Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin

Kári Jónasson leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður og Skúli Jóhannsson verkfræðingur hvetja til lagningar sæstrengs til Suðurnesja í stað loftlínu.

Auglýsing

Enn á ný  eru stjórn­völd  hvött til þess að Lands­net geri áætlun um lagn­ingu sæstrengs á milli þess­ara staða og birti nið­ur­stöður sínar opin­ber­lega til umræðu og gagn­rýni, þ.á.m. kostn­að­ar­töl­ur.

Fyrri grein

Þann 1. apríl 2014 birt­ist grein í Morg­un­blað­inu eftir okkur tvo ásamt Valdi­mar K. Jóns­syni pró­fessor emeritus heitn­um. Greinin var undir heit­in­u: „Hvers vegna ekki sæstreng frá Straums­vík til Helgu­vík­ur?“ Þar var stungið upp á að skoða þann val­kost að leggja sæstreng(i) frá Straums­vík inn á Suð­ur­nes í stað þess að leggja 2 x 400 kV háspennu­línur á landi. Þarft er að taka fram að greinin var ekki hugsuð sem apr­ílgabb.

Athafna­saga Helgu­víkur

Á sínum tíma voru uppi áætl­anir um tvö iðju­ver í Helgu­vík, kís­il­málm­verk­smiðju og álverk­smiðju. Und­ir­bún­ingur að stofnun kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon stóð yfir á árunum 2007-2012. Árið 2014 náð­ist orku­sölu­samn­ingur við Lands­virkjun og fram­kvæmdir hófust. Fyrsti ofn­inn var 35 MW en alls var gert ráð fyrir fjórum ofnum eða sam­tals 140 MW. Árið 2016 hóf verk­smiðjan fram­leiðslu, en hún komst aldrei almenni­lega í gang og þannig er staðan í dag. Verk­smiðjan verður varla gang­sett aftur og hver höndin er uppi á móti annarri. Árið 2012 var gengið frá orku­sölu­samn­ingi milli Cent­ury Alu­minium ann­ars vegar og Orku­veitu Reykja­víkur og HS-Orku hins vegar um álver í Helgu­vík. Samn­ing­ur­inn hljóð­aði uppá fram­leiðslu­getu sam­tals 360.000 tonn/ári og raf­orku upp á 600 MW, en álverið kæmi inn í áföng­um. Fram­kvæmdir við kerskála hófust 2013 en stöðv­uð­ust nokkru síð­ar. Nú er talað um að nota mann­virk­in, sem þar standa, fyrir fiski­rækt á landi.

Auglýsing

Þarna standa sem­sagt núna þessi tvö iðju­ver athafna­laus og eiga sér ekki við­reisnar von. Þetta er nátt­úru­lega ein hörm­ung­ar­saga.

Útfærsla teng­ingar milli Hamra­ness og Njarð­vík­ur­heiðar

Þrátt fyrir að fyr­ir­huguð iðju­ver muni ekki raun­ger­ast þá telur Lands­net þörf á að styrkja flutn­inga milli meg­in­flutn­ings­kerf­is­ins á SV-horn­inu og út á Reykja­nes. Núver­andi lína, Suð­ur­nesja­lína 1, var tekin í notkun 1991 og er því aðeins 30 ára gömul og ætti því að geta dugað tölu­vert leng­ur, ef verkast vill. Báðir eft­ir­tal­inna kosta mundu eiga sitt upp­haf í spenni­virk­inu Hamra­nesi við Straums­vík. Með land­línu­kosti er gert ráð fyrir að enda í spenni­virki á Njarð­vík­ur­heiði en Lands­net fyr­ir­hugar að fara í þessa fram­kvæmd svo fljótt sem kostur er og heim­ildir gefa til­efni til. Við rök­semda­færslu í skýrslum fyr­ir­tæk­is­ins um þetta mál er hvergi minnst á sæstreng þann, sem hér er til umræðu. Suð­ur­nesja­línur 2 og 3 verða 35 km langar 400 kV loft­línur og möstrin allt að 30 metra að hæð með fram Reykja­nes­braut. Land­eig­endur vildu hins vegar að línan verði lögð í jörð. Eign­ar­náms­mál Lands­nets end­aði í Hæstarétti þar sem Land­eig­endur unnu mál­ið. Í fram­haldi af því lag­aði Lands­net hönnun og leyf­is­ferlið til að vinna á rök­semdum Hæsta­réttar fyrir dómn­um. Við vitum ekki nákvæm­lega hvar leyf­is­málið er núna statt en vafa­laust bíður Lands­net eftir því að geta hafið fram­kvæmdir og þá sem allra fyrst.

Sæstreng­ur­inn

Sæstrengs­hug­mynd okkar í Mbl grein­inni gerði ráð fyrir að streng­ur­inn lægi til spennu­virkis í Helgu­vík, sem þar var fyr­ir­hug­að. Þetta væri rið­straumsteng­ing með 132 kV eða 220 kV spennu. Af ástæð­um, sem nefndar voru hér að fram­an, var spenni­virkið sett á ís. Þess vegna gæti verið heppi­legra að gera frekar ráð fyrir land­töku­stað sæstrengs­ins nálægt Njarð­vík og halda þaðan áfram rak­leiðis til spenni­virk­is­ins á Njarð­vík­ur­heiði.

Kostir sæstrengs umfram loft­línu á landi

Að fyrr­nefndu eign­ar­náms­máli frá­töldu, hafa dúkkað upp nokkrar ástæður sem mæla á móti land­teng­inu frá spenni­virk­inu Harma­nesi til spenni­virk­is­ins á Njarð­vík­ur­heiði eins og gos­órói á Reykja­nesi, sem stendur reyndar yfir um þessar mund­ir. Það sem vekur spurn­ingar er að ein­kenni óró­ans fel­ast í að eldur gæti komið upp á svip­uðum tíma og jafn­vel á fleiri en einum stað jafn­vel í einu. Þess vegna má búast við hvelli hvar og hvenær sem er og jarð­elda­sér­fræð­ingar nefna gæti­lega óró­apúls með til­heyr­andi skjálft­ariðu í mann­fólk­inu. Að þessu sögðu hljómar hug­myndin um sæstreng varla út í loft­ið.

Einnig má til taka að Reykja­nesið er að verða mikið umtalað nátt­úru­fyr­ir­bæri með stór­brot­inni hrauna­ver­öld og und­ir­liggj­andi eld­fjalla­ólgu, sem gæti þess vegna skapað ígildi leik­sýn­inga fyrir ferða­menn sem koma til lands­ins og fyrsta sýn þeirra verður frá Reykja­nes­braut­inni í aust­urátt yfir skag­ann. Maður á erfitt með að hugsa sér að sú sviðs­mynd væri römmuð inn af 2 x 400 kV og 30 metra háum háspennu­línum á vegum Lands­nets. Það gæti vissu­lega virkað trufl­andi og nei­kvætt á upp­lifun ferða­manna.

Svo mætti nefna að sæstrengur væri betur var­inn fyrir hraun­streymi en loft­lína þó gert sé ráð fyrir að loft­lína gæti verið varin með hraunkæl­ingu með pípu­lögnum frá sjó og til­heyr­andi vatns­dæl­um.

Nið­ur­staða

Sú hug­mynd sem við viljum koma hér á fram­færi er að stjórn­völd fái Lands­net til að gera áætlun um lagn­ingu og kostnað við sæstreng og birti nið­ur­stöður opin­ber­lega til umræðu og gagn­rýni. Með full­nægj­andi kostn­að­ar­rök­um, sem hefur ekki verið aðals­merki Lands­nets í gegnum tíð­ina.

Kári Jón­as­son er leið­sögu­maður og ­fyrr­ver­and­i frétta­mað­ur. Skúli Jóhanns­son er verk­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar