Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli?

Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, skrifar um kvennasáttmálann og spyr hvort Ísland þurfi ekki að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í jafnréttismálum.

Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands hafa skilað inn sam­eig­in­legri skugga­skýrslu til nefndar sem starfar á grund­velli samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum (Kvenna­sátt­mál­ans). Nefndin und­ir­býr nú fund þar sem full­trúar íslenska rík­is­ins munu sitja fyrir svörum um fram­kvæmd Kvenna­sátt­mál­ans.

Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins (e. World Economic For­um) síð­ustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, enda hæla stjórn­völd sér oft af því á alþjóða­vett­vangi. En hvað þýðir það í stóra sam­heng­inu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyr­ir­mynd og passa að við­halda og bæta jafn­rétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóð­ir?

Ísland und­ir­rit­aði Kvenna­sátt­mál­ann árið 1980, en hann var ekki full­giltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mik­inn þrýst­ing frá kvenna­sam­tök­um. Með full­gild­ingu skuld­binda íslensk stjórn­völd sig til þess að fara eftir sátt­mál­anum bæði við laga­gerð og þegar mál fara fyrir dóm­stóla. Nú erum við vissu­lega með sterk jafn­rétt­islög á Íslandi en samn­ing­ur­inn hefur þó ekki verið að fullu inn­leiddur í íslenska lög­gjöf. Þrátt fyrir að dóm­stólar eigi að horfa til alþjóð­legra sátt­mála þegar dómar eru felld­ir, þá sjáum við það ítrekað að það virð­ist gleym­ast og ein­göngu sé farið eftir íslenskum lög­um, sem ekki eru jafn sterk og kvenna­sátt­mál­inn þegar kemur að mis­munun gagn­vart kon­um.

Auglýsing

Sem dæmi um það má nefna þá gagn­rýni sem við setjum fram í skugga­skýrsl­unni sem nú hefur verið send til CEDAW nefnd­ar­inn­ar.

Í 5. gr. sátt­mál­ans kemur m.a. fram að aðild­ar­ríkin skuli gera allar við­eig­andi ráð­staf­anir til að breyta félags­legum og menn­ing­ar­legum hegð­un­ar­venjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að upp­ræta for­dóma og venjur sem byggj­ast á hug­mynd­inni um van­mátt eða ofur­mátt ann­ars hvort kyns­ins eða á við­teknum hlut­verkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfs­val kynj­anna kyn­bundið hér á landi. Ábyrgð á heim­ilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hug­myndir um það hvað hvoru kyni um sig leyf­ist, sem m.a. birt­ast í starfs- og náms­vali. Það þarf sam­stillt átak stjórn­valda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynja­fræði að skyldu­fagi á öllum skóla­stig­um, eins og kemur fram í skugga­skýrsl­unni.

Í 6. gr. sátt­mál­ans er áhersla á að koma í veg fyrir man­sal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síð­ustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægi­leg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í man­sali. Sam­kvæmt Eurostat hefur vændi auk­ist gríð­ar­lega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægi­legt fjár­magn hjá lög­reglu til þess að rann­saka man­sal á kon­um, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Sam­tökin hvetja því stjórn­völd í skugga­skýrsl­unni m.a. Til að auka fjár­magn til lög­regl­unnar til þess að rann­saka þetta og koma í veg fyrir man­sal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjár­magni til þess að styðja við þolend­ur.

Það er ekki ein­ungis mik­il­vægt fyrir jafn­rétti á Íslandi að sátt­mál­inn sé inn­leiddur að fullu hér­lend­is, heldur skiptir það einnig máli á alþjóða­skala. Við höfum ekki náð jafn­rétti fyrr en jafn­rétti hefur verið náð alls stað­ar. Reglu­lega fá íslenskar kvenna­hreyf­ingar gagn­rýni fyrir að vera of kröfu­harð­ar, því jafn­rétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hér­lend­is. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynja­jafn­rétti í lönd­um. Með því að inn­leiða kvenna­sátt­mál­ann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóða­skuld­bind­ing­ar, tökum jafn­rétti kynj­anna alvar­lega og styðjum um leið við það að styrkja jafn­rétti á heims­mæli­kvarða því það er mik­il­vægt að það sé sam­ræmi í lögum um jafn­rétti á milli landa. Því fleiri lönd sem inn­leiða sátt­mál­ann, því nær erum við að ná jafn­rétti.

Fram­kvæmd Íslands á Kvenna­sátt­mál­anum verður tekin fyrir á fundi nefnd­ar­innar í Genf í febr­úar 2023. Í skugga­skýrslu sam­tak­anna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska rík­is­ins til að útrýma mis­munun gagn­vart konum og hafa þau því enn tæki­færi til þess að gera betur áður en staða Íslands gagn­vart sátt­mál­anum verður tekin fyrir í febr­ú­ar. Mun full­trúi sam­tak­anna sem skrif­uðu skugga­skýrsl­una einnig ávarpa und­ir­bún­ings­nefnd fund­ar­ins þann 4. júlí þar sem farið verður ítar­legar í þau atriði sem fram koma í skugga­skýrslu sam­tak­anna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stýra Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar