Auglýsing

Í eins árs afmæl­is­út­gáfu Kjarn­ans, sem kom út 21. ágúst, var boðað að framundan væru mestu breyt­ingar sem orðið hafa á starf­semi Kjarn­ans frá byrj­un. Í dag stígum við fyrsta skrefið í þeim breyt­ingum með því að kynna til leiks nýjan og öfl­ugan frétta­vef Kjarn­ans. Á honum mun rit­stjórn Kjarn­ans sinna dag­legri frétta­þjón­ustu sam­kvæmt sömu við­miðum og við höfum starfað eftir hingað til, með áherslu á gæði og dýpt. Og við ætlum að vera þræl­skemmti­leg líka.

Nýi frétta­vef­ur­inn mun bjóða upp á reglu­legar fréttir af öllu því sem rit­stjórn Kjarn­ans telur að skipti mestu máli hverju sinni á inn­lendum og erlendum vett­vangi, dag­legar frétta­skýr­ing­ar, hlað­vörp, mynd­bönd, pist­la, aðsendar grein­ar, fullt af föstum liðum og allskyns aðra skemmti­lega efn­is­flokka.  Áfram sem áður mun stór hópur vand­aðra pist­la- og greina­höf­unda sjá okkur fyrir efni auk þess sem til stendur að fjölga þeim enn meira.

„Tug­þús­undir Íslend­inga hafa þegar ákveðið að vera hluti af Kjarna­sam­fé­lag­inu með því að fylgja okkur þetta fyrsta tæpa eina og hálfa ár. Það er okkar von að þeim muni fjölga hratt með þeirri stór­sókn sem Kjarn­inn er nú að ráð­ast í."

Auglýsing

Í dag fór líka í fyrsta sinn dag­legur frétta­póstur Kjarn­ans til þeirra sem skráðir eru á póst­lista Kjarn­ans. Allir sem eru skráðir á hann munu fá slíkan póst klukkan 8:30 á hverjum virkum morgni héðan í frá. Í frétta­póst­inum er farið yfir það helsta sem er að ger­ast í íslensku sam­fé­lagi, á www.kjarn­inn.is og úti í hinum stóra heimi. Þetta er ein­stök þjón­usta á Íslandi og við bindum miklar vonir við að Kjarna­sam­fé­lagið taki henni opnum örm­um.

Á næstu vikum munum við síðan kynna enn fleiri breyt­ingar sem verða á starf­semi Kjarn­ans. Þær miða allar að því að fjölga þeim leiðum sem við höfum til að koma efni til les­enda okkar og breikka starf­semi Kjarn­ans. Með öðrum orðum þá er Kjarn­inn að gefa veru­lega í.

Sam­hliða þessum breyt­ingum mun útgáfu viku­legs staf­ræns frétta­tíma­rits í gegnum app verða hætt. Tíma­ritið hefur verið okkar aðal­út­gáfa fram til þessa og komið út alls 58 sinn­um. Í stað þess að koma í stórum skammti á hverjum fimmtu­degi ætlum við héðan í frá að vera hluti af dag­legu fjöl­miðla­neyslu­mynstri les­enda okk­ar. Kjarn­inn er nefni­lega fyrst og síð­ast staf­rænn efn­is­fram­leið­andi.  Þær leiðir sem hann nýtir hverju sinni til að koma efn­inu til þeirra sem vilja lesa, hlusta eða horfa á það geta verið síbreyti­leg­ar.

Í dag erum við að ráð­ast í eina slíka breyt­ingu. Það er því miður stað­reynd að íslenskt fjöl­miðla­lands­lag glímir við sífellt auk­inn skort á trú­verð­ug­leika. Les­endur virð­ast ein­fald­lega ekki trúa því að margir miðl­anna séu með það sem leið­ar­ljós að segja þeim satt heldur ráði aðrir hags­munir för í fram­setn­ingu þeirra. Þess vegna hefur þörfin fyrir gagn­rýna, heið­ar­lega og fram­sýna frétta­mennsku lík­lega aldrei verið jafn mikil og í þeim sam­tíma sem við erum að lifa.

Þrátt fyrir að Kjarn­inn sé ungur fjöl­mið­ill – hann var stofn­aður fyrir 16 mán­uðum – þá hefur okkur sem að honum stöndum tek­ist að byggja upp mik­inn trú­verð­ug­leika og traust. Mæl­ingar í háskóla­sam­fé­lag­inu hafa til að mynda sýnt að okkur sé lang­best treyst á meðal einka­miðla lands­ins og að fæstir innan þess van­treysti okk­ur. Sá árangur gefur okkur byr til að ráð­ast í þann mikla vöxt sem er framundan hjá okkur og hefst í dag. Verk Kjarn­ans verða hins vegar dæmd af les­endum okk­ar.

Trún­aður Kjarn­ans verður ein­ungis gagn­vart ykk­ur,  því þar liggja hags­munir fjöl­mið­ils­ins. Tug­þús­undir Íslend­inga hafa þegar ákveðið að vera hluti af Kjarna­sam­fé­lag­inu með því að fylgja okkur þetta fyrsta tæpa eina og hálfa ár. Það er okkar von að þeim muni fjölga hratt með þeirri stór­sókn sem Kjarn­inn er nú að ráð­ast í.

Vel­komin í Kjarna fram­tíð­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None