Af hverju skipulag skiptir máli

Kolbeinn Marteinsson telur að við þurfum að spyrja spurninga um framtíðarsýn er varðar skipulagsmál sem nái lengra en til eins kjörtímabils og krefjast „samráðs og samtals um mál málanna“.

Auglýsing

Nýaf­staðnar kosn­ingar sýna okk­ur, svo ekki verður um vill­st, að íslensk stjórn­mál eru eins og íslenskt veð­ur­far, ein­hvers­konar sam­suða af óljósu haust­veðri árið um kring. Fyrir vikið skiptir oft í raun litlu máli hvað við kjósum því íslenskir stjórn­mála­flokkar eru í meg­in­at­riðum sam­mála um grunn­gerð sam­fé­lags­ins. Mun­ur­inn milli þeirra er eins og mun­ur­inn á með­al­hita­stigi milli mán­aða: Frá tveimur gráðum í með­al­hita þess kaldasta í tólf gráður í þeim heitasta. En hvað skyldi gilda um sam­spil skipu­lags­mála og stjórn­mála og hvernig allt þetta sam­tvinn­ast í tíma og rúmi.

Skipu­lags­stjórn­mál?

Ég heyrði skipu­lags­fræð­ing segja um dag­inn að skipu­lags­mál snú­ist í grunn­inn um úthlutun á landi. Það er þó tals­verð ein­földun því skipu­lags­mál hafa bein áhrif á það hvernig við högum líf­inu okk­ar, hvernig við lifum í hinu byggða umhverfi. Viljum við hreiðra um okkur í úthverfum og nota bíl­inn til að nálg­ast vinnu og þjón­ustu, eða viljum við byggja upp marga kjarna þar sem hægt er að nálg­ast alla þjón­ustu gang­andi, með greiðu aðgengi að almenn­ings­sam­göng­um? Rétt eins og tím­inn er land­rými tak­mörkuð gæði og þess vegna á hið opin­bera að vanda til verka, gefa sér tíma og reyna að horfa til fram­tíðar þegar kemur að skipu­lags­gerð.

Þegar við felum stjórn­mála­fólki slíkt ákvarð­ana­vald skap­ast alltaf ákveðin hætta á að að hið stutta póli­tíska umboð þess fái meira vægi en lang­tíma­hags­munir sam­fé­lags­ins. Úthlutun lands og skipu­lag er líka þess eðlis að áhrifa þeirra mun gæta til langrar fram­tíðar og hafa veru­leg áhrif á líf barna okkar og barna­barna. Ekki ein­faldar það málið að góðar ákvarð­anir bera sjaldn­ast ávöxt fyrr en að kjör­tíma­bili liðnu. Það þarf því sterk bein og enn sterk­ari póli­tíska sann­fær­ingu til að standa með lang­tíma­hags­munum heild­ar­innar gegn skyndi­þrýst­ingi hags­muna­að­ila. Að setja sér fram­tíð­ar­sýn og standa með henni.

Auglýsing

Skipu­lags­mál skipta því gríð­ar­lega miklu máli þegar við tölum um stjórn­mál, og það skemmti­leg­asta við þau er að ólíkt miðju­moð­inu í annarri póli­tík eru þar skýr skil og mun­ur, ekk­ert enda­laust haust heldur alvöru and­stæð­ur, sól­ríkt sumar á móti ísköldum vetri. Þétt­ing byggðar eða úthverfa­þensla, almenn­ings­sam­göngur eða hrað­brautir og svona mætti lengi halda áfram.

Gerum skipu­lags­mál að kosn­inga­máli

Það er hægt að refsa stjórn­mála­mönnum fyrir slæmar skipu­lags­á­kvarð­anir en vand­inn er að við sitjum uppi með glæp­inn óbættan til fram­tíð­ar. Því er mik­il­vægt að huga vel að stefnu – og sögu – flokk­anna í skipu­lags­málum áður en kosið er.

Við munum ganga næst til kosn­inga vorið 2022 og þá til sveit­ar­stjórna.

Í þeim kosn­ingum eigum við að krefja stjórn­mála­flokk­ana um skýra stefnu í skipu­lags­mál­um. Hvernig þeir sjá fyrir sér útdeil­ingu hinna tak­mörk­uðu gæða sem land sann­ar­lega er. Hvernig þeir sjái fram­tíð sinna sveit­ar­fé­laga þegar kemur að þróun nýrra bygg­ing­ar­svæða, sam­göngum og sam­spili skipu­lags­mála við lofts­lags­mál. Hvort börn eigi að fá meira pláss en bílar? Við þurfum að spyrja spurn­inga um fram­tíð­ar­sýn sem nær lengra en til kjör­tíma­bils­ins og krefj­ast sam­ráðs og sam­tals um mál mál­anna. Að því sögðu þá læt ég skýra fram­tíð­ar­sýn stjórna­mála­flokk­anna um hvernig sam­fé­lag börnin mín muni erfa stýra því hvaða stjórn­mála­flokk ég kýs.

Höf­undur er ráð­gjafi.

Þessi pist­ill er hluti grein­ar­aðar í til­­efni af því að 100 ár eru liðin frá­­ ­­for­m­­legu upp­­hafi skipu­lags­­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­ar­þorp­a árið 1921.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar