Ákvæði um ríkistungumál: forvarsla menningarverðmæta eða skjól mismununar?

Greinin byggir á erindi sem Haukur Logi Karlsson flutti á málþingi Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, um breytingar á stjórnarskrá þann 17. febrúar 2021.

Auglýsing

Í frum­varpi sem liggur nú fyrir Alþingi er lagt til að að við mann­rétt­inda kafla stjórn­ar­skrár­innar bætis við nýtt ákvæði sem hljómar svo: „Ís­lenska er rík­is­mál Íslands og skal rík­is­valdið styðja hana og vernda.“

Til­laga er m.a. rök­studd með þeim hætti að Ísland hafi ákveðna sér­stöðu þar sem hér búi ein þjóð með sam­eig­in­legt tungu­mál. Íslenskt sam­fé­lag sé hins vegar í þróun og áhrif erlendra tungu­mála fari vax­andi auk þess sem sam­fé­lagið sé fjöl­þjóð­legra en áður. Mark­miðið sé að „styrkja stöðu íslensks máls, und­ir­strika mik­il­vægi þess og veita stoð þeim aðgerðum stjórn­valda sem miða að því að efla og varð­veita íslenska tungu og íslenskt tákn­mál.“ 

Í stuttu mál þá er ákvæð­inu ætlað að verja íslenskt mál fyrir erlendum áhrifum og þá á þeim grunni að í tungu­mál­inu felist menn­ing­ar­verð­mæti sem vert er að standa sér­stakan vörð um af hálfu rík­is­valds­ins. Höf­undur grein­ar­gerðar frum­varps­ins metur það sem svo að „vand­séð [sé] að nokkur nei­kvæð áhrif geti fylg­t“ frum­varp­inu, enda muni það ekki draga „úr rétt­indum minni­hluta­hópa eða þeirra sem hafa annað móð­ur­mál en íslensku til þess að nota tungu­mál sitt.“

Telja má að þarna dragi frum­varps­höf­und­ur­inn ályktun sem fær tæp­ast stað­ist. Þvert á það sem haldið er fram, er nokkuð auð­velt að sjá fyrir sér nei­kvæð áhrif af frum­varp­inu á þá Ís­lend­inga ­sem tala ekki íslensku. Þeim kann að vera áfram frjálst að nota sína tungu, en ef mark­mið frum­varps­ins gengur eftir er ekki víst að sú tunga muni gagn­ast þeim til þess að bera rétt­indin og skyldur í sam­fé­lag­inu með sama hætti og áður.

Auglýsing
Megin hlut­verk stjórn­ar­skráa er að útdeila og koma skipu­lagi á vald í sam­fé­lög­um. Hug­myndin um sam­fé­lags­sátt­mál­ann snýst um að koma á æski­legu jafn­vægi valds innan sam­fé­lags þannig að sem flestir geti þokka­lega við unað. Fræg­asta stjórn­skip­un­ar­hug­myndin er um þrí­skipt­ingu rík­is­valds, sem gjarnan er fyr­ir­ferð­ar­mikil í stjórn­ar­skrám. Mann­rétt­inda­á­kvæði snú­ast einum þræði um temprun rík­is­valds og öðrum þræði um temprun efna­hags­legs valds. Ákvæði um kjör­dæma­skipt­ingu og atkvæða­vægi snú­ast um áhrifa­vald ákvæð­inna svæða við stjórn lands­ins og ákvæði um auð­lindir snýst um skipu­lag á efna­hags­legu valdi. Það er gjarnan svo að ef staða ákveð­ins hóps er styrkt í stjórn­ar­skrá, þá er það iðu­lega á kostnað ein­hvers ann­ars. Stjórn­ar­skráin snýst því um að koma á til­teknu æski­legu jafn­vægi, sem er þá and­lag sam­fé­lags­sátt­mál­ans.  

Spyrja má hvort tungu­mál geti með sama hætti verið and­lag valds? Stutta svarið við því er klár­lega já. Valdi er fyrst og fremst beitt í gegnum tján­ingu. Sá sem fer með valdið gefur skip­an­ir, til­mæli, beitir for­tölum og áróðri til þess að fá aðra til þess að lúta valdi sínu. Vald er líka temprað með gagn­kvæmri tján­ingu. Við mót­mæl­um, gagn­rýnum og kvörtum yfir þeim sem fer með vald­ið. Í rétti til gagn­kvæmrar tján­ingar felst því vald sem vex í hlut­falli við hæfi­leika og getu við­kom­andi til áhrifa­ríkrar tján­ing­ar.

Ákvörðun um að veita ákveðnu tungu­máli sér­staka stöðu í stjórn­ar­skrá snýst einkum um að vald­efla það form tján­ingar sem fer fram á því tungu­máli. Líkt og kemur skýrt fram í frum­varp­inu og grein­ar­gerð­inni er ætl­unin að efla íslensk­una, m.a. með skírskotun til þess að inn­flytj­endum fari ört fjölg­andi. Í þessu sam­hengi er rétt að hafa í huga að maður styrkir ekki stöðu tungu­máls án þess að styrkja stöðu þeirra sem hafa færni í notkun við­kom­andi tungu­máls, og þá gjarnan á kostnað þeirra sem skortir færn­ina.

Til­koma ákvæð­is­ins er rakin að nokkru í grein­ar­gerð frum­varps­ins. Hægt er að rekja það til til­lögu Íslenskrar mál­nefndar frá því 2007. Það kom síðan til­laga um slíkt ákvæði á Þjóð­fund­inum svo­kall­aða 2010 og í kjöl­far­ið skrif­aði Björg T­horaren­sen ­stutta sam­an­tekt um slík ákvæði í stjórn­ar­skrám nokk­urra ann­arra ríkja og tók jafn­framt undir sjón­ar­mið um að slíkt ákvæði kæmi inn í þá íslensku. Það varð hins vegar ekki nið­ur­staðan úr þeirri vinnu sem skil­aði af sér Nýju stjórn­ar­skránni. Þar var tunga þeirra sem byggja Ísland talin upp í aðfar­ar­orðum sem eitt af verð­mætum þjóð­ar­inn­ar, án þess þó að tekið væri af skarið um að sú tunga væri endi­lega bara íslenska. En þar seg­ir: „Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, land og sögu, tungu og menn­ing­u.“

Þegar Nýja stjórn­ar­skráin fór til með­ferðar á Alþingi var gerð til­laga um íslensku ákvæði í með­förum nefndar og þá sem mót­vægi við útvíkkun jafn­ræð­is­reglu sem bann­aði mis­munun á grund­velli tungu­máls að fyr­ir­mynd Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Nú er þessi sama til­laga og komin fram aftur án þess þó að jafn­framt sé lagt til að taka upp bann við mis­munun á grund­velli tungu­máls í stjórn­ar­skrá. Eins og sjá má er mik­ill munur á því sem Nýja Stjórn­ar­skráin kveður á um og þess sem nú er lagt til.

Ef við reynum að meta áhrifin af frum­varp­inu, þá má telj­ast lík­legt að ákvæðið sé ágæt­lega til þess fallið að stuðla að for­vörslu íslensk­unnar líkt og stefnt er að. Þarna kæmi fram skýr heim­ild til handa lög­gjaf­anum og öðrum stjórn­völdum til þess að gera kröfum um notkun íslensku við hvers kyns opin­ber störf og þjón­ustu, auk þess sem þar væri komin ský­laus heim­ild til þess að gera íslensku kunn­áttu að for­sendu fyrir að hljóta hin ýmsu störf á vegum hins opin­bera.

En áhrifin væru líka þau að móð­ur­máli sumra Íslend­inga væri skipað skör hærra en móð­ur­máli ann­arra Íslend­inga, án þess að gripið sé til nokk­urra aðgerða til að vinna á móti slíkum áhrif­um. Slíkt er til þess fallið að ra­skar nú­ver­andi valda­jafn­vægi á milli­ Ís­lend­inga af ólíkum bak­grunni. Til­lagan styrkir, með öðrum orð­um, stöðu hinna valda­miklu og veikir stöðu hinna valda­lausu í íslensku sam­fé­lagi. Frum­varpið er því heilt yfir lík­legt til þess að ná mark­miði sínu um efl­ingu íslenskunn­ar, en það mun að lík­indum verða á kostnað þeirra Ís­lend­inga og ann­arra íbúa lands­ins sem hafa ekki full­komin tök á íslensku.

Að leggja fram frum­varp sem hefur þessi áhrif getur flokk­ast sem póli­tísk afstaða. Hún er hins vegar ekk­ert voða­lega nútíma­leg eða lík­leg til þess að verða landi og þjóð til fram­drátt­ar. Tungu­mál er fyrst og fremst verk­færi til þess að tjá hugs­an­ir. Það er mikil skamm­sýni og sóun á mannauði fólgin í því að skipa fólki á skör eftir því á hvaða tungu­máli það hugs­ar.

Með hlið­sjón af þeim sjón­ar­miðum sem ég hef hér rakið stendur fram­lögð til­laga langt að baki þeirri útfærslu sem kveðið er á um í Nýju stjórn­ar­skránni. Þar er með snjöllum hætti skotið stjórn­skipu­legum stoðum undir til­vist tungu­mála sem menn­ing­ar­verð­mæta, en jafn­framt ekki gert upp á milli ólíkra tungu­mála, auk þess sem skerpt er á banni við mis­munun á grund­velli tungu­máls. Í þess­ari útfærslu felst sú póli­tíska afstaða að tungu­mál séu mik­il­vægur þáttur í sjálfs­mynd þjóð­ar, en að það sé engu að síður sama hvaðan gott kemur og því skulu allir vera jafnir rétt­háir sam­fé­lags­þegnar óháð kunn­áttu í ein­stökum tungu­mál­um.

Að mínu mati er því fram­lögð til­laga um að gera íslensku að stjórn­ar­skrár­bundnu rík­is­máli verri kostur en að halda óbreyttu ástandi og sömu­leiðis verri kostur en að taka upp tungu­mála­á­kvæði Nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í hnot­skurn má segja að fram­lögð til­laga geti ekki orðið and­lag sam­fé­lags­sátt­mála allra Ís­lend­inga, en hún getur hins vegar orðið and­lag sam­fé­lags­sátt­mála þess meiri­hluta sem fer með flest völd í sam­fé­lag­inu og talar íslensku.

Höf­undur er nýdoktor við laga­deild HR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar