Um utanríkismál og gerð milliríkjasamninga

Dr. Bjarni Már Magnússon fjallar um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í aðsendri grein.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra til stjórn­skip­un­ar­laga, sem nýlega var lagt fram, segir að þar sé ekki „fjallað um utan­rík­is­mál, gerð milli­ríkja­samn­inga eða fram­sal vald­heim­ilda í þágu alþjóða­sam­starfs“. Þar af leið­andi sé þar ekki að finna til­lögur til breyt­inga á 21. gr. stjórn­ar­skrár­innar. Þrátt fyrir þessa stað­hæf­ingu var frum­varpið „leið­rétt“ í vik­unni en þar var að finna ákvæði sem gaf til kynna að aðild Íslands að þjóða­rétt­ar­samn­ingi breyti sjálf­krafa lands­lög­um. Slíkt er á skjön við hefð­bundin við­horf hér­lend­is. Þrátt fyrir að texti frum­varps­ins hafi nú verið leið­réttur er und­ir­rit­aður ekki full­kom­lega sann­færður um að frum­varpið fjalli ekki um utan­rík­is­mál eða gerð milli­ríkja­samn­inga. Ástæðan er hér útskýrð. 

„samn­inga við önnur ríki“

Í núgild­andi 21. gr. stjórn­ar­skrár segir að „for­seti lýð­veld­is­ins geri samn­inga við önnur rík­i“. Eins og þekkt er þá sér utan­rík­is­ráð­herra fyrst og fremst um slíka samn­ings­gerð. Und­ir­strika verður orða­lag ákvæð­is­ins: „samn­inga við önnur rík­i“. Orða­lagið hefur hald­ist efn­is­lega óbreytt frá árinu 1920 en á þeim tíma voru ger­endur á alþjóða­vett­vangi nær ein­vörð­ungu ríki. Með til­komu alþjóða­stofn­ana hefur sá skiln­ingur verið lagður í ákvæðið að það taki jafn­framt til samn­inga við þær.

„þjóð­rétt­ar­samn­inga“

Í frum­varpi Katrínar Jak­obs­dóttur er á tveimur stöðum notað hug­takið „þjóð­rétt­ar­samn­inga“, þ.e. í 9. og 17. gr., en ekki „samn­inga við önnur ríki“ eða sam­heitið milli­ríkja­samn­ing­ar. Ekki er útskýrt í grein­ar­gerð með frum­varp­inu hvað sé átt við með „þjóð­rétt­ar­samn­inga“ eða hvers vegna sam­ræmis sé ekki gætt á milli 21. gr. núgild­andi stjórn­ar­skrár og 9. og 17. gr. frum­varps­ins. 

Auglýsing

Orða­lags­mun­ur­inn skiptir máli. Ástæðan er sú að hug­takið þjóð­rétt­ar­samn­ingur er víð­tækara en orða­lagið „samn­inga við önnur rík­i“. Þjóð­rétt­ar­samn­ingar eru ekki ein­ungis gerðir á milli ríkja, heldur einnig á milli ríkja og ann­arra þjóð­rétt­ar­að­ila t.d. alþjóða­stofn­ana. Ef frum­varp for­sæt­is­ráð­herra er sam­þykkt af stjórn­ar­skrár­gjaf­anum mun stjórn­ar­skráin vísa til alþjóða­samn­inga með tvenns konar móti. Ann­ars vegar sem „þjóð­rétt­ar­samn­inga“ og hins vegar sem „samn­inga við önnur rík­i“. Hvaða merk­ingu ber að setja í slíkan hug­taka­mun? 

Hug­taka­munur

Ein nálgun væri að líta til þeirrar full­yrð­ingar að í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu sé ekki fjallað um utan­rík­is­mál og gerð milli­ríkja­samn­inga. Umrætt ákvæði stjórn­ar­skrár­innar hafi verið skilið svo í fram­kvæmd, um ára­tuga­skeið, að það taki jafn­framt til samn­inga íslenska rík­is­ins við alþjóða­stofn­an­ir. Þar af leið­andi hafi þessi mis­mun­andi hug­taka­notkun engin áhrif og hér sé í raun vísað til sama fyr­ir­bær­is­ins. 

Önnur nálgun er að líta svo á að stjórn­ar­skránni hafi verið breytt að þessu leyti. Hún inni­haldi nú víð­tækara hug­tak um alþjóða­samn­inga, þ.e. „þjóð­rétt­ar­samn­inga“, en orða­lagið „samn­inga við önnur rík­i“. Því verði að skýra 21. gr. í því ljósi. Greinin taki því ein­vörð­ungu til samn­inga við önnur ríki eins og texti ákvæð­is­ins ber skýr­lega með sér. Þar með geti utan­rík­is­ráð­herra ekki samið beint við aðra þjóð­rétt­ar­að­ila en ríki. Það væri óheppi­leg nið­ur­staða, í and­stöðu við fyrr­nefnda yfir­lýsta fyr­ir­ætlun með stjórn­ar­skrár­frum­varp­inu og væri sér­kenni­leg þreng­ing á vald­heim­ildum utan­rík­is­ráð­herra. Ofan­greint þarfn­ast skýr­ingar við þing­lega með­ferð frum­varps­ins til að varpa frekara ljósi á umræddar breyt­ingar

Höf­undur er pró­fessor við laga­deild HR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar