Leiðir til að tileinka sér jákvæðara viðhorf

Ingrid Kuhlman skrifar um æfingar sem hægt er að nota til að lýsa upp daginn og finna hið góða.

Auglýsing

Í bók sinni My Pocket Positi­vity: Anytime Exercises That Boost Optim­ism, Con­fidence, and Possi­bility, sem kom út 2018, deilir Court­ney E. Ackerman 140 fljótum og áhrifa­ríkum leiðum sem aðstoða fólk við að til­einka sér æðru­leysi og jákvæð­ara hug­ar­far. M.a. er um að ræða æfingar til að auka vellíð­an, stuðla að jákvæðum til­finn­ing­um, byggja upp seiglu, auka bjart­sýni, auka þakk­læti, efla sjálfs­traust, auka núvit­und og auka sjálfást. Hér fyrir neðan eru þrjár æfingar úr bók­inni sem geta aukið sjálfs­traust og lyft and­an­um.

Hættu að gera ójafnan sam­an­burð

Þú hefur lík­lega heyrt að það sé óhollt og gagn­laust að bera þig of mikið saman við aðra. Það er stað­reynd - stöð­ugur sam­an­burður getur leitt til gremju og þess að við verðum of með­vituð um okkur sjálf. Hins vegar er það ekki endi­lega sam­an­burð­ur­inn sem slíkur sem er skað­legur heldur er vanda­málið ójafn sam­an­burð­ur.

Auglýsing
Þegar við berum okkur saman við aðra berum við oft saman styrk­leika ann­arra og okkar eigin veik­leika. Við berum sjaldan saman styrk­leika okkar og veik­leika ann­arra eða eigin styrk­leika og ann­arra. Það er þessi ósann­gjarni sam­an­burður við aðra sem er skað­legur sjálfs­traustinu og -álit­inu.

Aðeins sam­an­burður á jöfnum grund­velli veitir okkur gagn­legt inn­sæ­i. 

Sam­gleðstu og fagn­aðu vel­gengni ann­arra

Fyrir utan bætt sam­skipt við aðra græðum við á því að vera jákvæð og hvetj­andi þegar ein­hver annar nýtur vel­gengni. Þegar við leggjum okkur fram um að fagna vel­gengni, sama hver það er sem nýtur henn­ar, upp­skerum við einnig vel­gengni sjálf. 

Næst þegar þú upp­lifir van­líðan eða öfundar árangur ann­arra skaltu prófa neð­an­greindar aðferðir til að stuðla að bjart­sýnum hugs­un­um:

  1. Hugs­aðu um hversu mik­inn tíma og fyr­ir­höfn við­kom­andi fjár­festi í vel­gengni sinni. Afrek og árangur dettur ekki í fangið á neinum - allir verða að vinna fyrir því.
  2. Ímynd­aðu þér næst hvernig við­kom­andi mann­eskju líður með vel­gengni sína. Sjáðu fyrir þér gleði, afrek og stolt henn­ar.
  3. Settu þig í spor við­kom­andi. Ímynd­aðu þér að þú upp­lifir þessa vel­gengni og vertu opinn fyrir sömu til­finn­ingum gleði, afreka og stolts. Bað­aðu þig í þessum árang­urs­til­finn­ing­um. Vel­gengni ann­arra ætti að veita okkur inn­blást­ur.
  4. Minntu þig á að vel­gengni ann­arra kemur ekki í veg fyrir þína eigin heldur er hún undir sjálfum okkur kom­in.
  5. Lærðu að sam­gleðj­ast þeim sem vegnar vel. Leyfðu þér að upp­lifa stolt og ham­ingju fyrir hönd við­kom­andi og ósk­aðu honum til ham­ingju af fullri ein­lægni.

Snúðu van­þakk­látum hugs­unum við

Öll höfum við van­þakk­látar hugs­anir af og til, jafn­vel þakk­látasta mann­eskjan á plánet­unni hugsar stundum van­þakk­látar hugs­an­ir. Það að svona hugs­anir skjóti upp koll­inum gerir þig ekki að slæmri mann­eskju heldur gefur það þér tæki­færi til að þróa þakk­læti þitt enn frek­ar. 

Taktu eftir því næst þegar van­þakk­lát hugsun skýtur upp koll­inum og skrif­aðu hana nið­ur. Skráðu smá­at­riðin til að vera viss um að þú hafir fangað kjarna hugs­un­ar­inn­ar. Snúðu hugs­un­inni síðan við. Íhug­aðu hvað þú getur verið þakk­lát(­ur) fyrir í stað þess sem þú er van­þakk­látur yfir. Kannski gleymdi maki þinn að gera eitt­hvað sem þú baðst hann um og skiptir þig veru­legu máli. Til að snúa þess­ari hugsun við skaltu hugsa um hversu þakk­lát(­ur) þú getur verið fyrir að vera í góðu og heil­brigðu sam­bandi.

Þessi æfing snýst ekki um að afsaka eða afneita hlutum sem koma þér í upp­nám heldur virkar sem nokkur konar jafn­væg­is­afl gegn van­þakk­læt­inu. Þakk­læti er und­istaða sáttar og vellíð­an­ar.

Ein­blínum á hið góða

Með ofan­greindar æfingar í fartesk­inu er hægt að lýsa upp dag­inn og finna hið góða, sama hvað lífið færir okkur í fang.

 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar