Þjóðríkið og hnattvæðingin

Jón Baldvin Hannibalsson fjallar um utanríkismál í aðsendri grein.

Auglýsing

1. Er Ísland full­valda ríki?

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni, já. Ísland telst hafa sitt eigið lög­gjaf­ar-,fram­kvæmda - og dóms­vald. Erum við ekki þar með full­valda ríki innan eigin landamæra og lög­sögu? Jú, form­lega er það svo. En erum við – og fjöldi ann­arra smá­þjóða innan alþjóða­sam­fé­lags­ins – full­valda í reynd? Sagan kennir okk­ur, að full­veldi smá­þjóða Evr­ópu reynd­ist hald­lít­ið, þegar á reyndi í hild­ar­leik Seinni heims­styrj­ald­ar.

Íslend­ingar hafa þá sér­stöðu meðal þjóða að vera her­laus þjóð. Við getum ekki af eigin ramm­leik varið full­veld­ið, ef á það er ráð­ist. Við höf­um, eins og margar aðrar smá­þjóð­ir, valið þann kost að ganga í fjöl­þjóða­sam­tök, sem ábyrgj­ast varnir lands­ins, ef á það er ráð­ist. Það heitir NATO. Og til öryggis höfum við samið við Banda­ríkin um verk­töku við varnir lands­ins, f.h. NATO. Varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin er enn í gildi. Óljósar fregnir hafa borist af því, að rík­is­stjórn Íslands, undir for­ystu Vinstri-grænna, sé að heim­ila meiri háttar fram­kvæmd­ir, til að efla varn­ar­við­búnað í nafni þessa varn­ar­sam­starfs.

2. Full­veldið – styrk­ing eða veik­ing?

Íslend­ingar eiga lífs­kjör sín undir milli­ríkja­versl­un. Útflutn­ingur okkar er til­tölu­lega eins­leit­ur, og lífs­kjör okkar - ein­hver hin bestu í heimi – byggja á inn­flutn­ingi. Til þess að þetta gangi upp þurfum við samn­inga um mark­aðs­að­gang í útlöndum á sam­keppn­is­hæfum kjör­um. Til þess gerðum við EES-­samn­ing­inn á sínum tíma (1989-1994). Þessi samn­ingur hefur síðan verið burða­rás og lyfti­stöng íslensks efna­hags­lífs. Eftir langvar­andi kreppu og sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu á árunum 1988-94 hófst nýtt vaxt­ar­skeið, sem skap­aði skil­yrði fyrir auk­inni fjöl­breytni í efna­hags­líf­inu og byggði á hindr­un­ar­lausum aðgangi að stærsta frí­verlun­ar­mark­aði heims. Var það á kostnað full­veld­is­ins, eða styrkti það full­veld­ið?

Auglýsing

Var Hrunið kannski afleið­ing af opnun hag­kerf­is­ins og frjálsu flæði fjár­magns? Sumir héldu því fram –eftir á að hyggja – að frjálst flæði fjár­magns skv. EES-­samn­ingnum hefði verið megin orsaka­valdur Hruns­ins. En þegar á það var bent, að Nor­egur inn­leiddi sömu lög og reglur og gilda um innri markað ESB, án þess að það hefði valdið hruni norsks efna­hags­lífs, þögn­uðu þær radd­ir.

Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á orsökum Hruns­ins, stað­festi þá nið­ur­stöðu. Þótt smit­beri Hruns­ins hafi verið gjald­þrot banda­rískra fjár­mála­stofn­ana, sem barst þaðan um alþjóða­vætt heims­hag­kerfi, voru ástæður þess, hversu hart Ísland var leikið af völdum Hruns­ins af inn­lendum rótum runn­ið. Þar var um að kenna and­vara­leysi og van­rækslu rík­is­stjórna, eft­ir­lits­stofn­ana (Seðla­banka og fjár­mála­eft­ir­lits) og stjórn­sýslu, eins og þar er rakið í níu bind­um.

3. Þjóð­ríkið og hnatt­væð­ingin

En hnatt­væð­ing heims­hag­kerf­is­ins á und­an­förnum ára­tugum hafði veikt varn­ar­getu þjóð­rík­is­ins frammi fyrir ofvexti alþjóð­legs fjár­mála­kerf­is, sem hafði vaxið raun­hag­kerf­inu yfir höf­uð, og enn hefur ekki verið ráðin bót á. Hættan er því við­var­and­i. En hefur ekki reynslan sýnt, að EES-­samn­ing­ur­inn brýtur í bága við full­veldi Íslands, eins og það er skil­greint í Stjórn­ar­skrá rík­is­ins?

Fremstu lög­fræð­ingar þjóð­ar­innar komust á sínum tíma að þeirri nið­ur­stöðu, að svo væri ekki. Meg­in­á­stæðan var – og er – sú, að skv. sam­ingnum hefur Ísland óvé­fengj­an­legan rétt til að hafna inn­leið­ingu lög­gjafar ESB á sviði innri mark­að­ar­ins, ef sú lög­gjöf á ekki við á Íslandi, eða sam­rým­ist ekki íslenskum þjóð­ar­hags­mun­um.

Þetta er samn­ings­at­riði skv. mörgum for­dæm­um. Sem dæmi um slíkt má nefna lög­gjöf ESB um járn­brautir og skipa­skurði, sem af aug­ljósum ástæðum eiga ekki við á Íslandi. Sama máli gegnir um sam­eig­in­legan orku­markað ESB, sem var utan innri mark­að­ar­ins, þegar EES-­sam­ing­ur­inn gekk í gildi 1994. Ísland hefur engin tengsl við orku­markað ESB og samn­ings­bund­inn rétt til að standa utan hans.

EES-­samn­ing­ur­inn stendur því ekki í vegi fyrir því, að Íslend­ingar móti sér sína eigin auð­linda­stefnu, sem kveði á um, að fram­leiðsla og dreif­ing orku sé skil­greind sem sam­fé­lags­þjón­usta og verði ekki einka­vædd sam­kvæmt fyr­ir­mælum frá Brus­sel.

Vilji menn hins vegar af ein­hverjum öðrum ástæðum segja upp EES-­samn­ingn­um, sem Íslandi hefur svo sann­ar­lega reynst vera happa­feng­ur, stendur upp á þá hina sömu að segja þjóð­inni, hvað eigi að koma í stað­inn. Við skulum ekki rasa um ráð fram.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, flokks íslenskra jafn­að­ar­manna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar