kemur einnig fram í við­tali við full­trúa Vega­gerð­ar­innar að brúin kalli á nýja hafn­ar­teng­ingu, veg frá Sæbraut niður á höfn­ina, fyrir flutn­inga­bíl­ana til og frá. Þessi teng­ing virð­ist ekki vera í kostn­að­ar­á­ætl­unum og vekur það furðu ef rétt er, því þetta er áreið­an­lega beinn kostn­aður vegna brú­ar­inn­ar. Verð­mun­ur­inn á verk­efn­unum virð­ist minnka tals­vert við þetta og það má vel spyrja sig hvort það sé ekki fremur bita­munur en fjár. Það má líka minna á, að ólíkt flestum jarð­göngum á Íslandi yrðu þessi jarð­göng arð­bær áður en langt um liði, eins og sást best með Hval­fjarð­ar­göng­um. En mik­il­væg­asta atriðið er að með göngum verða þús­undir íbúa í hverf­unum ekki útsettar fyrir gíf­ur­legri bíla­um­ferð og meng­un, bæði úr útblæstri og nagla­dekkjum og það er hægt að reikna það til mik­ils fjár í lífs­gæðum og hrein­lega verði fast­eigna íbú­anna. Stærsta spurn­ingin er samt hvers vegna ráð­herr­ann leggur svona mikla áherslu á þessa brú, þegar löngu var búið að sam­þykkja og sætt­ast á að göng væru sú leið sem best væri fyrir íbú­ana. Þá hefði ekki þurft að skrifa þessa nýj­ustu skýrslu og drífa bara í þessu. Höf­undur er pró­­­fessor í þýð­ing­­ar­fræð­i við Haskóla Ís­lands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar