Af hverju skipulag skiptir máli

Kolbeinn Marteinsson telur að við þurfum að spyrja spurninga um framtíðarsýn er varðar skipulagsmál sem nái lengra en til eins kjörtímabils og krefjast „samráðs og samtals um mál málanna“.

Auglýsing

Nýaf­staðnar kosn­ingar sýna okk­ur, svo ekki verður um vill­st, að íslensk stjórn­mál eru eins og íslenskt veð­ur­far, ein­hvers­konar sam­suða af óljósu haust­veðri árið um kring. Fyrir vikið skiptir oft í raun litlu máli hvað við kjósum því íslenskir stjórn­mála­flokkar eru í meg­in­at­riðum sam­mála um grunn­gerð sam­fé­lags­ins. Mun­ur­inn milli þeirra er eins og mun­ur­inn á með­al­hita­stigi milli mán­aða: Frá tveimur gráðum í með­al­hita þess kaldasta í tólf gráður í þeim heitasta. En hvað skyldi gilda um sam­spil skipu­lags­mála og stjórn­mála og hvernig allt þetta sam­tvinn­ast í tíma og rúmi.

Skipu­lags­stjórn­mál?

Ég heyrði skipu­lags­fræð­ing segja um dag­inn að skipu­lags­mál snú­ist í grunn­inn um úthlutun á landi. Það er þó tals­verð ein­földun því skipu­lags­mál hafa bein áhrif á það hvernig við högum líf­inu okk­ar, hvernig við lifum í hinu byggða umhverfi. Viljum við hreiðra um okkur í úthverfum og nota bíl­inn til að nálg­ast vinnu og þjón­ustu, eða viljum við byggja upp marga kjarna þar sem hægt er að nálg­ast alla þjón­ustu gang­andi, með greiðu aðgengi að almenn­ings­sam­göng­um? Rétt eins og tím­inn er land­rými tak­mörkuð gæði og þess vegna á hið opin­bera að vanda til verka, gefa sér tíma og reyna að horfa til fram­tíðar þegar kemur að skipu­lags­gerð.

Þegar við felum stjórn­mála­fólki slíkt ákvarð­ana­vald skap­ast alltaf ákveðin hætta á að að hið stutta póli­tíska umboð þess fái meira vægi en lang­tíma­hags­munir sam­fé­lags­ins. Úthlutun lands og skipu­lag er líka þess eðlis að áhrifa þeirra mun gæta til langrar fram­tíðar og hafa veru­leg áhrif á líf barna okkar og barna­barna. Ekki ein­faldar það málið að góðar ákvarð­anir bera sjaldn­ast ávöxt fyrr en að kjör­tíma­bili liðnu. Það þarf því sterk bein og enn sterk­ari póli­tíska sann­fær­ingu til að standa með lang­tíma­hags­munum heild­ar­innar gegn skyndi­þrýst­ingi hags­muna­að­ila. Að setja sér fram­tíð­ar­sýn og standa með henni.

Auglýsing

Skipu­lags­mál skipta því gríð­ar­lega miklu máli þegar við tölum um stjórn­mál, og það skemmti­leg­asta við þau er að ólíkt miðju­moð­inu í annarri póli­tík eru þar skýr skil og mun­ur, ekk­ert enda­laust haust heldur alvöru and­stæð­ur, sól­ríkt sumar á móti ísköldum vetri. Þétt­ing byggðar eða úthverfa­þensla, almenn­ings­sam­göngur eða hrað­brautir og svona mætti lengi halda áfram.

Gerum skipu­lags­mál að kosn­inga­máli

Það er hægt að refsa stjórn­mála­mönnum fyrir slæmar skipu­lags­á­kvarð­anir en vand­inn er að við sitjum uppi með glæp­inn óbættan til fram­tíð­ar. Því er mik­il­vægt að huga vel að stefnu – og sögu – flokk­anna í skipu­lags­málum áður en kosið er.

Við munum ganga næst til kosn­inga vorið 2022 og þá til sveit­ar­stjórna.

Í þeim kosn­ingum eigum við að krefja stjórn­mála­flokk­ana um skýra stefnu í skipu­lags­mál­um. Hvernig þeir sjá fyrir sér útdeil­ingu hinna tak­mörk­uðu gæða sem land sann­ar­lega er. Hvernig þeir sjái fram­tíð sinna sveit­ar­fé­laga þegar kemur að þróun nýrra bygg­ing­ar­svæða, sam­göngum og sam­spili skipu­lags­mála við lofts­lags­mál. Hvort börn eigi að fá meira pláss en bílar? Við þurfum að spyrja spurn­inga um fram­tíð­ar­sýn sem nær lengra en til kjör­tíma­bils­ins og krefj­ast sam­ráðs og sam­tals um mál mál­anna. Að því sögðu þá læt ég skýra fram­tíð­ar­sýn stjórna­mála­flokk­anna um hvernig sam­fé­lag börnin mín muni erfa stýra því hvaða stjórn­mála­flokk ég kýs.

Höf­undur er ráð­gjafi.

Þessi pist­ill er hluti grein­ar­aðar í til­­efni af því að 100 ár eru liðin frá­­ ­­for­m­­legu upp­­hafi skipu­lags­­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­ar­þorp­a árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar