Af ást til Alþingis

Borghildur Sölvey Sturludóttir spyr: Hvernig ætlum við að skipuleggja þetta land?

Auglýsing

Á mér brenna mál­efni sem varða skipu­lag, mann­gert umhverfi, gæði og fram­tíð­ar­sýn okkar er kemur að borgar og bæj­ar­um­hverfi á Íslandi og þá sér­stak­lega hvað ríkið sé að gera í formi dóma og laga­setn­inga ann­ars vegar og svo hvað sveit­ar­fé­lögin eru að ger­a.  Getum við sem sam­fé­lag farið að ræða gæði er kemur að skipu­lagi, hvað sé ásætt­an­legt og hvernig við ætlum að skipta gæðum á milli borg­ara þessa lands? Þetta er í raun kjarni þess sem póli­tík fjallar um og því áhuga­vert hvernig tek­ist verður á um fram­tíð­ar­sýn okkar á næstu vik­um. Hvort að við treystum okkur í sam­tal um annað en nýt­ing­ar­hlut­fall og hæð húsa. Hvort að við getum farið að fjalla um ljós, skugga, fag­ur­fræði, sögu­legt sam­hengi og blöndun byggð­ar.

Hvernig túlkar dóms­valdið nýt­ing­ar­hlut­fall?

Margar upp­bygg­ing­ar­heim­ildir eiga sér langa og flókna sögu og enn sem komið er, er þetta enn túlkað sem eilífð­ar­eign og gildir þá engu hvort að ein­hver menn­ing­ar­verð­mæti eða gömul hús séu til stað­ar.

Auglýsing
Nýlega kom fram dómafor­dæmi þar sem tek­inn er af því allur vafi að nýt­ing­ar­hlut­fall vegur hærra en menn­ing­ar­verð­mæti, að heim­ildir í deiliskipu­lagi (sem í dag má mögu­lega segja barn síns tíma) er eilíf eign líkt og  óveiddur kvóti. Gam­alt hús, sem ætti að vernda, þarf því að víkja þar sem að fyrir löngu var búið að leyfa rif, auka nýt­ing­ar­hlut­fall og leyfa fjöl­býl­is­hús á lóð­inni. Búið var að lofa meiri verð­mætum í formi fleiri fer­metra en gamla húsið var.

Hvað er ríkið að gera?

Á síð­asta ári skrif­aði ég grein sem birt­ist í Kjarn­anum þann 03.11.2020. Þar var gerð heið­ar­leg til­raun til að höfða á fag­legan og yfir­veg­aðan hátt til stjórn­mála­fólks um að íhuga skekkj­una í laga- og reglu­gerð­um, svokölluð hlut­deild­ar­lán, sem vinna gegn því sem fag­fólk á sviði skipu­lags- og umhverf­is­mála leggur rækt við. Hlut­deild­ar­lánin áttu að hjálpa fyrstu kaup­endum við að eign­ast þak yfir höf­uðið en voru á sama tíma skil­yrt nýbygg­ingum og því ekki hægt að kaupa í grónum hverf­um. Reyndar réð­ust hlut­deild­ar­lánin ekki að rót vand­ans, sem hefur ekk­ert með skipu­lag eða bygg­inga­tækni­legar lausnir að gera. Með veit­ingum þeirra birt­ist kerf­is­læg skekkja sem rekja má til fjár­mála­geirans og þeirrar sér­stöku hug­myndar að líta á íbúð­ar­hús­næði sem fjár­fest­ing­ar­kost og sem atvinnu­veg.

Á sama tíma og höf­uð­borgin kemur fram með bætt aðal­skipu­lag, auknar áherslur á sögu­legt sam­heng­i,  horf­umst við í augu við allt aðra þróun hjá rík­is­vald­inu er kemur að laga­setn­ingum og skipu­lags­mál­um.

Hvað eru sveit­ar­fé­lögin að gera?

Nú, í aðdrag­anda kosn­inga á ég mér þann draum að fram­bjóð­endur og aðrir leggi frá sér flokkspóli­tísk gler­augu í stund­ar­fjórð­ung eða svo og kynni sér breyt­ingar og nýja við­bót við Aðal­skipu­lag Reykja­víkur. Ég bendi sér­stak­lega á bls. 82-86, en þar er   um er að ræða mjög áhuga­verðar áherslur varð­andi þétt­leika byggð­ar, form bygg­inga, birtu­skil­yrði, og björt og skjól­góð úti­svæð­i. 

Hér eru dæmi um randbyggð, þar sem tekið er á garðrými og hlutfalli þess, hlutfalli jarðhæða, sem liggja að götu og eiga að tryggja lifandi hliðar húsa, hvar sólin skín og hvaða áhrif það hefur á birtuskilyrði garðsvæða. Heimild AR/ Teiknistofan Stika

Mörgum er óþarf­lega tamt að að úthrópa þennan eða hinn borg­ar­stjór­ann þegar rætt er hvernig „um­horfs“ er í borg­inni. Slíkt er ómak­legt þar sem skipu­lag og inn­viðir borg­ar­innar eru verk margra kyn­slóða stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna. Þegar skipu­lag borg­ar­innar er rætt er nauð­syn­legt að rýna af alvöru í skipu­lags­lög­gjöf og sögu borg­ar­inn­ar. 

Getur ríkið beitt sér með ein­hverjum hætti í skipu­lags­mál­um, jafn­vel „kra­fist“ skil­greinda gæða?

Nú stytt­ist í kosn­ingar og  þá er lag að huga að breyt­ingum í þessum mála­flokki sem öðr­um.  Áherslur í skipu­lags­málum borg­ar­innar eru unnar eftir fag­legum grein­ingum og við­ur­kenndri aðferða­fræði, en ekki eftir henti­stefnu varð­andi dreif­ingu byggð­ar.  Sú þétt­ing byggðar sem Reykja­vík­ur­borg vinnur með í Aðal­skipu­lagi sínu er hug­mynda­fræði sem að allar borgir vinna nú með. 

Að þétta byggð þýðir „að fara vel með“, nýta betur land og inn­viði. Það væri líka hægt að kalla þetta, „í átt að jafn­vægi og stöð­ug­leika“ eða „að fara vel með og nýta inn­viði“ og leiða hug­ann að því að landið sé hugs­að  fyrir íbú­ana fremur en fyrir bíl­ana! Núver­andi stefna rík­is­valds­ins, sem birt­ist í hlut­deild­ar­lán­um, dreifir byggð, hneppir fólk í átt­haga­fjötra, eykur umferð, stuðlar að meng­un, er kostn­að­ar­söm og tekur tíma frá fólki sem það gæti varið í vinnu, tóm­stundir eða sam­veru með fjöl­skyldu og vin­um! 

Kæru fram­bjóð­endur til alþing­is! Hér eru þrjú skref sem geta fært okkur nær nútím­anum og jafn­vel fram­tíð­inni þegar kemur að ákvörð­unum um fjár­magn, inn­viði og betra líf fyrir okkur öll. Ég legg til:

  1. Að þing­menn leggi fram frum­varp um blöndun byggð­ar. Bjarg íbúða­fé­lag er virki­lega góð byrj­un, en það þarf meira til en að byggja fjöl­býl­is­hús á nokkrum stöð­um. Líta mætti oftar til grann­þjóð­anna, Danir leggja til dæmis áherslu á að höfða til allra bygg­ing­ar­að­ila um að huga að blöndun hvar sem er á land­inu, sem verður til þess að ákveðin þétt­inga­svæði eru ekki aðeins fyrir efna­meira fólk. Danir hafa t.d. sett í lög að tryggja skuli um 20% blöndun á upp­bygg­ing­ar­svæð­um, þannig er tryggt að almenna kerfið komi í bland við leigu og eignar­í­búð­ir.
  2. Að heim­ildir í deiliskipu­lags­á­ætl­unum verði skráðar sem „eign­ir“ hjá þjóð­skrá (ónýttar heim­ild­ir). Margar deiliskipu­lags­á­ætl­anir hafa elst illa. Það sem þótti hent­ugt fyrir um 20 árum, þykir það ekki í dag. Við gerum enn frek­ari kröfur á sögu­lega skírskot­un, hæfi­lega skala og minni öfgar í hæðum húsa. Ef hægt er að koma upp „tekju­stofni“ í kringum óbyggðar heim­ild­ir, væri kannski ekki farið fram á svo mikið í einum bita, þær lægju síður óhreyfðar í ára­tugi og bæir og borg gætu frekar átt von á því að eftir sam­þykkt deiliskipu­lags væri hægt að hefj­ast handa við bygg­ing­ar, frekar en að heim­ildin lægi óhreyfð í mörg ár.
  3. Að frum­varp um gæði í mann­gerðu umhverfi líti dags­ins ljós. Skipu­lags­stofn­un, Hús­næðis og mann­virkja­stofn­un, Vega­gerð­in, Hönn­un­ar­mið­stöð og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga fái það verk­efni að finna þau íslensku gæði sem þarf til að byggð og gæði vaxi hér og dafni. Þannig má tryggja betur (stuðla að) að það fjár­magn sem veitt er í hvers kyns upp­bygg­ingu á land­inu, taki ekki bara mið af hag­kvæmni heldur þorum við að leggja áherslu á og gera kröfur um að öll verk sem eru hluti af rík­is­út­gjöldum séu unnin eftir skil­greindum gæðum og lang­tíma­út­reikn­ing­um. 

Þetta er skrifað af ást til lýð­ræð­is­ins og Alþingis í von um að þar verði unnið mark­visst af kær­leika til að gera landið okkar gott land til að búa í – fremur en gott land til að keyra í. Að litið verði á skipu­lags­mál út frá umhverf­is­málum og efna­hags­mál­um, en ekki fyrst og fremst sem hús­næð­is­mál. Góð byrjun væri að ræða skipu­lags­mál heild­stætt, tengja saman sam­göngur og hús­næð­is­mál, að vinna mark­visst að því að draga úr C02 losun með stór­tæk­ari hætti en að banna plast­rör og plast­poka. 

Höf­undur er arki­tekt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar