Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin

Kári Jónasson leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður og Skúli Jóhannsson verkfræðingur hvetja til lagningar sæstrengs til Suðurnesja í stað loftlínu.

Auglýsing

Enn á ný  eru stjórn­völd  hvött til þess að Lands­net geri áætlun um lagn­ingu sæstrengs á milli þess­ara staða og birti nið­ur­stöður sínar opin­ber­lega til umræðu og gagn­rýni, þ.á.m. kostn­að­ar­töl­ur.

Fyrri grein

Þann 1. apríl 2014 birt­ist grein í Morg­un­blað­inu eftir okkur tvo ásamt Valdi­mar K. Jóns­syni pró­fessor emeritus heitn­um. Greinin var undir heit­in­u: „Hvers vegna ekki sæstreng frá Straums­vík til Helgu­vík­ur?“ Þar var stungið upp á að skoða þann val­kost að leggja sæstreng(i) frá Straums­vík inn á Suð­ur­nes í stað þess að leggja 2 x 400 kV háspennu­línur á landi. Þarft er að taka fram að greinin var ekki hugsuð sem apr­ílgabb.

Athafna­saga Helgu­víkur

Á sínum tíma voru uppi áætl­anir um tvö iðju­ver í Helgu­vík, kís­il­málm­verk­smiðju og álverk­smiðju. Und­ir­bún­ingur að stofnun kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon stóð yfir á árunum 2007-2012. Árið 2014 náð­ist orku­sölu­samn­ingur við Lands­virkjun og fram­kvæmdir hófust. Fyrsti ofn­inn var 35 MW en alls var gert ráð fyrir fjórum ofnum eða sam­tals 140 MW. Árið 2016 hóf verk­smiðjan fram­leiðslu, en hún komst aldrei almenni­lega í gang og þannig er staðan í dag. Verk­smiðjan verður varla gang­sett aftur og hver höndin er uppi á móti annarri. Árið 2012 var gengið frá orku­sölu­samn­ingi milli Cent­ury Alu­minium ann­ars vegar og Orku­veitu Reykja­víkur og HS-Orku hins vegar um álver í Helgu­vík. Samn­ing­ur­inn hljóð­aði uppá fram­leiðslu­getu sam­tals 360.000 tonn/ári og raf­orku upp á 600 MW, en álverið kæmi inn í áföng­um. Fram­kvæmdir við kerskála hófust 2013 en stöðv­uð­ust nokkru síð­ar. Nú er talað um að nota mann­virk­in, sem þar standa, fyrir fiski­rækt á landi.

Auglýsing

Þarna standa sem­sagt núna þessi tvö iðju­ver athafna­laus og eiga sér ekki við­reisnar von. Þetta er nátt­úru­lega ein hörm­ung­ar­saga.

Útfærsla teng­ingar milli Hamra­ness og Njarð­vík­ur­heiðar

Þrátt fyrir að fyr­ir­huguð iðju­ver muni ekki raun­ger­ast þá telur Lands­net þörf á að styrkja flutn­inga milli meg­in­flutn­ings­kerf­is­ins á SV-horn­inu og út á Reykja­nes. Núver­andi lína, Suð­ur­nesja­lína 1, var tekin í notkun 1991 og er því aðeins 30 ára gömul og ætti því að geta dugað tölu­vert leng­ur, ef verkast vill. Báðir eft­ir­tal­inna kosta mundu eiga sitt upp­haf í spenni­virk­inu Hamra­nesi við Straums­vík. Með land­línu­kosti er gert ráð fyrir að enda í spenni­virki á Njarð­vík­ur­heiði en Lands­net fyr­ir­hugar að fara í þessa fram­kvæmd svo fljótt sem kostur er og heim­ildir gefa til­efni til. Við rök­semda­færslu í skýrslum fyr­ir­tæk­is­ins um þetta mál er hvergi minnst á sæstreng þann, sem hér er til umræðu. Suð­ur­nesja­línur 2 og 3 verða 35 km langar 400 kV loft­línur og möstrin allt að 30 metra að hæð með fram Reykja­nes­braut. Land­eig­endur vildu hins vegar að línan verði lögð í jörð. Eign­ar­náms­mál Lands­nets end­aði í Hæstarétti þar sem Land­eig­endur unnu mál­ið. Í fram­haldi af því lag­aði Lands­net hönnun og leyf­is­ferlið til að vinna á rök­semdum Hæsta­réttar fyrir dómn­um. Við vitum ekki nákvæm­lega hvar leyf­is­málið er núna statt en vafa­laust bíður Lands­net eftir því að geta hafið fram­kvæmdir og þá sem allra fyrst.

Sæstreng­ur­inn

Sæstrengs­hug­mynd okkar í Mbl grein­inni gerði ráð fyrir að streng­ur­inn lægi til spennu­virkis í Helgu­vík, sem þar var fyr­ir­hug­að. Þetta væri rið­straumsteng­ing með 132 kV eða 220 kV spennu. Af ástæð­um, sem nefndar voru hér að fram­an, var spenni­virkið sett á ís. Þess vegna gæti verið heppi­legra að gera frekar ráð fyrir land­töku­stað sæstrengs­ins nálægt Njarð­vík og halda þaðan áfram rak­leiðis til spenni­virk­is­ins á Njarð­vík­ur­heiði.

Kostir sæstrengs umfram loft­línu á landi

Að fyrr­nefndu eign­ar­náms­máli frá­töldu, hafa dúkkað upp nokkrar ástæður sem mæla á móti land­teng­inu frá spenni­virk­inu Harma­nesi til spenni­virk­is­ins á Njarð­vík­ur­heiði eins og gos­órói á Reykja­nesi, sem stendur reyndar yfir um þessar mund­ir. Það sem vekur spurn­ingar er að ein­kenni óró­ans fel­ast í að eldur gæti komið upp á svip­uðum tíma og jafn­vel á fleiri en einum stað jafn­vel í einu. Þess vegna má búast við hvelli hvar og hvenær sem er og jarð­elda­sér­fræð­ingar nefna gæti­lega óró­apúls með til­heyr­andi skjálft­ariðu í mann­fólk­inu. Að þessu sögðu hljómar hug­myndin um sæstreng varla út í loft­ið.

Einnig má til taka að Reykja­nesið er að verða mikið umtalað nátt­úru­fyr­ir­bæri með stór­brot­inni hrauna­ver­öld og und­ir­liggj­andi eld­fjalla­ólgu, sem gæti þess vegna skapað ígildi leik­sýn­inga fyrir ferða­menn sem koma til lands­ins og fyrsta sýn þeirra verður frá Reykja­nes­braut­inni í aust­urátt yfir skag­ann. Maður á erfitt með að hugsa sér að sú sviðs­mynd væri römmuð inn af 2 x 400 kV og 30 metra háum háspennu­línum á vegum Lands­nets. Það gæti vissu­lega virkað trufl­andi og nei­kvætt á upp­lifun ferða­manna.

Svo mætti nefna að sæstrengur væri betur var­inn fyrir hraun­streymi en loft­lína þó gert sé ráð fyrir að loft­lína gæti verið varin með hraunkæl­ingu með pípu­lögnum frá sjó og til­heyr­andi vatns­dæl­um.

Nið­ur­staða

Sú hug­mynd sem við viljum koma hér á fram­færi er að stjórn­völd fái Lands­net til að gera áætlun um lagn­ingu og kostnað við sæstreng og birti nið­ur­stöður opin­ber­lega til umræðu og gagn­rýni. Með full­nægj­andi kostn­að­ar­rök­um, sem hefur ekki verið aðals­merki Lands­nets í gegnum tíð­ina.

Kári Jón­as­son er leið­sögu­maður og ­fyrr­ver­and­i frétta­mað­ur. Skúli Jóhanns­son er verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar