Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar skrifar um skipulagsmál í Reykjavík í sögulegu samhengi.

Auglýsing

Í hvernig borg viljum við búa? Um það eru auð­vitað skiptar skoð­anir en senni­lega vilja allir búa í borg þar sem er gott að lifa og starfa. Sagan sýnir að það ger­ist ekki af sjálfu sér, heldur þarf að koma til skipu­lags­stefna sem tryggir að almanna­hags­munir ráði ferð­inni en ekki sér­hags­mun­ir. Stefnan þarf að fela í sér ákveðna fram­tíð­ar­sýn og áætlun um hvernig henni verði náð. Þessi fram­tíð­ar­á­ætlun er kölluð aðal­skipu­lag.  

Í aðal­skipu­lagi er sett fram stefna um þróun byggð­ar­innar til langrar fram­tíð­ar. Aðal­skipu­lagið kveður á um hvar íbúða­hverfin og atvinnu­svæðin eiga að vera, hvar nýjar götur og stígar eiga að liggja og hvaða svæði verða tekin frá til úti­vist­ar. Mik­il­vægt er að það sé unnið fag­mann­lega og eftir lýð­ræð­is­legum leið­um. Að það sé rætt opin­ber­lega þegar það er á til­lögu­stigi og að lokum greidd atkvæði um það eftir umræðu í borg­ar­stjórn. Á sínum náð­ist þverpóli­tísk sátt í borg­ar­stjórn um Aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010 - 2030. Skipu­lagið var sann­kall­aður sátt­máli sem er merki­legt í ljósi þess hve rót­tækt það er. 

Nú er í kynn­ingu meðal almenn­ings end­ur­skoðun á stefnu aðal­skipu­lags­ins um íbúða­byggð og bland­aða byggð og til­laga um að fram­lengja skipu­lagið til 2040. Þar er gengið út frá meg­in­stefnu aðal­skipu­lags­ins 2030 um þétt­ingu byggð­ar, skipu­lag vist­vænna hverfa, almenn­ings­sam­göng­ur, hjól­reið­ar, gæði byggð­ar­innar og göt­una sem borg­ar­rými. Reiknað er með að til árs­ins 2040 verði byggðar um rúm­lega 1000 íbúðir á ári, alls um 20000 íbúð­ir. Fjórð­ungur þeirra eða um 5000 íbúðir verði byggðar af hús­næð­is­fé­lögum sem eru ekki hagn­að­ar­drif­in. 

Auglýsing
Í aðal­skipu­lag­inu 2040 er gert er ráð fyrir að Borg­ar­línan kom­ist til fullra nota og að hún verði hryggjar­stykki í upp­bygg­ing­unni. Um 80% nýrra íbúða verða í námunda við Borg­ar­lín­una. Mikla­braut fer að hluta í stokk og Sæbraut sömu­leið­is. Hrað­braut­irnar hætta að skera hverfin í sundur og byggðin teng­ist. Fólk getur rölt yfir í næsta hverfi án þess að vera í lífs­hættu. Götur og hús verða ein heild. 

Hug­mynd um gott líf 

Skipu­lags­stefna hvers tíma felur í sér ákveðna hug­mynd um gott líf. Skipu­lags­upp­dráttur af Reykja­vík frá 1927 byggði á evr­ópskum hug­myndum hvernig mætti byggja upp þétta en lága byggð með góðu hús­næði og fal­legum smá­borg­ar­brag. Öll byggðin átti að rúm­ast innan Hring­braut­ar. Rífa átti nær alla gömlu timb­ur­húsa­byggð­ina. Í stað­inn skyldi rísa sam­felld rand­byggð við götu­reit­ina með húsa­görðum í miðj­unni. Þar sem Norð­ur­mýrin er núna átti að koma járn­braut­ar­lest­ar­stöð. 

Skipu­lags­upp­drátt­ur­inn hlaut aldrei form­lega stað­fest­ingu sem aðal­skipu­lag enda var það orð óþekkt. Fljót­lega kom í ljós að ekki var stætt á því að halda byggð­inni til fram­tíðar innan Hring­brautar auk þess sem fyr­ir­hugað stór­fellt nið­ur­rif húsa og eigna­upp­taka var gagn­rýnd harð­lega. Skipu­lags­upp­drátt­ur­inn hafði samt tals­verð áhrif. Bent hefur verið á að göt­urnar í kringum Grund við Hring­braut eru skil­getið afkvæmi upp­drátt­ar­ins, sama má segja um sunn­an­vert Skóla­vörðu­holt­ið.

Það var ekki fyrr en 1966 að fyrsta form­lega aðal­skipu­lagið var stað­fest – og gilti til 1983. Skipu­lagið var mjög vandað enda átti það eftir að hafa veru­leg áhrif á skipu­lag byggð­ar­innar næstu 40 árin. Það gerði ráð fyrir lágri en býsna dreifðri byggð. Ofurá­hersla var lögð á tvennt. Ann­ars vegar skipt­ingu borg­ar­innar í hrein íbúð­ar­svæði og skýrt afmörkuð versl­un­ar- þjón­ustu- og atvinnu­svæði. Þessi skipt­ing borg­ar­innar í aðskilin svæði, sem lágu nokkuð dreift, lengdi ferð­irnar sem fólk þurfti að fara dags­dag­lega. Þá kom að hinu meg­in­at­riði skipu­lags­ins, gríð­ar­lega umfangs­miklu hrað­braut­ar­kerfi fyrir bíla. Hrað­braut­ar­kerfið átti að tryggja að sem minnstur tími færi í ferða­lög milli dreifðra borg­ar­hluta en það ýtti um leið undir ennþá meiri dreif­ingu borg­ar­innar og jók vega­lengd­irn­ar. Útkoman varð sem sagt víta­hringur sem var virkur í borg­inni næstu ára­tug­ina. 

Þetta skipu­lag gerði líka ráð fyrir veru­legu nið­ur­rifi gam­alla húsa, ekki síst til rýma fyrir nýjum hrað­braut­um. Meðal ann­ars átti að leggja hrað­braut í gegnum Grjóta­þorpið og aðra í gegnum Kvos­ina og eftir Grett­is­götu. Nokkur mynd­ar­leg timb­ur­hús, svo sem Upp­salir við horn Aðal­strætis og Tún­götu og Amt­manns­hús­ið, voru rifin til skapa pláss fyrir mið­bæj­ar­hrað­brautir sem aldrei voru lagð­ar  

Skömmu eftir að skipu­lagið var sam­þykkt með öllum greiddum atkvæðum í borg­ar­stjórn kom fram hvöss gagn­rýni hjá nokkrum ungum arki­tekt­um. Einna lengst gekk Björn Ólafs arki­tekt í París sem hélt því fram að skipu­lagið væri úrelt því það byggði á úreltum hug­myndum um nauð­syn þess að aðgreina hverfin í hrein íbúð­ar­svæði, atvinnu­svæði og þjón­ustu­svæði. Aðgrein­ingin væri við­brögð við skítugum iðn­að­ar­borgum 19. ald­ar. Við þyrftum ekki lengur á henni að halda enda lifðum við í “post-industri­al” sam­fé­lag­i. 

Björn benti líka á að mað­ur­inn væri ekki bara neyt­andi og vinnu­afl. Hann væri fyrst og fremst félags­vera og skipu­lag borg­anna þyrfti um fram allt að taka mið af því.  Borgir er vett­vangur fyrir sam­skipti fólks, skrif­aði Björn. Það er ástæðan fyrir því að þær skuli yfir­leitt vera til. Borg­ar­skipu­lag er aðferð til að gera sam­skiptin auð­veld­ari og skemmti­legri. 

Hvað hefur breyst?

Hvað hefur breyst. Jú, við viljum vernda gömlu timb­ur­húsin en ekki rífa þau. Við gerum okkur grein fyrir að hin stranga svæð­is­skipt­ing borg­ar­innar og ofurá­hersla á bíla­um­ferð og allt sem henni fylgir, þar með talin gríð­ar­lega stór land­flæmi sem fara undir bíla­stæði, felur í sér mikla ókosti. Allt að 48% af þétt­býli borg­ar­inn­ar, að und­an­skildum stórum úti­vist­ar­svæð­um, fer undir umferð­ar­mann­virki og helg­un­ar­svæði þeirra Við gerum okkur betri grein fyrir sam­heng­inu á milli góðs borg­ar­skipu­lags og lýð­heilsu. Við vitum fyrir víst að gott bygg­ing­ar­land er tak­mörkuð auð­lind og að mik­il­vægt er að skil­greina og virða vaxta­mörk borg­ar­innar svo að ný byggð og nýjar hrað­brautir leggi ekki undir sig alla nátt­úr­una í kringum borg­ina og vega­lengdir halda áfram að aukast. Við viljum losa okkur úr víta­hringn­um. 

Aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010 til 2030 mark­aði þátta­skil. Það skil­greindi ákveðin vaxta­mörk og gerði ráð fyrir að 90% nýrrar byggðar skyldi rísa innan þeirra, á van­nýttum iðn­að­ar­svæðum og bíla­stæð­um. Það gerði grein fyrir mik­il­vægi vist­vænna sam­gangna og skil­greindi sjálfar göt­urnar sem borg­ar­rými en í því fólst sá boð­skapur að göt­urnar væru mik­il­vægt og fjöl­breyti­legt almanna­rými í borg­ar­lands­lag­in­u. 

Auð­vitað er Aðal­skipu­lagið 2010 til 2030 ekki hafið yfir gagn­rýni. Það hefur verið gagn­rýnt fyrir að þrengja að bíla­um­ferð og fyrir of mikla þétt­ingu. Því er til að svara að nauð­syn­legt er að stemma stigu við sífellt vax­andi bíla­um­ferð og að þétt­ing byggðar er bæði hag­kvæm og umhverf­is­væn. Meg­in­þættir aðal­skipu­lags­ins virð­ast ætla að halda gildi sínu. Krafan um líf­væn­legt borg­ar­um­hverfi, góða land­nýt­ingu, skil­virkar og vist­vænar sam­göngur og vist­væna, þétta byggð verða senni­lega ofar­lega á baugi næstu ára­tug­ina. 

Til­lagan að aðal­skipu­lagi Reykja­víkur til 2040, sem er nú aug­lýst, heldur í þessi meg­in­at­riði eins og áður sagði. Skipu­lagið verður leið­ar­ljós í upp­bygg­ingu borg­ar­innar næstu 20 árin. Þar er gert ráð fyrir að 100% nýrrar byggðar rísi innan vaxta­marka borg­ar­inn­ar. Stærsta upp­bygg­ing­ar­svæðið verður Ártúns­höfð­inn og Bryggju­hverfi vest­ur. Þar mun rísa 20.000 manna byggð á svæði sem er fimm sinnum minna en Graf­ar­vogs­hverf­ið. Ætl­unin er að það verði eitt græn­asta hverfi borg­ar­innar með hágæða almenn­ings­sam­göng­um. 

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar