Þetta varðar okkur öll

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarskráin varði okkur öll. Ekki síst auðlindaákvæðið.

Auglýsing

Nágranna­löndin okkar nota orðið grund­lov um sínar stjórn­ar­skrár, grunn­lög, sem dregur vel fram það eðli þessa plaggs að vera grund­völlur allrar laga­setn­ingar í land­inu, og þar með sam­skipta okkar borg­anna hvert við ann­að. Þetta er sam­fé­lags­sátt­máli. Eig­in­lega hefur stjórn­ar­skráin að geyma nokk­urs konar boð­orð okkar allra sem myndum saman þetta sam­fé­lag, æðstu lög lands­ins og grund­völlur íslenskrar stjórn­skip­un­ar. Þetta er plaggið sem tryggir okkur öllum til­tekin grund­vall­ar­rétt­indi og skil­greinir skyldur okkar gagn­vart sam­borg­unum okkar – skyldur þeirra við okkur – og skyldur rík­is­valds­ins við okk­ur. Þetta varðar okkur öll. 

Og þess vegna þurfum við öll – svo sem kostur er – að koma að gerð þessa sam­fé­lags­sátt­mála. Að sjálf­sögðu eru síðan ótal flókin tækni­leg úrlausn­ar­at­riði og álita­mál við sjálfa útfærsl­una sem þarf að ráða fram úr með hjálp og atbeina þeirra sem fást við það dag­lega að túlka lögin og fram­fylgja þeim. En stjórn­ar­skráin er ekki einka­mál lög­spek­ing­anna – þetta varðar okkur öll.

Stöndum vörð um ferlið

Þetta eru boð­orð. En þau eiga ekki að koma að ofan úr upp­hæðum heldur verða til í sam­tali og sam­ráði okkar sem myndum þetta sam­fé­lag. Sumir líta á núgild­andi stjórn­ar­skrá eins og steintöfl­urnar sem Móse kom með niður af Sína­ífjalli; end­an­legt plagg samið af Guði almátt­ugum og afhent sér­legum trún­að­ar­mönnum hans til að færa okkur þjóð­inni. Gott ef við sjáum ekki hrein­lega þessa hugsun á högg­mynd­inni af Krist­jáni IX framan við stjórn­ar­ráð­ið: Hans hátign Krist­ján níundi af guðs náð réttir okkur upprúllað plagg, „frels­is­skrá úr föð­ur­hendi“ þess sem tal­inn var starfa í sér­stöku umboði frá Guði og með hans vel­þókn­un, sam­kvæmt þeirri hug­mynda­fræði ein­veld­is­ins sem lifði hér á landi löngu eftir að ein­veldið hafði verið form­lega afnumið. 

Auglýsing

Þó gerðu íslenskir ráða­menn sér grein fyrir því árið 1944 að plaggið væri til bráða­birgða og þyrfti end­ur­skoð­unar við – um það má meðal ann­ars lesa í fróð­legri grein frá árinu 2011 eftir sagn­fræð­ing­inn Guðna Th. Jóhann­es­son, Tjaldað til einnar næt­ur. Upp­runi bráða­birgða­stjórn­ar­skrár­innar. Krafan um þjóð­ar­ein­ingu varð til þess að menn lögðu til hliðar og frest­uðu ágrein­ings­efn­um, sem að sjálf­sögðu gagn­að­ist fyrst og fremst þeim sem högn­uð­ust á óbreyttu ástand­i.  Ákveðið var að breyta sem minnstu frá þeirri dönsku stjórn­ar­skrá sem hér hafði ríkt í þáver­andi mynd frá 1920 en fyrr­greindur Krist­ján IX hafði fært okkur árið 1874. 

Síðan hafa ótal nefndir tek­ist á við það verk­efni að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána, og ein­stakir kaflar og greinar hafa verið end­ur­skoðuð en heild­ar­end­ur­skoð­unin hefur ekki tek­ist. 

Auð­linda­á­kvæðið

Þetta varðar okkur öll. Ekki síst auð­linda­á­kvæð­ið. Í umræðum sem fóru fram á Alþingi um þessi mál á dög­unum komu fram ólíkar hug­myndir um þjóð­ar­eign. Hægri­menn vilja helst ekki sjá þessi tvö fjög­urra stafa orð saman – þjóð og eign – telja hug­takið vera  sós­í­al­isma og þver­sögn í sjálfu sér: þjóð geti ekki átt neitt – og er þessum öflum þó tamt að vísa til þjóðar þegar kemur að því að berj­ast gegn því sem talin er utan­að­kom­andi ógn, ekki síst bálkum Evr­ópu­sam­bands­ins um rétt neyt­enda og sam­keppni á mark­aði.

Aðrir stjórn­mála­menn hægra megin eru ekki jafn stífir á bók­stafnum í varð­stöð­unni um einka­eigna­rétt­inn og ljá máls á orð­inu „þjóð­ar­eign“ í stjórn­ar­skránni, ef tryggt sé að orðið sé merk­ing­ar­laust og hafi engar afleið­ingar umfram þær sem fylgja núver­andi ákvæði í í 1. grein fisk­veiði­stjórn­ar­laga – sem krötum tókst á sínum tíma að troða þar inn um að nytja­stofnar á Íslands­miðum séu „sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar“. Þessir praktísku hægri­menn telja að þótt talað sé um „þjóð­ar­eign“ í stjórn­ar­skránni verði áfram tryggður sér­stakur aðgangur hinna fáu og stóru og vold­uðu og einka­réttur þeirra til að draga óveiddan fisk úr sjó geti áfram gengið kaupum og sölum út í hið óend­an­lega. Í auð­linda­á­kvæði er hvorki talað um „fullt gjald“ né „eðli­legt“ – eins og í fyrri drögum – heldur ein­ungis „gjald“, með afleið­ingum sem við þekkjum öll: ofsa­gróða útval­inna sem vita varla sitt rjúk­andi ráð af ríki­dæmi en standa í umfangs­miklum sýnd­ar­við­skiptum á auðri skrif­stofu ein­hvers staðar á Kýpur til að halda utan um það sem þeir álíta djá­snið sitt – en er eign okkar allra.

Til hvers?

Sam­fylk­ingin og Píratar hafa á und­an­förnum þingum haldið líf­inu í því ferli sem hófst með frum­kvæði rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur að því að þjóðin fengi nýja stjórn­ar­skrá, eins og staðið hafði til að gera frá lýð­veld­is­stofn­un, og var í þessu skyni efnt til víð­tæks sam­ráðs á þjóð­fundum og svo var kosið til stjórn­ar­laga­þings, sem voru svo lýð­ræð­is­legar kosn­ingar – einn mað­ur, eitt atkvæði óháð búsetu – að íhalds­mönnum ofbauð og kærðu nið­ur­stöð­urnar sem voru ómerktar í Hæsta­rétti vegna ónógrar hæðar á skil­rúm­um. 

Stjórn­laga­þing/ráð skil­aði til­lögum eftir merki­legt starf þar sem fólk úr ólíkum áttum reyndi að mæt­ast með sín ólíku sjón­ar­mið og vinna eftir þeim leið­ar­ljósum sem þjóð­fund­irnir höfðu kveikt. Þessar til­lögur fóru svo til með­ferðar í þing­inu – hlustað var á ráð­gjöf inn­lendra og erlendra sér­fræð­inga – og svo lagt fram full­búið frum­varp, 2013, sem náði aldrei að greiða atkvæði um vegna mál­þófs stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna þáver­andi, sem nú eru í rík­is­stjórn með VG. Þessa sögu þekkjum við – og Píratar og Sam­fylk­ing hafa á und­an­förnum árum skipst á að leggja þetta frum­varp fram á þing­inu.

Katrín Jak­obs­dóttir leggur nú sjálf fram stjórn­ar­skrár­frum­varp, með breyt­ingum á hlut­verki for­seta, ákvæði um íslenska tungu, ákvæði um íslenska nátt­úru – og svo fyrr­greindu auð­linda­á­kvæði, sem styrinn hef­ur  einkum staðið um. Í til­lögum Sam­fylk­ingar og Pírata er talað um að auð­lindir séu „sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar“ en Katrín lætur duga að segja: „Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni“ sem óneit­an­lega er svip­m­inna orða­lag (auk þess sem móðir mín kenndi mér að sögnin „að til­heyra“ væri dönsku­sletta og þar með ekki fal­legt mál). Hitt er verra að tíma­mörk eru horfin á nýt­ing­ar­rétt­inum og „eðli­legt gjald“ – upp­haf­lega „fullt gjald“ er hjá Katrínu bara „gjald“.

Skiptir þetta máli? Gjaldið sem stór­út­gerðin greiðir – þar á meðal hinir miklu umsvifa­menn á lok­aðri skrif­stofu á Kýpur – dugir ekki einu sinni fyrir kostn­aði rík­is­ins af þjón­ustu við útgerð­ina.

Í umræð­unum á þing­inu spurðu hægri­menn ítrekað eftir því í hvaða löndum sé að finna sam­bæri­leg ákvæði um þjóð­ar­eign á auð­lind­um, og virt­ust nokkuð hróð­ugir yfir því að slík ákvæði skyldi ekki að finna nema ef til vill í aflögðum komm­ún­ista­ríkjum eða löndum sem ekki hafa getið sér orð fyrir lýð­ræði og góða stjórn­ar­hætt­i. 

Á móti mætti spyrja: hvaða önnur þjóð reiðir sig á gjafir hafs­ins á við­líka hátt og við Íslend­ing­ar? Skyldu margar þjóðir standa í við­líka sam­bandi við þessa miklu mat­ar­kistu sem hélt líf­inu í þjóð­inni um aldir með ógur­legum fórnum – í næstum hverri íslenskri fjöl­skyldu eru sögur af mönnum sem fór­ust við það færa björg í bú.

Skyldu þeir sem spyrja svo fávís­lega um gildi fiski­mið­anna fyrir íslenska þjóð vera búnir að gleyma ítrek­aðri útfærslu land­helg­innar á síð­ustu öld og þorska­stríð­unum sem við háðum til þess að ráða sjálf yfir fisk­veiði­auð­lind­inni okkar og nýt­ingu henn­ar? Við stóðum ekki í því öllu til þess að gera nokkrar fjöl­skyldur ofsa­ríkar eða til að leggja heil byggða­lög í eyði. Það var gert til að tryggja skyn­sam­lega nýt­ingu og stjórn á þessum veið­um, en um leið var ætl­unin alltaf sú að jafn­ræði og rétt­læti ríkti og menn stæðu jafn­fætis í því að sækja sjó­inn, það væri komið undir dugn­aði manna og þekk­ingu hvernig þeim farn­að­ist í útgerð­inni frekar en bók­halds­fimi og sér­rétt­indum – og síð­ast en ekki síst væri tryggt að þjóðin fengi eðli­legan og rétt­látan arð af auð­lind sinni, á svip­aðan hátt og Norð­menn hafa tryggt sinn þjóð­ararð af olíu­auð­lindum sín­um. 

Þetta varðar okkur öll. Mis­skipt­ing gerir sam­fé­lagið verra en ella. Við eigum að stuðla að jöfn­uði, jöfnum tæki­færum fólks, jöfnum kjörum og jöfnum aðgangi að gæð­um. Nú er lag: við getum sett það í stjórn­ar­skrána að sjáv­ar­auð­lindin sé ekki bara sam­eig­in­leg eign þjóð­ar­innar heldur geti eng­inn nýtt hana nema í tak­mark­aðan tíma, og tryggt sé um leið að við­kom­andi greiði eðli­legt gjald eig­and­anum þjóð­inni, sem nýtir féð til upp­bygg­ingar hvers kyns inn­viða öllum til heilla og hags­bóta.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar