"Ætlaru ekki að banna endaþarmsmök?"

w140217-16.58.32-1.jpg
Auglýsing

Ein algeng­asta spurn­ingin sem ég fæ í kyn­fræðslu (þegar full­orðið fólk er á fyr­ir­lestr­in­um, krakkar eru slak­ari yfir þessu) er hvort ekki sé rétt­ast að for­dæma ákveðna kyn­hnegðun sem ógeðs­lega, óeðli­leg eða bein­línis skað­lega. Ein vin­sælasta kyn­hegðun til for­dæm­ingar er rass­inn og hvers konar örvun á hon­um. Fólk gjarnan ygglir á sér and­lit­ið, fær hroll og ímyndar sér svo stríðan straum af brúnum hægðum renna út um allt. Það besta við þetta mál er hyster­ían sem aðrir fá yfir því að aðr­ir séu að stunda þetta. Ekki þau sjálf, heldur vor­kennir það svo öllum hinum sem eru að fá upp í boss­ann því hann sé „ein­stefnugata“. Ég held að fólk mætti bara hafa meiri áhyggjur af eigin kyn­hegðun áður en það fer að missa svefn yfir kyn­lífi ann­arra.

Enda­þarmsörvun hefur fylgt mann­inum frá örófi alda„Þetta getur auð­vitað sprengt rassinn, rifið hring­vöðvann og skilið við­kom­andi eftir með ginn­ungagap og bleyju“. Jújú, einmitt, það er það sem ger­ist. Eða ekki. Enda­þarmsörvun hefur alltaf fylgt mann­inum (kon­un­um) enda eru næmir tauga­endar í enda­þarm­in­um. Ég held hins vegar að hængur liggi í orð­un­um, mök vs. örv­un. Fólk er alltaf að drífa sig svo mik­ið. Það gleymir að dúlla við rass­inn með fingr­unum en þess í stað þrykkir inn með limnum og það getur vissu­lega verið sárt fyrir alla sem eiga hlut að máli.

Rass­inn er fárán­lega þurr staður sem opnar sig til að kúka og lokar sér svo. Ef þú ætlar að örva rass­inn er viss­ara að byrja bara á fingri, smyrja hann vel með góðu sleipi­efni, og að tala sam­an. Þiggj­andi og gef­andi verða að gefa merki um að allt sé í lagi og hvort halda megi áfram. Kyn­líf, allt kyn­líf, byggir á sam­þykki og það er mik­il­vægt hér eins og ann­ars stað­ar. Svo má ekki gleyma því að unaður er á ábyrgð beggja. Ef þetta er vont, hættu þá. Lík­am­inn sendir frá sér merki um sárs­auka af ástæðu.

Mik­il­vægt að fara sér hægt og vera við öllu búinAð sjálf­sögðu búa þarna e-coli gerlar sem geta valdið rassasleikj­urum maga­ó­þæg­indum en það er ósenni­legt að lít­ill heima­gerður konfekt­moli slæð­ist með. Rass­inn er samt við­kvæmt svæði og þar er aukin hætta á allskyns sýk­ingum og litlum rif­um. Farðu því var­lega, smyrðu vel og virtu þín eigin tak­mörk. Þetta er ekki stað­ur­inn sem vill fá „surp­ise“ heim­sókn eða eins og sumir kalla það að „rugl­ast á gat­i“.

Enda­þarms­mök eru nefni­lega orðin algeng­ari hjá gagn­kyn­hneigðum pörum en sam­kyn­hneigð­um. Það stunda ekki allir sam­kyn­hneigðir eina teg­und af kyn­lífi, ekki frekar en gagn­kyn­hneigð­ir. Kyn­líf er alls­kon­ar, þvert á kyn­hneigð. Enda­þarmsörvun virð­ist samt vera smá svona nýj­ungagirn­is­gat því margir hafa próf­að, en stunda ekki að stað­aldri. Sem er skilj­an­legt ef fólk er að þrykkja algjör­lega óund­ir­búið og ósmurt.

Auglýsing

Rass­inn á körlum tal­inn líf­fræði­lega næm­ariÉg skil samt ekki eitt í þessu máli og það er að rass­inn á körlum er tal­inn líf­fræði­lega næm­ari vegna blöðru­háls­kirtils­ins sem er þar fyrir inn­an. Sáðrásin rennur í gegnum blöðru­háls­kirtil­inn og greina karl­menn frá því að full­næg­ing sé kröft­ugri þegar enda­þarmur er örv­aður sam­tímis typp­inu. Þú mátt samt ekki gleyma því að ef þér hugn­ast ekki að fá eitt­hvað pot í rass­inn þá er það ekki lík­egt að færa þér ógleym­an­lega unað, eig­in­lega frekar hitt. Því ættum við í raun að vera pota í karl­manns­rassa og það ætti einnig að vera algeng­ara í klámi og gaurar þá að biðja um það. Eitt­hvað gleymd­ist þar, ætli það hafi ekki verið ótti gagn­kyn­hneigðra karl­mennsku karla við það að inni í rass­inum leynd­ist rofi sem gæti breytt þeim í homma. Eða eitt­hvað.

Ekki ber svo að skilja að rass­inn á kyn­systrum mínum sé ger­sam­lega ónæm­ur, alls ekki, en það virð­ist samt vera að rass­inn á körlum sé næm­ari, svona ef fólk ætlar að fara að metast, na na na bú bú bú.

Og svona að lok­um, ég skil ekki af hverju þú biður um að fá að pota í rass ból­fé­lag­ans. Það er ból­fé­lag­inn sem á að biðja þig um að pota í sinn eigin rass. Kyn­líf er ekki eitt­hvað sem við gerum við ein­hvern annan heldur eitt­hvað sem við gerum sam­an. Rass­inn er ekk­ert öðru­vísi þar. Allt kyn­líf byrjar á þínum eigin lík­ama. Ef þú trúir mér ekki, næst þegar þú stundar sjálfs­fró­un, smyrðu fing­ur­inn, nudd­aðu spöng­ina og próf­aðu að nudda enda­þarmsop­ið. Það gæti komið þér skemmti­lega á óvart, nú eða þú bara klemmir saman rasskinn­arn­ar, dettur algjör­lega úr stuði og þá veistu það, rassa­pot er kannski ekki eitt­hvað fyrir þig.

Grein­ar­höf­und­ur er kyn­fræð­ingur og höf­undur bók­ar­innar "Kjaftað um kyn­líf - hand­bók fyrir full­orðna til að tala um kyn­líf við börn og ung­linga."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None