Orðum fylgir ábyrgð

Skúli Helgason segir það nauðsynlegt að draga þá línu að við líðum ekki ofbeldi og mætum því af fullum þunga.

Auglýsing

Stjórn­mála­um­ræðan á heims­vísu hefur tekið miklum breyt­ingum á und­an­förnum árum og tengja það margir við til­komu sam­fé­lags­miðla sem hefur stór­aukið mögu­leika almenn­ings og kjör­inna full­trúa á að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi, með góðu og illu. Lands­lagið hér á landi er gjör­breytt frá þeim tíma þegar opin­ber stjórn­mála­um­ræða í fjöl­miðlum tak­mark­að­ist að mestu við fáeina dálksenti­metra í örfáum dag­blöðum sem flest hver voru í eigu stjórn­mála­flokka og með tak­mark­aða útbreiðslu. Sam­hliða þessum breyt­ingum hefur harkan í sam­fé­lags­um­ræð­unni vaxið til mik­illa muna og á stundum þró­ast yfir í hreina hat­urs­orð­ræðu gagn­vart ein­stak­lingum og hópum í sam­fé­lag­inu og stundum í stjórn­mál­un­um. 

Við Íslend­ingar höfum gegnum tíð­ina bless­un­ar­lega verið að mestu laus við alvar­leg ofbeld­is­verk gegn kjörnum full­trú­um, þó nokkur dæmi séu um að gerður hafi verið aðsúgur að stjórn­mála­mönnum og heim­ilum þeirra t.d. í kjöl­far banka­hruns­ins. 

Skotárásir á stjórn­mála­menn og flokka

Á dög­unum var gerð skotárás á bíl í eigu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra við heim­ili hans þar sem frið­helgi einka­lífs stjórn­mála­manns var rofin með þeim hætti að öryggi fjöl­skyldu hans og jafn­vel nágranna var stefnt í hættu. Þessi atburður kemur í kjöl­far skotárása á skrif­stofur nokk­urra stjórn­mála­flokka í borg­inni á und­an­förnum miss­er­um. Lær­dóm­ur­inn er sá að við horfum á breytt lands­lag þar sem stjórn­mála­menn geta átt von á því að verða fyrir ofbeld­is­árásum sem jafn­vel ógna lífi. Þetta er grafal­var­leg þróun sem markar vatna­skil en kemur því miður ekki alveg á óvart.

Auglýsing

For­dæmið að vestan

Við höfum á und­an­förnum árum orðið vitni að því að öfga­kenndum mál­flutn­ingi hefur vaxið fiskur um hrygg á alþjóða­vísu og öfga­öfl hafa fengið byr undir báða vængi eftir að maður af þvi sauða­húsi sett­ist í stól Banda­ríkja­for­seta og not­aði þann valda­stól til að kynda undir ofsóknum og andróðri m.a. gegn ákveðnum þjóð­fé­lags­hóp­um. Þessi fram­ganga náði hámarki eða frekar nýjum lægðum þegar frá­far­andi for­seti eggj­aði stuðn­ings­menn sína til mót­mæla sem end­uðu með því að fjöldi óeirða­seggja réð­ist til inn­göngu í banda­ríska þingið með þeim afleið­ingum að fimm létu lífið þar með tal­inn einn lög­reglu­mað­ur. Fólk um allan heim hefur fundið sér stað í berg­máls­helli fyrrv. Banda­ríkja­for­seta og deilt skoð­unum hans og mál­flutn­ingi, þar á meðal hér á landi – þó öllum þorra almenn­ings á Íslandi hafi reyndar blöskrað fram­ganga hans á valda­stóli. Nýlegt mynd­band um fram­kvæmdir við Óðins­torg og nágrenni er því miður dæmi um áróður sem byggir á alvar­legum rang­færslum og bein­ist gegn borg­ar­stjóra og fjöl­skyldu hans með ósvífnum hætt­i. 

Við líðum ekki ofbeldi

Ég tel að við séum komin á þann stað að það sé algjör­lega nauð­syn­legt að draga slíkt ofbeldi og hót­anir fram í dags­ljósið og leggja þá línu að við líðum ekki ofbeldi og mætum því að fullum þunga. Við sjáum dæmi þess hvað getur gerst ef við þegjum og látum slíkt ofbeldi yfir okkur ganga. Þess vegna þakka ég Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra fyrir að segja frá árásinni og opna þannig umræð­una á opin­berum vett­vangi, þó það hafi örugg­lega ekki verið honum eða fjöl­skyldu hans létt­bært. Ég vil líka þakka Hildi Björns­dóttur borg­ar­full­trúa fyrir að hafa stigið fram fyrir skjöldu og for­dæmt ósmekk­leg ummæli félaga hennar í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­manna og Eyþóri Lax­dal Arn­alds odd­vita flokks­ins fyrir að taka á málum þess ein­stak­lings af festu ásamt félögum sín­um. 

Borg­ar­stjórn for­dæmir ein­róma

Við for­dæmum hvers kyns ofbeld­is­verk sem bein­ast að almenn­ingi og stjórn­mála­fólki hvaða flokki sem það til­heyr­ir. Þau skila­boð þurfa að vera skýr og koma úr öllum áttum – og við höfum tæki­færi til að láta þetta atvik verða okkur til­efni til að bæta vinnu­brögðin í stjórn­mál­unum og mál­flutn­ing kjör­inna full­trúa. Við erum kjörnir full­trúar almenn­ings, sem hefur verið treyst fyrir því ábyrgð­ar­hlut­verki að taka ákvarð­anir og marka stefnu um hvernig megi bæta hag og lífs­skil­yrði almenn­ings. Við erum í for­rétt­inda­stöðu því fáir eru útvaldir til að sinna þessu mik­il­væga hlut­verki og þeim ber að fara vel með það vald og þá ábyrgð sem þeim er falið. Við höfum tíma­bundið umboð í borg­ar­stjórn til að láta gott af okkur leiða – nýtum það umboð vel og gerum okkar besta til að bæta stjórn­mála­menn­ing­una fyrir almenn­ing í borg­inni og þá sem á eftir okkur koma. Mik­il­vægt skref var stigið í vik­unni þegar borg­ar­stjórn sam­þykkti ein­róma ályktun þar sem árásir á bíl borg­ar­stjóra og höf­uð­stöðvar stjórn­mála­flokka voru for­dæmdar og öllu ofbeldi tengdu stjórn­málum hafn­að. Það er gott skref í rétta átt.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar