Þögla stjórnarskráin

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, sem frumvarp forsætisráðherra leggur til, geti rammað inn óbreytt ástand þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu.

Auglýsing

Þor­björg S. Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, segir að nýtt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá, sem frum­varp for­sæt­is­ráð­herra leggur til, geti ram­mað inn óbreytt ástand þar sem sjáv­ar­auð­lindin verður áfram í eigu og á for­ræði hinna fáu.

Í umræðum um stjórn­ar­skrá er ýmist talað um gömlu stjórn­ar­skrána eða þá nýju. Nýlegt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um auð­lindir er þriðja afbrigð­ið, stökk­breytt gætum við jafn­vel kallað það nú á tímum heims­far­ald­urs. Hvers vegna? Vegna þess að frum­varpið er þög­ult um stærstu póli­tísku spurn­ing­arn­ar. Þög­ult um þá þætti sem mestu skipta. Ákalli þjóð­ar­innar um sann­gjarna auð­lindapóli­tík er ekki mætt. 

Rík þörf er á að fjalla um auð­lindir í stjórn­ar­skrá og setja meg­in­reglur sem stjórn­völd verða að virða við alla aðra reglu­setn­ingu um auð­linda­nýt­ingu. Sem grund­vall­ar­lög­gjöf þjóð­ar­innar verð­skuldar stjórn­ar­skráin að vera stöðug. Þar eiga að vera skrá­settar grund­vall­ar­reglur sam­fé­lags­ins sem öll önnur lög­gjöf þarf að stand­ast. Til þess að hún getið staðið stöðug þarf hins vegar að ríkja um hana sátt. Þess vegna verður hún líka að fá að þró­ast með tím­an­um. Getur þetta tvennt sam­an? Já, það er ekki bara æski­legt heldur nauð­syn­legt að svo sé. Það er inn­tak hennar sem máli skipt­ir, en ekki hvort hún er að grunni ný eða göm­ul. 

Lögð hafa verið fram all­nokkur frum­vörp til stjórn­ar­skip­un­ar­laga á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. Raunar hefur verið unnið að mótun slíks ákvæðis nán­ast frá 1998. En hvað er það sem vantar í frum­varp­ið? 

Auglýsing
Í ákvæðið vantar að geta þess að rétt­ur­inn til nýt­ingar sé tíma­bund­inn og að eðli­legt gjald skuli koma fyrir nýt­ingu á rétt­in­um. Að veit­ing heim­ilda sé skýr­lega tíma­bundin er það sem öllu máli skiptir í hinu póli­tíska sam­hengi. Hafi mark­miðið verið að tryggja rétt almenn­ings umfram það sem fisk­veiði­stjórn­un­ar­lög­gjöfin gerir nú þegar þá hefur sú nið­ur­staða ekki verið tryggð með skýrum hætti. Til þess að tryggja að efn­is­leg breyt­ing verði hefði átt að segja það í ákvæð­inu. Þannig yrði tryggt að ekki sé um var­an­legan rétt sé að ræða. Með skýru stjórn­ar­skrár­á­kvæði leiðir að lög­gjaf­inn eða fram­kvæmd­ar­valdið geta ekki afhent auð­lindir nema með tíma­bundnum samn­ing­um. 

Tíma­bind­ing rétt­inda er meg­in­regla þegar stjórn­völd úthluta tak­mörk­uðum gæðum í þjóð­ar­eign til hag­nýt­ing­ar. Mest öll orku­fram­leiðsla í land­inu er á for­ræði ríkis eða sveit­ar­fé­laga. Orku­lög heim­ila hins vegar sveit­ar­fé­lögum að fram­selja einka­leyfi til að starf­rækja hita­veitu um til­greint tíma­bil í senn. Dæmin sjást gegn­um­gang­andi í lög­gjöf um auð­lind­ir. Í lögum um rann­sóknir og nýt­ingu auð­linda í jörðu er ákvæði um tíma­bundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fisk­eldi er mælt fyrir um rekstr­ar­leyfi til 16 ára. Og nýtt frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar um Hálend­is­þjóð­garð skil­greinir hálendi Íslands sem nátt­úru­auð­lind í þjóð­ar­eign. Þar kemur skýrt fram að óheim­ilt sé að reka atvinnu­starf­semi í þjóð­garði nema með tíma­bundnum samn­ingi.

Nýtt auð­linda­á­kvæði myndi því vera á skjön við laga­setn­ingu um flestar aðrar auð­lind­ir. Eftir ára­langa vinnu og yfir­ferð virð­ist nið­ur­staðan hafi orðið sú af hálfu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja að leggja fram áferð­ar­fal­legt en fremur opið ákvæði. Ákvæði sem skilar ekki þeirri nið­ur­stöðu sem að var stefnt og ákall hefur verið um. Það er þög­ult um stærstu póli­tísku álita­efn­in.

Hafi mark­miðið verið sátt um auð­lindapóli­tík og að stjórn­ar­skrá festi í sessi ein­hverja efn­is­lega þýð­ingu þess að auð­lind sé í sam­eign þjóð­ar, þá verður það ekki nið­ur­stað­an. Um þessi atriði er ákvæðið ein­fald­lega þög­ult. Sé ætl­unin hins vegar að ná fram breyt­ingum þá er ósk­andi að meiri­hlut­inn á Alþingi tryggi það með skýru auð­linda­á­kvæði. Ann­ars gætum við hæg­lega verið að eign­ast auð­linda­á­kvæði sem í reynd rammar inn óbreytta ástand, þar sem sjáv­ar­auð­lindin verður áfram í eigu og á for­ræði hinna fáu.

Í sam­skiptum er mik­il­vægt kunna þá list að heyra það sem fólk seg­ir, en um leið að rýna í það sem ekki kemur fram. Stundum fel­ast nefni­lega sterk­ustu skila­boðin í því sem ekki er sagt. Í þögn­inni sjálfri.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar