Bónusar: Eru bankamenn mikilvægastir allra í samfélaginu?

Stefán Ólafsson skrifar um nýtt kaupaukakerfi hjá Arion banka og veltir því fyrir sér hvort starfsmenn banka skapi mestu verðmætin í samfélaginu.

Auglýsing

Stjórn Arion banka ákvað í skjóli jóla (16. des­em­ber sl.) að inn­leiða nýtt kaupauka­kerfi fyrir árið 2021. Sam­kvæmt því geta lyk­il­stjórn­endur fengið allt að 25% ofan á föst árs­laun í bónus og almennir starfs­menn geta fengið allt að 10% ofan á föst árs­laun sín, náist til­tekin mark­mið um arð­semi rekstr­ar. Þetta eru mjög miklar launa­hækk­anir sem þannig geta komið til, ofan á almennar launa­hækk­anir við­kom­andi starfs­hópa (sjá hér).

Þetta eru mikil tíð­indi sem lítið hafa ratað inn í þjóð­mála­um­ræð­una.

Rétt er að byrja á rifja upp að mikið óhóf í bón­us­greiðslum til stjórn­enda átti sinn þátt í háska­legum rekstri bank­anna á árunum í aðdrag­anda hruns­ins. Þegar bankar fara aftur inn á þessa leið vakna því stórar spurn­ing­ar, ekki bara um slæma fyrri reynslu heldur einnig um mat á mik­il­vægi starfs­stétta í sam­fé­lag­inu, for­dæm­is­gildi á vinnu­mark­aði, stöð­ug­leika, sann­girni og sjálftöku.

Þá er einnig rétt að skoða þessa þróun í ljósi þess að líf­eyr­is­sjóðir vinn­andi fólks eru eig­endur að meira en þriðj­ungi hluta­fjár í Arion banka.

En skoðum fyrst umfang þess­ara heim­ilda til kaupauka banka­manna í sam­hengi vinnu­mark­að­ar­ins. 

Gríð­ar­legur kaup­auki til banka­manna – lang­mest til topp­anna

Banka­stjór­inn í Arion banka er með um 5 millj­ónir á mán­uði, eða um 60 millj­ónir á ári. Ef hann fær 25% í kaupauka (bón­us) bæt­ast um 15 millj­ónir við árs­laun­in. Gert er ráð fyrir að stjórn­endur bank­ans taki hluta þessa í kaup­rétti á hluta­bréfum í bank­an­um, vænt­an­lega á hag­stæðu gengi eins og tíðkast. Því til við­bótar njóta þeir sér­stakra skatt­fríð­inda á slíkum kaupauka, sem rík­is­stjórnin ætlar að auka veru­lega á árinu (sjá hér). Tekj­urnar af fyrstu 1,5 millj­ón­inni sem kaup­réttur skilar verður skatt­frjáls, sem er mun hærra frí­tekju­mark en almennu launa­fólki býðst í formi per­sónu­af­sláttar í tekju­skatts­kerf­inu.

Ef almennir banka­starfs­menn eru nálægt með­al­launum á vinnu­mark­aði, með til dæmis 650 þús­und kr. á mán­uði, þá fengju þeir að jafn­aði hækkun á mán­að­ar­launum um 65 þús­und kr. með 10% bónus og árs­laun þeirra myndu hækka um 780 þús­und krónur – þegar vel gengur í efna­hags­líf­inu og bönk­unum þar með.

Auglýsing

Bónus almennra banka­manna verður þannig miklu meiri en fram­línu­fólk Land­spít­al­ans fékk í álags­bónus á síð­asta ári vegna með­höndl­unar Kóvid sjúk­linga og bónus stjórn­enda bank­ans er bein­línis í öðrum heimi.

Til sam­an­burðar við vinnu­mark­að­inn má benda á að launa­fólk á almennum mark­aði samdi um að fá hag­vaxt­ar­tengdan launa­auka í Lífs­kjara­samn­ingnum 2019, út frá mis­mun­andi við­miðum um hag­vöxt á mann á samn­ings­tím­an­um. Ef vel gengur í þjóð­ar­bú­inu átti þetta að skila launa­fólki frá 3.000 til 13.000 krónum í kaupauka á mán­uði, eða frá 36 til 156 þús­und krónum á árinu. Þetta er sam­bæri­legt við virkni bónus­kerfis í bönk­um, nema hvað greiðsl­urnar eru auð­vitað miklu lægri.

Almennir banka­menn í Arion banka geta sem sagt fengið allt að 650 þús­und í kaupauka á ári en starfs­menn á almennum vinnu­mark­aði 36 til 156 þús­und krón­ur, ef vel gengur í efna­hags­líf­inu. Sam­kvæmt þessu mætti ætla að banka­menn skili marg­falt meiri verð­mætum inn í sam­fé­lagið en vinn­andi fólk almennt. Marg­falt.

En er ein­hver fótur fyrir slíkri for­sendu?

Nei, það er ekki að sjá. 

Skapa banka­menn mestu verð­mætin í sam­fé­lag­inu?

Reynslan í Kóvid-krepp­unni hefur víð­ast sýnt á mjög áþreif­an­legan hátt hvaða starfs­stéttir hafa verið mik­il­vægastar í sam­fé­lag­inu á þessum tíma. Það er heil­brigð­is­starfs­fólk, fram­línu­fólk í þjón­ustu, versl­un, umönn­un, leik­skól­um, skólum almennt, lög­reglu og bygg­ing­ar­iðn­aði, svo dæmi séu tek­in. Ef ein­hverjir ættu að fá bónus fyrir góða frammi­stöðu á árunum 2020 og 2021 þá er það þetta fólk.

Raunar má spyrja hvort nokkrir aðrir en heil­brigð­is- og umönn­un­ar­fólk ættu að fá bónusa á þessum tíma þegar meira en tíundi hluti launa­fólks hefur misst vinn­una og orðið fyrir 30% til 50% launa­skerð­ingu með því að fara á atvinnu­leys­is­bæt­ur, til lengri eða skemmri tíma. Það fólk eru helstu fórn­ar­lömb krepp­unn­ar, ásamt þeim sem veikt­ust illa.

Stóðu bank­arnir sig sér­stak­lega vel í krepp­unni?

Varla. Bank­arnir lok­uðu afgreiðslum sínum til lengri tíma og 80% af starfs­fólki þeirra var meira og minna heima­vinn­andi á síð­asta ári – ekki bein­línis í fram­línu (sjá hér). Arion banki dró sér­stak­lega úr útlánum sínum á árinu til að auka mögu­leika á að greiða út eig­infé í arð og end­ur­kaup á eigin hluta­bréf­um.

Bank­arnir létu ríkið að mestu um að styðja fyr­ir­tæki í vanda og veita að auki rík­is­á­byrgð á þeim brú­ar- og stuðn­ings­lánum sem þeir þó veittu til fyr­ir­tækja.

Þrátt fyrir fag­ur­gala stjórn­enda Arion banka má efast um að bank­inn hafi virki­lega lagt sig fram við að hjálpa fyr­ir­tækjum í gegnum krepp­una, þrátt fyrir að seðla­bank­inn hafi fleytt mjög auknu fé inn í bank­ana á síð­asta ári. Það var líka reynslan af banda­rísku bönk­unum í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008.

Hag­fræð­ingur Kviku banka færði t.d. fyrir því rök sl. haust að bank­arnir íslensku hefðu um of ýtt undir verð­bólgu á fast­eigna­verði á síð­asta ári, með of miklum lánum til betur settra kaup­enda á meðan lág­launa­fólk sat eftir og komst ekki inn á hús­næð­is­markað og fyr­ir­tækin sem voru í mestum vanda sátu sömu­leiðis eft­ir.

Síðan má rifja upp lær­dóm­inn af ára­tugnum í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008. Starf­semi bank­anna þá ein­kennd­ist af ofur­skuld­setn­ingu og stuðn­ingi við brask sem ýtti undir eigna­verðs­bólu, sem bank­arnir græddu síðan á og stjórn­endur þeirra not­uðu sem átyllu fyrir óhóf­legar bón­us­greiðslur í eigin vasa. Við virð­umst vera á sömu leið á ný – þó í minni mæli sé, enn sem komið er (sjá hér).

Almennt á banka­starf­semi að vera var­kár og íhalds­söm en ekki græðg­is­drif­inn áhættu- eða braskrekst­ur, sem bónusar kynda und­ir. Það er því í raun fárán­legt að banka­kerfið sé með hæstu bón­us­greiðsl­urnar í sam­fé­lag­inu. Ef til vill ættu banka­menn að vera síð­astir allra til að fá bónusa fyrir störf sín. 

Skapa banka­bónusar ekki for­dæmi á vinnu­mark­aði?

Fyrst það er væg­ast sagt lang­sótt að banka­menn skapi áber­andi meiri verð­mæti í sam­fé­lag­inu en aðrir þá er eðli­legt að spyrja hvort aðrir hópar eigi ekki frekar rétt á slíkum bón­usum og hvort almennt sé rétt­læt­an­legt að banka­menn njóti yfir höfuð slíkra for­rétt­inda, hvort sem er stjórn­endur bank­anna sér­stak­lega eða almennir starfs­menn?

Ef banka­stjórn­endur kom­ast upp með kaupauka­kerfi eins og Arion banki hefur nýlega sam­þykkt (og hinir bank­arnir munu vænt­an­lega fljót­lega taka upp, ef ríkið leyf­ir) er þá ekki rétt að verka­lýðs­hreyf­ingin krefj­ist jafn örlátra kaupauka­kerfa fyrir fram­línu­fólkið á lágu töxt­unum og fyrir aðrar mik­il­væga hópa sem búa við mikið álag og lök kjör? For­ysta Efl­ingar og VR og ASÍ almennt gæti bent á marga hópa innan sinna vébanda sem verð­skulda frekar slíka umbun.

Menn ættu líka að hafa í huga að slík inn­leið­ing mik­illa kaupauka í bönk­unum er af sama meiði og þegar Kjara­ráð skil­aði æðstu emb­ætt­is­mönnum og kjörnum full­trúum (þing­mönnum og ráð­herrum) launa­hækk­unum langt umfram það sem um hafði verið samið á almennum vinnu­mark­aði, um miðjan síð­asta ára­tug. Það hleypti af stokk­unum mik­illi skriðu hárra launa­hækk­ana á vinnu­mark­aði.

Hvers vegna ætti verka­lýðs­hreyf­ingin að horfa fram­hjá slíkum áhrifum banka­bónusa nún­a? 

Vilja líf­eyr­is­sjóðir ofur­bónusa í sínum banka?

Nú er það svo að líf­eyr­is­sjóðir vinn­andi fólks á Íslandi eiga meira en 35% af hlutafé Arion banka. Aðrir stórir hlut­hafar eru einkum erlendir fjár­fest­inga­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóðir hafa lengi verið of óvirkir eig­endur í atvinnu­líf­inu. Æski­legt er að þeir beiti sér af meiri þunga í stjórnum fyr­ir­tækja þar sem þeir eru stórir eig­end­ur, líkt og í Arion banka. Bæði til að verja hags­muni sína sem eig­anda og til að stuðla að heil­brigðum rekstri og eðli­legu sam­ræmi við það sem tíðkast á almennum vinnu­mark­aði.

Ofur­bónusar til stjórn­enda og starfs­manna í bönkum þjóna ekki hags­munum líf­eyr­is­sjóða né hlut­hafa almennt. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur þó sam­þykkt að kaupauka­kerfi eins og Arion banki hyggst taka upp sam­ræm­ist við­miðum eft­ir­lits­ins. Að mínu mati er það alltof rúmt og raunar frá­leitt að Fjár­mála­eft­ir­litið setji slíkar reglur fyrir eina teg­und af atvinnu­rekstri án þess að taka nokk­urt til­lit til afleið­inga á almennum vinnu­mark­aði, sem og án til­lits til almenns mats á verð­mæti starfa í sam­fé­lag­inu.

Tíma­bært er að end­ur­skoða þessi áform Arion banka og reisa skorður við því að við leið­umst aftur út í dans­inn sem end­aði með hrun­inu mikla 2008.

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Gildis líf­eyr­is­sjóðs og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi. Hann tjáir hér ein­ungis sínar eigin skoð­an­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar