Að pissa í skóinn

Hallgrímur Hróðmarsson skrifar um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.

Auglýsing

„Við viljum end­ur­komu hins eðli­lega lífs“ hrópa margir þessa dag­ana. En verðum við ekki að vera þol­in­móð og skyn­söm svo það megi takast? Á dög­unum hitt­ist hluti ráð­herr­anna úti á landi til að setja nýjar reglur um sótt­varn­ir. Það var ljóst, eftir að sér­fræð­ing­arnir okkar höfðu skilað til­lögum sínum um nýjar varn­ir, að grípa þarf enn einu sinni til áhrifa­ríkra og harðra aðgerða. Það sér hver heil­vita maður að nú þarf að bregð­ast skjótt við – af fullri ábyrgð og hörku. En ferða­þjón­ustan – maður – hún er lífæð þjóð­ar­innar – maður sker ekki á líf­æð­ina! Hvaða gagn er af því að mála Ísland fagur rautt á heimskort­inu?

Ákvörðun fárra leik­manna

Ráð­herr­arnir eru ein­ungis mis­vitrir leik­menn – eða er kannski einn þeirra mennt­aður í dýra­lækn­is­mennt­að­ur? – Ég man það bara ekki. Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða hvort hér verði einn eða tveir metrar á milli manna? Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða hve margir mega flykkj­ast saman í ákveðnu rými? Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða hvaða sótt­varnir skuli gilda á landa­mær­unum eða hvort við eigum yfir höfuð að hleypa ferða­mönnum inn í landið – ferða­mönnum sem nú flykkj­ast til eyj­unnar okkar af því að ástandið á að vera svo gott hér? Það er væg­ast sagt hneyksli að for­ráða­menn ferða­mála í land­inu tali nú um að rík­is­stjórnin hafi „gengið á bak orða sinna“ og vilji nú bara loka öllu á ný. Á að treysta mis­vitrum leik­mönnum til að ákvarða opn­un­ar­tíma veit­inga og öldur húsa? Nú hefur það sýnt sig að margur land­inn hagar sér eins og gleði­fylltar kýr sem hleypt er út á vor­in. Mun­ur­inn er bara sá að kýrnar sparka kannski óvilj­andi í hver aðra – það eru öfga­fyllri við­brögð sem margur land­inn sýnir í „frels­in­u“.

Því ver reyn­ast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman

Margir stjórn­mála­menn hafa gagn­rýnt skort á sam­ráði – ráð­herr­arnir ákvarða hvað eigi að gera og engu má hnika til þó skyn­samar til­lögur komi fram. Nema þá þegar næstu aðgerðir eru kynnt­ar. Þá koma þessir sömu ráð­herrar fram með þessar sömu til­lögur ofur­lítið breyttar í fartesk­inu. Þeir glotta í laumi og hugsa með sér „af skyn­semi okkar datt okkur þetta í hug á undan ykkur – og svo erum það við sem ráðum“. Þetta er eins og sand­kassa­leikur barna í leik­skóla. Þegar við skoðum afleið­ingar sam­ráðs­ins í stjórn­inni á þessum fræga fundi úti í lands­byggð­inni þá verður maður að segja að „sam­ráð­ið“ var í skötu­líki. Katrín varð að beygja sig – hún réði ekki við „villi­kett­ina“ í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hefði sam­ráð allra flokka á þingi orðið heilla­drý­gra ef hóp­ur­inn hefði verið stærri sem stóð að til­lög­un­um? Af hverju eru fræði­menn­irnir ekki alfarið látnir ráða ferð­inni? Er það af því að þessir mis­vitru ráð­herrar vilja fá rauða rós í hnappa­gat­ið?

Þing­mað­ur­inn sem spyr og spyr og spyr

Pírat­inn Björn Leví er þekktur fyrir að krefj­ast eðli­legra svara við spurn­ingum á þingi um mál­efni sem eiga að liggja uppi á borðum – um gegn­sæi í stjórn­kerf­inu. Og viti menn þegar hann spyr sömu spurn­ing­ar­innar í fimmta sinn – þá fær hann loks svar – en í loðn­ara lagi.

Í pistli sem Björn skrif­aði í Morg­un­blaðið um dag­inn sagði hann: „All­an far­ald­­ur­inn hef­ur þetta verið eina mark­mið rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, að verja ferða­þjón­ust­una þannig að hún taki aft­ur við fyrra hlut­verki í ís­­lensku efna­hags­­lífi eft­ir far­ald­­ur­inn. Ekk­ert plan B. Þannig hef­ur allt þetta kjör­­tíma­bil ver­ið, breið póli­­tísk stjórn um óbreytt ástand í stað þess að leysa þau sam­­fé­lags­­legu vanda­­mál sem blasa við okk­ur öll­­um.“

Rann­sókn­ar­blaða­mennska

Hún á undir högg að sækja á Íslandi. Það má segja að aðeins tveir fjöl­miðlar Stundin og Kjarn­inn stundi hana af ein­hverri alvöru. Nýlegt frum­varp um styrki til frjálsra fjöl­miðla var að miklu leyti eyði­lagt af háværasta hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­manna. Þeir tryggðu að Mogg­inn fengi stærsta hluta kök­unnar sem til skipt­anna er. Það hlægir mann að Mogg­inn hefur minnsta þörf fyrir stuðn­ing – auð­menn lands­ins sjá um rekst­ur­inn og full­yrða má að starfs­menn blaðs­ins stunda ekki rann­sókn­ar­blaða­mennsku nema að litlu leyti.

Einn skarpasti rann­sókn­ar­blaða­mað­ur­inn Íslands skrif­aði svo í Miðj­una á dög­un­um: „Í fyrstu bylgju cóvid dóu tíu á Íslandi. Í haust- og vetr­ar­bylgj­un­um, eftir að dregið var aftur úr sótt­vörnum á landa­mær­un­um, dóu 20. Sú bylgja sem nú er að rísa er stærri en þessar bylgjur báð­ar, mögu­lega stærri en þær báðar til sam­ans. Þótt hlut­fall þeirra sem veikj­ast alvar­lega verði eitt­hvað lægra, 3% í stað næstum 6%, þá er staðan eftir sem áður alvar­leg. Það má vera að staðan lag­ist skyndi­lega. En það má líka vera að svo verði ekki.“

Undir væng vals­ins þríf­ast sníkju­dýrin

Bjarni Ben hefur svo til einn ráðið ferð­inni í í aðgerð­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar til bjargar efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar. En hann er bara leiksoppur þrýsti­hópa auð­manna sem allt eiga í land­inu okkar – eða ættum við að orða það þannig að hann sér um sína. Og hans fólk eru ekki fátækir launa­menn og ekki heldur mörg smá­fyr­ir­tækin í land­inu. Mörg fyr­ir­tæki stór og með­al­stór hafa rakað til sín millj­ónum á millj­ónir ofan með hjálp Bjarna í far­aldr­in­um. Mörg fyr­ir­tæki sem borgað hafa „eig­end­um“ sínum tugi millj­óna í arð und­an­farin ár og eiga digra vara­sjóði skamm­ast sín ekki að sníkja pen­ing frá hinu opin­bera – frá almenn­ingi í land­inu. Sem betur fer eru mörg fyr­ir­tæki á Íslandi sem eru það vel stödd að þau sækja ekki um ölm­usu frá rík­inu. Og einnig eru mörg fyr­ir­tæki á Íslandi sem skila pen­ing­unum aftur þegar þau átta sig á að þau hafa ekki þörf fyrir þá.

Rass­skellum VG

Mér þykir sárt að finna mig knú­inn til að nota þessa milli­fyr­ir­sögn. Mér þykir vænt um það fólk sem er og var í þessum flokki og mér þykir vænt um stefnu VG. Þó flokk­ur­inn hafi komið ein­hverju að sínum sjón­ar­miðum í fram­kvæmd á kjör­tíma­bil­inu þá stendur það upp úr að við sitjum uppi með heil­brigð­is­kerfi í rúst og auð­menn­irnir græða sem aldrei fyrr. Ef núver­andi rík­is­stjórn heldur velli þá er allt útlit fyrir það að almennir laun­þegar lands­ins verði látnir borga mik­inn meiri­hluta af þeim lánum sem við höfum þurft að taka. Eina leiðin sem við höfum til að koma í veg fyrir áfram­hald­andi íhalds­stjórn er að – kjósa EKKI VG.

Látum ekki mis­vitra ráða­menn pissa í skóna – okk­ar.

Látum ekki þrýsti­hópa auð­valds­ins ráða Íslandi.

Kjósum Sós­í­alista, Pírata eða Sam­fylk­ingu.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar