Ætlum við að gefa frá okkur Ísland?

Guðmundur Ragnarsson frambjóðandi Viðreisnar skorar á kjósendur um að kjósa viðspyrnu og breytingar í sjávarútvegsmálum.

Auglýsing

Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til alþing­is­kosn­inga ætlar hand­höfum veiði­heim­ild­anna í sjáv­ar­auð­lind­inni og þeim stjórn­mála­öfl­unum sem tryggt hafa þeim arð­inn af henni, að takast ætl­un­ar­verk sitt líkt og áður, að halda umræð­unni um breytt fyr­ir­komu­lag niðri fyrir kosn­ing­ar.

Þá er til­gang­inum náð og þeir munu einir sitja áfram að nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­inn­ar. Á kjör­dag er staður og stund til að láta skoðun sína í ljós og hafna núver­andi fyr­ir­komu­lagi með því að greiða þessum stjórn­mála­öflum ekki atkvæði. Breyt­ingar verði gerðar þannig að eðli­legur afrakstur fari til eig­and­ans (þjóð­ar­inn­ar) en ekki allur til þeirra sem hafa nýt­ing­ar­rétt­inn.

Mér er fyr­ir­munað að skilja hvaða hvatir liggja að baki hjá þeim stjórn­mála­öflum sem byggðu upp þetta kerfi og vilja við­halda því án breyt­inga. Sér­stak­lega með til­liti til þeirra spennu sem núver­andi fyr­ir­komu­lag veldur í sam­fé­lag­inu. Það að ekki hafi verið meiri­hluti á Alþingi til að tryggja var­an­legan eigna­rétt þjóð­ar­innar á auð­lindum sínum og sjá til þess að nýt­inga­rétt­ur­inn verði í tíma­bundum samn­ingum ætti að nægja til að kjós­endur færu að skoða stöð­una og hafna þessum öflum sem ekki vilja gera þessar breyt­ingar fyrir þjóð­ina.

Auglýsing

Því ef kjós­endur ætla að kjósa þessa flokka áfram mun sú mikla umræða sem er í gangi um allan auð­inn sem hand­hafar veiði­heim­ild­anna eru að fá til sín halda áfram og ekk­ert breyt­ist.

Við verðum að spyrja okkur fyrir hvern eru þau að vinna. Sér­hags­muna­hópnum er sama um allt röflið meðan þeir sitja einir að kök­unni og fitna.

Viljum við svona sam­fé­lag?

Þær miklu breyt­ingar sem hafa orðið á eign­ar­haldi fyr­ir­tækja í atvinnu­líf­inu munu halda áfram að öllu óbreyttu og eru að verða flestum sýni­leg­ar. Við­reisn með stuðn­ingi ann­arra þing­manna kall­aði eftir skýrslu um fjár­fest­ingar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í íslensku atvinnu­lífi ótengdu sjáv­ar­út­vegi.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra sýndi ótrú­legan hroka með því að snúa út úr fyr­ir­spurn­inni og tryggði það að þessar upp­lýs­ingar kæmu ekki fyrir sjónir almenn­ings.

Með því var opin­berað að ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands var til­bú­inn að hunsa vilja þings­ins og taka hags­muni sér­hags­muna­hóps fram yfir hags­muni almenn­ings. Staðan er orðin svo alvar­leg að þessi hópur er að leggja undir sig íslenskt atvinnu­líf. Hann munu nýta auð­inn af sjáv­ar­auð­lind­inni okkar til að kaupa upp annan atvinnu­rekstur í land­inu. Í raun mun hann kaupa upp Ísland með sama áfram­haldi. Er þetta virki­lega sam­fé­lag sem við vilj­um? Að nokkur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og fjöl­skyldur eigi allt atvinnu­líf í land­inu og við hin vinnum hjá þeim.

Störfum hjá fyr­ir­tækj­unum þeirra, verslum mat í búð­unum þeirra, vörur sem fluttar eru til lands­ins með flutn­inga­fyr­ir­tækj­unum þeirra, tryggjum hjá trygg­inga­fé­lög­unum þeirra og förum jafn­vel í sum­ar­frí með ferða­skrif­stof­unni þeirra. Þegar þeir verða búnir að kaupa allt sem þeir geta, munu þeir fá stjórn­mála­öflin sín til að breyta lögum svo þeir geti keypt upp orku­fyr­ir­tækin og aðra inn­viði. Þá munum við hvorki versla vör­ur, þjón­ustu né greiða orku­reikn­ing­ana okkar nema þeir fái sinn hlut af þessum útgjöldum okk­ar.

Til að koma þessum sam­fé­lags­breyt­ingum í gegn fjár­magnar sami sér­hags­muna­hópur heilan fjöl­mið­il, til að halda í krón­una og berj­ast á móti því að við förum í aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið og þjóðin fái að sjá og kjósa um samn­ing­inn. Þannig ætla þeir að tryggja fákeppn­ina og sjá til þess að engin utan­að­kom­andi sam­keppni verði, til að tryggja hámarks hagnað þeirra af eign­inni sinni Íslandi. Þetta er á manna­máli kallað að eiga Ísland með öllum þeim hlunn­indum sem því fylgja eins og Dana­kon­ungur forð­um.

Stöðvum þessa þróun

Ég skora á kjós­endur að átta sig á stöð­unni og hugsa vel sinn gang varð­andi það að kjósa stjórn­mála­flokka sem hafa staðið hafa vörð um þessar þjóð­fé­lags­breyt­ingar og stuðlað að þeim.

Við verðum að stöðva þessa þróun og kjósa við­spyrnu og breyt­ingar ann­ars verður þetta eins og ég lýsti hér að fram­an. Viljum við svona Ísland?

Í kosn­inga­bar­átt­unni hefur verið mikil umræða um ham­faravá í umhverf­is­málum og Við­reisn sett umhverf­is­málin á odd­inn sem for­gangs­mál fyrir okkur og kom­andi kyn­slóð­ir. Hvernig sam­fé­lagið ætlum við að afhenda kom­andi kyn­slóð­um, ég kalla þetta sam­fé­lags­vá.

Hvernig sjáið þið lýð­ræðið virka í sam­fé­lagi þar sem fámenn klíka og nokkrar fjöl­skyldur eiga allt?

Stoppum þessa þróun og kjósum Við­reisn.

Höf­undur er í 4. sæti á lista Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar