Á vonarvöl?

Árni Finnsson segir að þróuð ríki hafi skyldu til að aðstoða þróunarríki við að nýta hreina orku og aðlagast loftslagsbreytingum.

Auglýsing

Athygli vakti að Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skotlands, sagði á Arctic Circle ráð­stefn­unni um sl. helgi að á Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) sem hald­inn verður í Glas­gow 31. okt. til 12. nóv. gef­ist þjóðum heims síð­asta tæki­færið til að ná tökum á lofts­lags­vand­anum og ná að tak­marka hlýnun and­rúms­lofts Jarðar við 1,5°C.

Arf­leifð Kaup­manna­hafnar

Á fundi aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings­ins í Kaup­manna­höfn í des­em­ber 2009 (COP15) voru teknar tvær mik­il­vægar ákvarð­anir sem enn verða í fókus á fund­inum í Glas­gow.

  1. Tak­marka yrði hækkun hita­stigs and­rúms­lofts­ins við 2°C miðað við upp­haf iðn­bylt­ingar árið 1850. Hækki hita­stig umfram tvær gráður yrði ekki aftur snúið vegna bráðn­unar Græn­lands­jök­uls og / eða Suð­ur­heim­skauts­ins, súrn­unar sjáv­ar, eyði­legg­ingar búsvæða.
  2. Frá og með 2020 skyldu iðn­ríkin leggja fram 100 millj­arða doll­ara á ári til að
  3. aðstoða þró­un­ar­ríki við að nýta sér end­ur­nýj­an­lega orku, sól og vind,
  4. aðstoða þró­un­ar­ríki við að bregð­ast við afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga.

Þegar fyrir lá sam­komu­lag um hversu mikið and­rúms­loftið mætti hitna án þess að valda var­an­legum skaða á vist­kerfum Jarðar var hægur leikur að reikna út hversu miklu magni gróð­ur­húsa­loft­teg­unda væri enn óhætt að pumpa út í and­rúms­loftið án þess að hita­stig hækk­aði umfram 2°C. Þetta rými minnkar nú óðum.

Tveggja gráðu mark­miðið var leið­ar­ljós samn­inga aðild­ar­ríkja Lofts­lags­samn­ings SÞ frá COP15 2009 þar til samn­ingar tók­ust loks í París 2015. Sú breyt­ing varð þó á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni að þar fengu lág­lend eyríki við­ur­kenn­ingu á því að tak­marka yrði hækkun hita­stigs við 1,5°C. Ella myndu flest þess­ara eyríkja í Kyrra­hafi, Karí­ba­hafi og Ind­lands­hafi hverfa undir yfir­borð sjávar fyrir lok þess­arar ald­ar. Hið sama gildir um strand­svæði Flór­ída – svo dæmi sé tekið – en póli­tísk for­usta á þeim bæ ein­kennd­ist af sauðs­hætti, ekki ábyrgð.

Ísland, Evr­ópu­sam­band­ið, Nor­eg­ur, Banda­ríkin og fjöldi ann­arra ríkja tóku undir með eyríkj­unum og frá lokum Par­ís­ar­ráð­stefn­unnar hefur 1,5°C-­markið verið við­mið flestra ríkja. Í sept­em­ber 2018 birt­ist skýrsla IPCC sem sýndi ótví­rætt að hækki hita­stig Jarðar umfram 1,5°C yrðu afleið­ing­arnar miklum mun verri en áður var talið. 

Auglýsing
Deilt er um hvort 1,5°C sé raun­hæft mark­mið. Á móti er bent á að var­an­leg hlýnun umfram 1,5°C rústar vist­kerfum Jarð­ar. Er það raun­hæfur kost­ur?

Stundum er sagt að ára­tugur sé til stefnu – sem við / mann­kyn hafi til að stöðva ham­fara­hlýnun og súrnun sjáv­ar. Verk­efnið er að helm­inga heimslosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030 miðað við 1990. Milli 2030 og 2040 verður los­unin aftur að helm­ing­ast og fyrir 2050 verður hún enn að minnka um helm­ing.

Öfugt við Kyoto-­bók­un­ina kveður Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn ekki á um að los­un­ar­heim­ildum verði lög­form­lega deilt á milli ríkja eða ríkja­hópa (t.d. ESB) heldur komu aðild­ar­ríkin til leiks í París með tölu yfir hversu mikið þau treystu sér til að minnka los­un. Það munu þau einnig gera í Glas­gow. Stóra spurn­ingin er: verður það nóg? 

Ljóst var í París að lands­fram­lög aðild­ar­ríkj­anna myndu ekki duga til að tak­marka hækkun hita­stigs vel innan við 2°C heldur heldur væri 3 gráðu hækkun nærri lagi. Þá var ákveðið að lengra yrði ekki kom­ist. Þess í stað skyldu aðild­ar­ríki end­ur­skoða lands­fram­lög sín að fimm árum liðn­um. Sá tími rann út fyrir ári, 2020, en COP26 var frestað vegna far­ald­urs­ins. Þess vegna er fund­ur­inn í Glas­gow svo mik­il­væg­ur. Ætla aðild­ar­ríkin að kynna áform um sam­drátt sem dugar til að heim­ur­inn endi ekki á von­ar­völ?

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn bygg­ist á þeirri meg­in­reglu að ríki ákveði sjálf hversu mikið þau draga úr los­un. Lands­fram­lögin eru ákveðin í Bej­ing, Nýju Delí, Brus­sel eða Was­hington. Já, og í Reykja­vík. Allir vita hvað til þarf. Til dæmis er 55% mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins miðað við að önnur ríki hækki lands­fram­lög sín í sama hlut­falli.

Frést hefur að Xi Jin­P­ing Kína­for­seti hygg­ist sitja heima sem sé til marks um að fram­lag Kína verði ekki upp á marga fiska.

Evr­ópu­sam­bandið boð­aði nýjar aðgerðir 11. des­em­ber í fyrra og var markið sett á 55% sam­drátt í losun í stað 40% í aðdrag­anda Par­ís. Evr­ópu­þingið sam­þykkti fyrir þann tíma ályktun um að sam­drátt­ur­inn skyldi verða 60% og vís­inda­sam­fé­lagið og frjáls félaga­sam­tök kröfð­ust 65% sam­dráttar af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Kína, Banda­rík­in, Ind­land, Evr­ópu­sam­bands­rík­in, Rúss­land, Jap­an, Þýska­land, Suður Kór­ea, Íran, Sádi Arab­ía, Indónesía, Kana­da, Mex­ikó, Suður Afr­íka, Brasil­ía, Tyrk­land, Ástr­alía og Bret­land losa um 80% af heimslos­un­inni.

Ísland

Í sam­ræmi við nýtt mark­mið ESB sendi Ísland inn upp­fært lands­fram­lag til skrif­stofu Lofts­lags­samn­ings­ins 18. febr­úar sl. Ekki kemur fram hversu mikið Ísland ætli að draga úr losun en fram kemur að lands­fram­lag Íslands verði ákveðið í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­band­ið, aðild­ar­ríkjum þess og Nor­egi.

Af hálfu for­sæt­is­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra hefur komið fram að hlutur Íslands gæti orðið 40–46% sam­drátt­ur. Þá er vænt­an­lega reiknað með að Ísland fái svip­aðan „af­slátt“ og síð­ast, þegar hlutur Íslands var 29% en heild­ar­mark­miðið ESB 40%. 

Svart­olía

Ein leið til að ná skjótum árangri á Norð­ur­slóðum er að banna alfarið bruna og flutn­inga á svartolíu á Norð­ur­slóð­um. Við bruna svartolíu losnar sót sem sest á ís og jökla og hraðar bráðn­un. Með slíku banni mætti bjarga Norð­ur­skaut­sísn­um.

Skjótur árangur af svartol­íu­banni helg­ast af því að áhrif svartol­íu­bruna eru skamm­vinn. Um leið og meng­unin hættir hægir á bráðnun íss og jökla.

Aðstoð við þró­un­ar­ríki er lyk­il­at­riði í Glas­gow

Hin fátæk­ari ríki heims bera minnsta ábyrgð á þeim vanda sem upp er kom­inn. Þau hafa einnig minnstar bjargir til að verj­ast afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Þróuð ríki hafa því skyldu til að aðstoða þró­un­ar­ríki við að nýta hreina orku og aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um. Þess vegna var sam­þykkt í Kaup­manna­höfn að iðn­ríki skyldu leggja til 100 millj­arða doll­ara á ári til aðstoða þró­un­ar­ríkin (nær ekki til Kína).

Á það hefur verið bent að fram­lag Íslands til Græna lofts­lags­sjóðs­ins sé ekki í sam­ræmi við auð­legð þjóð­ar­inn­ar. Svo er um mörg önnur ríki.

Í ræðu sinni á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna 27. sept­em­ber sl. sagði utan­rík­is­ráð­herra að Ísland hefði frá árinu 2018 rúm­lega tvö­faldað fjár­fram­lag sitt til að alþjóð­legra lofts­lags­að­gerða. Fjór­földun hefði verið nær lagi til að Ísland geti borið sig saman við önnur Norð­ur­lönd.

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar