Hefur krónan gefist vel?

Björn Gunnar Ólafsson fjallar um krónuna í aðsendri grein og veltir því fyrir sér hvort tími sé kominn til breytinga á peningastefnunni.

Auglýsing

Hlut­verk pen­inga er einkum þrí­þætt, greiðslu­miðl­un, geymsla verð­mæta og ein­ing fyrir bók­hald (e. unit of account) eða eins konar mæli­kvarði á verð­mæti. Krónan virkar vel inn­an­lands í hlut­verki sínu sem greiðslu­mið­ill. Þeir tímar eru liðnir að skortur sé á pen­ing­um; kredit­kort og aðrir raf­rænir miðlar tryggja að öll við­skipti inn­an­lands ganga snuðru­laust fyrir sig. Sem geymsla fyrir verð­mæti fær krónan hins vegar fall­ein­kunn, verð­gildi hennar hefur rýnað ár frá ári, yfir 99% sam­an­borið við t.d. danska krónu, allt frá því að landið fór af gull­fæt­inum eftir fyrstu heims­styrj­öld­ina. Í sam­ræmi við þetta er nota­gildi krón­unnar lítið sem bók­halds­ein­ing yfir lengri tíma lit­ið. Þetta end­ur­spegl­ast í því að mörg fyr­ir­tæki gera upp í evru eða dal. Stór­út­gerðin sem berst einna harð­ast gegn því að almenn­ingur njóti stöðugs gjald­mið­ils eins og evru notar sjálf evr­una í sínu bók­haldi.

Þótt krónan upp­fylli aug­ljós­lega ekki gæða­kröfur sem gerðar eru almennt til gjald­miðla er mik­il­væg­asta spurn­ingin hvort hún hafi gef­ist vel sem tæki til hag­stjórn­ar. Ekki er ein­falt svar við þess­ari spurn­ingu enda hefur hag­fræð­inga löngum greint á um það hvort fast eða fljót­andi gengi henti betur til hag­stjórn­ar. Hér á landi er því einkum haldið á lofti að geng­is­fall hjálpi til við að halda uppi atvinnustigi. Árin 1967 og 1968 varð mik­ill afla­brest­ur, gengi krón­unnar var lækkað og tvö­fald­að­ist verð Banda­ríkja­dals á tveimur árum. Atvinnu­leysi jókst en mestu mun­aði um fólks­flótta frá land­inu þar sem fjöldi Íslend­inga fann sér atvinnu erlend­is. Ekki fjölg­aði þorskum í haf­inu við geng­is­fell­ing­una en mik­ill við­skipta­halli olli áhyggjum enda erf­ið­ara að fjár­magna erlendar skuldir á þessum árum. Fljót­lega bötn­uðu afla­brögð og við­skipta­kjör frá árinu 1969 en geng­is­fell­ingin sáði fræjum óða­verð­bólgu sem átti eftir að herja á lands­menn árum saman og end­aði sú hroll­vekja ekki fyrr en með þjóð­ar­sátt­inni í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins.

Eftir ofris og fall krón­unnar kringum banka­hrunið jókst atvinnu­leysi mik­ið. Geng­is­fell­ingin kom ekki í veg fyrir atvinnu­leysi vegna fjár­mála­hruns­ins. Það birti ekki til fyrr en ferða­menn streymdu til lands­ins eftir að landið komst í tísku meðal ann­ars vegna þeirrar athygli sem Eyja­fjalla­gosið skap­aði ásamt fram­boði á ódýrum flug­ferð­um. Athygli vekur að ferða­manna­straum­ur­inn náði hámarki á árunum fyrir Covid þrátt fyrir mikla hækkun raun­gengis krón­unn­ar. Í Covid far­aldr­inum sem er hvergi nærri yfir­stað­inn hefur atvinnu­leysi auk­ist en atvinnustig hefur lag­ast ekki síst vegna sér­tækra aðgerða stjórn­valda. Geng­is­fallið í fyrra hafði aug­ljós­lega engin áhrif á fjölda ferða­manna.

Auglýsing

Hjálpin sem fellst í geng­is­lækkun krón­unnar er aðal­lega til­flutn­ingur á tekjum frá launa­fólki og fyr­ir­tækjum sem fram­leiða fyrir inn­an­lands­markað til útflutn­ings­at­vinnu­vega. Það er mis­skiln­ingur að tekju­öflun (t.d. lista­manna) eða fram­leiðsla fyrir inn­an­lands­markað sé minna virði en útflutn­ing­ur. Það sem skiptir máli er arð­semi fram­leiðsl­unn­ar. Útflutn­ings­at­vinnu­vegir sem byggja á nátt­úru­auð­lindum eru háðir fram­boðs­tak­mörk­unum þar af leið­andi kemur lægri launa­kostn­aður ekki fram í mik­illi fram­leiðslu­aukn­ingu. Óhjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur veik­ingar krón­unnar er verð­bólga langt yfir því sem evru­svæðið býr við. Nú er verð­bólgan nálægt 5% sem kallar á vaxta­hækk­anir og hækkun verð­tryggðra lána.

Tími fyrir breytta pen­inga­stefnu

Verð­bólgu­mark­miðið sem tekið var upp um alda­mótin er ein­fallt kerfi þar sem seðla­banki hefur eitt mark­mið, verð­stöð­ug­leika, og eitt stýri­tæki til að ná því, stýri­vexti. Engin vafi er á því að stýri­vextir hafa áhrif á heild­ar­eft­ir­spurn og þar með verð­lag til lengri tíma lit­ið. Slík pen­inga­stefna getur verið skyn­sam­leg í stórum hag­kerfum þar sem fjár­magns­mark­aðir eru djúpir og fjöl­breytt inn­an­lands­fram­leiðsla. Í örsmáum hag­kerfum er inn­flutn­ings­verð hins vegar afger­andi fyrir verð­lag. Myndin verður enn flókn­ari ef fjár­magns­flutn­ingar eru frjáls­ir. Höft og stýri­tæki til að hafa stjórn á þeim marg­vís­legu öflum sem hafa áhrif á verð­lag og fjár­mála­stöð­ug­leika eru að hluta til vegna veik­leika krón­unn­ar. Að þessu leyti minnir þróun síð­ustu ára á áætl­un­ar­bú­skap gamla sov­éts­ins þar sem alltaf þurfti að stýra meiru og meiru uns hag­kerfið staðn­aði í skriffin­sku og als­herjar rugli. Pen­inga­stefnan sem nú er við lýði er flókin og dýr fyrir fyr­ir­tæki og almenn­ing. Engin leið er að gera fjár­hags­á­ætl­anir fram í tím­ann, verð­bólgan er óbeisluð og traust á gjald­miðl­inum lít­ið. Þar með er ekki sagt að Seðla­bank­inn hafi útfært verð­bólgu­mark­miðið sem slíkt með röngum hætti. Þótt deila megi um ákvarð­anir um vaxta­breyt­ingar virð­ast þær yfir­leitt hafa verið vel rök­studdar og tím­an­leg­ar. Það er grunn­hug­myndin um sjálf­stæða örmynt án bak­hjarls í evru (eða gull­fæti) sem virkar ekki.

Völ er á skil­virkara og ein­fald­ara pen­inga­kerfi. Hefð­bundið mynt­ráð við evru og síðan inn­ganga í evru­svæðið sparar mikla fjár­muni, tryggir stöð­ug­leika ásamt lægra vaxta- og verð­bólgu­stigi en hér hefur verið við lýði. Jafn­fram styrkir slíkt pen­inga­kerfi virkni mark­að­ar­ins og frjálsa sam­keppni.

Sterk rök mæla með því að Ísland stigi skrefið til fulls inn í Evr­ópu­sam­band­ið. Mál­flutn­ingur and­stæð­inga evru og inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er raka­laus þar sem fyllt er í göt fáfræð­innar með for­dóm­um. Með aðild að evr­ópska efna­hags­svæð­inu og inn­leið­ingu á fjór­frels­inu er íslenskt atvinnu­líf nú þegar innan ramma Evr­ópu­sam­band­ins. Mik­il­væg­asta breyt­ingin með fullri aðild er að hægt er að taka upp evru, Ísland fær ákvörð­un­ar­vald og aðgengi að byggða­sjóðum sam­bands­ins. Jafn­fram losnar almenn­ingur undan núver­andi land­bún­að­ar­kerfi og inn­flutn­ings­höftum sem hafa rýrt lífs­kjör þjóð­ar­inn­ar.

Kosn­ing­arnar í haust

Veiti kjós­endur núver­andi stjórn­ar­flokk­um, stóra Sjálf­stæð­is­flokkn­um, aftur braut­ar­gengi er næsta víst að engar efna­hags­legar fram­farir verða hér næstu fjögur árin og sér­hags­munir stór­út­gerð­ar­innar verða festir í sessi. Í stað flokka sem fylgja úreltri stefnu og hafa enga fram­tíð­ar­sýn er betri val­kostur að kjósa Við­reisn sem hefur vel útfærða stefnu sem miðar meðal ann­ars að auk­inni Evr­ópu­sam­vinnu og upp­töku evru til hags­bóta fyrir almenn­ing. Við­reisn styður einnig nauð­syn­legar og löngu tíma­bærar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem er for­senda fyrir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og upp­töku evru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar