Er Karl Garðarsson að „Underwood-a“?

KarlGardars.jpg
Auglýsing

Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur farið mik­inn und­an­farin miss­eri og lýst yfir skoð­unum sínum á ýmsum hita­málum sem hafa hlotið góðan hljóm­grunn á ýmsu fólki sem á fátt sam­eig­in­legt með þorra þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þannig sagði Karl á Face­book nýverið að „Mál Mjólk­ur­sam­söl­unnar er grafal­var­legt og aðför gegn neyt­end­um“. Hann hefur líka sett spurn­inga­merki um hvort bankar séu að fjár­magna gríð­ar­lega mikla upp­bygg­ingu hót­ela á Íslandi eða hvort „hóp­ur­inn sem á hund­ruð millj­óna í rassvas­anum [sé] orð­inn stærri en við höld­um?“. Þá hefur Karl talað fyrir auk­inni skatt­lagn­ingu á lax­veiði, talað hart gegn kenni­tölu­flakki, gegn boð­uðri nið­ur­fell­ingu á fram­lögum sem tryggja skil­virk úrræði kyn­ferð­is­brota, gegn sam­komu­lagi við Auð­kenni um raf­ræna skil­ríkja­þörf vegna skulda­nið­ur­fell­ingar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, nauð­syn þess að tryggja rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði fjöl­miðla og auðvitað talað mjög hart gegn hug­myndum rík­is­stjórn­ar­innar sem flokkur hans til­heyrir um að hækka hinn svo­kall­aða mat­ar­skatt.

Í Bak­her­bergj­unum tala margir um að Karl sé mark­visst að marka sér stöðu með þessum yfir­lýs­ingum sem mögu­legur kandi­dat í for­ystu­sveit Fram­sókn­ar­flokks­ins, jafn­vel sem for­mannskandi­dat fram­tíð­ar. Þar líkja margir í hálf­kær­ingi stöðu­mörkun Karls við atferli hins slynga Franks Und­erwood, sem Kevin Spacey túlk­aði svo óað­finn­an­lega í sjón­varps­þátt­unum frá­bæru House of Cards. Líkt og aðdá­endur þátt­anna muna skil­aði plott Und­erwoods honum alla leið á top­inn. Mjög hefur reynt á óþol margra fyr­ir­ferða­mik­illa Sjálf­stæð­is­þing­manna og ann­arra lyk­il­manna í flokknum gagn­vart Fram­sókn und­an­farið eitt og hálft ár. Það óþol virð­ist bundið við nokkra ein­stak­linga í for­víg­is­sveit sam­starfs­flokks­ins. Frammi­staða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, veldur auk þess mörgum innan flokks­ins og utan áhyggj­um. For­mað­ur­inn þykir ein­angra sig mikið og vera í litlum sam­skiptum við bæði sam­starfs­flokkinn og sinn eigin þing­flokk. Til við­bótar mælist fylgi Fram­sóknar tæpur helm­ingur þess sem flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Erfitt verður að draga sam­bæri­lega kan­ínu úr kosn­inga­hatt­inum og skulda­nið­ur­fell­ing­una fyrir næstu kosn­ingar og staðan mikið áhyggju­efni. því gætu mögu­leg for­ystu­skipti orðið í aðdrag­anda þeirra. Þá virð­ist Karl Garð­ars­son ætla að verða til­bú­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None