"Ætlaru ekki að banna endaþarmsmök?"

w140217-16.58.32-1.jpg
Auglýsing

Ein algeng­asta spurn­ingin sem ég fæ í kyn­fræðslu (þegar full­orðið fólk er á fyr­ir­lestr­in­um, krakkar eru slak­ari yfir þessu) er hvort ekki sé rétt­ast að for­dæma ákveðna kyn­hnegðun sem ógeðs­lega, óeðli­leg eða bein­línis skað­lega. Ein vin­sælasta kyn­hegðun til for­dæm­ingar er rass­inn og hvers konar örvun á hon­um. Fólk gjarnan ygglir á sér and­lit­ið, fær hroll og ímyndar sér svo stríðan straum af brúnum hægðum renna út um allt. Það besta við þetta mál er hyster­ían sem aðrir fá yfir því að aðr­ir séu að stunda þetta. Ekki þau sjálf, heldur vor­kennir það svo öllum hinum sem eru að fá upp í boss­ann því hann sé „ein­stefnugata“. Ég held að fólk mætti bara hafa meiri áhyggjur af eigin kyn­hegðun áður en það fer að missa svefn yfir kyn­lífi ann­arra.

Enda­þarmsörvun hefur fylgt mann­inum frá örófi alda



„Þetta getur auð­vitað sprengt rassinn, rifið hring­vöðvann og skilið við­kom­andi eftir með ginn­ungagap og bleyju“. Jújú, einmitt, það er það sem ger­ist. Eða ekki. Enda­þarmsörvun hefur alltaf fylgt mann­inum (kon­un­um) enda eru næmir tauga­endar í enda­þarm­in­um. Ég held hins vegar að hængur liggi í orð­un­um, mök vs. örv­un. Fólk er alltaf að drífa sig svo mik­ið. Það gleymir að dúlla við rass­inn með fingr­unum en þess í stað þrykkir inn með limnum og það getur vissu­lega verið sárt fyrir alla sem eiga hlut að máli.

Rass­inn er fárán­lega þurr staður sem opnar sig til að kúka og lokar sér svo. Ef þú ætlar að örva rass­inn er viss­ara að byrja bara á fingri, smyrja hann vel með góðu sleipi­efni, og að tala sam­an. Þiggj­andi og gef­andi verða að gefa merki um að allt sé í lagi og hvort halda megi áfram. Kyn­líf, allt kyn­líf, byggir á sam­þykki og það er mik­il­vægt hér eins og ann­ars stað­ar. Svo má ekki gleyma því að unaður er á ábyrgð beggja. Ef þetta er vont, hættu þá. Lík­am­inn sendir frá sér merki um sárs­auka af ástæðu.

Mik­il­vægt að fara sér hægt og vera við öllu búin



Að sjálf­sögðu búa þarna e-coli gerlar sem geta valdið rassasleikj­urum maga­ó­þæg­indum en það er ósenni­legt að lít­ill heima­gerður konfekt­moli slæð­ist með. Rass­inn er samt við­kvæmt svæði og þar er aukin hætta á allskyns sýk­ingum og litlum rif­um. Farðu því var­lega, smyrðu vel og virtu þín eigin tak­mörk. Þetta er ekki stað­ur­inn sem vill fá „surp­ise“ heim­sókn eða eins og sumir kalla það að „rugl­ast á gat­i“.

Enda­þarms­mök eru nefni­lega orðin algeng­ari hjá gagn­kyn­hneigðum pörum en sam­kyn­hneigð­um. Það stunda ekki allir sam­kyn­hneigðir eina teg­und af kyn­lífi, ekki frekar en gagn­kyn­hneigð­ir. Kyn­líf er alls­kon­ar, þvert á kyn­hneigð. Enda­þarmsörvun virð­ist samt vera smá svona nýj­ungagirn­is­gat því margir hafa próf­að, en stunda ekki að stað­aldri. Sem er skilj­an­legt ef fólk er að þrykkja algjör­lega óund­ir­búið og ósmurt.

Auglýsing

Rass­inn á körlum tal­inn líf­fræði­lega næm­ari



Ég skil samt ekki eitt í þessu máli og það er að rass­inn á körlum er tal­inn líf­fræði­lega næm­ari vegna blöðru­háls­kirtils­ins sem er þar fyrir inn­an. Sáðrásin rennur í gegnum blöðru­háls­kirtil­inn og greina karl­menn frá því að full­næg­ing sé kröft­ugri þegar enda­þarmur er örv­aður sam­tímis typp­inu. Þú mátt samt ekki gleyma því að ef þér hugn­ast ekki að fá eitt­hvað pot í rass­inn þá er það ekki lík­egt að færa þér ógleym­an­lega unað, eig­in­lega frekar hitt. Því ættum við í raun að vera pota í karl­manns­rassa og það ætti einnig að vera algeng­ara í klámi og gaurar þá að biðja um það. Eitt­hvað gleymd­ist þar, ætli það hafi ekki verið ótti gagn­kyn­hneigðra karl­mennsku karla við það að inni í rass­inum leynd­ist rofi sem gæti breytt þeim í homma. Eða eitt­hvað.

Ekki ber svo að skilja að rass­inn á kyn­systrum mínum sé ger­sam­lega ónæm­ur, alls ekki, en það virð­ist samt vera að rass­inn á körlum sé næm­ari, svona ef fólk ætlar að fara að metast, na na na bú bú bú.

Og svona að lok­um, ég skil ekki af hverju þú biður um að fá að pota í rass ból­fé­lag­ans. Það er ból­fé­lag­inn sem á að biðja þig um að pota í sinn eigin rass. Kyn­líf er ekki eitt­hvað sem við gerum við ein­hvern annan heldur eitt­hvað sem við gerum sam­an. Rass­inn er ekk­ert öðru­vísi þar. Allt kyn­líf byrjar á þínum eigin lík­ama. Ef þú trúir mér ekki, næst þegar þú stundar sjálfs­fró­un, smyrðu fing­ur­inn, nudd­aðu spöng­ina og próf­aðu að nudda enda­þarmsop­ið. Það gæti komið þér skemmti­lega á óvart, nú eða þú bara klemmir saman rasskinn­arn­ar, dettur algjör­lega úr stuði og þá veistu það, rassa­pot er kannski ekki eitt­hvað fyrir þig.

Grein­ar­höf­und­ur er kyn­fræð­ingur og höf­undur bók­ar­innar "Kjaftað um kyn­líf - hand­bók fyrir full­orðna til að tala um kyn­líf við börn og ung­linga."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None