Hvar eru hagsmunir almennings

Guðmundur Ragnarsson segir að Ísland eigi að tengja krónuna við evru.

Auglýsing

Ef reynt er að átta sig á því hvar fram­tíð­ar­hags­munir launa­fólks og almenn­ings eru, verður að skoða for­tíð­ina og hvernig hag­saga okkar hefur ver­ið.

Þar blasir við okkur raun­veru­leiki sem er ekki fag­ur. Það fyrsta sem kemur upp í hug­ann er kork­tappi í ólgu­sjó þegar horft er á örlaga­vald­inn íslensku krón­una í þess­ari sögu.

Hún er fljót sögð efna­hags­saga okk­ar, óstöð­ugur gjald­mið­ill, reglu­leg verð­bólgu­skot, háir vextir sem hafa farið upp í okur­vexti með óvið­ráð­an­legum afborg­unum og eigna­missi. Kaup­máttur launa farið upp og niður með sömu end­ur­tekn­ing­un­um, þegar verð­bólgan hefur étið upp kaup­mátt­inn hefur verið farið í launa­hækk­anir umfram getu hag­kerf­is­ins sem aftur fram­kallar verð­bólgu, vaxta­okur og óstöðu­leika á gjald­miðl­in­um. Það hlýtur að vera umhugs­un­ar­efni eftir að hafa skoðað sög­una hvernig byggja á upp stöð­ug­leika sem er var­an­legur með krón­una sem gjald­mið­il. Það verða þeir að útskýra sem boða stöð­ug­leika með henni.

Það má ekki gleyma því að þessar hremm­ingar geta komið aftur þó að við séum núna í ástandi sem er ekki mjög slæmt miðað við mörg tíma­bil í hag­sögu okk­ar. Skjótt skip­ast veður í lofti og hlut­irnir eru fljótir að breyt­ast. Það hangir alltaf yfir okkur sú ógn að lenda í enn einu hremm­ing­ar­tíma­bil­inu ef illa fer, meðan við höfum ekki breytt neinu.

Mig langar svo í það sem þeir hafa

Við horfum öfund­ar­augum á lönd sem við viljum bera okkur saman við með margt og það er gott. Það sem okkur langar að fá er efna­hags­legur stöð­ug­leiki, lægri vexti, auk­inn kaup­mátt, lægra vöru­verði og fleira sem þessar þjóðir hafa. Ef horft er yfir þessa upp­taln­ingu og gerður sam­an­burð á því hvernig þessu er öðru­vísi fyr­ir­komið hjá þeim, stendur aðal­lega tvennt upp úr, það er gjald­mið­ill­inn og fákeppni sem heldur uppi okri hvort sem er í vöru­verði, þjón­ustu eða fjár­mála­kerf­inu hjá okk­ur.

Hvernig eigum við að koma okkur út úr þessu 

Við eigum að byrja á því að tengja krón­una við evru. Til­einka okkur það sem hefur gefið góða raun hjá öðrum þjóð­um, við þurfum ekki að finna upp hjól­ið, þetta er allt til. Við þurfum að skoða vel hvern­ig  nágranna­þjóðum okkar hefur tek­ist að auka kaup­mátt launa­fólks veru­lega með hóf­legum reglu­legum launa­hækk­unum og stöð­ug­leika. Síðan á það að vera krafa að aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið verði kláraðar og almenn­ingur fái að leggja mat á hvort aðild að sam­band­inu skili veru­legri kaup­mátt­ar­aukn­ingu með lægri fram­færslu og losi okkur undan fákeppn­inni.

Auglýsing
Það er búið að halda ótaldar ræð­urnar í ára­tugi um gjald­mið­il­inn, verð­bólgu, okur­vexti og hátt vöru­verð og ekk­ert hefur breyst. Við verðum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram að hlusta á sömu ræð­urnar eða viljum við breyt­ingar til að losa okkur undan því að hlusta á þessar sömu ræður um sömu vanda­málin áfram. Viljum við ekki nýjar ræður um lausnir og bjart­ari fram­tíð­ar­horfur í stöð­ug­leika? Stöð­ug­leika sem er var­an­legur og grunnur til að byggja á fyrir þau fjöl­mörgu sam­fé­lags­verk­efni sem bíður okkar að leysa og koma í betra horf. Hann er gunn­for­sendan fyrir því að geta náð mark­miðum okkar í umhverf­is­mál­um.

Það ætti að vera ákveðin léttir að vita að það er til annað fyr­ir­komu­lag, að við höfum val, við getum kom­ist út úr þessu. 

Ef við viljum aðra fram­tíð þá verður að gera breyt­ing­ar, það er hægt með því að kjósa Við­reisn. Hættum þessum kostn­að­ar­sömu fórnum fyrir gjald­mið­il­inn krón­una og spóla í sama hjólfar­inu. Það er almenn­ingur sem er að greiða þann fórn­ar­kostn­að, ekki þeir sem eru að eign­ast Ísland í skjóli fákeppni og gjald­mið­ils­ins.

Förum inn í nýja fram­tíð með því að kjósa Við­reisn.

Höf­undur skipar fjórða sæti Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar