Um utanríkismál og gerð milliríkjasamninga

Dr. Bjarni Már Magnússon fjallar um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í aðsendri grein.

Auglýsing

Í greinargerð með frumvarpi forsætisráðherra til stjórnskipunarlaga, sem nýlega var lagt fram, segir að þar sé ekki „fjallað um utanríkismál, gerð milliríkjasamninga eða framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamstarfs“. Þar af leiðandi sé þar ekki að finna tillögur til breytinga á 21. gr. stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir þessa staðhæfingu var frumvarpið „leiðrétt“ í vikunni en þar var að finna ákvæði sem gaf til kynna að aðild Íslands að þjóðaréttarsamningi breyti sjálfkrafa landslögum. Slíkt er á skjön við hefðbundin viðhorf hérlendis. Þrátt fyrir að texti frumvarpsins hafi nú verið leiðréttur er undirritaður ekki fullkomlega sannfærður um að frumvarpið fjalli ekki um utanríkismál eða gerð milliríkjasamninga. Ástæðan er hér útskýrð. 

„samninga við önnur ríki“

Í núgildandi 21. gr. stjórnarskrár segir að „forseti lýðveldisins geri samninga við önnur ríki“. Eins og þekkt er þá sér utanríkisráðherra fyrst og fremst um slíka samningsgerð. Undirstrika verður orðalag ákvæðisins: „samninga við önnur ríki“. Orðalagið hefur haldist efnislega óbreytt frá árinu 1920 en á þeim tíma voru gerendur á alþjóðavettvangi nær einvörðungu ríki. Með tilkomu alþjóðastofnana hefur sá skilningur verið lagður í ákvæðið að það taki jafnframt til samninga við þær.

„þjóðréttarsamninga“

Í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur er á tveimur stöðum notað hugtakið „þjóðréttarsamninga“, þ.e. í 9. og 17. gr., en ekki „samninga við önnur ríki“ eða samheitið milliríkjasamningar. Ekki er útskýrt í greinargerð með frumvarpinu hvað sé átt við með „þjóðréttarsamninga“ eða hvers vegna samræmis sé ekki gætt á milli 21. gr. núgildandi stjórnarskrár og 9. og 17. gr. frumvarpsins. 

Auglýsing

Orðalagsmunurinn skiptir máli. Ástæðan er sú að hugtakið þjóðréttarsamningur er víðtækara en orðalagið „samninga við önnur ríki“. Þjóðréttarsamningar eru ekki einungis gerðir á milli ríkja, heldur einnig á milli ríkja og annarra þjóðréttaraðila t.d. alþjóðastofnana. Ef frumvarp forsætisráðherra er samþykkt af stjórnarskrárgjafanum mun stjórnarskráin vísa til alþjóðasamninga með tvenns konar móti. Annars vegar sem „þjóðréttarsamninga“ og hins vegar sem „samninga við önnur ríki“. Hvaða merkingu ber að setja í slíkan hugtakamun? 

Hugtakamunur

Ein nálgun væri að líta til þeirrar fullyrðingar að í greinargerðinni með frumvarpinu sé ekki fjallað um utanríkismál og gerð milliríkjasamninga. Umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar hafi verið skilið svo í framkvæmd, um áratugaskeið, að það taki jafnframt til samninga íslenska ríkisins við alþjóðastofnanir. Þar af leiðandi hafi þessi mismunandi hugtakanotkun engin áhrif og hér sé í raun vísað til sama fyrirbærisins. 

Önnur nálgun er að líta svo á að stjórnarskránni hafi verið breytt að þessu leyti. Hún innihaldi nú víðtækara hugtak um alþjóðasamninga, þ.e. „þjóðréttarsamninga“, en orðalagið „samninga við önnur ríki“. Því verði að skýra 21. gr. í því ljósi. Greinin taki því einvörðungu til samninga við önnur ríki eins og texti ákvæðisins ber skýrlega með sér. Þar með geti utanríkisráðherra ekki samið beint við aðra þjóðréttaraðila en ríki. Það væri óheppileg niðurstaða, í andstöðu við fyrrnefnda yfirlýsta fyrirætlun með stjórnarskrárfrumvarpinu og væri sérkennileg þrenging á valdheimildum utanríkisráðherra. Ofangreint þarfnast skýringar við þinglega meðferð frumvarpsins til að varpa frekara ljósi á umræddar breytingar

Höfundur er prófessor við lagadeild HR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar