Að bíða eftir næsta byssumanni – „Ekki gera ekki neitt“

Jón Ólafur Ísberg bendir á að það séu 70 þúsund lögleg skotvopn á Íslandi. Hann segir að með því að takmarka eignarhald á skotvopnum og koma upp byssugeymslu gæti hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir voðaverk.

Auglýsing

Voða­verk var framið á Blöndu­ósi um helg­ina. Veikur maður réð­ist til atlögu með skot­vopni og ban­aði einum og annar ein­stak­lingur liggur helsár á sjúkra­húsi. Stutt er síðan maður skaut af byssu rétt hjá leik­skóla í Hafn­ar­firði, í febr­úar á þessu ári var skotið á tvö ung­menni í Graf­ar­holti og í fyrra var ölv­aður byssu­maður yfir­bug­aður á Egils­stöð­um. Svip­aðir atburðir hafa átt sér á Norð­ur­löndum á und­an­förnum árum. Þar hafa árás­irnar m.a. átt sér stað í versl­un­ar­mið­stöðvum þar sem margir hafa lát­ist. Hugs­an­lega munu svip­aðir atburðir ger­ast hér á landi. Spurn­ingin er lík­lega ekki hvort heldur hvenær og þá er ástæða til að spyrja hvort hægt að koma í veg fyrir slíkt.

Alls eiga Íslend­ingar um 70.000 lög­leg skot­vopn og þar eru hagla­byssur lang­vin­sælast­ar. Þær eru tæp­lega 40.000, rifflar rúm­lega 25.000 og athygli vekur að skráðar skamm­byssur eru nærri 4.000 tals­ins. Skráðar fjár­byss­ur, flestar hjá bænd­um, eru tæp­lega 1.500. Engin tak­mörk eru fyrir því hversu margar byssur hver og einn má eiga. Skot­veiði hefur lengi fylgt Íslend­ingum og skot­vopn eru einnig vin­sælt áhuga­mál. Til að eign­ast byssu þarf að hafa skot­vopna­leyfi, þreyta próf og fylla út alls kyns eyðu­blöð, vera með öruggan geymslu­stað heima hjá sér fyrir byss­urnar og fylgja  lögum og regl­um.

Auglýsing
Dugar þetta til að koma í veg fyrir hugs­an­lega skotárás? Nei, auð­vitað ekki. Vopna­lög­gjöf á Norð­ur­löndum er ekki ósvipuð okkar og það hefur ekki stoppað ódæð­is­menn­ina í að kom­ast yfir vopn og fremja voða­verk. Þá er spurn­ing hvort ein­stak­lingar sem eiga skot­vopn sem geta banað fólki eigi að hafa alltaf aðgang að þeim? Held ekki. Flestir þeir sem eiga skot­vopn nota þau til að veiða og nú eru ekki lengur stund­aðar „frjálsar veið­ar“ sem fyrrum heldur þarf, í flestum til­fell­um, að kaupa eða sækja um leyfi og veið­arnar eru stund­aðar á afmörk­uðum svæðum á til­teknum dög­um. Þeir sem fara til veiða, t.d. á rjúpu eða hrein­dýr, gætu hæg­lega leigt skot­vopn í stað þess að eiga það. Flestar veiðar eru tíma­bundnar og þess vegna lítil ástæða til að vera með vopn á heim­il­um, jafn­vel þó þau séu í læstum skáp, alla aðra daga árs­ins. Gleymum því að eig­andi vopn­anna er jafn­framt hand­hafi lyk­ils­ins af byssuskápn­um.

Auð­vitað eru und­an­tekn­ingar frá þessu en þá er hægt að koma til móts við und­an­tekn­ing­arnar án þess að gera þær að meg­in­reglu. Hægt væri með hag­kvæmum hætti að koma upp byssu­geymslum þar sem eig­endur geymdu sín skot­vopn á milli þess sem þeir fara til veiða eða til æfinga.

Almenn skot­vopna­eign Íslend­inga og geymsla vopna á heim­ilum mun lík­lega fyrr eða síðar leiða til fleiri voð­verka eins og áttu sér stað á Blöndu­ósi og átt hafa sér stað á Norð­ur­lönd­um. Með því að tak­marka eign­ar­hald á skot­vopnum og koma upp byssu­geymslu þar sem skot­vopnin eru geymd á þeim tíma sem þau eru sann­an­lega ekki í notkun gæti hugs­an­lega komið í veg fyrir voða­verk eða a.m.k. minnkað lík­urnar á því að það ger­ist.

Það er ástæðu­laust að bíða eftir hugs­an­legum harm­leik þegar við getum með ein­földum hætti reynt að lág­marka mögu­leik­ann á því að hann ger­ist.

Höf­undur er sagn­fræð­ingur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar