Um ætlaðan vöntunarskort á bóluefnisleysi

Indriði H. Þorláksson bendir á að Íslandi standi vel þegar kemur að bólusetningum og segir fróðlegt að heyra hvernig sýna eigi umheiminum fram á að Ísland verðskuldi meira bóluefni en aðrir.

Auglýsing

Þróun bólu­efnis gegn COVID-19 á stuttum tíma er talið afrek og þakkað sam­starfi vís­inda­manna, rann­sókna­stofa og lyfja­fyr­ir­tækja þvert á landa­mæri og hags­muna­girð­ing­ar. Miklu skipti einnig stuðn­ingur stórra ríkja við lyfja­fram­leið­endur með fé og öðrum atbeina. Þessi sam­vinna brast hins vegar þegar að því kom að að skipta gæð­un­um. Frum­skóg­ar­lög­málið og réttur hins sterka tók þá yfir. BNA og Bret­land hindr­uðu dreif­ingu á bólu­efnum til ann­arra landa og Ísr­ael og olíu­ríkin í Aust­ur­löndum nær beittu pólítískum þrýst­ingi og fjár­magni til að kaupa bólu­efni langt umfram það sem öðrum ríkjum var mögu­legt. Þessi ríki tróna nú efst á lista yfir tíðni bólu­setn­inga.

ESB-­ríkin studdu einnig þróun bólu­efna og upp­bygg­ingu fram­leiðslu­getu lyfja­fyr­ir­tækja og tryggðu sér rétt til kaupa með því. Ríki innan ESB nýttu sér hins vegar ekki stöðu sína til þess að skara eld að eigin köku en létu eitt yfir þau öll ganga að ESA ríkj­unum með­töld­um. Félags­lega ábyrgð ESB og virð­ing fyrir jafn­ræði innan þess kom í veg fyrir að tak­mörk­uðum gæðum yrði skipt með póli­tísku valdi. Er ESB nú legið á hálsi fyrir það af lýð­skrum­urum sem kenna því um allt sem aflaga fer.

Lýð­skrumarar eru ekki vanir því að rök­styðja mál sitt og svo er einnig nú. Þeir tala fjálg­lega um að ein­falt hefði verið að hafa hér á boðstólum nægi­legt bólu­efni en láta þess ekki getið hvernig það skyldi gert. Þeir líta fram­hjá þeirri alkunnu stað­reynd að fram­leiðslu­geta á bólu­efni er flösku­háls­inn í dreif­ingu á því. Öllum sem til þekkja er ljóst að fram­leiðsla lyfja­fyr­ir­tækj­anna var af eðli­legum ástæðum lítil í upp­hafi og að það tæki mörg ár að fram­leiða bólu­efni fyrir alla. Víg­reifir gagn­rýnendur hafa þó ekki haft fram að færa úrbætur í þeim efnum sem segir okkur það að aukið magn bólu­efna til eins lands átti að sækja í vasa ann­arra.

Vð upp­haf COVID-19 far­ald­urs­ins var reynt að kasta rýrð á gerðir stjórn­valda en þeir sem þá voru að verki stungu haus í sand­inn þegar í ljós kom að yfir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna studdi aðgerðir stjórn­valda. Nú telja þeir lík­lega að þreyta af langvar­andi glímu við veiruna hafi skapað jarð­veg fyrir óánægju og sá fyrir henni með því að reyna að láta stöðu lands­ins líta illa út. Það er þó gert án talna­legra raka eða ann­arra upp­lýs­inga. Rétt er því að leggja mat á stöðu lands­ins í ljósi fyr­ir­liggj­andi stað­reynda.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Our world in data sam­svarð­aði fjöldi bólu­setn­inga í heim­inum gegn COVID-19 hinn 4. apríl sl. því að 8,53% íbúa heims hefðu fengið eina bólu­setn­ingu. Í N-Am­er­íku er þetta hlut­fall tæp 31%, í Evr­ópu rúm­lega 18%, í S-Am­er­íku 9,5%, í Asíu 6,3%, í Ástr­alíu 3,3% og í Afr­íku innan við 1%. Mis­skipt­ingin stafar af því að ríki heims höfðu ekki komið sér saman um hvernig skipt­ingu bólu­efn­is­ins skyldi háttað og nokkur ríki höfðu notað sér póli­tíska og efna­hags­lega stöðu til að auka sinn skerf eins og áður greinir en mis­mun þennan verður einnig að skoða í ljósi þess að útbreiðsla veirunnar er mikið meiri í Amer­íku álf­unum og Evr­ópu en öðrum heims­álfum þótt van­skrán­ing þar kunni að hafa nokkur áhrif.

Auglýsing
Hver er staða Ísland innan Evr­ópu í þessu sam­hengi? Sam­kvæmt sömu heim­ildum sam­svar­aði fjöldi bólu­setn­ingar á Íslandi því að 21,9% Íslend­inga hefðu fengið eina bólu­setn­ingu. Ef frá eru talið Bret­land sem nýtti sér að vera heima­land Astra Zeneca, smá­ríki eins og Monaco og Malta svo og Serbía og Ung­verja­land sem vænt­an­lega hafa notið vel­vildar Rúss­lands kemur Ísland næst á eftir Fær­eyjum og Eist­landi sem eru með 22% og á undan Lit­háen með 20,8% og Dan­mörku með 20,2%. Með­al­tal Evr­ópu­ríkja að Bret­landi með­töldu er 18% (ESB 17,9%) sem er rúm­lega tvö­falt heims­með­al­talið. Ísland liggur því nærri 4 pró­sentu­stigum yfir með­al­tali Evr­ópu. Staða Íslands í bólu­setn­ingum er óneit­an­lega góð. Eft­ir­far­andi tafla sýnir tíðni bólu­setn­inga í þessum Evr­ópu­ríkj­um:

Hlutfall íbúa sem hafa verið bólusettir.

Það er ekki bara á sviði bólu­setn­inga að staða Íslands er góð. Áhrif veirunnar á heilsu og líf eru óvíða minni en hér á landi. Í fyrr­nefndum heim­ildum má sjá að með­al­tal nýrra smita sjö daga var um 2,6 á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Með­al­talið í Evr­ópu var tífalt hærra, í Dan­mörku var það fimm­falt hærra, í Bret­landi rúm­lega tvö­falt hærra, í Banda­ríkj­unum sjö­falt hærra og í mörgum löndum Evr­ópu yfir tutt­ugu sinnum hærra. Dán­ar­tíðni vegna COVID-19, mæld sem fjöldi lát­inna af stað­festum smitum var talin tæp 0,5% hér á landi og hin lægsta í Evr­ópu þar sem með­al­talið var talið 2,3%, á Bret­landi 2,9%, í Banda­ríkj­unum 1,8% og um 2,2% í heim­inum öll­um. Marg­feldi þess­ara tveggja hlut­falla fyrir hvert land má líta á sem líkur til skamms tíma á því að ein­hver lát­ist úr COVID-19.

En hvernig sjá lýð­skrumar fyrir sér lausn á bólu­efna­skort­in­um. Ein­falda svarið er að þeir hafa enga lausn fram að færa enda er veg­ferð þeirra ekki til að finna lausnir heldur til að blekkja. Því má velta fyrir sér hvaða mögu­leikar séu eða hefðu verið til staðar til að auka hlut­deild ESB eða Íslands í bólu­efn­un­um. Mis­tök ESB í upp­hafi lágu etv. í því að sjá það ekki fyrir að tvö stór­veldi sem hýsa veru­legan hluta fram­leiðslu bólu­efn­anna, BNA og UK, myndu hindra dreif­ingu þeirra til ann­arra landa. Ákvarð­anir þess­ara ríkja eru skilj­an­leg­ar. Í byrjun far­ald­urs­ins voru þar við stjórn­völ óábyrgir skrumarar sem tóku ekki mark á ráð­gjöf fag­að­ila og hafa ríkin síðan barist við afleið­ing­arn­ar. Fyrir stjórn­völd þess­ara ríkja og þegna þeirra er mikið undir því komið að bæta fyrir mis­tökin og að bólu­setn­ing gangi hratt. Útbreiðslu veirunnar og dán­ar­tíðni hefur verið hærri í þessum tveimur ríkjum en að jafnaði í ESB ríkj­un­um. Þótt ein­hver ríki ESB séu sam­bæri­leg við þau í útbreiðslu­tölum eru önnur langtum betur sett. Ekk­ert sam­komu­lag hafði verið gert um dreif­ingu bólu­efna milli ríkja og óvíst er hvort slíkt sam­komu­lag hefði breytt ein­hverju og ólík­legt er að ESB hafi nokkurn tíma verið í færum til að semja um stærri hlut sér til handa á kostnað BNA og UK.

Til­raunir til að útvega bólu­efni frá fram­leið­endum í löndum utan V-Evr­ópu og BNA eru ekki lík­legar til árang­urs. Þótt lyf frá þeim stand­ist gæða­kröfur og fái mark­aðs­leyfi er ekki lík­legt að fram­leiðslu­getan sé umfram þörf á heima­mark­aði. Í Rúss­landi eru bólu­setn­ingar rúm­lega 8 á hverja 100 íbúa þ.e. um helm­ingur þess sem er í ESB að jafn­aði. Rússar virð­ast hafa miðlað ein­hverju bólu­efni til landa á áhrifa­svæði sínu en þau eru það fámenn að það skýrir ekki lága tíðni bólu­setn­inga í heima­land­inu og lík­legt að tak­mörkuð fram­leiðslu­geta ráði mestu þar um. Sama er að segja um lyf frá öðrum löndum svo sem Ind­landi og Kína. Þau eru einnig háð tak­mark­aðri fram­leiðslu­getu og hafa risa­vaxin heima­mark­að. Það skyti og skökku við að rík lönd færu í krafti fjár­magns að kaupa upp lyf frá fátæk­ari þjóðum sem þarfn­ast þeirra fyrir eigin lands­menn.

Fróð­legt væri að heyra hvernig íslenskir krafta­verka­menn ætla að bera sig að við að útvega Íslandi aukið bólu­setn­ing­ar­efni við þessar aðstæð­ur. Frá hverjum þeir ætli að taka það og hvernig þeir ætli að greiða fyrir það? Vilja þeir ger­ast bein­ing­ar­menn stór­velda og end­ur­gjalda með póli­tískri vild eða búa þeir yfir sjóðum til að yfir­bjóða stór­veldin og þau ríki sem talið er að greitt hafi marg­falt hærra verð en stór­veldin og ESB. 

Það væri einnig fróð­legt að heyra hvernig við ættum að sýna umheim­inum fram á að við verð­skuldum meira bólu­efni en aðr­ir. Dugar það að við séum „stórasta” land í heimi í eigin aug­um? Við höfum ekki (að því er vitað er) lagt neitt til þró­unar á bólu­efn­unum eða fram­leiðslu þeirra en læknar og vís­inda­menn í heil­brigð­is­kerfi okkar og utan þess hafa séð til þess að við erum í óbrýnni þörf fyrir bólu­efni en flestar aðrar þjóð­ir, höfum sterk tök á far­aldr­in­um, útbreiðsla veirunnar er lítil og dán­ar­tíðni lág. Er með rót­tækri skyn­sem­is­hyggju unnt að sann­fært aðrar þjóðir eða lyfja­fram­leið­endur um að betra sé að senda skammt af bólu­efni til Íslands en í eitt­hvert annað land þótt þar séu marg­falt meiri líkur eru á að hann dragi úr smitun og fækki dauðs­föllum en hér á landi.

Á meðan beðið er eftir svörum og töfra­lausnum búum við við þann góða kost að fá bólu­efni með sam­vinnu við ESB í sam­ræmi við vax­andi fram­leiðslu­getu lyfja­fyr­ir­tækj­anna. Við bíðum fullrar bólu­setn­ingar við betri aðstæður en aðrar þjóðir með minna smit og væg­ari inn­grip í dag­legt líf og getum glaðst yfir því að fag­leg vinnu­brögð sér­fræð­inga og stjórn­valda og sam­starf við ESB hefur tryggt okkur þann árangur og það að vera á topp­inum í tíðni bólu­setn­ingum ef frá eru taldar fáeinar þjóðir sem í krafti póli­tískrar aðstöðu eða ríki­dæmis hafa nælt sér í stærri hluta af kök­unni en öðrum er kleift.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar