Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd

Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns Háskólans í Reykjavík, ásamt fjórum öðrum höfundum, skrifa um mikilvægi þess að geta greint upplýsingar og nýja stefnu fjölmiðlanefndar í þeim málum.

Auglýsing

Vef­síðan Er komið eld­gos er komin í loft­ið. Vef­síðan varpar fram einni ein­faldri spurn­ingu eða stað­reynd og segja má að hún sé þannig í anda vin­sællar stefnu vef­við­móts­hönn­unar sem fjallar um að not­and­inn þurfi helst ekk­ert að hugsa.

Það getur vissu­lega verið þægi­legt að þurfa ekk­ert að hugsa til að fá úr því skorið hvort gos er hafið eður ei. En ef ein­hver skyldi freist­ast til að vísa í þennan vef sem heim­ild þá yrðu strax nokkur umhugs­un­ar­efni á vegi við­kom­andi.

Hver setur þennan vef upp? Hver er ábyrgð­ar­að­ili eða höf­und­ur? Síðan hvenær er þessi vefur og hversu lík­legt er að hann sé var­an­leg­ur? Hvernig er Spoti­fy-laga­list­inn hluti af heim­ild­inni og þarf að geta hans?

Auglýsing

Til að geta vísað í þennan vef sem heim­ild þarf við­kom­andi að vera vel upp­lýs­inga­læs og þekkja í sundur hluta þeirrar heildar sem ann­ars blasir við okkur í öllum sínum ein­fald­leika á slóð­inni erkomideld­gos.­is.

Þetta er eitt ein­falt og nær­tækt dæmi um hvernig upp­lýs­inga­læsi er hluti af lífi fólks sem notar allskyns útgáfu og miðla dag­lega.  

Nem­endur á öllum skóla­stigum eru þjálfaðir í upp­lýs­inga­læsi með ólíkum hætti á leið sinni í gegnum mennta­kerf­ið. Fyrst í gegnum ýmis verk­efni á bóka­safni á grunn­skóla­stig­inu, þá fer fram þjálfun í gagn­rýn­inni hugsun á fram­halds­skóla­stig­inu t.d. með heim­ilda­rit­gerð­um. Þar er lagður grunnur að skiln­ingi á rit- og hug­verka­stuldi og nem­endur þjálfaðir í að meta áreið­an­leika heim­ilda með fræðslu frá bóka­safn­i. 

Loks sækja nem­endur á öllum stigum háskóla­mennt­unar sér hjálp og aðstoð upp­lýs­inga­fræð­inga háskóla­bóka­safna við ýmis verk­efna­skil. Þar er unnið ofan á grunn fyrri skóla­stiga með enn gagn­rýnna upp­lýs­inga­læsi og þjálfun í akademískum vinnu­brögðum sem m.a. krefja nem­endur um að virða, án und­an­tekn­inga, höf­unda- og hug­verka­rétt ann­arra. Í heimi þar sem  fals­vís­indi og -fréttir eru dag­legt brauð er enda ekki van­þörf á.

Upp­lýs­inga­læsi er ekki aðeins hluti af kjarna­starf­semi bóka­safna á öllum skóla­stigum heldur styðja skóla­bóka­söfn með þessum hætti beint og óbeint við sið­ferð­is­þroska þjóð­ar­inn­ar, þvert á stétt­ir, stað og stund.

Í vik­unni birt­ist atvinnu­aug­lýs­ing um verk­efn­is­stjóra fjöl­miðla­nefndar sem vakti furðu upp­lýs­inga­fræð­inga sem starfa margir við upp­lýs­inga­læsis­kennslu í mennta­kerf­inu, þvert á öll skóla­stig frá grunn­skóla. Vegir Fjöl­miðla­nefndar og bóka­safna hafa nefni­lega aldrei legið saman en í aug­lýs­ing­unni er því lýst hvernig Fjöl­miðla­nefnd á að móta stefnu og sjá um fram­kvæmd upp­lýs­inga­læsis­kennslu í land­in­u. 

Þýðir þetta að bóka­söfn í land­inu muni lúta stefnu Fjöl­miðla­nefndar þegar kemur að kennslu í upp­lýs­inga­læsi á ólíkum skóla­stig­um?

Fjöl­miðla­nefnd hef­ur, sam­kvæmt heima­síðu sinni vissu­lega það verk­efni að efla fjöl­miðla­læsi þjóð­ar­innar og má ætla að fyr­ir­hug­aður starfs­maður Fjöl­miðla­nefndar í stefnu­mótun um upp­lýs­inga­læsi sé sprott­inn úr þeim verk­efna­jarð­veg­i. 

En fjöl­miðla­læsi er aðeins einn hluti af regn­hlíf­ar­hug­tak­inu upp­lýs­inga­læsi, sem tekur einnig til upp­lýs­inga­miðl­unar sem varðar t.a.m. mennt­un, heil­brigði og almenn borg­ara­leg rétt­indi okk­ar. Slík upp­lýs­inga­miðlun fer sjaldn­ast ein­vörð­ungu fram í gegn um fjöl­miðla, heldur finnur sér fjöl­breyttan far­veg í ýmsum efn­is­formum og per­sónu­legri upp­lýs­inga­miðl­un. 

Því verður að setja spurn­ing­ar­merki við að nefnd sem hefur fyrst og fremst það hlut­verk að sinna eft­ir­liti með starf­semi og rekstri hér­lendra fjöl­miðla skuli nú eiga að taka að sér verk­efni sem nær yfir mun stærra leik­svið en ein­vörð­ungu fjöl­miðla eins og lesa má úr aug­lýs­ing­unni. Mun stefna Fjöl­miðla­nefndar varð­andi upp­lýs­inga­læsi hafa burði til að taka til­lit til fjöl­breyti­leika upp­lýs­inga­um­hverfis nútím­ans? 

Ef við vissum ekki betur mætti skilja það svo að þessi óráðni verk­efn­is­stjóri væri nú þegar hluti af öfl­ugum hópi upp­lýs­inga­fræð­inga sem starfa vítt og breitt um landið á skóla­bóka­söfn­um. 

Því spyrjum við hversu ein­falt er það að halda áfram að láta skóla­bóka­söfn leiða og þróa kennslu í upp­lýs­inga­læsi sem tekur mið af því nýjasta á alþjóða­vett­vangi? Upp­lýs­inga­fræð­ingar hafa mikla þekk­ingu á upp­lýs­inga­læsi og sækja árlega ráð­stefn­ur, sitja í alþjóð­legum og inn­lendum vinnu­hópum og nefndum og hafa þróað kennslu í upp­lýs­inga­læsi um ára­bil. Það er þekk­ing sem erfitt er að skáka með ráðn­ingu eins verk­efn­is­stjóra.  

Upp­lýs­inga­fræð­ingar fagna því eflaust allir sem einn að efla eigi upp­lýs­inga­læsi þjóð­ar­inn­ar. En það er erfitt að skilja hvernig verk­efn­is­stjóri Fjöl­miðla­nefndar á að taka yfir starf­semi og ábyrgð sem er nú þegar nú þegar er sinnt af háskóla­mennt­uðum upp­lýs­inga­fræð­ingum sem starfa í grunn-, fram­halds- og háskólum lands­ins.

Sara Stef. Hild­ar­dótt­ir, for­stöðu­kona bóka­safns Háskól­ans í Reykja­vík

Þórný Hlyns­dótt­ir, for­stöðu­kona bóka­safns Háskól­ans á Bif­röst

Krist­jana Mjöll Jóns­dóttir Hjörvar, for­maður SBU Stétt­ar­fé­lags Bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­inga 

Hall­fríður Hrönn Krist­jáns­dótt­ir, upp­lýs­inga­fræð­ingur

Vig­dís Þor­móðs­dótt­ir, upp­lýs­inga­fræð­ing­ur 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar