Þjóðríkið og hnattvæðingin

Jón Baldvin Hannibalsson fjallar um utanríkismál í aðsendri grein.

Auglýsing

1. Er Ísland full­valda ríki?

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni, já. Ísland telst hafa sitt eigið lög­gjaf­ar-,fram­kvæmda - og dóms­vald. Erum við ekki þar með full­valda ríki innan eigin landamæra og lög­sögu? Jú, form­lega er það svo. En erum við – og fjöldi ann­arra smá­þjóða innan alþjóða­sam­fé­lags­ins – full­valda í reynd? Sagan kennir okk­ur, að full­veldi smá­þjóða Evr­ópu reynd­ist hald­lít­ið, þegar á reyndi í hild­ar­leik Seinni heims­styrj­ald­ar.

Íslend­ingar hafa þá sér­stöðu meðal þjóða að vera her­laus þjóð. Við getum ekki af eigin ramm­leik varið full­veld­ið, ef á það er ráð­ist. Við höf­um, eins og margar aðrar smá­þjóð­ir, valið þann kost að ganga í fjöl­þjóða­sam­tök, sem ábyrgj­ast varnir lands­ins, ef á það er ráð­ist. Það heitir NATO. Og til öryggis höfum við samið við Banda­ríkin um verk­töku við varnir lands­ins, f.h. NATO. Varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin er enn í gildi. Óljósar fregnir hafa borist af því, að rík­is­stjórn Íslands, undir for­ystu Vinstri-grænna, sé að heim­ila meiri háttar fram­kvæmd­ir, til að efla varn­ar­við­búnað í nafni þessa varn­ar­sam­starfs.

2. Full­veldið – styrk­ing eða veik­ing?

Íslend­ingar eiga lífs­kjör sín undir milli­ríkja­versl­un. Útflutn­ingur okkar er til­tölu­lega eins­leit­ur, og lífs­kjör okkar - ein­hver hin bestu í heimi – byggja á inn­flutn­ingi. Til þess að þetta gangi upp þurfum við samn­inga um mark­aðs­að­gang í útlöndum á sam­keppn­is­hæfum kjör­um. Til þess gerðum við EES-­samn­ing­inn á sínum tíma (1989-1994). Þessi samn­ingur hefur síðan verið burða­rás og lyfti­stöng íslensks efna­hags­lífs. Eftir langvar­andi kreppu og sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu á árunum 1988-94 hófst nýtt vaxt­ar­skeið, sem skap­aði skil­yrði fyrir auk­inni fjöl­breytni í efna­hags­líf­inu og byggði á hindr­un­ar­lausum aðgangi að stærsta frí­verlun­ar­mark­aði heims. Var það á kostnað full­veld­is­ins, eða styrkti það full­veld­ið?

Auglýsing

Var Hrunið kannski afleið­ing af opnun hag­kerf­is­ins og frjálsu flæði fjár­magns? Sumir héldu því fram –eftir á að hyggja – að frjálst flæði fjár­magns skv. EES-­samn­ingnum hefði verið megin orsaka­valdur Hruns­ins. En þegar á það var bent, að Nor­egur inn­leiddi sömu lög og reglur og gilda um innri markað ESB, án þess að það hefði valdið hruni norsks efna­hags­lífs, þögn­uðu þær radd­ir.

Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á orsökum Hruns­ins, stað­festi þá nið­ur­stöðu. Þótt smit­beri Hruns­ins hafi verið gjald­þrot banda­rískra fjár­mála­stofn­ana, sem barst þaðan um alþjóða­vætt heims­hag­kerfi, voru ástæður þess, hversu hart Ísland var leikið af völdum Hruns­ins af inn­lendum rótum runn­ið. Þar var um að kenna and­vara­leysi og van­rækslu rík­is­stjórna, eft­ir­lits­stofn­ana (Seðla­banka og fjár­mála­eft­ir­lits) og stjórn­sýslu, eins og þar er rakið í níu bind­um.

3. Þjóð­ríkið og hnatt­væð­ingin

En hnatt­væð­ing heims­hag­kerf­is­ins á und­an­förnum ára­tugum hafði veikt varn­ar­getu þjóð­rík­is­ins frammi fyrir ofvexti alþjóð­legs fjár­mála­kerf­is, sem hafði vaxið raun­hag­kerf­inu yfir höf­uð, og enn hefur ekki verið ráðin bót á. Hættan er því við­var­and­i. En hefur ekki reynslan sýnt, að EES-­samn­ing­ur­inn brýtur í bága við full­veldi Íslands, eins og það er skil­greint í Stjórn­ar­skrá rík­is­ins?

Fremstu lög­fræð­ingar þjóð­ar­innar komust á sínum tíma að þeirri nið­ur­stöðu, að svo væri ekki. Meg­in­á­stæðan var – og er – sú, að skv. sam­ingnum hefur Ísland óvé­fengj­an­legan rétt til að hafna inn­leið­ingu lög­gjafar ESB á sviði innri mark­að­ar­ins, ef sú lög­gjöf á ekki við á Íslandi, eða sam­rým­ist ekki íslenskum þjóð­ar­hags­mun­um.

Þetta er samn­ings­at­riði skv. mörgum for­dæm­um. Sem dæmi um slíkt má nefna lög­gjöf ESB um járn­brautir og skipa­skurði, sem af aug­ljósum ástæðum eiga ekki við á Íslandi. Sama máli gegnir um sam­eig­in­legan orku­markað ESB, sem var utan innri mark­að­ar­ins, þegar EES-­sam­ing­ur­inn gekk í gildi 1994. Ísland hefur engin tengsl við orku­markað ESB og samn­ings­bund­inn rétt til að standa utan hans.

EES-­samn­ing­ur­inn stendur því ekki í vegi fyrir því, að Íslend­ingar móti sér sína eigin auð­linda­stefnu, sem kveði á um, að fram­leiðsla og dreif­ing orku sé skil­greind sem sam­fé­lags­þjón­usta og verði ekki einka­vædd sam­kvæmt fyr­ir­mælum frá Brus­sel.

Vilji menn hins vegar af ein­hverjum öðrum ástæðum segja upp EES-­samn­ingn­um, sem Íslandi hefur svo sann­ar­lega reynst vera happa­feng­ur, stendur upp á þá hina sömu að segja þjóð­inni, hvað eigi að koma í stað­inn. Við skulum ekki rasa um ráð fram.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, flokks íslenskra jafn­að­ar­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar