Morgunblaðið og „bankaslysið“ 2008

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um þörf hægri og frjálshyggjumanna hér á landi, til þess að reyna að breiða yfir og breyta því sem raunverulega gerðist á Íslandi haustið 2008.

Auglýsing

Í afar áhuga­verðri bók, „The Uses and Abuses of History“ (Notkun og mis­notkun sög­unn­ar, þýð. GH), skrifar kanadíski sagn­fræð­ing­ur­inn Marg­aret Macmillan meðal ann­ars um þá til­hneig­ingu að bjaga, rang­túlka og „búa til nýja sög­u.“ Þar skrifar hún til dæmis um þá kerf­is­bundnu útþynn­ingu í japönskum sögu­bókum sem miðar að því að „slétta yfir“ og draga úr grimmd­ar­verkum Jap­ana í seinni heims­styrj­öld­inni. Einnig fjallar hún um það hvernig Slobodan Milos­evic, fyrrum leið­togi Serba í Júgóslavíu not­aði sögu þeirra til að kynda undir þjóð­ern­is­hyggju og hug­myndum um Stór-Serbíu, sem meðal ann­ars leiddu til borg­ara­stríðs í land­inu á árunum 1991-1995 og hruns Júgóslavíu, með til­heyr­andi hörm­ung­um.

Mér varð hugsað til þess­arar bókar sem ég á og las fyrir nokkrum árum, þegar ég rakst á eitt af Reykja­vík­ur­bréfum Morg­un­blaðs­ins á einu af bak­ar­íum borg­ar­innar fyrir skömmu, en þar kíki ég stundum í Mogg­ann.

Reyndar vil ég kalla þessi bréf blaðs­ins, „Reiði­bréf Morg­un­blaðs­ins,“ því erfitt er að finna jafn súra heift í skrifum fjöl­mið­ils á Íslandi út í menn og mál­efni. Flest þess­ara bréf eru skrifuð af Davíð Odds­syni, einum fræg­asta stjórn­mála­manni Íslands (for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og hvað­eina), sem nú hefur verið annar rit­stjóra blaðs­ins í yfir ára­tug, eða frá 2009.

Einka­væð­ingin sem sprakk

Það var einnig hann, í liði með Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem inn­leiddi þá einka­væð­ingu um og upp úr árið 2000, sem síðar sprakk í and­litið á Íslend­ingum á haust­mán­uðum 2008, þegar Ísland varð nán­ast gjald­þrota. Í einka­væð­ing­ar­vímunni ætl­uðu Íslend­ingar að sigra heim­inn, en annað kom a dag­inn.

Auglýsing
En það var einmitt sá atburð­ur, þ.e.a.s. hrun­ið, sem var til umfjöll­unar í því Reykja­vík­ur­bréfi sem ég rak augun í þarna í bak­arí­inu og það orð sem höf­undur bréfs­ins not­aði um þann atburð var „bankaslysið“ (Morg­un­blað­ið, 6. febr­úar 2020)!

Hér er um að ræða alveg nýja útgáfu af þeim atburðum sem settu banka­kerfi lands­ins á hausinn, sem olli því að fjöldi fyr­ir­tækja fór á hausinn, þús­undir manna misstu aleig­una og eða misstu vinn­una, land­flótti brast á, krónan féll um 50% og verð­bólgan rauk upp úr öllu valdi. Íslensk efn­hags­líf var síðan í gjald­eyr­is­höftum frá nóv­em­ber 2008, fram á vor­mán­uði 2017. Var allt þetta virki­lega bara eitt­hvað „slys“? Á nú virki­lega að reyna að telja manni trú um það? Ef þetta er ekki til­raun til sögu­legrar bjög­un­ar, þá veit ég ekki hvað það er. 

„Hið svo­kall­aða hrun“

Reyndar er hún merki­leg, sú til­hneig­ing ýmissa hægri­manna, að láta eins og það hafi aldrei orðið neitt hrun, það hafi bara ekki gerst. Það má finna í skrifum þeirra frasa á borð við „hið svo­kall­aða hrun.“ Þetta er t.d. leið­ar­stef í skrifum tíma­rits sem gefið er út hér á landi og heitir Þjóð­mál. Dæmi úr leið­ara þessa rits: „Í byrjun októ­ber voru liðin níu ár frá hinu svo­kall­aða hrun­i.“ (Þjóð­mál, 6. nóv­em­ber, 2017). „Trygg­ing­ar­gjaldið er eitt af því sem dregur fram ákveðið hegð­un­ar­vanda­mál hjá rík­inu. Gjaldið var snar­hækkað í kjöl­far hins svo­kall­aða hruns haustið 2008.“ (Þjóð­mál, 20. jan­úar 2020). 

Höf­undur þess­ara skrifa er hægri­mað­ur­inn Gísli Freyr Val­dórs­son, sem helst hefur unnið sér það til frægðar að vera aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum Inn­an­rík­is­ráð­herra, en hún þurfti að segja af sér vegna hins svo­kall­aða „Leka­máls.“ Þar var áður­nefndur Gísli var einn aðal­ger­enda, en þetta var í nóv­em­ber árið 2014.

En aftur að hrun­inu, því þetta var HRUN og komust gjald­þrota bank­anna þriggja hér­lend­is; Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, öll á lista yfir tíu mestu gjald­þrot sög­unn­ar. Sjálfur lenti Davíð Odds­son á lista Time Mag­azine yfir þá 25 aðila sem tíma­ritið sagði bera mesta ábyrgð á því sem gerð­ist árið 2008 og verður það að telj­ast vafa­samur heið­ur.

Ný hug­tök?

Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hvort á síðum Morg­un­blaðs­ins verði gerðar fleiri til­raunir til þess að hag­ræða þeim stað­reyndum sem flestir virð­ast vera sam­mála um, þ.e.a.s að það sem gerð­ist haustið 2008 hafi ekki verið neitt slys, heldur í raun efna­hags­legar ham­far­ir. 

Og hvort næst verði t.d. notað hug­takið „banka­ó­happ­ið“, eða „banka­at­vik­ið“, eða eitt­hvað álíka á síðum blaðs­ins.

Hún er hins­vegar greini­leg, þörf hægri og frjáls­hyggju­manna hér á landi, til þess að reyna að breiða yfir og breyta því sem raun­veru­lega gerð­ist hér haustið 2008. Gera minna úr og bjaga raun­veru­leik­ann. Hvort kalla ætti þetta með­vit­aða til­raun til sögu­föls­unar er kannski í það mesta, en þetta er samt ákveðin til­hneig­ing í þá átt­ina. Og gæti orsökin eða ástæðan verið sú að þeir telji sig kannski hafa eitt­hvað með málið að gera? Eða hvað?

Minn loka­punktur er þessi: Saga og sagn­fræði eru skemmti­leg fyr­ir­bæri, sem eru opin fyrir túlk­un­um, ólíkt nátt­úru­vís­ind­um, þar sem til dæmis erfitt er að túlka suðu­mark vatns. En sagn­fræði­leg túlkun getur hins­vegar tekið á sig afskræmdar mynd­ir, sem bæði geta verið mjög vafa­samar og jafn­vel hættu­leg­ar. Og ábyrgð fjöl­miðla í nútíma lýð­ræð­is­sam­fé­lagi er mik­il, þar sem upp­lýs­inga­óreiða verður sífellt umfangs­meiri og útbreidd­ari. Les­endur verða að geta treyst því að fjöl­miðlar segi satt og rétt frá. Það er grund­vall­ar­at­riði.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar