Á rangri braut – grænþvottur valdhafa

„Það er því grafalvarlegt mál og í raun grænþvottur þegar stjórnvöld hérlendis halda því fram að við getum, þegar á heildina er litið, haldið áfram með svipaðan lífsstíl ef við förum í orkuskipti,“ skrifar Guðrún Schmidt.

Auglýsing

Stjórn­völd heims­ins bera ábyrgð á því hvernig mann­kyn­inu mun vegna áfram hér á jörð­inni. Þetta á bæði við um opin­bera vald­hafa í hverju landi og aðra leið­toga. Hlut­verk þeirra ætti að byggj­ast á nýj­ustu og bestu þekk­ingu, m.a. á þeim stað­reyndum að lofts­lags­váin ógnar lífi á jörð­inni í dag og í náinni fram­tíð, að mann­kynið hefur lifað í síauknum mæli umfram þol­mörk nátt­úr­unnar í um a.m.k. hálfa öld og að ójöfn­uður og órétt­læti hefur auk­ist í heim­in­um. Helm­ingi af þeim gróð­ur­húsa­loft­teg­undum sem eru í and­rúms­loft­inu af manna­völdum hefur verið dælt þangað á sl. 30 árum, eða á þeim tíma sem vald­höfum hefur verið ljóst að lofts­lags­breyt­ingar eru hættu­legar og raun­veru­leg­ar.

Sem betur fer hefur með­vit­und um til­urð, orsakir og afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga auk­ist til muna und­an­farin ár, bæði meðal almenn­ings, for­svars­manna fyr­ir­tækja og stjórn­mála­manna. En það virð­ist því miður óra­vegur í að vald­hafar skilji nógu vel það flókna sam­spil sem er á milli lofts­lags­mála, ofnýt­ingar og rösk­unar nátt­úr­unn­ar, sam­fé­lags­mála og efna­hags­kerf­is.

Auglýsing

Það er því grafal­var­legt mál og í raun græn­þvottur þegar stjórn­völd hér­lendis halda því fram að við get­um, þegar á heild­ina er lit­ið, haldið áfram með svip­aðan lífs­stíl ef við förum í orku­skipti og bindum kolefni í gróðri, jarð­vegi og grjóti. Að sjálf­sögðu eru þetta mik­il­vægar aðgerðir en þær ná ekki að rót vand­ans. Rót vand­ans liggur í notkun jarð­efna­elds­neytis og ásókn okkar í auð­lindir sem er langt umfram það sem nátt­úran þol­ir. Núver­andi hag­kerfi og lífs­stíll kynda einmitt undir þessa notkun jarð­efna­elds­neytis og ásókn, arð­rán á nátt­úru og fólki, aukið órétt­læti og ójöfn­uð.

Vist­spor mann­kyns er alltof stórt. Vinna þarf mark­visst að því að minnka með afger­andi hætti allt vistsporið í stað­inn fyrir að reyna að leysa eitt vanda­mál á kostnað ann­arra, s.s. að minnka losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum inn­an­lands m.a. með orku­skiptum en valda síðan meiri röskun á nátt­úr­unni vegna virkj­ana­fram­kvæmda, auk þess að með því að við­halda svip­uðum lífs­stíl hér­lendis værum við áfram völd að losun mik­ils magns gróð­ur­húsa­loft­teg­unda ann­ars staðar í heim­in­um, yllum röskun nátt­úr­unnar þar og fremdum arð­rán á íbúum þar fyrir okkar neyslu og sóun.

Eins og rann­sóknir sýna þá útvista Íslend­ingar stórum hluta af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna neyslu sinnar til ann­arra landa þar sem þessar neyslu­vörur hafa verið fram­leidd­ar. En gróð­ur­húsa­loft­teg­undir þekkja engin landa­mæri og það er ekki fyrr en við drögum líka stór­lega úr þess­ari losun með alvöru lífs­stíls­breyt­ingum og breyt­ingum á hag­kerf­inu, sem við getum náð árangri og staðið undir ábyrgð okk­ar.

Aðgerðir í lofts­lags­málum eiga ekki aðal­lega að snú­ast um að lag­færa ein­hverja þætti inni í núver­andi lifn­að­ar-, hugs­un­ar- og við­skipta­hátt­um. Leiðin sem stjórn­völd telja okkur trú um að sé nóg heldur okkur áfram á braut með of stóru vistspori og of mik­illi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, áfram á braut þar sem við lifum á auð­lindum ann­arra sem þurfa svo einnig að bera ábyrgð á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og annarri mengun sem verður vegna fram­leiðslu á vörum fyrir okk­ur.

Auglýsing

Það er ekki að ástæðu­lausu sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa sett fram fram­tíð­ar- og heild­ar­sýn sína sem er sjálf­bær þróun með þeim mark­miðum sem þarf til að stuðla að henni þ.e. heims­mark­miðin. Það er ekki fyrr en unnið er að þessum mark­miðum í sam­hengi sem hægt verður að sjá alvöru árang­ur. Mark­viss, öfl­ugur og skjótur sam­dráttur á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þarf að ger­ast sam­hliða og með því að draga úr ósjálf­bærri fram­leiðslu, lifn­að­ar­háttum og neyslu, vinna að verndun og end­ur­heimt nátt­úr­unnar og auka rétt­læti og jöfn­uð.

Stíga þarf nokkur skref til þess að koma á og tryggja umbreyt­andi ferli, s.s. það ferli sem við mann­kynið þurfum að hefja núna til þess að stuðla að sjálf­bærri þró­un. Talið er að þau skref séu m.a. aukin með­vit­und, skiln­ingur á flækju­stigi og sam­hengi, til­finn­inga­leg tengsl, sam­kennd og vald­efl­ing. Margt bendir til þess að flest okkar hafi aukið með­vit­und sína á mál­inu. Hins vegar virð­ist mikið vanta upp á til að ná árangri í öðrum skref­um, ekki síst hjá opin­berum vald­höfum og leið­togum sem eiga að leiða okkur á rétta braut.

Lýst eftir leið­togum

Lýst er eftir leið­togum sem horfa ekki á rót­tækar breyt­ingar innan sam­fé­laga sem ógnir heldur sjá að staða lofts­lags­ham­fara, eyði­legg­ing nátt­úr­unnar og órétt­læti eru hinar raun­veru­legu ógn­ir. Leið­togum sem sjá að rót­tækar breyt­ingar eru ekki ein­ungis nauð­syn­legt svar við þessum ógnum heldur einnig tæki­færi mann­kyns til að þroskast og búa til frið­sæl sam­fé­lög sem hafa rétt­læti og jöfnuð að leið­ar­ljósi og lifa innan þeirra tak­marka sem nátt­úran gef­ur.

Lýst er eftir leið­togum sem eru ekki hræddir við breyt­ing­ar, leið­togum sem sjá leið­ina, leið­togum sem hika ekki við að segja skilið við kerfi sem hefur leitt okkur á braut ósjálf­bærrar þró­un­ar. Vald­höfum sem hafna græn­þvotti meng­andi iðn­aðar sem skilur eftir sig eyði­legg­ingu á sam­fé­lögum og nátt­úru um allan heim.

Að halda áfram á sömu braut er ekki val­kostur. Lofts­lags­málin eru engin gælu­verk­efni heldur spurs­mál um fram­tíð mann­kyns.

Til þess að gera breyt­ingar á kerf­inu þurfa stjórn­mála­menn að hafa kjark, vilja og þor og háværan hóp virkra lýð­ræð­is­borg­ara á bak við sig.

Verum þessir háværu og virku lýð­ræð­is­borg­ar­ar!

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar