Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin

Kári Jónasson leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður og Skúli Jóhannsson verkfræðingur hvetja til lagningar sæstrengs til Suðurnesja í stað loftlínu.

Auglýsing

Enn á ný  eru stjórnvöld  hvött til þess að Landsnet geri áætlun um lagningu sæstrengs á milli þessara staða og birti niðurstöður sínar opinberlega til umræðu og gagnrýni, þ.á.m. kostnaðartölur.

Fyrri grein

Þann 1. apríl 2014 birtist grein í Morgunblaðinu eftir okkur tvo ásamt Valdimar K. Jónssyni prófessor emeritus heitnum. Greinin var undir heitinu: „Hvers vegna ekki sæstreng frá Straumsvík til Helguvíkur?“ Þar var stungið upp á að skoða þann valkost að leggja sæstreng(i) frá Straumsvík inn á Suðurnes í stað þess að leggja 2 x 400 kV háspennulínur á landi. Þarft er að taka fram að greinin var ekki hugsuð sem aprílgabb.

Athafnasaga Helguvíkur

Á sínum tíma voru uppi áætlanir um tvö iðjuver í Helguvík, kísilmálmverksmiðju og álverksmiðju. Undirbúningur að stofnun kísilmálmverksmiðju United Silicon stóð yfir á árunum 2007-2012. Árið 2014 náðist orkusölusamningur við Landsvirkjun og framkvæmdir hófust. Fyrsti ofninn var 35 MW en alls var gert ráð fyrir fjórum ofnum eða samtals 140 MW. Árið 2016 hóf verksmiðjan framleiðslu, en hún komst aldrei almennilega í gang og þannig er staðan í dag. Verksmiðjan verður varla gangsett aftur og hver höndin er uppi á móti annarri. Árið 2012 var gengið frá orkusölusamningi milli Century Aluminium annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur og HS-Orku hins vegar um álver í Helguvík. Samningurinn hljóðaði uppá framleiðslugetu samtals 360.000 tonn/ári og raforku upp á 600 MW, en álverið kæmi inn í áföngum. Framkvæmdir við kerskála hófust 2013 en stöðvuðust nokkru síðar. Nú er talað um að nota mannvirkin, sem þar standa, fyrir fiskirækt á landi.

Auglýsing

Þarna standa semsagt núna þessi tvö iðjuver athafnalaus og eiga sér ekki viðreisnar von. Þetta er náttúrulega ein hörmungarsaga.

Útfærsla tengingar milli Hamraness og Njarðvíkurheiðar

Þrátt fyrir að fyrirhuguð iðjuver muni ekki raungerast þá telur Landsnet þörf á að styrkja flutninga milli meginflutningskerfisins á SV-horninu og út á Reykjanes. Núverandi lína, Suðurnesjalína 1, var tekin í notkun 1991 og er því aðeins 30 ára gömul og ætti því að geta dugað töluvert lengur, ef verkast vill. Báðir eftirtalinna kosta mundu eiga sitt upphaf í spennivirkinu Hamranesi við Straumsvík. Með landlínukosti er gert ráð fyrir að enda í spennivirki á Njarðvíkurheiði en Landsnet fyrirhugar að fara í þessa framkvæmd svo fljótt sem kostur er og heimildir gefa tilefni til. Við röksemdafærslu í skýrslum fyrirtækisins um þetta mál er hvergi minnst á sæstreng þann, sem hér er til umræðu. Suðurnesjalínur 2 og 3 verða 35 km langar 400 kV loftlínur og möstrin allt að 30 metra að hæð með fram Reykjanesbraut. Landeigendur vildu hins vegar að línan verði lögð í jörð. Eignarnámsmál Landsnets endaði í Hæstarétti þar sem Landeigendur unnu málið. Í framhaldi af því lagaði Landsnet hönnun og leyfisferlið til að vinna á röksemdum Hæstaréttar fyrir dómnum. Við vitum ekki nákvæmlega hvar leyfismálið er núna statt en vafalaust bíður Landsnet eftir því að geta hafið framkvæmdir og þá sem allra fyrst.

Sæstrengurinn

Sæstrengshugmynd okkar í Mbl greininni gerði ráð fyrir að strengurinn lægi til spennuvirkis í Helguvík, sem þar var fyrirhugað. Þetta væri riðstraumstenging með 132 kV eða 220 kV spennu. Af ástæðum, sem nefndar voru hér að framan, var spennivirkið sett á ís. Þess vegna gæti verið heppilegra að gera frekar ráð fyrir landtökustað sæstrengsins nálægt Njarðvík og halda þaðan áfram rakleiðis til spennivirkisins á Njarðvíkurheiði.

Kostir sæstrengs umfram loftlínu á landi

Að fyrrnefndu eignarnámsmáli frátöldu, hafa dúkkað upp nokkrar ástæður sem mæla á móti landtenginu frá spennivirkinu Harmanesi til spennivirkisins á Njarðvíkurheiði eins og gosórói á Reykjanesi, sem stendur reyndar yfir um þessar mundir. Það sem vekur spurningar er að einkenni óróans felast í að eldur gæti komið upp á svipuðum tíma og jafnvel á fleiri en einum stað jafnvel í einu. Þess vegna má búast við hvelli hvar og hvenær sem er og jarðeldasérfræðingar nefna gætilega óróapúls með tilheyrandi skjálftariðu í mannfólkinu. Að þessu sögðu hljómar hugmyndin um sæstreng varla út í loftið.

Einnig má til taka að Reykjanesið er að verða mikið umtalað náttúrufyrirbæri með stórbrotinni hraunaveröld og undirliggjandi eldfjallaólgu, sem gæti þess vegna skapað ígildi leiksýninga fyrir ferðamenn sem koma til landsins og fyrsta sýn þeirra verður frá Reykjanesbrautinni í austurátt yfir skagann. Maður á erfitt með að hugsa sér að sú sviðsmynd væri römmuð inn af 2 x 400 kV og 30 metra háum háspennulínum á vegum Landsnets. Það gæti vissulega virkað truflandi og neikvætt á upplifun ferðamanna.

Svo mætti nefna að sæstrengur væri betur varinn fyrir hraunstreymi en loftlína þó gert sé ráð fyrir að loftlína gæti verið varin með hraunkælingu með pípulögnum frá sjó og tilheyrandi vatnsdælum.

Niðurstaða

Sú hugmynd sem við viljum koma hér á framfæri er að stjórnvöld fái Landsnet til að gera áætlun um lagningu og kostnað við sæstreng og birti niðurstöður opinberlega til umræðu og gagnrýni. Með fullnægjandi kostnaðarrökum, sem hefur ekki verið aðalsmerki Landsnets í gegnum tíðina.

Kári Jónasson er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður. Skúli Jóhannsson er verkfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar