Hræðslan, reiðin og vonin

Guðmundur Andri Thorsson segir að sumir flokkar höfði til hræðslu og aðrir til reiði. Þau í Samfylkingunni vilji aftur á móti virkja vonina.

Auglýsing

Þegar kjós­endur gaum­gæfa nú fram­boðin til Alþingis mættu þeir íhuga hvernig þessi fram­boð reyna að höfða til ólíkra til­finn­inga þeirra, og um leið hversu góður átta­viti þær til­finn­ingar séu.

Fram­bjóð­endur stjórn­ar­flokk­anna tala um eðli­lega um stöð­ug­leika, en þegar rýnt er í skila­boðin sér maður að til­finn­ingin sem þeir reyna að höfða til – í mis­miklum mæli – er hræðsla, ótt­inn við breyt­ingar og koll­steyp­ur, löng­unin til að halda í og varð­veita til­ver­una eins og okkur finnst hún vera. Það er gott og blessað en vand­inn er auð­vitað sá að óbreytt ástand er ekki í boði, breyt­ingar eru óhjá­kvæmi­leg­ar, vanda­mál blasa við sem þarf að leysa, ekki síst nú á tímum hraðra lofts­lags­breyt­inga. Og þá þarf jöfn­uður að vera leið­ar­ljósið, hag­fræði­kenn­ingar sem boða gildi mis­skipt­ingar og ójöfn­uðar eru ekki bara úreltar heldur bein­línis hættu­legar á slíkum tím­um. Stjórn­ar­flokk­arnir vilja ekki mikið tala um það en sam­kvæmt þeirra eigin fjár­mála­á­ætlun er gert ráð fyrir 100 millj­óna nið­ur­skurði opin­berra útgjalda á þessu kjör­tíma­bili. Slíkt er ekki stöð­ug­leiki.

Sú til­finn­ing sem sumir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar – ekki síst þeir sem enn bíða þess að fá kjörna full­trúa – reyna að höfða til og virkja er hins vegar reið­in. Og það er svo margt sem manni svíð­ur: mis­skipt­ing­in, rang­læt­ið, fátækt og óheyri­legt ríki­dæmi, svikið lof­orð ... þannig mætti lengi telja. En reiðin er ekki góður föru­nautur til lengdar í stjórn­málum þó að hún geti vakið mann til vit­und­ar, hún er ekki upp­byggi­legt afl heldur brýtur hún nið­ur. Hún er ekki skap­andi heldur eyð­andi, og eyðir líka þeim sem hald­inn er henni.

Auglýsing

Við í Sam­fylk­ing­unni erum ekki tals­menn óbreytts ástands og óbreyttra stjórn­ar­hátta. Við erum ekki heldur tals­menn nið­ur­rifs. Við viljum hins vegar bæta kjör almenn­ings. Við tölum um það í stefnu okkar að við viljum betra líf fyrir fjöl­skyld­ur, gam­alt fólk, ein­yrkja, börn, öryrkja, launa­fólk, náms­menn, atvinnu­leit­end­ur, eig­endur lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, lista­menn ... með öðrum orð­um: betra líf fyrir almenn­ing.

Við lofum ekki áhyggju­lausu lífi því að stjórn­mála­menn geta ekki lofað því frekar en eilífum sól­skins­stund­um; við lofum ekki óbreyttu ástandi, því að stöð­ug­leik­inn er tál­sýn; við lofum ekki því að brjóta allt og bramla vegna þess að við erum ekki bylt­ing­ar­sinn­ar. Við lofum hins vegar því að hafa þetta leið­ar­ljós í öllum okkar störf­um: að gera líf almenn­ings betra hér á landi.

Og það sem meira er: við teljum að þetta sé hægt. Það gerum við með því að auka ráð­stöf­un­arfé fólks með því að lækka kostnað sem fólk hefur af dag­legu lífi og af því að upp­fylla grunn­þarfir sínar og sinna, hús­næð­is­kostn­aði, vaxta­kostn­aði, mat­ar­kostn­aði. Við gerum það með því að afla rík­is­sjóði tekna með veiði­gjöldum og stór­eigna­skatti á hreina eign umfram 200 mill­ljónir upp á 1,5%, sem er afar hóf­legt og ríka fólkið munar ekk­ert um en almenn­ing munar mikið um. Við gerum það með því að láta almanna­hag ævin­lega ganga fyrir sér­hags­mun­um. Stjórn­mál snú­ast um gæði og byrð­ar, og hvernig þessu er skipt. Við jafn­að­ar­menn viljum jafna byrð­arnar og að fleiri njóti gæð­anna.

Þetta er hægt. En það verður ekki gert öðru­vísi en með því að hækka skatta á þau ofsa­ríku en lækka greiðslu­byrði almenn­ings. Sumir flokkar höfða til hræðslu. Aðrir flokkar höfða til reiði. Við í Sam­fylk­ing­unni viljum virkja von­ina.

Höf­undur skipar annað sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar