Morgunblaðið og „bankaslysið“ 2008

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um þörf hægri og frjálshyggjumanna hér á landi, til þess að reyna að breiða yfir og breyta því sem raunverulega gerðist á Íslandi haustið 2008.

Auglýsing

Í afar áhuga­verðri bók, „The Uses and Abuses of History“ (Notkun og mis­notkun sög­unn­ar, þýð. GH), skrifar kanadíski sagn­fræð­ing­ur­inn Marg­aret Macmillan meðal ann­ars um þá til­hneig­ingu að bjaga, rang­túlka og „búa til nýja sög­u.“ Þar skrifar hún til dæmis um þá kerf­is­bundnu útþynn­ingu í japönskum sögu­bókum sem miðar að því að „slétta yfir“ og draga úr grimmd­ar­verkum Jap­ana í seinni heims­styrj­öld­inni. Einnig fjallar hún um það hvernig Slobodan Milos­evic, fyrrum leið­togi Serba í Júgóslavíu not­aði sögu þeirra til að kynda undir þjóð­ern­is­hyggju og hug­myndum um Stór-Serbíu, sem meðal ann­ars leiddu til borg­ara­stríðs í land­inu á árunum 1991-1995 og hruns Júgóslavíu, með til­heyr­andi hörm­ung­um.

Mér varð hugsað til þess­arar bókar sem ég á og las fyrir nokkrum árum, þegar ég rakst á eitt af Reykja­vík­ur­bréfum Morg­un­blaðs­ins á einu af bak­ar­íum borg­ar­innar fyrir skömmu, en þar kíki ég stundum í Mogg­ann.

Reyndar vil ég kalla þessi bréf blaðs­ins, „Reiði­bréf Morg­un­blaðs­ins,“ því erfitt er að finna jafn súra heift í skrifum fjöl­mið­ils á Íslandi út í menn og mál­efni. Flest þess­ara bréf eru skrifuð af Davíð Odds­syni, einum fræg­asta stjórn­mála­manni Íslands (for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og hvað­eina), sem nú hefur verið annar rit­stjóra blaðs­ins í yfir ára­tug, eða frá 2009.

Einka­væð­ingin sem sprakk

Það var einnig hann, í liði með Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem inn­leiddi þá einka­væð­ingu um og upp úr árið 2000, sem síðar sprakk í and­litið á Íslend­ingum á haust­mán­uðum 2008, þegar Ísland varð nán­ast gjald­þrota. Í einka­væð­ing­ar­vímunni ætl­uðu Íslend­ingar að sigra heim­inn, en annað kom a dag­inn.

Auglýsing
En það var einmitt sá atburð­ur, þ.e.a.s. hrun­ið, sem var til umfjöll­unar í því Reykja­vík­ur­bréfi sem ég rak augun í þarna í bak­arí­inu og það orð sem höf­undur bréfs­ins not­aði um þann atburð var „bankaslysið“ (Morg­un­blað­ið, 6. febr­úar 2020)!

Hér er um að ræða alveg nýja útgáfu af þeim atburðum sem settu banka­kerfi lands­ins á hausinn, sem olli því að fjöldi fyr­ir­tækja fór á hausinn, þús­undir manna misstu aleig­una og eða misstu vinn­una, land­flótti brast á, krónan féll um 50% og verð­bólgan rauk upp úr öllu valdi. Íslensk efn­hags­líf var síðan í gjald­eyr­is­höftum frá nóv­em­ber 2008, fram á vor­mán­uði 2017. Var allt þetta virki­lega bara eitt­hvað „slys“? Á nú virki­lega að reyna að telja manni trú um það? Ef þetta er ekki til­raun til sögu­legrar bjög­un­ar, þá veit ég ekki hvað það er. 

„Hið svo­kall­aða hrun“

Reyndar er hún merki­leg, sú til­hneig­ing ýmissa hægri­manna, að láta eins og það hafi aldrei orðið neitt hrun, það hafi bara ekki gerst. Það má finna í skrifum þeirra frasa á borð við „hið svo­kall­aða hrun.“ Þetta er t.d. leið­ar­stef í skrifum tíma­rits sem gefið er út hér á landi og heitir Þjóð­mál. Dæmi úr leið­ara þessa rits: „Í byrjun októ­ber voru liðin níu ár frá hinu svo­kall­aða hrun­i.“ (Þjóð­mál, 6. nóv­em­ber, 2017). „Trygg­ing­ar­gjaldið er eitt af því sem dregur fram ákveðið hegð­un­ar­vanda­mál hjá rík­inu. Gjaldið var snar­hækkað í kjöl­far hins svo­kall­aða hruns haustið 2008.“ (Þjóð­mál, 20. jan­úar 2020). 

Höf­undur þess­ara skrifa er hægri­mað­ur­inn Gísli Freyr Val­dórs­son, sem helst hefur unnið sér það til frægðar að vera aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum Inn­an­rík­is­ráð­herra, en hún þurfti að segja af sér vegna hins svo­kall­aða „Leka­máls.“ Þar var áður­nefndur Gísli var einn aðal­ger­enda, en þetta var í nóv­em­ber árið 2014.

En aftur að hrun­inu, því þetta var HRUN og komust gjald­þrota bank­anna þriggja hér­lend­is; Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, öll á lista yfir tíu mestu gjald­þrot sög­unn­ar. Sjálfur lenti Davíð Odds­son á lista Time Mag­azine yfir þá 25 aðila sem tíma­ritið sagði bera mesta ábyrgð á því sem gerð­ist árið 2008 og verður það að telj­ast vafa­samur heið­ur.

Ný hug­tök?

Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hvort á síðum Morg­un­blaðs­ins verði gerðar fleiri til­raunir til þess að hag­ræða þeim stað­reyndum sem flestir virð­ast vera sam­mála um, þ.e.a.s að það sem gerð­ist haustið 2008 hafi ekki verið neitt slys, heldur í raun efna­hags­legar ham­far­ir. 

Og hvort næst verði t.d. notað hug­takið „banka­ó­happ­ið“, eða „banka­at­vik­ið“, eða eitt­hvað álíka á síðum blaðs­ins.

Hún er hins­vegar greini­leg, þörf hægri og frjáls­hyggju­manna hér á landi, til þess að reyna að breiða yfir og breyta því sem raun­veru­lega gerð­ist hér haustið 2008. Gera minna úr og bjaga raun­veru­leik­ann. Hvort kalla ætti þetta með­vit­aða til­raun til sögu­föls­unar er kannski í það mesta, en þetta er samt ákveðin til­hneig­ing í þá átt­ina. Og gæti orsökin eða ástæðan verið sú að þeir telji sig kannski hafa eitt­hvað með málið að gera? Eða hvað?

Minn loka­punktur er þessi: Saga og sagn­fræði eru skemmti­leg fyr­ir­bæri, sem eru opin fyrir túlk­un­um, ólíkt nátt­úru­vís­ind­um, þar sem til dæmis erfitt er að túlka suðu­mark vatns. En sagn­fræði­leg túlkun getur hins­vegar tekið á sig afskræmdar mynd­ir, sem bæði geta verið mjög vafa­samar og jafn­vel hættu­leg­ar. Og ábyrgð fjöl­miðla í nútíma lýð­ræð­is­sam­fé­lagi er mik­il, þar sem upp­lýs­inga­óreiða verður sífellt umfangs­meiri og útbreidd­ari. Les­endur verða að geta treyst því að fjöl­miðlar segi satt og rétt frá. Það er grund­vall­ar­at­riði.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar