Bændur og afurðastöðvar

Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar um fæðuöryggi.

Auglýsing

Umræða um fæðu­ör­yggi hefur verið tölu­verð síð­ast­liðin ár og sitt sýn­ist hverj­um. Þannig finnst mörgum að stjórn­völd þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri reglum um eign­ar­hald á jörð­um, tolla­vernd og fjár­magn til nýsköp­un­ar. Öðrum finnst merki­legra að efla alþjóð­legt sam­starf í þessum efn­um, hvernig svo sem það tryggir fæðu­ör­yggi.

Í síð­ustu viku kom út skýrsla um mál­efnið sem unnin var fyrir Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Þar eru Íslend­ingar taldir vel rúm­lega sjálf­bærir með fisk, af kjöt­þörf lands­manna er 90% fram­leitt inn­an­lands og 43% af græn­meti. Fyr­ir­sögn með frétt á Rík­is­út­varp­inu var „Ís­lensk fram­leiðsla full­nægir eft­ir­spurn að mestu“. 

Sumum finnst kannski þetta allt í lagi að þetta sleppi að „mestu“ en ég held að það sé full þörf á að bæta veru­lega í, og þá ein­vörð­ungu varð­andi íslenska fram­leiðslu. Græn­met­is­fram­leiðsla  er sam­kvæmt þess­ari skýrslu aðeins að anna tæp­lega helm­ing neyslu. Það er algjört lyk­il­at­riði að ná þess­ari pró­sentu­tölu upp og setja fullan kraft í það. Það má gera með auknu fjár­magni til nýsköp­unar eða það sem betra er – með ódýr­ara raf­magni sem fram­leitt er í heima­byggð. Ég geri mér grein fyrir að þessi mark­aður er harður sam­an­borið við inn­flutt græn­meti sem er ræktað án hús­næðis og raf­magns erlend­is. Mark­aðs­hlut­deild sýnir þó að íslensk fram­leiðsla á góða mögu­leika á að stækka enn frekar og þá veg­ferð þarf að hefja – eigi síðar en nún­a. 

Fram­leiðsla á kjöti er síðan sér kap­ít­uli fyrir sig ! Sú fram­leiðsla styðst við kerfi sem fáir skilja að fullu. Kerfið virð­ist hannað til að allir tapi eða hangi átta­villtir í lausu lofti. Afurða­stöðvar eru alltaf á tæp­asta vaði og nú sein­ast greindi SS frá því að tap­rekstur væri vegna skorts á ferða­mönnum í land­inu. Bændur geta því ekki átt von á hækkun afurða­verðs þegar afurða­stöð er rekin með halla, það þarf engan sér­fræð­ing að sunnan til að skilja það. Kannski fel­ast í þessu öllu ein­föld skila­boð til bænda. Ef góðu ferða­manna­árin voru ekki að skila betra verði til bænda, hvernig er þessi rekstur eig­in­lega upp­byggð­ur?

Hvorki afurða­stöðvar né hrá­efn­is­fram­leið­endur (bænd­ur) fá við­un­andi hluta af kök­unni. Hvað er að þessu kerfi? Fyrir löngu síðan varð það aug­ljóst að þetta gengur ekki lengur upp og það er ekki enda­laust hægt að skoða, vinna að, stefna á að eða setja ein­hver mark­mið í þessum mál­um. Það þarf að fram­kvæma og gera. Það er ein aug­ljós skekkja í þessu ferli sem þarf að taka strax á. Það er sú stað­reynd að afurð­ar­stöðvar eru margir hverjir að flytja inn kjöt til að selja með­fram íslenskri fram­leiðslu sinni. Það er jafn­vel settar tak­mark­anir á slátrun naut­gripa á sama tíma og afurða­stöðvar eru að flytja inn naut­gripa­kjöt. Þetta er gert á sama tíma og afurða­stöðvar eru að vinna fyrir bændur og margar í eigu bænda. Ef þetta er ekki hags­muna­á­rekst­ur, þá eru hags­muna­á­rekstur ekki til.

Auglýsing
Margar afurð­ar­stöðvar eru nefni­lega ekki að vinna fyrir hags­muni bænda, það er alveg ljóst. En það skal tekið fram að þetta á ekki við um allar kjöt­af­urða­stöðv­ar. Jafn­framt er óskilj­an­legt af hverju Lands­sam­tök slát­ur­leyf­is­hafa eru ekki sterk­ari tals­menn á móti inn­flutn­ingi á kjöti, sem ætti að vera eitt af þeirra aðal áherslu­at­rið­um. Kannski er það af því að sumar afurð­ar­stöðvar eru bæði að éta kök­una og halda henni. Bændur sem eiga afurða­stöðvar þurfa að ganga fram með for­dæmi, í breiðri sam­vinnu, og láta afurða­stöðvar sínar hætta að vera þátt­tak­endur í inn­flutn­ingi á kjöti. Með því væru þær að setja hags­muni bænda og atvinnu­sköp­unar í fyrsta sæt­ið. Í fram­haldi er hægt að gera kröfu á full­trúa afurða­stöðva í Lands­sam­tökum slát­ur­leyf­is­hafa að vinna gegn inn­flutn­ingi á kjöti og leggj­ast á árar íslenskrar fram­leiðslu. 

Íslensk fram­leiðsla er atvinnu­lífi og lands­byggð­inni mjög mik­il­væg. Stór hluti mat­vöru­fram­leiðslu fer fram á lands­byggð­inni og oft eru þessi fyr­ir­tæki mátt­ar­stólpar atvinnu­lífs smærri sam­fé­laga. Þetta má heim­færa yfir á alla fram­leiðslu á Íslandi, hvort sem það er iðn­að­ur, þjón­usta, orku­iðn­aður eða ann­að. Við viljum skapa atvinnu og öflug íslensk fyr­ir­tæki sem geta sinnt inn­an­lands­mark­aði sem og selt úr landi fram­leiðslu sína. Með því tryggjum við fæðu­ör­yggi á sama tíma og við sköpum gjald­eyri fyrir þjóð­ar­bú­ið.  

Höf­undur er fram­bjóð­andi í próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar