Þögla stjórnarskráin

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, sem frumvarp forsætisráðherra leggur til, geti rammað inn óbreytt ástand þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu.

Auglýsing

Þor­björg S. Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, segir að nýtt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá, sem frum­varp for­sæt­is­ráð­herra leggur til, geti ram­mað inn óbreytt ástand þar sem sjáv­ar­auð­lindin verður áfram í eigu og á for­ræði hinna fáu.

Í umræðum um stjórn­ar­skrá er ýmist talað um gömlu stjórn­ar­skrána eða þá nýju. Nýlegt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um auð­lindir er þriðja afbrigð­ið, stökk­breytt gætum við jafn­vel kallað það nú á tímum heims­far­ald­urs. Hvers vegna? Vegna þess að frum­varpið er þög­ult um stærstu póli­tísku spurn­ing­arn­ar. Þög­ult um þá þætti sem mestu skipta. Ákalli þjóð­ar­innar um sann­gjarna auð­lindapóli­tík er ekki mætt. 

Rík þörf er á að fjalla um auð­lindir í stjórn­ar­skrá og setja meg­in­reglur sem stjórn­völd verða að virða við alla aðra reglu­setn­ingu um auð­linda­nýt­ingu. Sem grund­vall­ar­lög­gjöf þjóð­ar­innar verð­skuldar stjórn­ar­skráin að vera stöðug. Þar eiga að vera skrá­settar grund­vall­ar­reglur sam­fé­lags­ins sem öll önnur lög­gjöf þarf að stand­ast. Til þess að hún getið staðið stöðug þarf hins vegar að ríkja um hana sátt. Þess vegna verður hún líka að fá að þró­ast með tím­an­um. Getur þetta tvennt sam­an? Já, það er ekki bara æski­legt heldur nauð­syn­legt að svo sé. Það er inn­tak hennar sem máli skipt­ir, en ekki hvort hún er að grunni ný eða göm­ul. 

Lögð hafa verið fram all­nokkur frum­vörp til stjórn­ar­skip­un­ar­laga á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. Raunar hefur verið unnið að mótun slíks ákvæðis nán­ast frá 1998. En hvað er það sem vantar í frum­varp­ið? 

Auglýsing
Í ákvæðið vantar að geta þess að rétt­ur­inn til nýt­ingar sé tíma­bund­inn og að eðli­legt gjald skuli koma fyrir nýt­ingu á rétt­in­um. Að veit­ing heim­ilda sé skýr­lega tíma­bundin er það sem öllu máli skiptir í hinu póli­tíska sam­hengi. Hafi mark­miðið verið að tryggja rétt almenn­ings umfram það sem fisk­veiði­stjórn­un­ar­lög­gjöfin gerir nú þegar þá hefur sú nið­ur­staða ekki verið tryggð með skýrum hætti. Til þess að tryggja að efn­is­leg breyt­ing verði hefði átt að segja það í ákvæð­inu. Þannig yrði tryggt að ekki sé um var­an­legan rétt sé að ræða. Með skýru stjórn­ar­skrár­á­kvæði leiðir að lög­gjaf­inn eða fram­kvæmd­ar­valdið geta ekki afhent auð­lindir nema með tíma­bundnum samn­ing­um. 

Tíma­bind­ing rétt­inda er meg­in­regla þegar stjórn­völd úthluta tak­mörk­uðum gæðum í þjóð­ar­eign til hag­nýt­ing­ar. Mest öll orku­fram­leiðsla í land­inu er á for­ræði ríkis eða sveit­ar­fé­laga. Orku­lög heim­ila hins vegar sveit­ar­fé­lögum að fram­selja einka­leyfi til að starf­rækja hita­veitu um til­greint tíma­bil í senn. Dæmin sjást gegn­um­gang­andi í lög­gjöf um auð­lind­ir. Í lögum um rann­sóknir og nýt­ingu auð­linda í jörðu er ákvæði um tíma­bundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fisk­eldi er mælt fyrir um rekstr­ar­leyfi til 16 ára. Og nýtt frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar um Hálend­is­þjóð­garð skil­greinir hálendi Íslands sem nátt­úru­auð­lind í þjóð­ar­eign. Þar kemur skýrt fram að óheim­ilt sé að reka atvinnu­starf­semi í þjóð­garði nema með tíma­bundnum samn­ingi.

Nýtt auð­linda­á­kvæði myndi því vera á skjön við laga­setn­ingu um flestar aðrar auð­lind­ir. Eftir ára­langa vinnu og yfir­ferð virð­ist nið­ur­staðan hafi orðið sú af hálfu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja að leggja fram áferð­ar­fal­legt en fremur opið ákvæði. Ákvæði sem skilar ekki þeirri nið­ur­stöðu sem að var stefnt og ákall hefur verið um. Það er þög­ult um stærstu póli­tísku álita­efn­in.

Hafi mark­miðið verið sátt um auð­lindapóli­tík og að stjórn­ar­skrá festi í sessi ein­hverja efn­is­lega þýð­ingu þess að auð­lind sé í sam­eign þjóð­ar, þá verður það ekki nið­ur­stað­an. Um þessi atriði er ákvæðið ein­fald­lega þög­ult. Sé ætl­unin hins vegar að ná fram breyt­ingum þá er ósk­andi að meiri­hlut­inn á Alþingi tryggi það með skýru auð­linda­á­kvæði. Ann­ars gætum við hæg­lega verið að eign­ast auð­linda­á­kvæði sem í reynd rammar inn óbreytta ástand, þar sem sjáv­ar­auð­lindin verður áfram í eigu og á for­ræði hinna fáu.

Í sam­skiptum er mik­il­vægt kunna þá list að heyra það sem fólk seg­ir, en um leið að rýna í það sem ekki kemur fram. Stundum fel­ast nefni­lega sterk­ustu skila­boðin í því sem ekki er sagt. Í þögn­inni sjálfri.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar