Af hverju þarf beiðni frá lækni til þess að komast í sjúkraþjálfun?

Kári Árnason rýnir í lög og reglur um starfsemi sjúkraþjálfara og aðgengi að meðferð þeirra sem hann segir ekki byggja á hagkvæmni og þægindum.

Auglýsing

Heil­brigð­is­kerfið er ansi umfangs­mikið apparat og þau sem að stjórna því eru oft ekki í öfunds­verðri stöðu. Sér­stak­lega ekki á þeim tímum sem við lifum núna. Í umræðu um heil­brigð­is­kerfið eru atriði líkt og aukin hag­kvæmni og þæg­indi fyrir not­endur þess gjarnan ofar­lega á baugi. Það vekur því alltaf jafn­mikla furðu þegar rýnt er í lög og reglur heil­brigð­is­kerf­is­ins og í ljós kemur að útkoman er einmitt and­stæða auk­innar hag­kvæmni og þæg­inda. Slíkt er til­fellið í lögum og reglum um aðgengi að sjúkra­þjálfun og rétt fólks á nið­ur­greiðslu frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands. Sú til­finn­ing skýtur óhjá­kvæmi­lega upp koll­inum að þau sem setja leik­regl­urnar fyrir hið opin­bera hafi afar tak­mark­aða þekk­ingu á því hvernig leik­ur­inn í raun og veru gengur fyrir sig.

Í 4. grein reglu­gerðar um end­ur­greiðslu kostn­aðar vegna þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­ara stendur að for­senda fyrir end­ur­greiðslu SÍ sé að fyrir liggi skrif­leg beiðni frá lækni. Heim­ilt er þó að víkja frá þess­ari for­sendu allt að 6 sinnum á ári hverju og hafa þær með­ferðir kall­ast bráða­með­ferð­ir.

Sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar hafa starfað utan samn­ings núna í rúmt ár og er ákveðin patt­staða í samn­inga­við­ræð­unum eins og er. Í gildi hefur því verið end­ur­greiðslu­reglu­gerð sem gerir fólki kleift að fá nið­ur­greiddan kostnað þó svo að eng­inn samn­ingur sé í gildi. Í nóv­em­ber í fyrra var hins vegar þetta ákvæði um bráða­með­ferð­irnar tekið úr þess­ari end­ur­greiðslu­reglu­gerð þannig að nú þurfa skjól­stæð­ingar sjúkra­þjálf­ara alltaf að vera með skrif­lega beiðni frá lækni til þess að eiga rétt á nið­ur­greiðslu frá SÍ. Engin fag­leg rök voru á bak við þessa ákvörðun og mót­mæli Félags sjúkra­þjálf­ara, Félags heim­il­is­lækna og Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins höfðu ekk­ert að segja.

Auglýsing

Það er ekki erfitt að sjá að það er ekki aukin hag­kvæmni og allra síst aukin þæg­indi fólgin í þess­ari breyt­ingu þar sem skjól­stæð­ingar sjúkra­þjálf­ara þurfa núna alltaf að gera sér ferð á heilsu­gæsl­una til að fá sjúkra­þjálf­un­ar­beiðni með til­heyr­andi auka kostn­aði í bæði pen­ingum og tíma. Engar fag­legar útskýr­ingar hafa feng­ist frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu á þess­ari breyt­ingu en ýjað hefur verið að því innan raða sjúkra­þjálf­ara að þetta sé bragð til þess að knýja stétt­ina til samn­inga­við­ræðna.

Þessi breyt­ing og óþæg­indin sem henni hafa fylgt fyrir skjól­stæð­inga sjúkra­þjálf­ara varpar ljósi á stærri spurn­ingu sem und­ir­rit­aður hefur lengi klórað sér í höfð­inu yfir. Af hverju er yfir höfuð gerð krafa um beiðni frá lækni til þess að skjól­stæð­ingar sjúkra­þjálf­ara fái með­ferð sína nið­ur­greidda? Þó að hér hafi áður verið leyfi­legt að fá allt að sex með­ferðir nið­ur­greiddar án þess að vera með beiðni þá verður heild­ar­fjöldi með­ferð­ar­skipta mjög oft fleiri en sex skipti. Það þýðir bara auka ferð á heilsu­gæsl­una fyrir skjól­stæð­ing­inn til þess að verða sér út um beiðni með til­heyr­andi pen­inga- og tíma­eyðslu fyrir skjól­stæð­ing og lækn­inn. Hvaða fag­legu rök búa þar að baki? Hvar er hag­kvæmnin og þæg­indin í því? Að sjálf­sögðu eru til dæmi þar sem beiðn­irnar koma sér vel t.d. í end­ur­hæf­ingu eftir skurð­að­gerðir og slys þar sem nauð­syn­legt er fyrir sjúkra­þjálf­ar­ann að hafa ákveðnar upp­lýs­ingar um áverk­ann. Sú krafa um að beiðni frá lækni sé for­senda fyrir greiðslu­þátt­töku SÍ heldur hins vegar engu vatni. Mjög áhuga­vert er einnig að skoða 5. grein í lögum um sjúkra­þjálfun frá 2002 þar sem stendur að sjúkra­þjálf­arar megi ekki taka skjól­stæð­inga til með­ferðar án sam­ráðs við lækni. Í raun­veru­leik­anum er þessu alls ekki fylgt eftir og er í sjálfu sér í hróp­andi mót­sögn við fyrr­nefnd bráða­með­ferða ákvæði sem höfðu verið í gildi í mörg ár þangað til í nóv­em­ber í fyrra.

En af hverju stendur þetta þá í lög­un­um? Hvað er það við aðkomu lækna að með­ferð sjúkra­þjálf­ara sem yfir­völd eru svona föst á? Það er í raun og veru óskilj­an­legt þar sem sjúkra­þjálf­arar eru og eiga að vera fag­lega sjálf­stæð­ir. Þetta verður enn áhuga­verð­ara þegar nám lækn­is­fræð­innar er skoð­að. Eini áfang­inn sem lækna­nemar taka sem hefur eitt­hvað með end­ur­hæf­ingu að gera er nám­skeið á 6. ári sem kall­ast „End­ur­hæf­inga­fræði” og telur tvær ein­ing­ar. Tvær ein­ingar af 360 ein­inga­námi til kandídats­prófs. Það er ekki mik­ið. Samt er for­senda nið­ur­greiðslu rík­is­ins á sjúkra­þjálf­un­ar­með­ferð undir því komið að læknar skrifi beiðni með til­mælum til sjúkra­þjálf­ara um val á með­ferð.

Auglýsing

Yfir­völd virð­ast ekki átta sig á því að læknar hafa í lang­flestum til­fellum enga for­sendu til þess að segja hvaða með­ferð sjúkra­þjálf­ari ætti að veita, í hvaða magni og með hvaða hætti enda læra þeir lækn­is­fræði en ekki sjúkra­þjálf­un. Auk þess er afar hæpið að þeir fylgist grannt með fram­þróun sjúkra­þjálf­unar sem fræði­grein­ar. Ekki frekar en að sjúkra­þjálf­arar séu að setja sig inn í nýj­ustu breyt­ingar í lækn­is­fræði til að veita læknum fyr­ir­mæli um hvaða lyf þeir ættu að gefa við hinum og þessum kvill­um. Þarna sem fyrr liggja engin fag­leg rök að baki og afar ein­kenni­legt er að sjá að það séu lög og reglur í gildi í sam­fé­lag­inu sem virð­ast ekki hafa neitt fag­legt á bak við sig. Þessu þarf að breyta og eflaust væru lækn­arnir líka allra fegn­astir að losna við þessa papp­írs­vinnu.

Und­ir­rit­aður tók að gamni sínu saman þær beiðnir sem honum bár­ust á árinu 2020 en á hverri sjúkra­þjálf­un­ar­beiðni er dálkur sem við stendur „Fyr­ir­mæli til þjálf­ara um með­ferð”. Af 127 beiðnum voru 110 sem inni­héldu annað hvort engin fyr­ir­mæli eða fyr­ir­mælin „að mati sjúkra­þjálf­ara”, 13 beiðnir voru frá bækl­un­ar­læknum með upp­lýs­ingum eftir aðgerðir og fjórar beiðnir voru með úreltum eða óljósum fyr­ir­mæl­um. Engin beiðni hélt upp­lýs­ingar sem breyttu eða höfðu afger­andi áhrif á með­ferð­ar­val und­ir­rit­aðs. Það má því færa rök fyrir því að hér sé stað­fest­ing á mörgum tugum til­gangs­lausra heim­sókna á heilsu­gæsl­una sem hefðu geta verið nýttar í brýnni til­efni. Það er því ekki nema von að maður velti vöngum yfir því af hverju hið opin­bera er að spila þennan leik sem er ekki að gera neitt annað en að flækja mál­in. Hag­kvæmni og þæg­indi virð­ast þeim alla­vega ekki ofar­lega í huga.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í bækl­un­ar­sjúkra­þjálfun og aðjúnkt við náms­braut í sjúkra­þjálfun við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar