Efnahags- og félagslegur stöðugleiki

Guðmundur Ragnarsson hefur komist að þeirri einföldu niðurstöðu að það sé gjaldmiðillinn okkar, íslenska krónan, sem hefur verið örlagavaldur okkar allan þennan tíma.

Auglýsing

Eftir að hafa verið á vinnu­mark­aði frá 1980 og tekið þátt í þeim efna­hags­lega óstöð­ug­leika og áföllum sem komið hafa upp á þeim tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig hvort ekki sé til önnur leið og eða hvað veldur þess­ari óáran enda­laust í efna­hags­málum á Íslandi? Mis­mun­andi skýr­ingar hafa verið settar fram þegar gjald­mið­il­inn hefur tekið dýf­ur, til að rétt­læta til­vist hans, eftir því hvað hefur hent­að.



Ég er kom­inn að þeirri ein­földu nið­ur­stöðu að það sé gjald­mið­ill­inn okkar íslenska krónan sem hefur verið örlaga­vald­ur­inn allan þennan tíma. Að mínu viti er búið að full­reyna allar hug­myndir sem mönnum hafa dottið í hug til að halda stöð­ug­leika á gjald­miðl­in­um. Þessu hefur fylgt ótrú­legt verð­bólgu- og vaxta umhverfi. Ef litið er til baka og tölur um verð­bólgu og vaxta­stig skoð­aðar er ótrú­legt að hafa kom­ist í gegnum þetta til­tölu­lega óskadd­að­ur, það er mitt lán. Það hefur því miður ekki verið allra, margar fjöl­skyldur og ein­stak­lingar hafa lent í miklum hremm­ingum og jafn­vel tapað aleig­unni. Stór hluti þeirra sem átt hafa við mesta vand­ann að etja í sam­fé­lag­inu eru einmitt fórn­ar­lömb óstöð­ug­leika í efna­hags­málum á mis­jöfnum tíma. Jafn­vel fólk sem er að fara á eft­ir­laun eftir ævistritið er skuldum vafið og hefur áhyggjur af sinni fram­tíð. Fólk sem er búið að færa ótrú­lega miklar fórnir fyrir þröngan hags­muna­hóp sem vill halda í gjald­mið­il­inn. Meðan hags­muna­hóp­ur­inn hefur krónu­hag­kerfi sitt í fákeppni er lífið afslappað hjá þeim.

Stöð­ug­leiki er verð­mæti 

Erum við með­vituð um hvað krónan hefur og er að kosta okk­ur?

Þessa fjár­muni gætum við notað í fjársvelt vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerf­ið.

Hvers vegna höfum við ekki viljað kom­ast í efna­hags­legan stöð­ug­leika, með stöðugan gjald­mið­il, var­an­lega lága vexti, stöðugan kaup­mátt og heil­brigða sam­keppni?

Hér á undan er stiklað á stóru, á þessu tíma­bili frá því ég kom á vinnu­mark­að­inn og reyndar ára­tug­ina þar á undan hafa átt sér stað miklar efna­hag­legar sveiflur sem hafa verið launa­fólki mjög erf­iðar og kostn­að­ar­sam­ar. Við erum reglu­lega að vinna okkur upp úr efna­hagslægðum sem krónan hefur valdið eða magnað upp. Það eru óvissu­tímar framundan og ef illa fer munum við upp­lifa sömu afleið­ing­arnar og oft áður. Krónan gefur eft­ir, við það kemur verð­bólgu­skot, kaup­mátt­arrýrnun og vextir æða upp.

Þess á milli getur krónan orðið of sterk og valdið miklum erf­ið­leikum hjá útflutn­ings­at­vinnu­grein­un­um. 

Búum til betri fram­tíð

Í þessum hug­leið­ingum mínum kemur upp í huga minn hvort þetta þurfi virki­lega að vera svona áfram, að börnin mín og barna­börn verði að fara í gegnum sama óstöð­ug­leik­ann í efna­hags­málum og ég hef þurft að lifa með frá 1980.

Svarið er ein­falt, það er NEI.

Auglýsing
Það er komin af stað mikil umræða um nýtt Ísland eftir COVID-19 eins og var eftir hrunið 2008 sem gleymd­ist fljótt eins og oft áður þegar allt fór á fullt í hag­kerf­inu. Ef gera á breyt­ingar þá verður að fara í rót vand­ans til að hafa góðan grunn til að byggja þær á.

 Ef litið er til baka þá hafa menn verið að halda sömu ræð­urnar um sömu vanda­málin með reglu­legu milli­bili og ekk­ert hefur breyst. 

Aukum jöfnuð í sam­fé­lag­inu

Sam­hliða þeim var­an­legu lausnum sem við veljum til að koma á efna­hags­legum stöð­ug­leika, þarf sam­fé­lags­sátt­mála þvert á póli­tíska flokka til að koma á félags­legum stöð­ug­leika. Allir verða að axla ábyrgð á verk­efn­inu óháð rík­is­stjórnum sem koma og fara. Þannig værum við að tryggja stöðu þeirra sem lök­ustu kjörin hafa og um leið er kom­inn grunnur fyrir vinnu­mark­aðs­módel sem tryggt getur meiri frið á vinnu­mark­aði. Eftir á að hyggja var þetta mik­il­væga atriði það sem vant­aði inn í vinn­una sem lagt var af stað með nýju vinnu­mark­aðs­mód­eli sem fékk nafnið SALEK. Þá var það póli­tíkin sem var ekki til­búin að axla ábyrgð á þeim félags­lega stöð­ug­leika sem þannig vinnu­mark­aðs­módel verður að hafa sem örygg­is­ventil. Að þeir sem lök­ustu kjörin hafa geti alið börnin sín upp í öruggu hús­næði og fram­fleytt sér og sínum með sjálfs­virð­ing­una í lagi. Allir þeir sátt­málar og samn­ingar um félags­legar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjara­samn­inga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausn­irnar ekki virk­að. Það byggir eng­inn upp félags­legan stöð­ug­leika með plástr­a­lækn­ingum við gerð kjara­samn­inga í verk­föll­um.

 

Þetta verður að vera gert heild­stætt, með fram­tíð­ar­sýn og byggt upp á traustum grunni.

Við þurfum ekki að finna upp hjól­ið, við getum sótt fyr­ir­mynd­irnar til ann­arra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Til þess að koma svona verk­efni í fram­kvæmd þarf sam­tal og þeir sem vilja koma að þessu þurfa að axla ábyrgð, en ekki vera alltaf á móti og hafa engar lausn­ir. Hugs­an­lega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjald­mið­il, kostn­að­ur­inn vegna krón­unnar er mik­ill, ótrú­legar upp­hæðir í millj­örðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okk­ur.

 

Grunn­ur­inn að félags­legum stöð­ug­leika er öfl­ugt atvinnu­líf og friður á vinnu­mark­aði. Við séum með­vituð um hvað er til skipt­anna við gerð kjara­samn­inga og þeir sem betur hafi það séu til­búnir að leggja sitt af mörkum til að fjár­magna verk­efn­ið.

Það heitir að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu!

Þurfum nýjan drif­kraft í stjórn­málin

Til að koma þessu á, þarf nýtt afl inn í íslensk stjórn­mál til að leiða breyt­ing­arn­ar, afl sem er til­búið er að fara nýjar leið­ir, hefur hug­mynda­fræð­ina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokk­arnir ekki full­reyndir jafn­vel þó þeir beri fyrir sig félags­hyggju og jöfn­uð? 

Flokk­arnir hafa ein­angrað sig frá almenn­ingi í land­inu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varð­andi breyt­ingar á flestum svið­um. Það þarf að hlusta á kröfur frá sam­tökum launa­manna, en þær þurfa líka að vera raun­sæjar og ábyrg­ar.

Til að byggja upp aukin jöfnuð í þessu litla sam­fé­lagi okkar þá verða þessar tvær for­sendur að vera til staðar svo stöð­ug­leiki kom­ist á og allir fái að njóta þess sem þetta auð­uga land býður upp á, en ekki bara sum­ir.

Höf­undur er vél­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar