Bónusar: Eru bankamenn mikilvægastir allra í samfélaginu?

Stefán Ólafsson skrifar um nýtt kaupaukakerfi hjá Arion banka og veltir því fyrir sér hvort starfsmenn banka skapi mestu verðmætin í samfélaginu.

Auglýsing

Stjórn Arion banka ákvað í skjóli jóla (16. des­em­ber sl.) að inn­leiða nýtt kaupauka­kerfi fyrir árið 2021. Sam­kvæmt því geta lyk­il­stjórn­endur fengið allt að 25% ofan á föst árs­laun í bónus og almennir starfs­menn geta fengið allt að 10% ofan á föst árs­laun sín, náist til­tekin mark­mið um arð­semi rekstr­ar. Þetta eru mjög miklar launa­hækk­anir sem þannig geta komið til, ofan á almennar launa­hækk­anir við­kom­andi starfs­hópa (sjá hér).

Þetta eru mikil tíð­indi sem lítið hafa ratað inn í þjóð­mála­um­ræð­una.

Rétt er að byrja á rifja upp að mikið óhóf í bón­us­greiðslum til stjórn­enda átti sinn þátt í háska­legum rekstri bank­anna á árunum í aðdrag­anda hruns­ins. Þegar bankar fara aftur inn á þessa leið vakna því stórar spurn­ing­ar, ekki bara um slæma fyrri reynslu heldur einnig um mat á mik­il­vægi starfs­stétta í sam­fé­lag­inu, for­dæm­is­gildi á vinnu­mark­aði, stöð­ug­leika, sann­girni og sjálftöku.

Þá er einnig rétt að skoða þessa þróun í ljósi þess að líf­eyr­is­sjóðir vinn­andi fólks eru eig­endur að meira en þriðj­ungi hluta­fjár í Arion banka.

En skoðum fyrst umfang þess­ara heim­ilda til kaupauka banka­manna í sam­hengi vinnu­mark­að­ar­ins. 

Gríð­ar­legur kaup­auki til banka­manna – lang­mest til topp­anna

Banka­stjór­inn í Arion banka er með um 5 millj­ónir á mán­uði, eða um 60 millj­ónir á ári. Ef hann fær 25% í kaupauka (bón­us) bæt­ast um 15 millj­ónir við árs­laun­in. Gert er ráð fyrir að stjórn­endur bank­ans taki hluta þessa í kaup­rétti á hluta­bréfum í bank­an­um, vænt­an­lega á hag­stæðu gengi eins og tíðkast. Því til við­bótar njóta þeir sér­stakra skatt­fríð­inda á slíkum kaupauka, sem rík­is­stjórnin ætlar að auka veru­lega á árinu (sjá hér). Tekj­urnar af fyrstu 1,5 millj­ón­inni sem kaup­réttur skilar verður skatt­frjáls, sem er mun hærra frí­tekju­mark en almennu launa­fólki býðst í formi per­sónu­af­sláttar í tekju­skatts­kerf­inu.

Ef almennir banka­starfs­menn eru nálægt með­al­launum á vinnu­mark­aði, með til dæmis 650 þús­und kr. á mán­uði, þá fengju þeir að jafn­aði hækkun á mán­að­ar­launum um 65 þús­und kr. með 10% bónus og árs­laun þeirra myndu hækka um 780 þús­und krónur – þegar vel gengur í efna­hags­líf­inu og bönk­unum þar með.

Auglýsing

Bónus almennra banka­manna verður þannig miklu meiri en fram­línu­fólk Land­spít­al­ans fékk í álags­bónus á síð­asta ári vegna með­höndl­unar Kóvid sjúk­linga og bónus stjórn­enda bank­ans er bein­línis í öðrum heimi.

Til sam­an­burðar við vinnu­mark­að­inn má benda á að launa­fólk á almennum mark­aði samdi um að fá hag­vaxt­ar­tengdan launa­auka í Lífs­kjara­samn­ingnum 2019, út frá mis­mun­andi við­miðum um hag­vöxt á mann á samn­ings­tím­an­um. Ef vel gengur í þjóð­ar­bú­inu átti þetta að skila launa­fólki frá 3.000 til 13.000 krónum í kaupauka á mán­uði, eða frá 36 til 156 þús­und krónum á árinu. Þetta er sam­bæri­legt við virkni bónus­kerfis í bönk­um, nema hvað greiðsl­urnar eru auð­vitað miklu lægri.

Almennir banka­menn í Arion banka geta sem sagt fengið allt að 650 þús­und í kaupauka á ári en starfs­menn á almennum vinnu­mark­aði 36 til 156 þús­und krón­ur, ef vel gengur í efna­hags­líf­inu. Sam­kvæmt þessu mætti ætla að banka­menn skili marg­falt meiri verð­mætum inn í sam­fé­lagið en vinn­andi fólk almennt. Marg­falt.

En er ein­hver fótur fyrir slíkri for­sendu?

Nei, það er ekki að sjá. 

Skapa banka­menn mestu verð­mætin í sam­fé­lag­inu?

Reynslan í Kóvid-krepp­unni hefur víð­ast sýnt á mjög áþreif­an­legan hátt hvaða starfs­stéttir hafa verið mik­il­vægastar í sam­fé­lag­inu á þessum tíma. Það er heil­brigð­is­starfs­fólk, fram­línu­fólk í þjón­ustu, versl­un, umönn­un, leik­skól­um, skólum almennt, lög­reglu og bygg­ing­ar­iðn­aði, svo dæmi séu tek­in. Ef ein­hverjir ættu að fá bónus fyrir góða frammi­stöðu á árunum 2020 og 2021 þá er það þetta fólk.

Raunar má spyrja hvort nokkrir aðrir en heil­brigð­is- og umönn­un­ar­fólk ættu að fá bónusa á þessum tíma þegar meira en tíundi hluti launa­fólks hefur misst vinn­una og orðið fyrir 30% til 50% launa­skerð­ingu með því að fara á atvinnu­leys­is­bæt­ur, til lengri eða skemmri tíma. Það fólk eru helstu fórn­ar­lömb krepp­unn­ar, ásamt þeim sem veikt­ust illa.

Stóðu bank­arnir sig sér­stak­lega vel í krepp­unni?

Varla. Bank­arnir lok­uðu afgreiðslum sínum til lengri tíma og 80% af starfs­fólki þeirra var meira og minna heima­vinn­andi á síð­asta ári – ekki bein­línis í fram­línu (sjá hér). Arion banki dró sér­stak­lega úr útlánum sínum á árinu til að auka mögu­leika á að greiða út eig­infé í arð og end­ur­kaup á eigin hluta­bréf­um.

Bank­arnir létu ríkið að mestu um að styðja fyr­ir­tæki í vanda og veita að auki rík­is­á­byrgð á þeim brú­ar- og stuðn­ings­lánum sem þeir þó veittu til fyr­ir­tækja.

Þrátt fyrir fag­ur­gala stjórn­enda Arion banka má efast um að bank­inn hafi virki­lega lagt sig fram við að hjálpa fyr­ir­tækjum í gegnum krepp­una, þrátt fyrir að seðla­bank­inn hafi fleytt mjög auknu fé inn í bank­ana á síð­asta ári. Það var líka reynslan af banda­rísku bönk­unum í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008.

Hag­fræð­ingur Kviku banka færði t.d. fyrir því rök sl. haust að bank­arnir íslensku hefðu um of ýtt undir verð­bólgu á fast­eigna­verði á síð­asta ári, með of miklum lánum til betur settra kaup­enda á meðan lág­launa­fólk sat eftir og komst ekki inn á hús­næð­is­markað og fyr­ir­tækin sem voru í mestum vanda sátu sömu­leiðis eft­ir.

Síðan má rifja upp lær­dóm­inn af ára­tugnum í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008. Starf­semi bank­anna þá ein­kennd­ist af ofur­skuld­setn­ingu og stuðn­ingi við brask sem ýtti undir eigna­verðs­bólu, sem bank­arnir græddu síðan á og stjórn­endur þeirra not­uðu sem átyllu fyrir óhóf­legar bón­us­greiðslur í eigin vasa. Við virð­umst vera á sömu leið á ný – þó í minni mæli sé, enn sem komið er (sjá hér).

Almennt á banka­starf­semi að vera var­kár og íhalds­söm en ekki græðg­is­drif­inn áhættu- eða braskrekst­ur, sem bónusar kynda und­ir. Það er því í raun fárán­legt að banka­kerfið sé með hæstu bón­us­greiðsl­urnar í sam­fé­lag­inu. Ef til vill ættu banka­menn að vera síð­astir allra til að fá bónusa fyrir störf sín. 

Skapa banka­bónusar ekki for­dæmi á vinnu­mark­aði?

Fyrst það er væg­ast sagt lang­sótt að banka­menn skapi áber­andi meiri verð­mæti í sam­fé­lag­inu en aðrir þá er eðli­legt að spyrja hvort aðrir hópar eigi ekki frekar rétt á slíkum bón­usum og hvort almennt sé rétt­læt­an­legt að banka­menn njóti yfir höfuð slíkra for­rétt­inda, hvort sem er stjórn­endur bank­anna sér­stak­lega eða almennir starfs­menn?

Ef banka­stjórn­endur kom­ast upp með kaupauka­kerfi eins og Arion banki hefur nýlega sam­þykkt (og hinir bank­arnir munu vænt­an­lega fljót­lega taka upp, ef ríkið leyf­ir) er þá ekki rétt að verka­lýðs­hreyf­ingin krefj­ist jafn örlátra kaupauka­kerfa fyrir fram­línu­fólkið á lágu töxt­unum og fyrir aðrar mik­il­væga hópa sem búa við mikið álag og lök kjör? For­ysta Efl­ingar og VR og ASÍ almennt gæti bent á marga hópa innan sinna vébanda sem verð­skulda frekar slíka umbun.

Menn ættu líka að hafa í huga að slík inn­leið­ing mik­illa kaupauka í bönk­unum er af sama meiði og þegar Kjara­ráð skil­aði æðstu emb­ætt­is­mönnum og kjörnum full­trúum (þing­mönnum og ráð­herrum) launa­hækk­unum langt umfram það sem um hafði verið samið á almennum vinnu­mark­aði, um miðjan síð­asta ára­tug. Það hleypti af stokk­unum mik­illi skriðu hárra launa­hækk­ana á vinnu­mark­aði.

Hvers vegna ætti verka­lýðs­hreyf­ingin að horfa fram­hjá slíkum áhrifum banka­bónusa nún­a? 

Vilja líf­eyr­is­sjóðir ofur­bónusa í sínum banka?

Nú er það svo að líf­eyr­is­sjóðir vinn­andi fólks á Íslandi eiga meira en 35% af hlutafé Arion banka. Aðrir stórir hlut­hafar eru einkum erlendir fjár­fest­inga­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóðir hafa lengi verið of óvirkir eig­endur í atvinnu­líf­inu. Æski­legt er að þeir beiti sér af meiri þunga í stjórnum fyr­ir­tækja þar sem þeir eru stórir eig­end­ur, líkt og í Arion banka. Bæði til að verja hags­muni sína sem eig­anda og til að stuðla að heil­brigðum rekstri og eðli­legu sam­ræmi við það sem tíðkast á almennum vinnu­mark­aði.

Ofur­bónusar til stjórn­enda og starfs­manna í bönkum þjóna ekki hags­munum líf­eyr­is­sjóða né hlut­hafa almennt. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur þó sam­þykkt að kaupauka­kerfi eins og Arion banki hyggst taka upp sam­ræm­ist við­miðum eft­ir­lits­ins. Að mínu mati er það alltof rúmt og raunar frá­leitt að Fjár­mála­eft­ir­litið setji slíkar reglur fyrir eina teg­und af atvinnu­rekstri án þess að taka nokk­urt til­lit til afleið­inga á almennum vinnu­mark­aði, sem og án til­lits til almenns mats á verð­mæti starfa í sam­fé­lag­inu.

Tíma­bært er að end­ur­skoða þessi áform Arion banka og reisa skorður við því að við leið­umst aftur út í dans­inn sem end­aði með hrun­inu mikla 2008.

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Gildis líf­eyr­is­sjóðs og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi. Hann tjáir hér ein­ungis sínar eigin skoð­an­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar