Að láta drauminn rætast

Það kostar mikla orku, áhyggjur, ómæld fjárútlát og gjaldþrot margra að vinna okkur út úr efnahagslægðunum sem íslenska krónan veldur eða magnar upp, skrifar Guðmundur Ragnarsson, frambjóðandi Viðreisnar.

Auglýsing

Flestir Íslend­ingar hafa í ára­tugi átt sér þann draum að hér kæm­ist á efna­hags­legur stöð­ug­leiki. Þannig yrði það ekki eins og að spila í fjár­hættu­spili þegar teknar væru ákvarð­anir um fast­eigna­kaup ein­stak­linga og fjár­fest­ingar fyr­ir­tækja. Kaup­mátt­ar­aukn­ing sem skilar sér við gerð kjara­samn­inga yrði var­an­leg en hyrfi ekki á einni nóttu þegar krónan tæki dýfu með til­heyr­andi hækk­unum á vöru­verði og verð­bólgu­skoti, að ógleymdum vaxta­hækk­unum sem fylgja í kjöl­farið sem auka greiðslu­byrði lána.

Það kostar mikla orku, áhyggj­ur, ómæld fjár­út­lát og gjald­þrot margra að vinna okkur út úr efna­hagslægð­unum sem íslenska krónan veldur eða magnar upp.

Að við­ur­kenna stað­reyndir

Allt eru þetta þekktar stað­reyndir og aldrei ræt­ist draum­ur­inn. Það er ótrú­legt hvað sér­hags­muna­hópi krón­unnar og fákeppn­innar hefur oft tek­ist að sann­færa kjós­endur um að nú sé búið að finna nýja leið til að kom­ast í hinn lang­þráða stöð­ug­leika og lága vexti.

Auglýsing

Aðgerð Seðla­bank­ans að lækka vexti er heldur betur að koma í bakið á okkur og ekki sér fyrir end­ann á því hvernig hann ætlar að vinda ofan af henni. Þótt ég sé ekki hag­fræði­mennt­aður tel ég í ljósi reynsl­unnar að full­reynt sé með krón­una og að leiðir Seðla­bank­ans til að gera eitt­hvað var­an­legt til að koma á stöð­ug­leika séu ekki til. Með íslensku krón­una verður ekki komið á efna­hags­legum stöð­ug­leika og eðli­legri sam­keppni í þessu landi.

Það er sorg­legt að hugsa til þess að á síð­ustu ára­tugum eru íslensk heim­illi og fyr­ir­tæki búin að greiða þús­undir millj­arða í kostnað vegna krón­unnar og vaxta­kostn­að. Fjár­muni sem hefði mátt nota til að bæta hag­sæld okkar og efla fyr­ir­tækin í land­inu.

Það hefur verið draumur minn lengi að koma hér á breyt­ingum svo að börnin mín og barna­börn þurfi ekki að að búa í hag­kerfi með gjald­miðil sem veldur okkur skaða þótt inn á milli komi smá frið­ur.

Það er hægt að láta draum­inn ræt­ast

Við getum látið þennan ára­tuga gamla draum okkar ræt­ast með því að gera breyt­ing­ar. Kom­ast inn í stöð­ug­leika, lága vexti og var­an­lega kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

Til að láta draum­inn ræt­ast þurfum við að gera breyt­ingar sem byrja í kjör­klef­anum í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um.

Fyrsta skref er að koma krón­unni í skjól og stöð­ug­leika með því að tengja hana við evru. Næsta skref er að ljúka aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið og gera samn­ing sem kynntur verður fyrir þjóð­inni og kosið um.

Það er spenn­andi til­hugsun að fá að sjá inni­hald svona samn­ings eftir allt þrasið og rang­færsl­urnar sem settar hafa verið fram í umræð­unni um hann. Að halda því fram að þjóðin sé ekki fær um að taka afstöðu til svona samn­ings, sýnir fyr­ir­litn­ingu á okkur af þeim póli­tísku öflum sem harð­ast hafa rekið áróður á móti því að ljúka við­ræð­un­um.

Það sorg­lega er að þessi póli­tísku öfl hafa engar aðrar betri lausnir en að halda áfram von­lausum til­raunum til að búa til stöð­ug­leika með krón­unni með þeim gíf­ur­lega fórn­ar­kostn­aði sem ég benti á. Ég myndi glaður taka þátt í að ræða og skoða aðrar leiðir ef þeir sem dásama og vilja halda í krón­una hefðu ein­hverja aðra leið til að bjóða.

Allir verða að axla ábyrgð á stöð­ug­leik­anum

Auð­vitað er það ekki þannig að við það að kom­ast í stöðugan gjald­mið­ill og gera samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið þá verði hér sól alla daga. Við þurfum að til­einka okkur nýja hugsun og vinnu­brögð í rík­is­fjár­málum sem og við gerð kjara­samn­inga.

Við þurfum að koma á félags­legum stöð­ug­leika sem byggir á skýrri fram­tíð­ar­sýn til að styðja við þá sem lök­ust hafa kjörin og og efla þau stuðn­ings­kerfi sem við viljum hafa. Við­reisn er til­búin að leiða þá vinnu með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins og öðrum stjórn­mála­flokkum sem vilja byggja hér upp stöðugt efna­hags­um­hverfi öllum til heilla.

Við leggjum áherslu á að þetta hald­ist í hendur og vegi jafn þungt, efna­hags­legur og félags­legur stöð­ug­leiki, til að tryggja jöfnuð í sam­fé­lag­inu. Þetta er mikil áskorun en fram­kvæm­an­legt; við höfum fyr­ir­mynd­irnar sem við getum lært af hjá þjóðum sem hefur tek­ist að kom­ast út úr efna­hags­legum óstöð­ug­leika.

Við höfum val

Ætlum við að halda áfram með óstöð­ug­leika í efna­hags­mál­um, með verð­bólgu­skot­um, vaxta­okri og rýrnun kaup­máttar eða viljum við láta draum­inn ræt­ast og leggja af stað í þessa veg­ferð?

Óbreytt krónu­hag­kerfi er full­reynt og mun halda áfram að valda okk­ur, börnum og barna­börnum ómældum skaða.

Öfl­ugt atvinnu­líf er und­ir­staða vel­ferðar okkar og hagur fyr­ir­tækj­anna í land­inu mun fylgja með í þess­ari veg­ferð. Það er allra hagur að við förum þessa leið.

Látum draum­inn ræt­ast og kjósum Við­reisn.

Höf­undur skipar fjórða sæti Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar