Lausnin á atvinnuleysinu

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, skrifar um atvinnuframboðstryggingu og borgaralaun.

Auglýsing

Um 21.000 manns voru atvinnu­laus í lok des­em­ber og atvinnu­leysi tæp 11%. Atvinnu­leysi fylgir sál­fræði­leg­ur, sam­fé­lags­legur og heil­brigð­is­legur kostn­aður í formi þátta á borð við verra geð­heil­brigði, aukna glæpa­tíðni, hærri aðhlynn­ing­ar­kostnað á geð­deildum og hærri lög­gæslu­kostn­að. Þá eru fjár­hags­legu afleið­ing­arnar alvar­leg­ar, sér­stak­lega fyrir ein­stak­linga. 

Til að draga úr þessum vanda­málum hafa Íslend­ingar not­ast við atvinnu­leys­is­bæt­ur. En umræðan þró­ast í átt að tveimur öðrum lausnum: borg­ara­launum (e. uni­ver­sal basic income) og atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu (e. job guar­an­tee).

Hvað eru borg­ara­laun og atvinnu­fram­boðs­trygg­ing?

Borg­ara­laun eru skil­yrð­is­laus greiðsla frá rík­is­sjóði til ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu, óháð þáttum á borð við aðrar tekjur eða eign­ir. 

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing er trygg­ing á fram­boði af störf­um, end­ur­mennt­un­ar­nám­skeiðum og sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efnum þar sem þátt­tak­endur fá borgað laun sem duga til lífs­við­ur­væris fyrir að vinna við­kom­andi störf, sitja við­kom­andi end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið eða starfa við við­kom­andi sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efni. Rík­is­sjóður fjár­magnar atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu.

Hverjar eru afleið­ingar borg­ara­launa og atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar?

Bæði kerfin hafa sína kosti og galla. Kostir borg­ara­launa eru m.a. ein­fald­leiki í umsjón: rík­is­sjóður þarf kenni­tölu og banka­reikn­ing við­tak­anda borg­ara­launa. Þá minnka borg­ara­laun þörf­ina á vel­ferð­ar­kerfi svo hægt er að minnka útgjöld rík­is­sjóðs vegna t.d. atvinnu­leys­is­bóta, örorku­bóta eða fæð­ing­ar­or­lofs. Borg­ara­laun geta líka ýtt undir nýsköpun þar sem frum­kvöðlar geta minnkað starf­hlut­fall sitt að eigin frum­kvæði til að fá auk­inn tíma til þess að vinna við eigin nýsköp­un­ar­verk­efni.

Gallar borg­ara­launa eru m.a. mik­ill brúttó kostn­að­ur. Sé miðað við að borg­ara­laun væru greidd frá 18 ára aldri væru það 368þ. manns (þar af 317þ. íslenskir rík­is­borg­ara). Brúttó kostn­að­ur­inn væri ein­falt marg­feldi af þeirri tölu, t.d. 442 millj­arðar króna á ári væru borg­ara­laun 100þ.kr. á mán­uði. Rík­is­sjóð­ur, sem útgef­andi á gjald­miðli Íslands (e. issuer of cur­rency) en ekki not­andi gjald­mið­ils­ins (e. user of cur­rency) líkt og heim­ili og fyr­ir­tæki, hefði efni á slíku – sjá grein mína „Rík­is­sjóður hefur efni á þessu – en á að gera það?“ síðan í júní 2020 á vef SÍBS – og þörfin á greiðslum vegna t.d. atvinnu­leysis eða örorku myndi minnka. En nán­ast ómögu­legt er að sjá fyrir sér að almenn borg­ara­laun myndu ekki leiða til verð­bólgu án stór­auk­innar skatt­heimtu, sér­stak­lega sé ætl­unin að hafa þau nægi­lega há til að þau dugi til lífs­við­ur­vær­is: fram­færslu­við­mið fyrir barn­lausan ein­stakling án bíls á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er rúm­lega 300þ.kr./mán fyrir skatt. 

Auglýsing
Annar stór galli á borg­ara­launum er skort­ur­inn á sér­tækni: allir fá greitt borg­ara­laun, hvort sem þeir eru með engar aðrar tekjur eða 10 millj­ónir á mán­uði.

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing hefur þessa sér­tækni: ein­göngu þeir aðilar sem eru innan kerf­is­ins fá greitt, enda eru það ein­stak­ling­arnir sem þurfa á greiðsl­unum að halda. Vanda­málið sem atvinnu­leysi er er leyst með riff­il­skoti í stað sprengju.

Allir sem vilja geta fengið starf innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar, óháð t.d. kyni eða rík­is­borg­ara­rétti. Það starf borgar lág­marks­laun sem duga til lífs­við­ur­væris (um 350þ.kr. á mán­uð­i). Vilji við­kom­andi sitja end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið er honum frjálst að gera það og fá greitt sömu upp­hæð fyr­ir. Hugs­unin að baki slíkum mögu­leika er að auka tæki­færi ein­stak­linga til þess að færa sig á milli starfa innan mis­mun­andi atvinnu­geira, allt eftir því hvernig fram­boð og eft­ir­spurn eftir vinnu­afli innan atvinnu­geira þró­ast. Þetta er mjög mik­il­vægur þáttur í því að und­ir­búa fólk undir fjórðu iðn­bylt­ing­una sem mun minnka eft­ir­spurn eftir vinnu­afli í einum geira (t.d. versl­un) en auka hana í öðrum (t.d. upp­lýs­inga­tækn­i). Þessi þróun kallar á stór­eflda end­ur­menntun á vinnu­afli. Aukin end­ur­menntun (t.d. tungu­mála­kennsla, verk­efna­um­sjón, upp­lýs­inga­tækni, rekstur fyr­ir­tækja, o.s.frv.) myndi einnig auka nýsköpun innan hag­kerf­is­ins, líkt og gæti átt sér stað innan borg­ara­launa.

Brúttó kostn­að­ur­inn við atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu er líka langtum lægri en í til­felli borg­ara­launa. Væru allir atvinnu­lausir ein­stak­lingar á Íslandi í dag með starf innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (um 350þ.kr. á mán­uði) myndi það kosta ríf­lega 7 millj­arða á mán­uði eða um 88 millj­arðar á ári sé engin breyt­ing á atvinnu­leysi yfir árið. Finni fólk aðra vinnu, t.d. í einka­geir­anum þökk sé end­ur­menntun sem átti sér stað innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar­inn­ar, minnka útgjöld vegna atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar – enda ekki þörf á þeim lengur þar sem við­kom­andi fann nýtt starf við hæfi. Til sam­an­burðar er áætlað að útgreiddar atvinnu­leys­is­bætur árið 2020 hafi verið í kringum 80 millj­arðar króna. Nettó kostn­að­ur­inn við atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu væri því mjög tak­mark­aður m.v. núver­andi kerfi þar sem fólk innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar fengi laun innan hennar í stað atvinnu­leys­is­bóta. Verð­bólgu­á­hrif atvinnu­fram­boðstrygg­ingar eru þannig hverf­andi og auð­velt er að sjá fyrir sér að engar eða lág­marks skatta­hækk­anir væru nauð­syn­leg­ar, ólíkt til­felli almennra borg­ara­launa, sé atvinnu­fram­boðs­trygg­ing tekin upp. 

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing býður líka upp á ýmis konar sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efni. Aðstoð­ar­störf við íþrótta­iðkun jafnt barna sem full­orð­inna, rekstur leik­húsa og sam­fé­lags­mið­stöðva, og við­hald almennra opin­berra svæða á borð við leik­velli, íþrótta­svæði og umferð­ar­mann­virki geta öll verið hluti af sam­fé­lags­verk­efnum innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar. Nýskóg­rækt, við­hald nátt­úruperlna, og hreinsun almenn­ings­garða og fjara eru störf sem væru hluti af umhverf­is­verk­efnum innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar.

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing hefur þann galla að hún er flókn­ari í umsjón en borg­ara­laun. Þó er auð­veld­lega hægt að nota núver­andi inn­viði sem Vinnu­mála­stofnun hefur byggt upp til að halda utan um þætti á borð við störf í boði.

Þá er auð­velt að hafa bæði borg­ara­laun og atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til staðar á sama tíma, kerfin úti­loka ekki hvort ann­að. Til dæmis er ljóst að sumir geta ein­fald­lega ekki unnið vegna ýmissa ástæðna. Slíkt fólk getur ekki tekið þátt í atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu en borg­ara­laun gætu hjálpað þessum ein­stak­ling­um. Það myndi þó þýða að borg­ara­laun væru ekki almenn heldur sér­tæk, ætluð þeim sem þurfa á þeim að halda.

Bæði best!

Ljóst er að bæði borg­ara­laun og atvinnu­fram­boðs­trygg­ing hafa sína kosti og galla. Mik­il­vægt er að hafa í huga að kerfin úti­loka ekki hvort annað og lík­lega væri blanda af báðum besta lausnin til þess að kerfin geti unnið gegn göllum hvors ann­ars. Umræða um þessi kerfi er mjög svo af hinu góða því hvort sem okkur líkar það betur eða verr verðum við að leysa vand­ann sem atvinnu­leysi er, bæði í dag sem og í fram­tíð­inn­i. 

Höf­undur er doktor í hag­fræði. Greinin birt­ist fyrst í nýjasta blaði Sam­eyk­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar