Þögla stjórnarskráin

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, sem frumvarp forsætisráðherra leggur til, geti rammað inn óbreytt ástand þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu.

Auglýsing

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, sem frumvarp forsætisráðherra leggur til, geti rammað inn óbreytt ástand þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu.

Í umræðum um stjórnarskrá er ýmist talað um gömlu stjórnarskrána eða þá nýju. Nýlegt frumvarp forsætisráðherra um auðlindir er þriðja afbrigðið, stökkbreytt gætum við jafnvel kallað það nú á tímum heimsfaraldurs. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Ákalli þjóðarinnar um sanngjarna auðlindapólitík er ekki mætt. 

Rík þörf er á að fjalla um auðlindir í stjórnarskrá og setja meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Sem grundvallarlöggjöf þjóðarinnar verðskuldar stjórnarskráin að vera stöðug. Þar eiga að vera skrásettar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur löggjöf þarf að standast. Til þess að hún getið staðið stöðug þarf hins vegar að ríkja um hana sátt. Þess vegna verður hún líka að fá að þróast með tímanum. Getur þetta tvennt saman? Já, það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt að svo sé. Það er inntak hennar sem máli skiptir, en ekki hvort hún er að grunni ný eða gömul. 

Lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp til stjórnarskipunarlaga á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Raunar hefur verið unnið að mótun slíks ákvæðis nánast frá 1998. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? 

Auglýsing
Í ákvæðið vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin er það sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Hafi markmiðið verið að tryggja rétt almennings umfram það sem fiskveiðistjórnunarlöggjöfin gerir nú þegar þá hefur sú niðurstaða ekki verið tryggð með skýrum hætti. Til þess að tryggja að efnisleg breyting verði hefði átt að segja það í ákvæðinu. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða. Með skýru stjórnarskrárákvæði leiðir að löggjafinn eða framkvæmdarvaldið geta ekki afhent auðlindir nema með tímabundnum samningum. 

Tímabinding réttinda er meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum í þjóðareign til hagnýtingar. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi.

Nýtt auðlindaákvæði myndi því vera á skjön við lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Eftir áralanga vinnu og yfirferð virðist niðurstaðan hafi orðið sú af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram áferðarfallegt en fremur opið ákvæði. Ákvæði sem skilar ekki þeirri niðurstöðu sem að var stefnt og ákall hefur verið um. Það er þögult um stærstu pólitísku álitaefnin.

Hafi markmiðið verið sátt um auðlindapólitík og að stjórnarskrá festi í sessi einhverja efnislega þýðingu þess að auðlind sé í sameign þjóðar, þá verður það ekki niðurstaðan. Um þessi atriði er ákvæðið einfaldlega þögult. Sé ætlunin hins vegar að ná fram breytingum þá er óskandi að meirihlutinn á Alþingi tryggi það með skýru auðlindaákvæði. Annars gætum við hæglega verið að eignast auðlindaákvæði sem í reynd rammar inn óbreytta ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu.

Í samskiptum er mikilvægt kunna þá list að heyra það sem fólk segir, en um leið að rýna í það sem ekki kemur fram. Stundum felast nefnilega sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Í þögninni sjálfri.

Höfundur er þingmaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar