Norræna módelið vísar veginn

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um ofurvald fjármagnseigenda.

Auglýsing

1. Póli­tík snýst um völd og áhrif

Það fer ekki á milli mála, að vald eig­enda fjár­magns og fyr­ir­tækja er gríð­ar­legt í kap­ít­al­ísku hag­kerfi. Ákvörð­un­ar­valdið um fjár­fest­ingar og fram­kvæmd­ir, sem afkoma okkar allra byggir á, er að stærstum hluta í þeirra hönd­um. Valdið á vinnu­mark­aðnum til að ráða og reka er í höndum þeirra. Ef stétt­ar­fé­lög eru veik­burða – eða jafn­vel ekki til – fær vinn­andi fólk litlu sem engu ráðið um þessar ákvarð­an­ir. 

Sívax­andi sam­þjöppun fjár­mála­valds í höndum stjórn­enda risa­vax­inna fjöl­þjóða­fyr­ir­tækja (þau stýra um helm­ingi allra heims­við­skipta) ræður miklu um þann veru­leika,  sem jarð­ar­búar búa við. Það er því afar vill­andi, þegar menn tala í síbylju um „frjálsa mark­að­i“. Veru­leik­inn er allur ann­ar. Þar stöndum við frammi fyrir ein­okun og fákeppni.

Þetta ofur­vald fjár­magns­eig­enda hefur á sein­ustu ára­tugum nýfrjáls­hyggj­unnar vaxið raun­hag­kerf­inu – og þar með flestum þjóð­ríkjum – yfir höf­uð. Fjár­magns­eig­endur gera út stjórn­mála­flokka til þess að gæta hags­muna sinna innan þjóð­ríkja. Í örrík­inu íslenska sér Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að mestu um þessa hags­muna­gæslu. Eftir Hrun SÍS hefur póli­tískt eign­ar­halds­fé­lag um arf­leifð SÍS beitt Fram­sókn­ar­flokknum í sama skyni, í sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Auglýsing
Ef þetta sam­þjapp­aða fjár­hags­vald nær póli­tíska vald­inu undir sig líka, er lýð­ræðið sjálft í hættu. Hættan er sú, að lýð­ræðið breyt­ist í auð­ræði. Þetta er að ger­ast fyrir aug­unum á okk­ur, t.d. í Banda­ríkjum Trumps og Rúss­landi Pút­ins. Sömu sól­ar­merkin sjást nú þegar á Íslandi Eng­eyj­a­rætt­ar­inn­ar.

2. Hvað er svona sér­stakt við nor­ræna mód­el­ið?

Það er þetta: Hægri flokkar (hags­muna­gæslu­að­ilar sér­hags­muna) hafa lengst af verið þar í minni­hluta. Þeir hafa ekki náð að sölsa undir sig póli­tíska valdið líka. Hinn póli­tíski armur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar – nor­rænu jafn­að­ar­manna­flokk­arnir – hafa verið í meiri­hluta ára­tugum saman á mót­un­ar­árum hins nor­ræna vel­ferð­ar­rík­is. 

Þetta er ein­stakt í ver­öld­inni. Þetta skýrir grund­vall­ar­mun­inn, sem er á nor­ræna mód­el­inu og t.d. hinu félags­lega mark­aðs­kerfi Þýska­lands, sem kenna má við kristi­lega demókrata. Sú stað­reynd, að flokkur íslenskra jafn­að­ar­manna hefur aldrei náð því að verða ráð­andi fjölda­flokk­ur, í nánu sam­starfi við laun­þega­hreyf­ing­una, skýrir það líka, hvers vegna Ísland varð aldrei nor­rænt vel­ferð­ar­ríki, þrátt fyrir við­leitni okkar til að stefna í þá átt.

Eitt af því sem ein­kennir nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið er, að þótt hag­kvæmni mark­aðs­lausna á sam­keppn­is­mörk­uðum undir lýð­ræð­is­legri stjórn og eft­ir­liti  sé vissu­lega við­ur­kennd, eru ákveðin svið skil­greind sem opin­ber sam­fé­lags­þjón­usta, þar sem einka­rekstur í gróða­skyni á ekki heima. Þetta gildir t.d. um skóla­kerf­ið, heil­brigð­is­þjón­ustu, orku­vinnslu og dreif­ingu, vatns­veit­ur, sam­göngu­kerfi, auð­linda­nýt­ingu o.s.fr. Þetta eru grund­vall­ar­reglur. Frá þeim eru vissu­lega frá­vik, en þau eru und­an­tekn­ingar sem sanna regl­una. 

Þetta, ásamt stig­hækk­andi skatt­kerfi, er meg­in­á­stæðan fyrir því, að tekju- og eigna­skipt­ing er jafn­ari á Norð­ur­löndum en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um, þótt nei­kvæðra áhrifa nýfrjáls­hyggju og hnatt­væð­ingar gæti þar sem ann­ars stað­ar.

3. Gróða­öflin

                 Gróða­öflin halda nú uppi  æ stríð­ari þrýst­ingi í þá átt að mega hasla sér völl á

                   þessum svið­um. Það hefur tek­ist í nokkrum til­vik­um, en heyrir samt sem

                  áður til und­an­tekn­inga. Um þetta mun stríðið standa, ekki hvað síst á næsta 

                  ­kjör­tíma­bili. Útkoman ræðst af því, hverjir fara með rík­is­vald­ið. Ef

                 ­rík­is­valdið er í höndum stjórn­mála­flokka, sem gerðir eru út af eig­end­um 

                   fjár­magns og fyr­ir­tækja, þarf ekki að  spyrja að leikslok­um. 

Mis­beit­ing rík­is­valds­ins í þjón­ustu fjár­magns­eig­enda náði hámarki í nýliðnu Hruni, þegar skatt­greið­endur víða í ríkjum ESB voru látnir taka yfir skuldir fjár­magns­eig­enda. Þetta getur gerst hér í næsta Hruni, ef ekki er gripið til fyr­ir­byggj­andi ráð­staf­ana í tæka tíð. 

Það er sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri, að verð­trygg­ing lang­tíma­skulda firrir fjár­magns­eig­endur (lána­drottna) mest­allri áhættu, en leggur hana kyrfi­lega á herðar skuld­ur­um, sem margir hverjir verða skulda­þrælar ævi­langt. Þegar við þetta bæt­ist skatt­kerfi, sem leggur meg­in­þunga skatt­byrð­ar­innar á milli­stétt­ina, en lætur afskipta­lausan fjár­flótta fjár­magns­eig­enda og und­an­skot í skattaparadís­um, þá sitjum við uppi með kerfi, sem er sér­hannað til að stuðla að vax­andi mis­skipt­ingu auðs og tekna.

4. Þetta er ekki nátt­úru­lög­mál

Þetta er rök­rétt nið­ur­staða af sam­þjöppun valds fjár­magns­eig­enda og póli­tísku for­ræði þeirra fyrir atbeina stjórn­mála­flokka, sem þeim eru hand­gengn­ir. 

Hrika­leg­asta dæmið um þetta er, að arð­ur­inn af sjáv­ar­auð­lind­inni – auð­lind­arentan, sem hlýst af rík­is­vernd­aðri ein­okun – og nemur tugum millj­arða á ári hverju -  hefur ekki runnið til almanna­þarfa, heldur í sjóði nýríkrar yfir­stétt­ar. Þannig hefur orðið til nýr léns­að­all, sem safnar auði í skjóli póli­tísks valds. Þessi nýríka yfir­stétt fékk vild­ar­kjör á hag­stæðu gengi til að kaupa upp fast­eignir og fyr­ir­tæki í stórum stíl m.a. gegnum pen­inga­þvætti í skjóli Seðla­bank­ans, gegn því að skila hluta af huldu­fénu heim. Kaup­mátt­ar­aukn­ing kjara­samn­inga vegna upp­sveiflu er tekin til baka með  leigu­okri og skulda­þræl­dómi hluta þjóð­ar­inn­ar.

Gróða­mynd­un­ar­kvörn sér­hags­muna af þessu tagi, sem þrífst í skjóli pói­tísks valds, væri óhugs­andi í nor­rænu vel­ferð­ar­ríki. Til þess að sann­fær­ast um það nægir að kynna sér auð­lindapólitik Norð­manna, bæði að því er varðar olíu­auð­lind­ina og sjáv­ar­út­veg­inn. Þar er ólíku saman að jafna.

5. Þetta snýst allt um póli­tískt vald

Þegar fjár­magns­eig­endur og for­stjóra­veldi fyr­ir­tækj­anna nær því að sölsa undir sig stjórn­mála­valdið líka, stendur almenn­ingur eftir ber­skjald­aður og varn­ar­laus á póli­tísku ber­angri. Svona er Ísland í dag. Vinn­andi fólk á Íslandi má vita það, af feng­inni reynslu, að það getur ekki rétt sinn hlut í glímunni við for­rétt­inda­hópa fjár­magns­eig­enda, nema það sam­ein­ist í nýrri mann­rétt­inda­hreyf­ingu - undir merkjum sígildrar jafn­að­ar­stefnu – og með öflluga verka­lýðs­hreyf­ingu að bak­hjarli. 

Nor­ræna mód­elið vísar enn veg­inn.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins – flokks íslenskra jafn­að­ar­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar