Bændur og afurðastöðvar

Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar um fæðuöryggi.

Auglýsing

Umræða um fæðu­ör­yggi hefur verið tölu­verð síð­ast­liðin ár og sitt sýn­ist hverj­um. Þannig finnst mörgum að stjórn­völd þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri reglum um eign­ar­hald á jörð­um, tolla­vernd og fjár­magn til nýsköp­un­ar. Öðrum finnst merki­legra að efla alþjóð­legt sam­starf í þessum efn­um, hvernig svo sem það tryggir fæðu­ör­yggi.

Í síð­ustu viku kom út skýrsla um mál­efnið sem unnin var fyrir Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Þar eru Íslend­ingar taldir vel rúm­lega sjálf­bærir með fisk, af kjöt­þörf lands­manna er 90% fram­leitt inn­an­lands og 43% af græn­meti. Fyr­ir­sögn með frétt á Rík­is­út­varp­inu var „Ís­lensk fram­leiðsla full­nægir eft­ir­spurn að mestu“. 

Sumum finnst kannski þetta allt í lagi að þetta sleppi að „mestu“ en ég held að það sé full þörf á að bæta veru­lega í, og þá ein­vörð­ungu varð­andi íslenska fram­leiðslu. Græn­met­is­fram­leiðsla  er sam­kvæmt þess­ari skýrslu aðeins að anna tæp­lega helm­ing neyslu. Það er algjört lyk­il­at­riði að ná þess­ari pró­sentu­tölu upp og setja fullan kraft í það. Það má gera með auknu fjár­magni til nýsköp­unar eða það sem betra er – með ódýr­ara raf­magni sem fram­leitt er í heima­byggð. Ég geri mér grein fyrir að þessi mark­aður er harður sam­an­borið við inn­flutt græn­meti sem er ræktað án hús­næðis og raf­magns erlend­is. Mark­aðs­hlut­deild sýnir þó að íslensk fram­leiðsla á góða mögu­leika á að stækka enn frekar og þá veg­ferð þarf að hefja – eigi síðar en nún­a. 

Fram­leiðsla á kjöti er síðan sér kap­ít­uli fyrir sig ! Sú fram­leiðsla styðst við kerfi sem fáir skilja að fullu. Kerfið virð­ist hannað til að allir tapi eða hangi átta­villtir í lausu lofti. Afurða­stöðvar eru alltaf á tæp­asta vaði og nú sein­ast greindi SS frá því að tap­rekstur væri vegna skorts á ferða­mönnum í land­inu. Bændur geta því ekki átt von á hækkun afurða­verðs þegar afurða­stöð er rekin með halla, það þarf engan sér­fræð­ing að sunnan til að skilja það. Kannski fel­ast í þessu öllu ein­föld skila­boð til bænda. Ef góðu ferða­manna­árin voru ekki að skila betra verði til bænda, hvernig er þessi rekstur eig­in­lega upp­byggð­ur?

Hvorki afurða­stöðvar né hrá­efn­is­fram­leið­endur (bænd­ur) fá við­un­andi hluta af kök­unni. Hvað er að þessu kerfi? Fyrir löngu síðan varð það aug­ljóst að þetta gengur ekki lengur upp og það er ekki enda­laust hægt að skoða, vinna að, stefna á að eða setja ein­hver mark­mið í þessum mál­um. Það þarf að fram­kvæma og gera. Það er ein aug­ljós skekkja í þessu ferli sem þarf að taka strax á. Það er sú stað­reynd að afurð­ar­stöðvar eru margir hverjir að flytja inn kjöt til að selja með­fram íslenskri fram­leiðslu sinni. Það er jafn­vel settar tak­mark­anir á slátrun naut­gripa á sama tíma og afurða­stöðvar eru að flytja inn naut­gripa­kjöt. Þetta er gert á sama tíma og afurða­stöðvar eru að vinna fyrir bændur og margar í eigu bænda. Ef þetta er ekki hags­muna­á­rekst­ur, þá eru hags­muna­á­rekstur ekki til.

Auglýsing
Margar afurð­ar­stöðvar eru nefni­lega ekki að vinna fyrir hags­muni bænda, það er alveg ljóst. En það skal tekið fram að þetta á ekki við um allar kjöt­af­urða­stöðv­ar. Jafn­framt er óskilj­an­legt af hverju Lands­sam­tök slát­ur­leyf­is­hafa eru ekki sterk­ari tals­menn á móti inn­flutn­ingi á kjöti, sem ætti að vera eitt af þeirra aðal áherslu­at­rið­um. Kannski er það af því að sumar afurð­ar­stöðvar eru bæði að éta kök­una og halda henni. Bændur sem eiga afurða­stöðvar þurfa að ganga fram með for­dæmi, í breiðri sam­vinnu, og láta afurða­stöðvar sínar hætta að vera þátt­tak­endur í inn­flutn­ingi á kjöti. Með því væru þær að setja hags­muni bænda og atvinnu­sköp­unar í fyrsta sæt­ið. Í fram­haldi er hægt að gera kröfu á full­trúa afurða­stöðva í Lands­sam­tökum slát­ur­leyf­is­hafa að vinna gegn inn­flutn­ingi á kjöti og leggj­ast á árar íslenskrar fram­leiðslu. 

Íslensk fram­leiðsla er atvinnu­lífi og lands­byggð­inni mjög mik­il­væg. Stór hluti mat­vöru­fram­leiðslu fer fram á lands­byggð­inni og oft eru þessi fyr­ir­tæki mátt­ar­stólpar atvinnu­lífs smærri sam­fé­laga. Þetta má heim­færa yfir á alla fram­leiðslu á Íslandi, hvort sem það er iðn­að­ur, þjón­usta, orku­iðn­aður eða ann­að. Við viljum skapa atvinnu og öflug íslensk fyr­ir­tæki sem geta sinnt inn­an­lands­mark­aði sem og selt úr landi fram­leiðslu sína. Með því tryggjum við fæðu­ör­yggi á sama tíma og við sköpum gjald­eyri fyrir þjóð­ar­bú­ið.  

Höf­undur er fram­bjóð­andi í próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar