Lausnin á atvinnuleysinu

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, skrifar um atvinnuframboðstryggingu og borgaralaun.

Auglýsing

Um 21.000 manns voru atvinnu­laus í lok des­em­ber og atvinnu­leysi tæp 11%. Atvinnu­leysi fylgir sál­fræði­leg­ur, sam­fé­lags­legur og heil­brigð­is­legur kostn­aður í formi þátta á borð við verra geð­heil­brigði, aukna glæpa­tíðni, hærri aðhlynn­ing­ar­kostnað á geð­deildum og hærri lög­gæslu­kostn­að. Þá eru fjár­hags­legu afleið­ing­arnar alvar­leg­ar, sér­stak­lega fyrir ein­stak­linga. 

Til að draga úr þessum vanda­málum hafa Íslend­ingar not­ast við atvinnu­leys­is­bæt­ur. En umræðan þró­ast í átt að tveimur öðrum lausnum: borg­ara­launum (e. uni­ver­sal basic income) og atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu (e. job guar­an­tee).

Hvað eru borg­ara­laun og atvinnu­fram­boðs­trygg­ing?

Borg­ara­laun eru skil­yrð­is­laus greiðsla frá rík­is­sjóði til ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu, óháð þáttum á borð við aðrar tekjur eða eign­ir. 

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing er trygg­ing á fram­boði af störf­um, end­ur­mennt­un­ar­nám­skeiðum og sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efnum þar sem þátt­tak­endur fá borgað laun sem duga til lífs­við­ur­væris fyrir að vinna við­kom­andi störf, sitja við­kom­andi end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið eða starfa við við­kom­andi sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efni. Rík­is­sjóður fjár­magnar atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu.

Hverjar eru afleið­ingar borg­ara­launa og atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar?

Bæði kerfin hafa sína kosti og galla. Kostir borg­ara­launa eru m.a. ein­fald­leiki í umsjón: rík­is­sjóður þarf kenni­tölu og banka­reikn­ing við­tak­anda borg­ara­launa. Þá minnka borg­ara­laun þörf­ina á vel­ferð­ar­kerfi svo hægt er að minnka útgjöld rík­is­sjóðs vegna t.d. atvinnu­leys­is­bóta, örorku­bóta eða fæð­ing­ar­or­lofs. Borg­ara­laun geta líka ýtt undir nýsköpun þar sem frum­kvöðlar geta minnkað starf­hlut­fall sitt að eigin frum­kvæði til að fá auk­inn tíma til þess að vinna við eigin nýsköp­un­ar­verk­efni.

Gallar borg­ara­launa eru m.a. mik­ill brúttó kostn­að­ur. Sé miðað við að borg­ara­laun væru greidd frá 18 ára aldri væru það 368þ. manns (þar af 317þ. íslenskir rík­is­borg­ara). Brúttó kostn­að­ur­inn væri ein­falt marg­feldi af þeirri tölu, t.d. 442 millj­arðar króna á ári væru borg­ara­laun 100þ.kr. á mán­uði. Rík­is­sjóð­ur, sem útgef­andi á gjald­miðli Íslands (e. issuer of cur­rency) en ekki not­andi gjald­mið­ils­ins (e. user of cur­rency) líkt og heim­ili og fyr­ir­tæki, hefði efni á slíku – sjá grein mína „Rík­is­sjóður hefur efni á þessu – en á að gera það?“ síðan í júní 2020 á vef SÍBS – og þörfin á greiðslum vegna t.d. atvinnu­leysis eða örorku myndi minnka. En nán­ast ómögu­legt er að sjá fyrir sér að almenn borg­ara­laun myndu ekki leiða til verð­bólgu án stór­auk­innar skatt­heimtu, sér­stak­lega sé ætl­unin að hafa þau nægi­lega há til að þau dugi til lífs­við­ur­vær­is: fram­færslu­við­mið fyrir barn­lausan ein­stakling án bíls á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er rúm­lega 300þ.kr./mán fyrir skatt. 

Auglýsing
Annar stór galli á borg­ara­launum er skort­ur­inn á sér­tækni: allir fá greitt borg­ara­laun, hvort sem þeir eru með engar aðrar tekjur eða 10 millj­ónir á mán­uði.

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing hefur þessa sér­tækni: ein­göngu þeir aðilar sem eru innan kerf­is­ins fá greitt, enda eru það ein­stak­ling­arnir sem þurfa á greiðsl­unum að halda. Vanda­málið sem atvinnu­leysi er er leyst með riff­il­skoti í stað sprengju.

Allir sem vilja geta fengið starf innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar, óháð t.d. kyni eða rík­is­borg­ara­rétti. Það starf borgar lág­marks­laun sem duga til lífs­við­ur­væris (um 350þ.kr. á mán­uð­i). Vilji við­kom­andi sitja end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið er honum frjálst að gera það og fá greitt sömu upp­hæð fyr­ir. Hugs­unin að baki slíkum mögu­leika er að auka tæki­færi ein­stak­linga til þess að færa sig á milli starfa innan mis­mun­andi atvinnu­geira, allt eftir því hvernig fram­boð og eft­ir­spurn eftir vinnu­afli innan atvinnu­geira þró­ast. Þetta er mjög mik­il­vægur þáttur í því að und­ir­búa fólk undir fjórðu iðn­bylt­ing­una sem mun minnka eft­ir­spurn eftir vinnu­afli í einum geira (t.d. versl­un) en auka hana í öðrum (t.d. upp­lýs­inga­tækn­i). Þessi þróun kallar á stór­eflda end­ur­menntun á vinnu­afli. Aukin end­ur­menntun (t.d. tungu­mála­kennsla, verk­efna­um­sjón, upp­lýs­inga­tækni, rekstur fyr­ir­tækja, o.s.frv.) myndi einnig auka nýsköpun innan hag­kerf­is­ins, líkt og gæti átt sér stað innan borg­ara­launa.

Brúttó kostn­að­ur­inn við atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu er líka langtum lægri en í til­felli borg­ara­launa. Væru allir atvinnu­lausir ein­stak­lingar á Íslandi í dag með starf innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (um 350þ.kr. á mán­uði) myndi það kosta ríf­lega 7 millj­arða á mán­uði eða um 88 millj­arðar á ári sé engin breyt­ing á atvinnu­leysi yfir árið. Finni fólk aðra vinnu, t.d. í einka­geir­anum þökk sé end­ur­menntun sem átti sér stað innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar­inn­ar, minnka útgjöld vegna atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar – enda ekki þörf á þeim lengur þar sem við­kom­andi fann nýtt starf við hæfi. Til sam­an­burðar er áætlað að útgreiddar atvinnu­leys­is­bætur árið 2020 hafi verið í kringum 80 millj­arðar króna. Nettó kostn­að­ur­inn við atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu væri því mjög tak­mark­aður m.v. núver­andi kerfi þar sem fólk innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar fengi laun innan hennar í stað atvinnu­leys­is­bóta. Verð­bólgu­á­hrif atvinnu­fram­boðstrygg­ingar eru þannig hverf­andi og auð­velt er að sjá fyrir sér að engar eða lág­marks skatta­hækk­anir væru nauð­syn­leg­ar, ólíkt til­felli almennra borg­ara­launa, sé atvinnu­fram­boðs­trygg­ing tekin upp. 

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing býður líka upp á ýmis konar sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efni. Aðstoð­ar­störf við íþrótta­iðkun jafnt barna sem full­orð­inna, rekstur leik­húsa og sam­fé­lags­mið­stöðva, og við­hald almennra opin­berra svæða á borð við leik­velli, íþrótta­svæði og umferð­ar­mann­virki geta öll verið hluti af sam­fé­lags­verk­efnum innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar. Nýskóg­rækt, við­hald nátt­úruperlna, og hreinsun almenn­ings­garða og fjara eru störf sem væru hluti af umhverf­is­verk­efnum innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar.

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing hefur þann galla að hún er flókn­ari í umsjón en borg­ara­laun. Þó er auð­veld­lega hægt að nota núver­andi inn­viði sem Vinnu­mála­stofnun hefur byggt upp til að halda utan um þætti á borð við störf í boði.

Þá er auð­velt að hafa bæði borg­ara­laun og atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til staðar á sama tíma, kerfin úti­loka ekki hvort ann­að. Til dæmis er ljóst að sumir geta ein­fald­lega ekki unnið vegna ýmissa ástæðna. Slíkt fólk getur ekki tekið þátt í atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu en borg­ara­laun gætu hjálpað þessum ein­stak­ling­um. Það myndi þó þýða að borg­ara­laun væru ekki almenn heldur sér­tæk, ætluð þeim sem þurfa á þeim að halda.

Bæði best!

Ljóst er að bæði borg­ara­laun og atvinnu­fram­boðs­trygg­ing hafa sína kosti og galla. Mik­il­vægt er að hafa í huga að kerfin úti­loka ekki hvort annað og lík­lega væri blanda af báðum besta lausnin til þess að kerfin geti unnið gegn göllum hvors ann­ars. Umræða um þessi kerfi er mjög svo af hinu góða því hvort sem okkur líkar það betur eða verr verðum við að leysa vand­ann sem atvinnu­leysi er, bæði í dag sem og í fram­tíð­inn­i. 

Höf­undur er doktor í hag­fræði. Greinin birt­ist fyrst í nýjasta blaði Sam­eyk­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar