Opið bréf til útvarpsstjóra

Þröstur Ólafsson gagnrýnir RÚV fyrir fréttaflutning af 30 ára afmæli viðurkenningar Íslands á sjálfstæði Litháens.

Auglýsing

Ég varð undr­andi og eilítið skelk­að­ur, þegar ég hlust­aði og horfð­i á fréttir RÚV af 30 ára afmæli við­ur­kenn­ingar Íslands á sjálf­stæði Lit­há­ens. Þar vant­aði eitt­hvað í frétt­ina. Gerð­ist þetta af sjálfu sér? Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Ísland gerði sig gild­andi og tók afstöðu í máli sem var alþjóð­legt, ofur eld­fimt en mikið rétt­læt­is­mál? Við­ur­kenn­ing Eystra­salts­ríkj­anna sem sjálf­stæð ­ríki var á sínum tíma umdeilt, bæði meðal vina­þjóða erlendis og hér heima, svo ekki sé minnst á sjálf Sov­ét­rík­in. Vest­rænar stór­þjóðir með BNA og Þýska­land í broddi fylk­ing­ar, réðu ein­dregið frá því, að Ísland gerði þetta. Þær ótt­uð­ust, að það myndi gera Gor­bat­sjoff erfitt fyrir og end­ur­vekja kalda stríð­ið. Þýska­land átti mikið undir því, að ekki hlypi snuðra á þráð­inn. Þetta var rætt á fundi í NATO, þar sem ein­dregið var varað við þessum ein­leik. Hér heima kom fram and­staða, aðal­lega frá vinstra fólki, sem enn hélt trún­aði við Sov­ét­rík­in. Einnig heyrð­ust raddir úr hinum stjórn­ar­flokkn­um, sem taldi þetta vera einsk­is­verða tíma­só­un. 

Auglýsing
Ég var að sinna opin­berum erindum í Moskvu nokkru fyrr og var, ásamt utan­rík­is­ráð­herrum hinna nor­rænu ríkj­anna, sem þar voru stadd­ir, kall­aður á fund með Gor­bat­sjoff í Kreml. Þar var­aði hann Norð­ur­löndin ein­dregið við því, að stíga nokkur þau skref, sem ýta myndu undir frek­ari póli­tískan óróa í sov­éskum lönd­unum við Eystra­salt; við kynnum að hafa verra af. Hann ítrek­aði orð sín, og miðað við hvert hann beindi sjónum sín­um, fór ekki á milli mála, hverja hann hafði í huga. Erindi hans við okkur var ekk­ert ann­að.

Ísland reið á háska­legt vað

Þegar Ísland reið á vaðið og við­ur­kenndi sjálf­stæði Eystra­salts­ríkj­anna, ýtti það við öðrum að gera slíkt hið sama. Danir og fleiri Norð­ur­landa­þjóðir fylgdu í kjöl­far­ið. Seinna komu svo stóru þjóð­irn­ar. For­ysta Íslands skipti sköp­um, enda muna og varð­veita Eystra­salts­þjóð­irnar vel þetta frum­kvæði. Hver skyldi svo hafa haft for­ystu í þessu máli? Hver skyldi hafa unnið allan und­ir­bún­ing­inn bæði hér heima sem og á erlendum vett­vangi? Hver skyldi hafa leitt það til lykta og farið til Viln­íus meðan skrið­drekar Sov­ét­ríkj­anna voru þar á vett­vangi? Eystra­salts­þjóð­irnar vita þetta. Íslenska Rík­is­út­varpið virð­ist þó ekki renna grun í það. Þegar sagt var frá 30 ára afmæl­inu í RÚV, sást Guð­laugur Þór taka við blóm­vendi. Það var ekki einu sinni greint frá því hver var utan­rík­is­ráð­herra Íslands á þessum árum. Það hefði þó verið upp­lýsandi fyrir yngra fólk­ið, sem ekki man þessa tíma. En það virð­ist ekki vera í verka­hring RÚV að segja rétt frá eða upp­lýsa. Ókunnur maður sagði eitt sinn, að sjón­varpið væri stærsta ein­staka sárið, sem mað­ur­inn hefði valdið sjálfum sér, síðan púðrið var fundið upp­! ­Skyldi vera fótur fyrir því? Jón Bald­vin er orð­inn per­sona non grata og þau ­miklu þarfa­verk, sem hann vann fyrir þjóð­ina, skulu liggja í þagn­ar­gildi. En þögn er föls­un, ágæti útvarps­stjóri!

RÚV varð fóta­skortur

Jú – Jón Bald­vin á í mála­ferlum við frétta­mann RÚV, og telur hann hafa vís­vit­andi mis­beitt stöðu sinni og stuðst ein­hliða við heim­ild­ir, sem hann mátti a.m.k. gruna, að væru var­huga­verð­ar. Það mál verður útkljáð fyrir dómi. Jón Bald­vin hefur orðið fyrir meiri for­dæm­ingu og útskúfun en nokkur annar lif­andi Íslend­ing­ur. Hann hefur þó ekki fengið á sig neinn dóm fyrir ósið­semi eða van­sæm­andi verkn­að, sem hann er ásak­aður um, og ekki liggja, mér vit­an­lega, neinar óaf­greiddar kærur fyrir dóm­stólum þar af lút­andi. Ég ætla mér ekki þá dul að kveða upp úr um sekt eða sak­leysi, allra síst í sið­ferð­is­legum mál­um. Þar verður að treysta rétt­ar­rík­inu. En að götu­dæma á grund­velli ein­hliða ásakana, eins og Trump vildi, vegna eigin ásak­ana um ósönnuð kosn­inga­svindl, er leið út úr rétt­ar­rík­inu, út í óvissu rétt­leys­is­ins. Er mitt kæra Rík­is­út­varp lent þar? Er ekki lengur hægt að treysta frétta­flutn­ingi RÚV? Styðst RÚV við sögu­sagnir og sært egó frétta­manns? Verður fram­vegis að taka frétta­flutn­ing þess með fyr­ir­vara? Já, nú bregð­ast kross­tré sem önnur tré. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar