Af hverju þarf beiðni frá lækni til þess að komast í sjúkraþjálfun?

Kári Árnason rýnir í lög og reglur um starfsemi sjúkraþjálfara og aðgengi að meðferð þeirra sem hann segir ekki byggja á hagkvæmni og þægindum.

Auglýsing

Heilbrigðiskerfið er ansi umfangsmikið apparat og þau sem að stjórna því eru oft ekki í öfundsverðri stöðu. Sérstaklega ekki á þeim tímum sem við lifum núna. Í umræðu um heilbrigðiskerfið eru atriði líkt og aukin hagkvæmni og þægindi fyrir notendur þess gjarnan ofarlega á baugi. Það vekur því alltaf jafnmikla furðu þegar rýnt er í lög og reglur heilbrigðiskerfisins og í ljós kemur að útkoman er einmitt andstæða aukinnar hagkvæmni og þæginda. Slíkt er tilfellið í lögum og reglum um aðgengi að sjúkraþjálfun og rétt fólks á niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. Sú tilfinning skýtur óhjákvæmilega upp kollinum að þau sem setja leikreglurnar fyrir hið opinbera hafi afar takmarkaða þekkingu á því hvernig leikurinn í raun og veru gengur fyrir sig.

Í 4. grein reglugerðar um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara stendur að forsenda fyrir endurgreiðslu SÍ sé að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni. Heimilt er þó að víkja frá þessari forsendu allt að 6 sinnum á ári hverju og hafa þær meðferðir kallast bráðameðferðir.

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa starfað utan samnings núna í rúmt ár og er ákveðin pattstaða í samningaviðræðunum eins og er. Í gildi hefur því verið endurgreiðslureglugerð sem gerir fólki kleift að fá niðurgreiddan kostnað þó svo að enginn samningur sé í gildi. Í nóvember í fyrra var hins vegar þetta ákvæði um bráðameðferðirnar tekið úr þessari endurgreiðslureglugerð þannig að nú þurfa skjólstæðingar sjúkraþjálfara alltaf að vera með skriflega beiðni frá lækni til þess að eiga rétt á niðurgreiðslu frá SÍ. Engin fagleg rök voru á bak við þessa ákvörðun og mótmæli Félags sjúkraþjálfara, Félags heimilislækna og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins höfðu ekkert að segja.

Auglýsing

Það er ekki erfitt að sjá að það er ekki aukin hagkvæmni og allra síst aukin þægindi fólgin í þessari breytingu þar sem skjólstæðingar sjúkraþjálfara þurfa núna alltaf að gera sér ferð á heilsugæsluna til að fá sjúkraþjálfunarbeiðni með tilheyrandi auka kostnaði í bæði peningum og tíma. Engar faglegar útskýringar hafa fengist frá heilbrigðisráðuneytinu á þessari breytingu en ýjað hefur verið að því innan raða sjúkraþjálfara að þetta sé bragð til þess að knýja stéttina til samningaviðræðna.

Þessi breyting og óþægindin sem henni hafa fylgt fyrir skjólstæðinga sjúkraþjálfara varpar ljósi á stærri spurningu sem undirritaður hefur lengi klórað sér í höfðinu yfir. Af hverju er yfir höfuð gerð krafa um beiðni frá lækni til þess að skjólstæðingar sjúkraþjálfara fái meðferð sína niðurgreidda? Þó að hér hafi áður verið leyfilegt að fá allt að sex meðferðir niðurgreiddar án þess að vera með beiðni þá verður heildarfjöldi meðferðarskipta mjög oft fleiri en sex skipti. Það þýðir bara auka ferð á heilsugæsluna fyrir skjólstæðinginn til þess að verða sér út um beiðni með tilheyrandi peninga- og tímaeyðslu fyrir skjólstæðing og lækninn. Hvaða faglegu rök búa þar að baki? Hvar er hagkvæmnin og þægindin í því? Að sjálfsögðu eru til dæmi þar sem beiðnirnar koma sér vel t.d. í endurhæfingu eftir skurðaðgerðir og slys þar sem nauðsynlegt er fyrir sjúkraþjálfarann að hafa ákveðnar upplýsingar um áverkann. Sú krafa um að beiðni frá lækni sé forsenda fyrir greiðsluþátttöku SÍ heldur hins vegar engu vatni. Mjög áhugavert er einnig að skoða 5. grein í lögum um sjúkraþjálfun frá 2002 þar sem stendur að sjúkraþjálfarar megi ekki taka skjólstæðinga til meðferðar án samráðs við lækni. Í raunveruleikanum er þessu alls ekki fylgt eftir og er í sjálfu sér í hrópandi mótsögn við fyrrnefnd bráðameðferða ákvæði sem höfðu verið í gildi í mörg ár þangað til í nóvember í fyrra.

En af hverju stendur þetta þá í lögunum? Hvað er það við aðkomu lækna að meðferð sjúkraþjálfara sem yfirvöld eru svona föst á? Það er í raun og veru óskiljanlegt þar sem sjúkraþjálfarar eru og eiga að vera faglega sjálfstæðir. Þetta verður enn áhugaverðara þegar nám læknisfræðinnar er skoðað. Eini áfanginn sem læknanemar taka sem hefur eitthvað með endurhæfingu að gera er námskeið á 6. ári sem kallast „Endurhæfingafræði” og telur tvær einingar. Tvær einingar af 360 eininganámi til kandídatsprófs. Það er ekki mikið. Samt er forsenda niðurgreiðslu ríkisins á sjúkraþjálfunarmeðferð undir því komið að læknar skrifi beiðni með tilmælum til sjúkraþjálfara um val á meðferð.

Auglýsing

Yfirvöld virðast ekki átta sig á því að læknar hafa í langflestum tilfellum enga forsendu til þess að segja hvaða meðferð sjúkraþjálfari ætti að veita, í hvaða magni og með hvaða hætti enda læra þeir læknisfræði en ekki sjúkraþjálfun. Auk þess er afar hæpið að þeir fylgist grannt með framþróun sjúkraþjálfunar sem fræðigreinar. Ekki frekar en að sjúkraþjálfarar séu að setja sig inn í nýjustu breytingar í læknisfræði til að veita læknum fyrirmæli um hvaða lyf þeir ættu að gefa við hinum og þessum kvillum. Þarna sem fyrr liggja engin fagleg rök að baki og afar einkennilegt er að sjá að það séu lög og reglur í gildi í samfélaginu sem virðast ekki hafa neitt faglegt á bak við sig. Þessu þarf að breyta og eflaust væru læknarnir líka allra fegnastir að losna við þessa pappírsvinnu.

Undirritaður tók að gamni sínu saman þær beiðnir sem honum bárust á árinu 2020 en á hverri sjúkraþjálfunarbeiðni er dálkur sem við stendur „Fyrirmæli til þjálfara um meðferð”. Af 127 beiðnum voru 110 sem innihéldu annað hvort engin fyrirmæli eða fyrirmælin „að mati sjúkraþjálfara”, 13 beiðnir voru frá bæklunarlæknum með upplýsingum eftir aðgerðir og fjórar beiðnir voru með úreltum eða óljósum fyrirmælum. Engin beiðni hélt upplýsingar sem breyttu eða höfðu afgerandi áhrif á meðferðarval undirritaðs. Það má því færa rök fyrir því að hér sé staðfesting á mörgum tugum tilgangslausra heimsókna á heilsugæsluna sem hefðu geta verið nýttar í brýnni tilefni. Það er því ekki nema von að maður velti vöngum yfir því af hverju hið opinbera er að spila þennan leik sem er ekki að gera neitt annað en að flækja málin. Hagkvæmni og þægindi virðast þeim allavega ekki ofarlega í huga.

Höfundur er sérfræðingur í bæklunarsjúkraþjálfun og aðjúnkt við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar