Má selja Þingvelli?

Úlfar Þormóðsson telur að það að selja það sem maður ekki á gangi þvert á það sem kalla mætti gott siðferði.

Auglýsing

Ef kunn­ingi minn lánar mér húsið sitt og leyfir mér að búa þar end­ur­gjalds­laust má ég að sjálf­sögðu hvorki veð­setja það né selja. Og þegar ég er hættur að búa í því skila ég því til eig­and­ans.

Þegar hið opin­bera (út­hlut­ar) lánar útgerð­ar­fyr­ir­tæki fisk­veiði­kvóta má útgerðin veð­setja hann fyrir banka­láni. Og ef hún vill ekki (eða getur ekki) nýtt hann má hún selja hann, kvót­ann, gjafa­kvót­ann. Og stinga and­virð­inu í vasann; vasa skráðra eig­enda útgerð­ar­inn­ar. Þetta er svona, og farið eftir ein­hverri lög­leysu sem látin er við­gang­ast. Og við­ur­kennt sem lög­leg gjörð.

Á föstu­dag­inn var festi Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyjum kaup á útgerð­ar­fé­lag­inu Hugin ehf. þar í bæ. Sam­kvæmt Mbl.is fylgdi fjölveiði­skipið Hug­inn VE-55 ásamt afla­heim­ild­um. Stundin sagði frá því að Hug­inn ætti „tæp­lega 1,4 pró­sent loðnu­kvót­ans, 4,2 pró­sent loð­munna­kvót­ans og rúm 4.6 pró­sent norsk-­ís­lenska síld­ar­kvót­ans við Íslands­strendur og 2.2 pró­sent síld­ar­kvót­ans“. Sam­kvæmt tölum Fiski­stofu fékk Hug­inn á núver­andi fisk­veiði­ári úthlut­aðar 634 lestir eða 2,22% af afla­marki í síld, 266 lestir eða 1,4% af afla­marki í loðnu, 7.742 lestir eða 4,21% af afla­marki í kolmunna og 5.182 lestir eða 4,65% af afla­marki í norsk-­ís­lenskri síld."  

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Vinnslu­stöð­inni segir að kaup­verðið sé trún­að­ar­mál kaup­enda og selj­enda. Þann 2. febr­úar hefur Stundin eftir eftir fram­kvæmda­stjórna Hug­ins: „Kaup­verð er aldrei gefið upp í svona við­skipt­um. Menn geta kannski reynt að fiska það upp úr árs­reikn­ingum þegar þeir kom­a.“

Að selja það sem maður ekki á gengur þvert á það sem kalla má gott sið­ferði. Hug­inn átti ekki kvót­ann sem hann seldi. Hann var með hann í láni. Hann er þjóð­ar­eign. Sjálf­sagt hefur Hug­inn keypt kvóta af öðrum útgerðum á liðnum árum og greitt fyrir með pen­ingum eða ígildi þeirra. Sá eða þeir sem seldu Hug­inn þann kvóta voru líka með hann að láni; Þeir áttu hann ekki.

Og leyf­ist þá fáfróðum ekki að spyrja: Heim­ila lögin að seldur sé lánskvóti? Leyfa þau hverj­um, sem hefur að láni ein­hverja þjóð­ar­eign, að selja hana? Mega bænd­ur, leigu­liðar rík­is­jarða, selja þær og eigna sér það sem fyrir þær fæst? Má selja Þing­velli?

Margir þing­menn tala mikið og telja sig hafa vit á því hvernig stjórn­ar­skráin skuli hljóða og um hvað hún eigi að fjalla. Engan þeirra hef ég heyrt ræða um veð­setn­ingu og sölu á gjafa­kvóta. Hvað þá að ein­hver þeirra hafi lýst vilja til þess að stoppa þá lög­leysu sem fram fer. Ef ekki í stjórn­ar­skrá þá til dæmis með svo ein­földu laga­boði, að útgerðir skili þeim kvóta sem þær hafa fengið að láni, þegar um þær selja sín fiski­skip.

Enn situr síð­­asta þingi fyrir alþing­is­­kosn­­ing­ar og fyrir dyrum atkvæða­veiðar og end­­ur­­kjör.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar