Um birtingu þjóðréttarsamninga

Dr. Bjarni Már Magnússon segist ekki vera á móti breytingum á stjórnarskrá en hins vegar þarfnist þær umfjöllunar og frekari skýringar við þinglega meðferð frumvarpsins.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er hefur for­sæt­is­ráð­herra lagt fram frum­varp til stjórn­skip­un­ar­laga. Í þjóða­mála­um­ræð­unni hefur hið svo­kall­aða auð­linda­á­kvæði fengið mesta athygli. Það eru þó fleiri atriði í frum­varp­inu sem þarfn­ast skoð­un­ar, m.a. að því er varðar birt­ingu þjóð­rétt­ar­samn­inga. 

Í núgild­andi stjórn­ar­skrá er að finna grein sem kveður á um að birta skuli lög en slík birt­ing þykir mik­il­væg í gang­verki rétt­ar- og lýð­ræð­is­ríkja. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra er stjórn­valds­fyr­ir­mælum og þjóð­rétt­ar­samn­ingum bætt við þessa birt­inga­skyldu. Á greinin að hljóða svo:

„Birta skal lög, almenn stjórn­valds­fyr­ir­mæli og þjóð­rétt­ar­samn­inga sem ríkið hefur full­gilt. Um birt­ing­ar­háttu og gild­is­töku fer að lands­lög­um.“ 

Auglýsing

Tak­mark­aðar útskýr­ingar

Í útskýr­ingum í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að með grein­inni sé lögð til orða­lags­breyt­ing á 27. gr. stjórn­ar­skrár­innar til sam­ræmis við gild­andi lög og dóma­fram­kvæmd og að hún þarfn­ist ekki frek­ari skýr­inga. Í skýrslu Laga­stofn­unar HÍ, einu af fylgi­skjölum frum­varps­ins, er fjallað um ein­stakar greinar frum­varps­ins. Þar er að finna aðeins ítar­legri upp­lýs­ing­ar: 

„Engar efn­is­breyt­ingar verða með breyttu ákvæði 27. gr. stjórn­ar­skrár­innar enda ljóst að bæði almenn stjórn­valds­fyr­ir­mæli og þjóð­rétt­ar­samn­ingar sem ríkið hefur full­gilt hafa um ára­tuga­skeið verið birt í B og C-deild Stjórn­ar­tíð­inda, sbr. lög nr. 15/2005 um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað. Breyt­ingin horfir til þess að end­ur­spegla með skýrum hætti gild­andi rétt.“

Frek­ari skýr­ingar

Af frum­varp­inu að dæma og skýrslu Laga­stofn­unar er þetta ekki sér­lega merki­leg breyt­ing á stjórn­ar­skránni. Und­ir­rit­aður er því ósam­mála og telur að þessi mál þarfn­ist meiri umfjöll­un­ar. Athygl­is­vert er t.d. að í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra segir að það fjalli ekki um utan­rík­is­mál og gerð milli­ríkja­samn­inga. Það stenst vart skoðun þar sem birt­ing slíkra samn­inga er loka­hnykk­ur­inn í milli­ríkja­samn­inga­ferl­inu. Lyk­il­at­riðið er þó að mati und­ir­rit­aðs að það er ekki full­kom­lega rétt sem kemur fram hjá Laga­stofnun að full­giltir þjóð­rétt­ar­samn­ingar hafi um ára­tuga­skeið verið birtir í stjórn­ar­tíð­indum C. Vissu­lega er það krafa lag­anna um Stjórn­ar­tíð­indi en miklar og víta­verðar brotala­mir hafa verið á fram­kvæmd­inni sem ekki er minnst á. 

Þetta er vanda­mál vegna þess að í lög­unum um Stjórn­ar­tíð­indi er kveðið á um að almennt megi ekki beita fyr­ir­mælum sem skylt er að birta sam­kvæmt lög­unum fyrr en birt­ing í Stjórn­ar­tíð­indum hefur farið fram. Óbirt fyr­ir­mæli bindi þó stjórn­völd frá gild­is­töku þeirra. Þetta getur valdið vand­ræðum eins og rætt hefur verið um í tengslum við Alþjóða­heil­brigð­is­reglu­gerð­ina sem er lyk­il­samn­ingur í bar­átt­unni gegn Covid. 

Brotala­mir

Á síð­asta ári bár­ust fregnir af því að um 300 þjóð­rétt­ar­samn­ingar frá árunum 2007-2018 bíði þess að vera birtir í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda, þrátt fyrir að hafa verið full­giltir af íslenskum stjórn­völdum og þýddir á íslensku. Í svari utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn þing­manns kom fram að á síð­asta ári hafi verið ákveðið að ráð­ast í átaks­verk­efni til að ljúka birt­ingu upp­safn­aðra samn­inga á næstu þremur árum, en aðgerða­á­ætlun verk­efn­is­ins hafi taf­ist vegna heims­far­ald­urs­ins. Und­ir­rit­uðum skilst að nán­ast ekk­ert hafi gerst í þessum efn­um. 

Ráð­herrá­byrgð

Þrátt fyrir að ofan­greint átak skap­ast hér ákveðið vanda­mál þar sem verið er að færa þá skyldu að birta þjóð­rétt­ar­samn­inga úr almennum lögum yfir í stjórn­ar­skrá, en stjórn­ar­skráin er rétt­hærri almennum lög­um. Núgild­andi stjórn­ar­skrá kveður ein­ungis á um að birta skuli lög eins og áður sagði. Björg Thoraren­sen hæsta­rétt­ar­dóm­ari hefur bent á í fræði­skrifum sínum að farist birt­ing fyrir á lögum vegna ásetn­ings ráð­herra eða stór­kost­legs hirðu­leysis hans eða ef óhæfi­legur dráttur verður á birt­ingu laga af sömu orsök­um, geti það varðað við­kom­andi ráð­herra ábyrgð sam­kvæmt ákvæðum laga um ráð­herra­á­byrgð. 

Ef umrætt stjórn­ar­skrár­frum­varp nær í gegn verður að spyrja hvort sömu sjón­ar­mið eigi ekki við um van­rækslu vegna birt­ingu þjóð­rétt­ar­samn­inga. Þar sem stjórn­kerfið er með­vitað um þessa van­rækslu er þá hægt að bíða í nokkur ár með birt­ingu án þess að ráð­herra sæti ábyrgð? Sér­stak­lega í ljósi þess að tækni­lega er hægt að birta umrædda samn­inga fljótt og örugg­lega.

Meiri umræðu

Nú má ekki skilja und­ir­rit­aðan þannig að hann sé mót­fall­inn umræddum breyt­ingum á þess­ari til­tekna grein stjórn­ar­skrár­inn­ar. Hins vegar þarfn­ast breyt­ingin umfjöll­unar og frek­ari skýr­ingar við þing­lega með­ferð frum­varps­ins. 

Höf­undur er pró­fessor við laga­deild HR.

---

Und­ir­rit­uðum er ekki kunn­ugt um sér­taka dóma­fram­kvæmd um birt­ingu þjóð­rétt­ar­samn­inga sem greint er frá í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Það hefur þó reynt á mál­efnið fyrir íslenskum dóm­stólum en varla er hægt að tala um dóma­fram­kvæmd í þeim efn­um. Í umræddri grein frum­varps­ins er not­ast við hug­takið þjóð­rétt­ar­samn­ing­ur, á meðan 21. gr. sem ekki á að breyta er not­ast við orða­lagið „samn­inga við önnur ríki“ lík og gert er í lög­unum um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað­ið. Þessi orð þýða ekki það sama nema lögð sé sér­stök merk­ing í þau eins og und­ir­rit­aður hefur rakið ann­ars staðarStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar