Á vonarvöl?

Árni Finnsson segir að þróuð ríki hafi skyldu til að aðstoða þróunarríki við að nýta hreina orku og aðlagast loftslagsbreytingum.

Auglýsing

Athygli vakti að Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skotlands, sagði á Arctic Circle ráð­stefn­unni um sl. helgi að á Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) sem hald­inn verður í Glas­gow 31. okt. til 12. nóv. gef­ist þjóðum heims síð­asta tæki­færið til að ná tökum á lofts­lags­vand­anum og ná að tak­marka hlýnun and­rúms­lofts Jarðar við 1,5°C.

Arf­leifð Kaup­manna­hafnar

Á fundi aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings­ins í Kaup­manna­höfn í des­em­ber 2009 (COP15) voru teknar tvær mik­il­vægar ákvarð­anir sem enn verða í fókus á fund­inum í Glas­gow.

  1. Tak­marka yrði hækkun hita­stigs and­rúms­lofts­ins við 2°C miðað við upp­haf iðn­bylt­ingar árið 1850. Hækki hita­stig umfram tvær gráður yrði ekki aftur snúið vegna bráðn­unar Græn­lands­jök­uls og / eða Suð­ur­heim­skauts­ins, súrn­unar sjáv­ar, eyði­legg­ingar búsvæða.
  2. Frá og með 2020 skyldu iðn­ríkin leggja fram 100 millj­arða doll­ara á ári til að
  3. aðstoða þró­un­ar­ríki við að nýta sér end­ur­nýj­an­lega orku, sól og vind,
  4. aðstoða þró­un­ar­ríki við að bregð­ast við afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga.

Þegar fyrir lá sam­komu­lag um hversu mikið and­rúms­loftið mætti hitna án þess að valda var­an­legum skaða á vist­kerfum Jarðar var hægur leikur að reikna út hversu miklu magni gróð­ur­húsa­loft­teg­unda væri enn óhætt að pumpa út í and­rúms­loftið án þess að hita­stig hækk­aði umfram 2°C. Þetta rými minnkar nú óðum.

Tveggja gráðu mark­miðið var leið­ar­ljós samn­inga aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings SÞ frá COP15 2009 þar til samn­ingar tók­ust loks í París 2015. Sú breyt­ing varð þó á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni að þar fengu lág­lend eyríki við­ur­kenn­ingu á því að tak­marka yrði hækkun hita­stigs við 1,5°C. Ella myndu flest þess­ara eyríkja í Kyrra­hafi, Karí­ba­hafi og Ind­lands­hafi hverfa undir yfir­borð sjávar fyrir lok þess­arar ald­ar. Hið sama gildir um strand­svæði Flór­ída – svo dæmi sé tekið – en póli­tísk for­usta á þeim bæ ein­kennd­ist af sauðs­hætti, ekki ábyrgð.

Ísland, Evr­ópu­sam­band­ið, Nor­eg­ur, Banda­ríkin og fjöldi ann­arra ríkja tóku undir með eyríkj­unum og frá lokum Par­ís­ar­ráð­stefn­unnar hefur 1,5°C-­markið verið við­mið flestra ríkja. Í sept­em­ber 2018 birt­ist skýrsla IPCC sem sýndi ótví­rætt að hækki hita­stig Jarðar umfram 1,5°C yrðu afleið­ing­arnar miklum mun verri en áður var talið. 

Auglýsing
Deilt er um hvort 1,5°C sé raun­hæft mark­mið. Á móti er bent á að var­an­leg hlýnun umfram 1,5°C rústar vist­kerfum Jarð­ar. Er það raun­hæfur kost­ur?

Stundum er sagt að ára­tugur sé til stefnu – sem við / mann­kyn hafi til að stöðva ham­fara­hlýnun og súrnun sjáv­ar. Verk­efnið er að helm­inga heimslosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030 miðað við 1990. Milli 2030 og 2040 verður los­unin aftur að helm­ing­ast og fyrir 2050 verður hún enn að minnka um helm­ing.

Öfugt við Kyoto-­bók­un­ina kveður Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn ekki á um að los­un­ar­heim­ildum verði lög­form­lega deilt á milli ríkja eða ríkja­hópa (t.d. ESB) heldur komu aðild­ar­ríkin til leiks í París með tölu yfir hversu mikið þau treystu sér til að minnka los­un. Það munu þau einnig gera í Glas­gow. Stóra spurn­ingin er: verður það nóg? 

Ljóst var í París að lands­fram­lög aðild­ar­ríkj­anna myndu ekki duga til að tak­marka hækkun hita­stigs vel innan við 2°C heldur heldur væri 3 gráðu hækkun nærri lagi. Þá var ákveðið að lengra yrði ekki kom­ist. Þess í stað skyldu aðild­ar­ríki end­ur­skoða lands­fram­lög sín að fimm árum liðn­um. Sá tími rann út fyrir ári, 2020, en COP26 var frestað vegna far­ald­urs­ins. Þess vegna er fund­ur­inn í Glas­gow svo mik­il­væg­ur. Ætla aðild­ar­ríkin að kynna áform um sam­drátt sem dugar til að heim­ur­inn endi ekki á von­ar­völ?

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn bygg­ist á þeirri meg­in­reglu að ríki ákveði sjálf hversu mikið þau draga úr los­un. Lands­fram­lögin eru ákveðin í Bej­ing, Nýju Delí, Brus­sel eða Was­hington. Já, og í Reykja­vík. Allir vita hvað til þarf. Til dæmis er 55% mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins miðað við að önnur ríki hækki lands­fram­lög sín í sama hlut­falli.

Frést hefur að Xi Jin­P­ing Kína­for­seti hygg­ist sitja heima sem sé til marks um að fram­lag Kína verði ekki upp á marga fiska.

Evr­ópu­sam­bandið boð­aði nýjar aðgerðir 11. des­em­ber í fyrra og var markið sett á 55% sam­drátt í losun í stað 40% í aðdrag­anda Par­ís. Evr­ópu­þingið sam­þykkti fyrir þann tíma ályktun um að sam­drátt­ur­inn skyldi verða 60% og vís­inda­sam­fé­lagið og frjáls félaga­sam­tök kröfð­ust 65% sam­dráttar af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Kína, Banda­rík­in, Ind­land, Evr­ópu­sam­bands­rík­in, Rúss­land, Jap­an, Þýska­land, Suður Kór­ea, Íran, Sádi Arab­ía, Indónesía, Kana­da, Mex­ikó, Suður Afr­íka, Brasil­ía, Tyrk­land, Ástr­alía og Bret­land losa um 80% af heimslos­un­inni.

Ísland

Í sam­ræmi við nýtt mark­mið ESB sendi Ísland inn upp­fært lands­fram­lag til skrif­stofu Lofts­lags­samn­ings­ins 18. febr­úar sl. Ekki kemur fram hversu mikið Ísland ætli að draga úr losun en fram kemur að lands­fram­lag Íslands verði ákveðið í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­band­ið, aðild­ar­ríkjum þess og Nor­egi.

Af hálfu for­sæt­is­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra hefur komið fram að hlutur Íslands gæti orðið 40–46% sam­drátt­ur. Þá er vænt­an­lega reiknað með að Ísland fái svip­aðan „af­slátt“ og síð­ast, þegar hlutur Íslands var 29% en heild­ar­mark­miðið ESB 40%. 

Svart­olía

Ein leið til að ná skjótum árangri á Norð­ur­slóðum er að banna alfarið bruna og flutn­inga á svartolíu á Norð­ur­slóð­um. Við bruna svartolíu losnar sót sem sest á ís og jökla og hraðar bráðn­un. Með slíku banni mætti bjarga Norð­ur­skaut­sísn­um.

Skjótur árangur af svartol­íu­banni helg­ast af því að áhrif svartol­íu­bruna eru skamm­vinn. Um leið og meng­unin hættir hægir á bráðnun íss og jökla.

Aðstoð við þró­un­ar­ríki er lyk­il­at­riði í Glas­gow

Hin fátæk­ari ríki heims bera minnsta ábyrgð á þeim vanda sem upp er kom­inn. Þau hafa einnig minnstar bjargir til að verj­ast afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Þróuð ríki hafa því skyldu til að aðstoða þró­un­ar­ríki við að nýta hreina orku og aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um. Þess vegna var sam­þykkt í Kaup­manna­höfn að iðn­ríki skyldu leggja til 100 millj­arða doll­ara á ári til aðstoða þró­un­ar­ríkin (nær ekki til Kína).

Á það hefur verið bent að fram­lag Íslands til Græna lofts­lags­sjóðs­ins sé ekki í sam­ræmi við auð­legð þjóð­ar­inn­ar. Svo er um mörg önnur ríki.

Í ræðu sinni á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna 27. sept­em­ber sl. sagði utan­rík­is­ráð­herra að Ísland hefði frá árinu 2018 rúm­lega tvö­faldað fjár­fram­lag sitt til að alþjóð­legra lofts­lags­að­gerða. Fjór­földun hefði verið nær lagi til að Ísland geti borið sig saman við önnur Norð­ur­lönd.

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar