Þjóðríkið og hnattvæðingin

Jón Baldvin Hannibalsson fjallar um utanríkismál í aðsendri grein.

Auglýsing

1. Er Ísland full­valda ríki?

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni, já. Ísland telst hafa sitt eigið lög­gjaf­ar-,fram­kvæmda - og dóms­vald. Erum við ekki þar með full­valda ríki innan eigin landamæra og lög­sögu? Jú, form­lega er það svo. En erum við – og fjöldi ann­arra smá­þjóða innan alþjóða­sam­fé­lags­ins – full­valda í reynd? Sagan kennir okk­ur, að full­veldi smá­þjóða Evr­ópu reynd­ist hald­lít­ið, þegar á reyndi í hild­ar­leik Seinni heims­styrj­ald­ar.

Íslend­ingar hafa þá sér­stöðu meðal þjóða að vera her­laus þjóð. Við getum ekki af eigin ramm­leik varið full­veld­ið, ef á það er ráð­ist. Við höf­um, eins og margar aðrar smá­þjóð­ir, valið þann kost að ganga í fjöl­þjóða­sam­tök, sem ábyrgj­ast varnir lands­ins, ef á það er ráð­ist. Það heitir NATO. Og til öryggis höfum við samið við Banda­ríkin um verk­töku við varnir lands­ins, f.h. NATO. Varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin er enn í gildi. Óljósar fregnir hafa borist af því, að rík­is­stjórn Íslands, undir for­ystu Vinstri-grænna, sé að heim­ila meiri háttar fram­kvæmd­ir, til að efla varn­ar­við­búnað í nafni þessa varn­ar­sam­starfs.

2. Full­veldið – styrk­ing eða veik­ing?

Íslend­ingar eiga lífs­kjör sín undir milli­ríkja­versl­un. Útflutn­ingur okkar er til­tölu­lega eins­leit­ur, og lífs­kjör okkar - ein­hver hin bestu í heimi – byggja á inn­flutn­ingi. Til þess að þetta gangi upp þurfum við samn­inga um mark­aðs­að­gang í útlöndum á sam­keppn­is­hæfum kjör­um. Til þess gerðum við EES-­samn­ing­inn á sínum tíma (1989-1994). Þessi samn­ingur hefur síðan verið burða­rás og lyfti­stöng íslensks efna­hags­lífs. Eftir langvar­andi kreppu og sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu á árunum 1988-94 hófst nýtt vaxt­ar­skeið, sem skap­aði skil­yrði fyrir auk­inni fjöl­breytni í efna­hags­líf­inu og byggði á hindr­un­ar­lausum aðgangi að stærsta frí­verlun­ar­mark­aði heims. Var það á kostnað full­veld­is­ins, eða styrkti það full­veld­ið?

Auglýsing

Var Hrunið kannski afleið­ing af opnun hag­kerf­is­ins og frjálsu flæði fjár­magns? Sumir héldu því fram –eftir á að hyggja – að frjálst flæði fjár­magns skv. EES-­samn­ingnum hefði verið megin orsaka­valdur Hruns­ins. En þegar á það var bent, að Nor­egur inn­leiddi sömu lög og reglur og gilda um innri markað ESB, án þess að það hefði valdið hruni norsks efna­hags­lífs, þögn­uðu þær radd­ir.

Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á orsökum Hruns­ins, stað­festi þá nið­ur­stöðu. Þótt smit­beri Hruns­ins hafi verið gjald­þrot banda­rískra fjár­mála­stofn­ana, sem barst þaðan um alþjóða­vætt heims­hag­kerfi, voru ástæður þess, hversu hart Ísland var leikið af völdum Hruns­ins af inn­lendum rótum runn­ið. Þar var um að kenna and­vara­leysi og van­rækslu rík­is­stjórna, eft­ir­lits­stofn­ana (Seðla­banka og fjár­mála­eft­ir­lits) og stjórn­sýslu, eins og þar er rakið í níu bind­um.

3. Þjóð­ríkið og hnatt­væð­ingin

En hnatt­væð­ing heims­hag­kerf­is­ins á und­an­förnum ára­tugum hafði veikt varn­ar­getu þjóð­rík­is­ins frammi fyrir ofvexti alþjóð­legs fjár­mála­kerf­is, sem hafði vaxið raun­hag­kerf­inu yfir höf­uð, og enn hefur ekki verið ráðin bót á. Hættan er því við­var­and­i. En hefur ekki reynslan sýnt, að EES-­samn­ing­ur­inn brýtur í bága við full­veldi Íslands, eins og það er skil­greint í Stjórn­ar­skrá rík­is­ins?

Fremstu lög­fræð­ingar þjóð­ar­innar komust á sínum tíma að þeirri nið­ur­stöðu, að svo væri ekki. Meg­in­á­stæðan var – og er – sú, að skv. sam­ingnum hefur Ísland óvé­fengj­an­legan rétt til að hafna inn­leið­ingu lög­gjafar ESB á sviði innri mark­að­ar­ins, ef sú lög­gjöf á ekki við á Íslandi, eða sam­rým­ist ekki íslenskum þjóð­ar­hags­mun­um.

Þetta er samn­ings­at­riði skv. mörgum for­dæm­um. Sem dæmi um slíkt má nefna lög­gjöf ESB um járn­brautir og skipa­skurði, sem af aug­ljósum ástæðum eiga ekki við á Íslandi. Sama máli gegnir um sam­eig­in­legan orku­markað ESB, sem var utan innri mark­að­ar­ins, þegar EES-­sam­ing­ur­inn gekk í gildi 1994. Ísland hefur engin tengsl við orku­markað ESB og samn­ings­bund­inn rétt til að standa utan hans.

EES-­samn­ing­ur­inn stendur því ekki í vegi fyrir því, að Íslend­ingar móti sér sína eigin auð­linda­stefnu, sem kveði á um, að fram­leiðsla og dreif­ing orku sé skil­greind sem sam­fé­lags­þjón­usta og verði ekki einka­vædd sam­kvæmt fyr­ir­mælum frá Brus­sel.

Vilji menn hins vegar af ein­hverjum öðrum ástæðum segja upp EES-­samn­ingn­um, sem Íslandi hefur svo sann­ar­lega reynst vera happa­feng­ur, stendur upp á þá hina sömu að segja þjóð­inni, hvað eigi að koma í stað­inn. Við skulum ekki rasa um ráð fram.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, flokks íslenskra jafn­að­ar­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar