Af hverju þjóðgarð á hálendinu?

Auglýsing

Við stofnun Vatna­jök­uls­þjóð­garðs náð­ist sátt um nýt­ingu og vernd. Það varð til þess að aðkoma þeirra sem búa í eða í grennd við þjóð­garð­inn um end­an­lega á­kvörðum og útfærslu garðs­ins var tryggð. Það er algjört skil­yrði að heima­fólk hafi ríka aðkomu að stjórn garðs­ins. Þetta er ekki bara tækni­legs eðlis held­ur líka sam­fé­lags­legs eðl­is.

Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur­inn var í upp­hafi minni en hann er í dag. Þeg­ar ­starf­semi þjóð­garðs­ins var kom­inn í gang komu jafn­vel þeir sem voru til að ­byrja með frekar nei­kvæð­ir, með til­lögur um stækk­un.Þannig er þjóð­garð­ur­inn ekki ógn eins og margir héldu í upp­hafi. Hann hefur and­stætt því reynst ver­a tæki­færi til þess að byggja upp atvinnu og mann­líf.

Vatna­jök­uls­þjóð­garður hefur verið lyk­il­að­ili í þróun vetra­ferða­mennsku. Það hefur orðið til þess að það hafa verið stofnuð fyr­ir­tæki sem eru með margs­kon­ar ­starf­semi í garð­in­um. Þannig hefur vetr­ar­starf­semi náð fót­festu á ýmsum stöð­u­m og þessi  fyr­ir­tæki eru mörg hver með öfl­uga starf­semi og hafa á sín­um ­vegum marga starfs­menn. T.d. er starf­semi í Skafta­felli í dag umfangs­mikil allt ár­ið. Heils­ár­starf­semi skiptir sköpum þegar leitað er eftir starfs­fólki. Þetta hefur haft áhrif á allt sam­fé­lag­ið. Sem dæmi má nefna að það var á sínum tíma ­búið að loka barna­skóla á svæð­inu vegna þess að það voru svo fáir nem­end­ur eft­ir, en nú er búið að opna hann aftur og komnir fleiri nem­endur en áður. Menn átta sig á að þessi öfl­ugu fyr­ir­tæki sem eru að byggj­ast upp eiga mikið und­ir­ ­garð­in­um.

Auglýsing

Þegar við veltum fyrir okkur áhrifum ferða­þjón­ust­unnar og þjóð­garðs­ins þá er hægt að hafa í huga sam­lík­ing­una við sjáv­ar­út­veg­inn; Það væri engin útgerð á Ís­landi ef bryggjur hefðu ekki verið byggð­ar, skipin þurfa bryggjur til að kom­a auð­lind­inni í land. Ferða­þjón­ustan þarf líka sína bryggju til að tengja sam­an­ verð­mætin og lang­mik­il­væg­asta bryggjan á áhrifa­svæði VJÞ er þjóð­garð­ur­inn ­sjálf­ur. Þjóð­garðar og það sem þeim fylgir, eins og aðgengi, merk­ing­ar, ­göngu­stígar og gesta­stof­ur, það eru bryggjur ferða­þjón­ust­unn­ar. Því er mjög ­mik­il­vægt varð­andi umræðu um vernd mið­há­lend­is­ins að það hlýtur að vera hlut­i af umræð­unni að spyrja hvaða aðstæður þurfum við að skapa þar?

Stjórn­völd eru þessa dag­ana að átta sig og setti 850 millj­ónir í ferða­manna­stað­i ­sem liggja undir skemmd­um, en hluti þess­ara pen­inga eru enn ónýtt­ir. Þeir vor­u ein­ungis veittir til svæða sem eru í eigu rík­is­ins. Til við­bótar við þessa ­pen­inga liggur millj­arður inni á hliða­reikn­ing sem Fjarð­arál og Lands­virkj­un greiddu í auð­linda­sjóð fyrir 4 árum síð­an. Það er ótrú­legt að sveit­ar­fé­lög­in ­fái ekki að nýta þessa fjár­muni. Þetta er í raun lítil upp­hæð miðað við umfang ­ferða­mennsk­unnar í dag og þeirra tekna sem hún aflar í þjóð­ar­bú­ið. Ferða­menn og sú þjón­usta sem þeir eru að kaupa skilur eftir mikla fjár­muni í sveit­ar­fé­lög­unum og styður þannig íslenskt sam­fé­lag um land allt.

Sé litið til stöð­unnar er skyn­sam­leg­asta leiðin að gera mið­há­lendið að einni skipu­lags­legri heild. Það myndi hindra hags­muna­á­rekstra þar sem ­þjóð­garður á mið­há­lend­inu væri eign allra lands­manna. Þannig yrði þjóð­ar­sátt um ­svæð­ið. Algert grund­vall­ar­at­riði að sam­ráð væri haft við hags­muna­að­ila um rammann sem skap­aður væri utan um vernd svæð­is­ins. Þar væri sátt um aðgengi og ­um­ferð um svæðið mik­il­væg­ust.

Með öðrum orð­um, að skýr og ásætt­an­leg stefna væri um mis­mun­and­i vernd­ar­svæði, þ.e. í ljósi þess að vernd er eitt form nýt­ingar þyrfti að ver­a ­skýrt hvað fælist í vernd­ar­flokkum Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (sem hafð­ir eru til við­mið­unar þegar vernd­ar­svæði eru mynd­uð). Þá kom einnig fram að teng­ing við heima­menn væri mjög mik­il­væg; að hug­myndir um stjórnun og stýr­ing­u kæmu meðal ann­ars úr nærum­hverfi svæð­is­ins og að ef unnið yrði að mynd­un ­þjóð­garðs á mið­há­lend­inu þá þyrfti und­ir­bún­ing­ur­inn að vera settur í sam­fé­lags­leg­t ­sam­hengi m.t.t. sjálf­bærrar atvinnu­þró­unar og nýt­ing­ar, fram­tíð­ar­verð­mæta og vöxt sveit­ar­fé­lag­anna sem þar eru.

Staður þar sem gestum fynd­ist þeir vel­komnir og nátt­úru­gæði og brugð­ist við sí­vax­andi ferða­manna­straumi með nauð­syn­legri stýr­ingu, jafn­framt sem að almanna­rétt­ur væri jafn­vel betur tryggður en innan landa í einka­eigu. Reynslan af VJÞ hef­ur ­sýnt fram á að í þjóð­garði fælust mikil tæki­færi til upp­bygg­ingar og at­vinnu­þró­unar nær­sveit­ar­fé­laga. Einnig var nefnt að þjóð­garður á mið­há­lend­inu myndi skapa sterka ímynd fyrir nátt­úru­vernd jafnt sem sjálf­bæra ­ferða­þjón­ustu á Íslandi og að hann gæti orðið tákn­mynd sam­vinnu og lýð­ræð­is.

Nátt­úru­vernd á að vera í fyr­ir­rúmi en jafn­framt að almanna­réttur og aðgeng­i allra væri tryggt. Þar væri sam­ráð og aðkoma hags­muna­að­ila að stjórn og ­stýr­ingu meg­in­at­riði, og að tekið yrði til­lit til nýt­ing­ar­réttar þeirra hópa ­sem áttu full­trúa á fund­in­um; skyn­sam­legar reglur um sjálf­bæra nýt­ingu bænda, ­upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu, sjálf­bæra nýt­ingu úti­vi­star­fólks (ak­andi, veið­and­i, ­gang­and­i). Þá þyrfti stefnu­mótun um mis­mun­andi ferða­þjón­ustu á mis­mun­and­i ­svæðum og að tekið væri til­lit til helg­un­ar­svæða úti­vi­star­fé­laga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None