Af hverju skipulag skiptir máli

Kolbeinn Marteinsson telur að við þurfum að spyrja spurninga um framtíðarsýn er varðar skipulagsmál sem nái lengra en til eins kjörtímabils og krefjast „samráðs og samtals um mál málanna“.

Auglýsing

Nýaf­staðnar kosn­ingar sýna okk­ur, svo ekki verður um vill­st, að íslensk stjórn­mál eru eins og íslenskt veð­ur­far, ein­hvers­konar sam­suða af óljósu haust­veðri árið um kring. Fyrir vikið skiptir oft í raun litlu máli hvað við kjósum því íslenskir stjórn­mála­flokkar eru í meg­in­at­riðum sam­mála um grunn­gerð sam­fé­lags­ins. Mun­ur­inn milli þeirra er eins og mun­ur­inn á með­al­hita­stigi milli mán­aða: Frá tveimur gráðum í með­al­hita þess kaldasta í tólf gráður í þeim heitasta. En hvað skyldi gilda um sam­spil skipu­lags­mála og stjórn­mála og hvernig allt þetta sam­tvinn­ast í tíma og rúmi.

Skipu­lags­stjórn­mál?

Ég heyrði skipu­lags­fræð­ing segja um dag­inn að skipu­lags­mál snú­ist í grunn­inn um úthlutun á landi. Það er þó tals­verð ein­földun því skipu­lags­mál hafa bein áhrif á það hvernig við högum líf­inu okk­ar, hvernig við lifum í hinu byggða umhverfi. Viljum við hreiðra um okkur í úthverfum og nota bíl­inn til að nálg­ast vinnu og þjón­ustu, eða viljum við byggja upp marga kjarna þar sem hægt er að nálg­ast alla þjón­ustu gang­andi, með greiðu aðgengi að almenn­ings­sam­göng­um? Rétt eins og tím­inn er land­rými tak­mörkuð gæði og þess vegna á hið opin­bera að vanda til verka, gefa sér tíma og reyna að horfa til fram­tíðar þegar kemur að skipu­lags­gerð.

Þegar við felum stjórn­mála­fólki slíkt ákvarð­ana­vald skap­ast alltaf ákveðin hætta á að að hið stutta póli­tíska umboð þess fái meira vægi en lang­tíma­hags­munir sam­fé­lags­ins. Úthlutun lands og skipu­lag er líka þess eðlis að áhrifa þeirra mun gæta til langrar fram­tíðar og hafa veru­leg áhrif á líf barna okkar og barna­barna. Ekki ein­faldar það málið að góðar ákvarð­anir bera sjaldn­ast ávöxt fyrr en að kjör­tíma­bili liðnu. Það þarf því sterk bein og enn sterk­ari póli­tíska sann­fær­ingu til að standa með lang­tíma­hags­munum heild­ar­innar gegn skyndi­þrýst­ingi hags­muna­að­ila. Að setja sér fram­tíð­ar­sýn og standa með henni.

Auglýsing

Skipu­lags­mál skipta því gríð­ar­lega miklu máli þegar við tölum um stjórn­mál, og það skemmti­leg­asta við þau er að ólíkt miðju­moð­inu í annarri póli­tík eru þar skýr skil og mun­ur, ekk­ert enda­laust haust heldur alvöru and­stæð­ur, sól­ríkt sumar á móti ísköldum vetri. Þétt­ing byggðar eða úthverfa­þensla, almenn­ings­sam­göngur eða hrað­brautir og svona mætti lengi halda áfram.

Gerum skipu­lags­mál að kosn­inga­máli

Það er hægt að refsa stjórn­mála­mönnum fyrir slæmar skipu­lags­á­kvarð­anir en vand­inn er að við sitjum uppi með glæp­inn óbættan til fram­tíð­ar. Því er mik­il­vægt að huga vel að stefnu – og sögu – flokk­anna í skipu­lags­málum áður en kosið er.

Við munum ganga næst til kosn­inga vorið 2022 og þá til sveit­ar­stjórna.

Í þeim kosn­ingum eigum við að krefja stjórn­mála­flokk­ana um skýra stefnu í skipu­lags­mál­um. Hvernig þeir sjá fyrir sér útdeil­ingu hinna tak­mörk­uðu gæða sem land sann­ar­lega er. Hvernig þeir sjái fram­tíð sinna sveit­ar­fé­laga þegar kemur að þróun nýrra bygg­ing­ar­svæða, sam­göngum og sam­spili skipu­lags­mála við lofts­lags­mál. Hvort börn eigi að fá meira pláss en bílar? Við þurfum að spyrja spurn­inga um fram­tíð­ar­sýn sem nær lengra en til kjör­tíma­bils­ins og krefj­ast sam­ráðs og sam­tals um mál mál­anna. Að því sögðu þá læt ég skýra fram­tíð­ar­sýn stjórna­mála­flokk­anna um hvernig sam­fé­lag börnin mín muni erfa stýra því hvaða stjórn­mála­flokk ég kýs.

Höf­undur er ráð­gjafi.

Þessi pist­ill er hluti grein­ar­aðar í til­­efni af því að 100 ár eru liðin frá­­ ­­for­m­­legu upp­­hafi skipu­lags­­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­ar­þorp­a árið 1921.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar