Til varnar algóritmanum

Sálfræðingur segir að algóritminn sé prívat Pólstjarna fyrir hvern og einn og að hún leiði okkur sífellt sömu leið. Það þarf þó ekki endilega að vera slæmt.

Auglýsing

Ég byrj­aði að lesa mynda­sögur þegar ég var mjög ung­ur. Mark­að­ur­inn með þessi blöð ein­kennd­ist af skorti. Ég gekk á milli forn­bóka­versl­ana í Reykja­vík og fletti í gegnum bunka af velktum og kámugum Andr­és­blöðum og hjarta mitt tók kipp í hvert sinn sem ég sá blað sem mig vant­að­i.  Ég lagði á sig mikla vinnu til að finna þó ekki væri nema eitt ein­tak neðst í bunka af gömlum ein­tökum af Hjemmet, og Alt for Damer­ne. Fram­boðs­skort­ur. Á ein­stöku heim­ilum var svo að finna hasar­blöð með Bat­man og Superm­an. Strax í upp­hafi slíkra heim­sókna fyllt­ist ég ang­ist yfir því að eiga eftir að þurfa að yfir­gefa þennan stað án þess að geta grand­skoðað hvern ein­asta ramma í þessum blöð­um. Sú kvöl gerði nautn­ina við lest­ur­inn enn dýpri því ég vissi hversu dýr­mætur tím­inn var. 

Aftur var skort­ur­inn ráð­andi, nú tíma­skort­ur.  Síðar fór ég að kaupa hasar­blöð í hvert sinn sem mér auðn­að­ist að fara til útlanda. Þegar ég gekk í fyrsta sinn niður tröpp­urnar að kjall­ara­hol­unni sem hýsti mynda­sögu­versl­un­ina Fantask við Sankt Peders stræde í Kaup­manna­höfn fékk ég hellu fyrir eyrun eins og ég hefði kafað niður í hyl­dýpi og fundið fjár­sjóð á botn­in­um. Mig dreymdi um að kaupa alla búð­ina, mig dreymdi um eða eiga hana eða bara brjót­ast þangað inn. Þetta var örvænt­ing­ar­full löngun í að fá að njóta alls sem í henni var. En aftur var það skortur sem haml­að­i. ­Pen­inga­skort­ur. 

Ég rifja þetta upp því nú búum við í heimi sem er orð­inn eitt alls­herjar úrval af öllu. Enda­laus ofgnótt af öllu. Það er skorts-skort­ur. Með inter­net­inu höfum við aðgang að allri þekk­ingu mann­kyns­sög­unn­ar. Með einum takka komumst við inn í rými sem áður var tómt en fyllist svo af bóka­skáp­um, eins og byssurekk­arnir sem bruna í átt að Neo í The Mat­rix. Í dag kostar allt inter­net­ið, öll mann­leg þekk­ing, bara brot af mán­að­ar­launum venju­legs manns. Það getur ekki brunnið og eyðst, jafn­vel það sem við vildum losna við fyrir fullt og allt. Allt er þarna, alls staðar og alltaf. Við getum siglt út á hið staf­ræna úthaf og rann­sakað það að vild. 

Til leið­sagnar höfum við svo Pól­stjörnu algórit­mans. Þessi ótrú­lega upp­finn­ing tölv­un­ar­fræð­innar safnar upp­lýs­ingum um inter­net­notkun okkar í sífellt stærri og flókn­ari net. Þessi tengsla­net veiða það efni sem okkur gæti langað til að horfa á, lesa og hlusta á næst og við stefnum þangað seglum þönd­um. Ég lít á mig sem opinn og fróð­leiks­fús­ann mann sem nýtir hvert tæki­færi til að bæta sig og dýpka. Verða besta útgáfan af sjálfum mér. Heim­ur­inn er veislu­borð þekk­ingar sem ég háma í mig. Fullt stím áfram.  

Auglýsing
En svo kemur í ljós það er eins með mig núna og var með mig í forn­bóka­versl­un­inni á dögum skorts­ins. Á inter­net­inu fer ég nefni­lega alltaf í blaða­bunk­ann með velktu og kámugu Andr­és­blöð­un­um. Ég meira að segja horfi á umfjöllun um mynda­sögur á Youtu­be. Ég hlusta á sömu gömlu plöt­urnar mínar á Spoti­fy. Ég eign­að­ist The Wall með Pink Floyd á vínyl þegar ég var 8 ára og hún var ennþá á toppnum á 2020-list­anum mínum á Spoti­fy. Ég er búinn að hlusta á sömu plöt­una í næstum 40 ár. Vinur minn kallar það Spotify skömm þegar maður sér á árs­list­anum hversu ein­hæfan tón­list­arsmekk maður hef­ur. Ég þarf að horfast í augu við það að ég er alltaf að horfa, lesa og hlusta á það sama. Algórit­minn notar nefni­lega for­sögu okkar til að spá fyrir um fram­tíð­ina og út frá þeim upp­lýs­ingum stýrir hann okkur þangað sem við viljum fara. Algórit­minn er því prí­vat Pól­stjarna fyrir hvern og einn og hún leiðir okkur sífellt sömu leið. 

Mörgum finnst þetta vera synd og skömm. Glötuð tæki­færi og tíma­eyðsla. Skamm algóritmi. En svo er ekki. Við erum tak­mark­aðar verur þótt inter­netið telji okkur trú um að við höfum enda­lausa mögu­leika á að þroskast og efl­ast. Á síð­ustu 20 árin hefur sjálfs­mynd fólks snú­ist frá því að vera maður sjálfur yfir í að eiga að vera allt annað en maður er sjálf­ur. Við erum því föst í víta­hring fantasí­unnar um að gera eitt­hvað annað og betra. Það er sífellt erf­ið­ara að dvelja í algleymi stund­ar­inn­ar. Við berum okkur saman við alnetið og snúum öllu á haus. Teljum okkur þurfa að sníða okkur stakk eftir óend­an­legum vexti alnets­ins. En það er eins og að reyna að kom­ast að enda sjón­deild­ar­hrings­ins. Með hverju skrefi fær­ist sjón­deild­ar­hring­ur­inn fjær um sjö míl­ur. Því við horfum til stjarn­anna í gegnum skjá snjall­sím­ans en erum föst á yfir­borði jarðar og komumst ekki lengra í bili. Við erum frum­byggjar í sífellt útvíkk­andi alheimi inter­nets­ins. Inter­netið mun í fram­tíð­inni breyta skynjun okkar á tíma og rúmi og við verðum betur í stakk búin til að fóta okkur í þessum nýja veru­leika. Band­víddin milli heila okkar og tölvanna mun víkka. En við erum ekki komin þangað og því til einskis að skamma okkur sjálf þess vegna. 

Algórit­minn fann ekki upp vana­fest­una og nostal­g­í­una heldur fundum við upp algórit­mann til að spegla okk­ur. Hann býr til skort fyrir okkur svo við getum hvílt í okkur sjálf­um. Hann er okkar hlið­ar­sjálf. Hann þekkir okkur svo vel af því að hann hann hefur svo mikla þol­in­mæði til að fylgj­ast með því sem við ger­um. Að for­dæma algórit­mann er að for­dæma mynd­ina af okkur sjálf­um. En eins og góð móðir þá elskar algórit­minn okkur eins og við erum og veitir okkur það sem við þurf­um. Er það svo slæmt? 

Höf­undur starfar sem sál­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar