Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd

Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns Háskólans í Reykjavík, ásamt fjórum öðrum höfundum, skrifa um mikilvægi þess að geta greint upplýsingar og nýja stefnu fjölmiðlanefndar í þeim málum.

Auglýsing

Vef­síðan Er komið eld­gos er komin í loft­ið. Vef­síðan varpar fram einni ein­faldri spurn­ingu eða stað­reynd og segja má að hún sé þannig í anda vin­sællar stefnu vef­við­móts­hönn­unar sem fjallar um að not­and­inn þurfi helst ekk­ert að hugsa.

Það getur vissu­lega verið þægi­legt að þurfa ekk­ert að hugsa til að fá úr því skorið hvort gos er hafið eður ei. En ef ein­hver skyldi freist­ast til að vísa í þennan vef sem heim­ild þá yrðu strax nokkur umhugs­un­ar­efni á vegi við­kom­andi.

Hver setur þennan vef upp? Hver er ábyrgð­ar­að­ili eða höf­und­ur? Síðan hvenær er þessi vefur og hversu lík­legt er að hann sé var­an­leg­ur? Hvernig er Spoti­fy-laga­list­inn hluti af heim­ild­inni og þarf að geta hans?

Auglýsing

Til að geta vísað í þennan vef sem heim­ild þarf við­kom­andi að vera vel upp­lýs­inga­læs og þekkja í sundur hluta þeirrar heildar sem ann­ars blasir við okkur í öllum sínum ein­fald­leika á slóð­inni erkomideld­gos.­is.

Þetta er eitt ein­falt og nær­tækt dæmi um hvernig upp­lýs­inga­læsi er hluti af lífi fólks sem notar allskyns útgáfu og miðla dag­lega.  

Nem­endur á öllum skóla­stigum eru þjálfaðir í upp­lýs­inga­læsi með ólíkum hætti á leið sinni í gegnum mennta­kerf­ið. Fyrst í gegnum ýmis verk­efni á bóka­safni á grunn­skóla­stig­inu, þá fer fram þjálfun í gagn­rýn­inni hugsun á fram­halds­skóla­stig­inu t.d. með heim­ilda­rit­gerð­um. Þar er lagður grunnur að skiln­ingi á rit- og hug­verka­stuldi og nem­endur þjálfaðir í að meta áreið­an­leika heim­ilda með fræðslu frá bóka­safn­i. 

Loks sækja nem­endur á öllum stigum háskóla­mennt­unar sér hjálp og aðstoð upp­lýs­inga­fræð­inga háskóla­bóka­safna við ýmis verk­efna­skil. Þar er unnið ofan á grunn fyrri skóla­stiga með enn gagn­rýnna upp­lýs­inga­læsi og þjálfun í akademískum vinnu­brögðum sem m.a. krefja nem­endur um að virða, án und­an­tekn­inga, höf­unda- og hug­verka­rétt ann­arra. Í heimi þar sem  fals­vís­indi og -fréttir eru dag­legt brauð er enda ekki van­þörf á.

Upp­lýs­inga­læsi er ekki aðeins hluti af kjarna­starf­semi bóka­safna á öllum skóla­stigum heldur styðja skóla­bóka­söfn með þessum hætti beint og óbeint við sið­ferð­is­þroska þjóð­ar­inn­ar, þvert á stétt­ir, stað og stund.

Í vik­unni birt­ist atvinnu­aug­lýs­ing um verk­efn­is­stjóra fjöl­miðla­nefndar sem vakti furðu upp­lýs­inga­fræð­inga sem starfa margir við upp­lýs­inga­læsis­kennslu í mennta­kerf­inu, þvert á öll skóla­stig frá grunn­skóla. Vegir Fjöl­miðla­nefndar og bóka­safna hafa nefni­lega aldrei legið saman en í aug­lýs­ing­unni er því lýst hvernig Fjöl­miðla­nefnd á að móta stefnu og sjá um fram­kvæmd upp­lýs­inga­læsis­kennslu í land­in­u. 

Þýðir þetta að bóka­söfn í land­inu muni lúta stefnu Fjöl­miðla­nefndar þegar kemur að kennslu í upp­lýs­inga­læsi á ólíkum skóla­stig­um?

Fjöl­miðla­nefnd hef­ur, sam­kvæmt heima­síðu sinni vissu­lega það verk­efni að efla fjöl­miðla­læsi þjóð­ar­innar og má ætla að fyr­ir­hug­aður starfs­maður Fjöl­miðla­nefndar í stefnu­mótun um upp­lýs­inga­læsi sé sprott­inn úr þeim verk­efna­jarð­veg­i. 

En fjöl­miðla­læsi er aðeins einn hluti af regn­hlíf­ar­hug­tak­inu upp­lýs­inga­læsi, sem tekur einnig til upp­lýs­inga­miðl­unar sem varðar t.a.m. mennt­un, heil­brigði og almenn borg­ara­leg rétt­indi okk­ar. Slík upp­lýs­inga­miðlun fer sjaldn­ast ein­vörð­ungu fram í gegn um fjöl­miðla, heldur finnur sér fjöl­breyttan far­veg í ýmsum efn­is­formum og per­sónu­legri upp­lýs­inga­miðl­un. 

Því verður að setja spurn­ing­ar­merki við að nefnd sem hefur fyrst og fremst það hlut­verk að sinna eft­ir­liti með starf­semi og rekstri hér­lendra fjöl­miðla skuli nú eiga að taka að sér verk­efni sem nær yfir mun stærra leik­svið en ein­vörð­ungu fjöl­miðla eins og lesa má úr aug­lýs­ing­unni. Mun stefna Fjöl­miðla­nefndar varð­andi upp­lýs­inga­læsi hafa burði til að taka til­lit til fjöl­breyti­leika upp­lýs­inga­um­hverfis nútím­ans? 

Ef við vissum ekki betur mætti skilja það svo að þessi óráðni verk­efn­is­stjóri væri nú þegar hluti af öfl­ugum hópi upp­lýs­inga­fræð­inga sem starfa vítt og breitt um landið á skóla­bóka­söfn­um. 

Því spyrjum við hversu ein­falt er það að halda áfram að láta skóla­bóka­söfn leiða og þróa kennslu í upp­lýs­inga­læsi sem tekur mið af því nýjasta á alþjóða­vett­vangi? Upp­lýs­inga­fræð­ingar hafa mikla þekk­ingu á upp­lýs­inga­læsi og sækja árlega ráð­stefn­ur, sitja í alþjóð­legum og inn­lendum vinnu­hópum og nefndum og hafa þróað kennslu í upp­lýs­inga­læsi um ára­bil. Það er þekk­ing sem erfitt er að skáka með ráðn­ingu eins verk­efn­is­stjóra.  

Upp­lýs­inga­fræð­ingar fagna því eflaust allir sem einn að efla eigi upp­lýs­inga­læsi þjóð­ar­inn­ar. En það er erfitt að skilja hvernig verk­efn­is­stjóri Fjöl­miðla­nefndar á að taka yfir starf­semi og ábyrgð sem er nú þegar nú þegar er sinnt af háskóla­mennt­uðum upp­lýs­inga­fræð­ingum sem starfa í grunn-, fram­halds- og háskólum lands­ins.

Sara Stef. Hild­ar­dótt­ir, for­stöðu­kona bóka­safns Háskól­ans í Reykja­vík

Þórný Hlyns­dótt­ir, for­stöðu­kona bóka­safns Háskól­ans á Bif­röst

Krist­jana Mjöll Jóns­dóttir Hjörvar, for­maður SBU Stétt­ar­fé­lags Bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­inga 

Hall­fríður Hrönn Krist­jáns­dótt­ir, upp­lýs­inga­fræð­ingur

Vig­dís Þor­móðs­dótt­ir, upp­lýs­inga­fræð­ing­ur 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar