Af tjáningarfrelsi og ritskoðun

skjar.jpg
Auglýsing

Smári McCarthy, stjórnarmaður í IMMI Smári McCart­hy, stjórn­ar­maður í IMMI

Nýlega kom upp sú sér­kenni­lega staða á Íslandi að her­ská sam­tök öfga­manna ákváðu að hýsa vef sinn á Íslenskri grundu og nota .is lén fyrir hýs­ing­una. Þessi atburður leiddi af sér mikla umræðu um hvar mörk tján­ing­ar­frelsis liggja og hvort aðgerðir hýs­ing­ar­að­ila síð­unn­ar, Advania, og skrán­ing­ar­að­ila léns­ins, ISNIC, eigi rétt á sér, eða telj­ist til óásætt­an­legrar rit­skoð­un­ar.

Á Íslandi er skýrt að mörk tján­ing­ar­frelsis eru ákveðin í stjórn­ar­skrá, þar sem í 73. gr. segir meðal ann­ars:

Auglýsing

Guðjón Idir, framkvæmdastjóri IMMI Guð­jón Idir, fram­kvæmda­stjóri IMMI

Allir eru frjálsir skoð­ana sinna og sann­fær­ing­ar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugs­anir sín­ar, en ábyrgj­ast verður hann þær fyrir dómi. Rit­skoðun og aðrar sam­bæri­legar tálm­anir á tján­ing­ar­frelsi má aldrei í lög leiða.”

 

Hér verður strax að athuga tvennt

a) Ákvæðið talar um að rit­skoðun og aðrar sam­bæri­legar tálm­anir á tján­ing­ar­frelsi megi aldrei í lög leiða, en segir ekk­ert um hvort ein­stak­lingar og lög­að­ilar megi stunda rit­skoð­un, en þar sem almenna reglan er að allt sem er ekki bannað er leyfi­legt verðum við að gera ráð fyrir að einka­að­ilum sé heim­ilt að stunda rit­skoðun

b) Þegar fólk tjáir sig, þá verður fólk að geta ábyrgst tján­ing­una fyrir dómi.

Enn­fremur segir í mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­uðu þjóð­anna: ,,Allir skulu frjálsir skoð­ana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoð­anir óáreittur og að leita, taka við og miðla upp­lýs­ingum og hug­myndum með hverjum hætti sem vera skal og án til­lits til landamæra."

Um rétt­mæti rit­skoð­unar einka­að­ila



Dag­blöð geta sjálf ákveðið hvort þau birti vissar greinar eða skoð­an­ir, að sama skapi er hýs­ing­ar­að­ilum í sjálfs­vald sett hvort þeir hýsi ákveðnar vef­síð­ur. ISNIC er einka­fyr­ir­tæki sem sér um allar skrán­ingar á land­s­lénið .is og því í ein­ok­un­ar­stöðu. Að ISNIC taki ákvörðun um leyfi fyrir lén­skrán­ingu til þessa eða hins, án milli­göngu dóm­stóla, hlýtur að vera und­ir­orpið meiri efa. ISNIC metur for­sendur skrán­ingar og setur reglur um hvað telst rétt­mæt skrán­ing. En ef einka­að­ili í þess­ari stöðu getur ákveðið að veita ekki ákveðnum aðilum skrán­ingu, án til­komu dóm­stóla, hljótum við að velta upp spurn­ingum um tján­ing­ar­frelsi og rétt fólks til upp­lýs­inga ann­ars­vegar og rétt aðila til rit­skoð­unar á inter­net­inu hins­veg­ar. Enda þótt léns­skrán­ing sé ekki nauð­syn­leg til að geta birt upp­lýs­ingar á net­inu, þá er lén ein for­senda þess að auð­velt sé að leita uppi og auð­kenna upp­lýs­ing­arn­ar.

„ISNIC er einka­fyr­ir­tæki sem sér um allar skrán­ingar á land­s­lén­ið .is og því í ein­ok­un­ar­stöðu. Að ISNIC taki ákvörðun um leyfi fyrir lén­skrán­ingu til þessa eða hins, án milli­göngu dóm­stóla, hlýtur að vera und­ir­orpið meiri efa“

Eðli­legur far­vegur hlýtur að vera sá að fyr­ir­tæki í slíkri ein­ok­un­ar­stöðu veiti öllum skrán­ing­ar­leyfi en láti dóm­stóla skera úr um lög­mæti þess ef upp vakna spurn­ing­ar. Í stærra sam­hengi mætti spyrja hvort einka­að­ilar beri sið­ferð­is­lega skyldu til að tryggja tján­ing­ar­rétt ann­arra, þótt laga­leg skylda sé ekki fyrir hendi. Því verður ekki svarað á auð­veldan hátt, en sú umræða ætti að eiga sér stað í sam­fé­lag­inu.

Væri rétt að rit­skoða ISIS með lög­um?



Í 73. gr. stjórn­ar­skrár eru til­greindar ákveðnar for­sendur und­an­tekn­inga frá tján­ing­ar­frelsi, en þar seg­ir:

Tján­ing­ar­frelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu alls­herj­ar­reglu eða öryggis rík­is­ins, til verndar heilsu eða sið­gæði manna eða vegna rétt­inda eða mann­orðs ann­arra, enda telj­ist þær nauð­syn­legar og sam­rým­ist lýð­ræð­is­hefð­u­m."

Þetta gefur okkur í raun ein­falt próf sem hægt er að nota til að meta hvort rit­skoðun sé lög­leg. Eigi rit­skoðun að vera leyfi­leg, þá verður hún að hafa verið leidd í lög, og upp­fylla öll skil­yrðin sem sett eru. Því getum við spurt okk­ur:

 



  • Brýtur vef­síða ISIS gegn alls­herj­ar­reglu? Nei, því und­ir­stöður íslensks sam­fé­lags standa þótt sam­tök í mörg­þús­und kíló­metra fjar­lægð bloggi.






  • Brýtur vef­síða ISIS gegn öryggi rík­is­ins? Nei. ISIS gerir það heldur ekki, eins og staðan er í dag, en jafn­vel ef ISIS-liðar væru búnir að her­taka Breiða­fjörð væri erfitt að færa rök fyrir því að vef­síðan sjálf brjóti gegn öryggi rík­is­ins eins og hún er í dag.






  • Skaðar vef­síða ISIS heilsu manna? Ekk­ert frekar en aðrar vef­síð­ur. Það er fjöl­margt sem hægt er að segja að skaði heilsu manna en það er ekki þar með sagt að allt slíkt skuli banna, enda er það ekki raunin og end­ur­speglar heim­ur­inn það, bæði á net­inu og utan þess.






  • Skaðar vef­síða ISIS sið­gæði manna? Mögu­lega. Þetta er lyk­il­spurn­ing­in, í raun. Hægt er að færa fyrir því rök að þær skoð­anir sem þarna eru reif­aðar séu til þess fallnar að ýta undir hat­ur, í raun á báða bóga, og á þann máta skaða sið­gæði. En hvort vegur þyngra, réttur fólks til upp­lýs­inga eða tak­mark­anir á slæmu sið­gæði? Þessi spurn­ing jafn­gildir í raun þeirri spuningu um hvort við viljum búa í for­sjár­hyggju sam­fé­lagi, treystandi vald­höfum til að leiða okkur áfram eða hvort við viljum frekar treysta okkur sjálfum fyrir því að vega og meta upp­lýs­ingar og velja fyrir okkur sjálf? Ef við lokum á upp­sprettu ákveð­inna upp­lýs­inga, höfum við tak­mark­aða flóru upp­lýs­inga og eigum við ávallt að treysta á þær? Höfum við ekki ógrynni dæma þar sem rík­is­valdið eða fjöl­miðlar fara með rangt mál? Til­drög árásanna á Írak og meint ger­eyð­ing­ar­vopn sem nýlegt dæmi sem enn draga dilk á eftir sér og munu gera um ókomna tíð?






  • Gengur vef­síða ISIS gegn rétt­indum eða mann­orði ann­arra? Vef­síðan sem slík brýtur ekki gegn rétt­indum eða mann­orði, þó vit­an­lega geti hún fjallað um glæpi sem framdir hafa verið og brot gegn rétt­indum eða mann­orði ann­arra. Mun sú lýs­ing ná yfir ansi margar aðrar vef­síður en dóm­stólar þyrftu að skera úr um það.






  • Væri hægt að rit­skoða ISIS með lög­banni? Stutt svar: Já. Ef dóms­stóll ákveður lög­bann. Rétt­lætir það að birt­andi vefs séu hryðju­verka­sam­tök það að hann sé tek­inn nið­ur?




Hver hefði eðli­legur far­vegur ver­ið?





  1. Hýs­ing­ar­að­ili eða annar aðili kærir vef­síð­una og krefst tíma­bund­ins lög­banns


  2. Lög­bann er sett á birt­ingu og síðan tekin niður um stund­ar­sakir


  3. Rétt­ar­höld fara fram um hvort inni­hald síð­unnar sam­ræm­ist lögum


  4. Sam­rým­ist vef­síðan lögum fer hún upp aft­ur; geri hún það ekki er hún tekin niður til fram­búð­ar.




Með þessu þá eru ISIS-liðar neyddir til að ábyrgj­ast sína tján­ingu fyrir dómi.

Hvers vegna skiptir máli að fara rétt að?



For­svars­menn ISNIC hafa lýst yfir von­brigðum sínum með þá stöðu sem þeir stóðu frammi fyrir og jafn­framt þeim efa­semdum sem þeir enn hafa varð­andi þá ákvörðun sem stjórn ISNIC tók um að loka fyrir skrán­ingu síð­unn­ar. Hvers vegna hafa þeir efa­semd­ir? Jú, vegna þess að þetta er for­dæm­is­gef­andi, en aldrei áður hafði ISNIC lokað á skrán­ingu síðu. Eina leiðin til að fá síðu lokað fram að þessu var í gegnum dóm­stóla, sem er hinn lýð­ræð­is­legi far­vegur þar sem rök eru færð fyrir slíkri ákvörðun fyrir dómi. Nú hefur verið opnað fyrir að ákvarð­anir um hömlur á tján­ing­ar­frelsi séu teknar án dóms og laga út frá henti­stefnu.

Popúl­ísk við­brögð



Ög­mundur Jón­as­son greip tæki­færið og minnti á frum­varp sitt um land­s­lénið .is þar sem hann vill að engir aðrir en lög­ráða Íslend­ingar eða lög­að­ilar með skráða kenni­tölu eða sam­bæri­lega stað­fest­ingu frá stjórn­völd­um, eins og segir í frum­varp­inu, og tengsl við landið geti nýtt íslensk lén. Hvaða þýð­ingu hefur ,,sam­bæri­leg stað­fest­ing stjórn­valda” og hvernig skil­greinum við ,,tengsl við land­ið”?

„Ög­mundur Jón­as­son greip tæki­færið og minnti á frum­varp sitt um land­s­lénið .is þar sem hann vill að engir aðrir en lög­ráða Íslend­ingar eða lög­að­ilar með skráða kenni­tölu eða sam­bæri­lega stað­fest­ingu frá stjórn­völd­um, eins og segir í frum­varp­inu, og tengsl við landið geti nýtt íslensk lén.“

 

Hættan á laga­setn­ingu byggðri á þessum hug­myndum - sem úti­lokar sjö millj­arða manna og fjölda fyr­ir­tækja frá auð­lind sem þau hafa hingað til getað notið - felst meðal ann­ars í því að ef ein­hver hefur lagt tölu­verðar fjár­hæðir í að þróa og byggja upp vöru­merki undir léni með .is end­ingu, þá getur fyr­ir­tækið átt skaða­bóta­kröfu á hendur íslenska rík­inu. Þá er þetta einnig liður í aðgrein­ingu á milli Íslands og umheims­ins, sem lýsir ein­angr­unn­ar­hyggju, sem getur varla talist gagn­leg. Einnig er óljóst hvort krafa um ,,tengsl við land­ið’’ sé lög­leg undir ákvæðum EES samn­ings­ins, sem setur alla ESB- og EES rík­is­borg­ara á sama flöt í við­skipt­um.

 

Umfram allt: ef lén veita aðilum ákveðið öryggi, ákveð­inn lag­ara­mma, þá er aug­ljós­lega gríð­ar­lega mik­il­vægt að slíkt sé mögu­legt án þeirra tak­mark­ana sem Ögmundur Jón­as­son leggur til. Ef alþingi ákveður einn góðan veður dag að það sé góð hug­mynd að raun­veru­lega byggja upp lag­ara­mma hér á landi sem verndar blaða­menn, upp­lýs­inga- og tján­ing­ar­frelsi, eins og alþingi sam­þykkti ein­róma í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu árið 2010, þá dugar ekki að aðeins íslenskir aðilar geti skráð vef­síður á Íslandi enda myndi slíkt ganga í ber­högg við þá stefnu og fram­tíð­ar­sýn sem alþingi ein­róma kom sér saman um, en vel á minnst voru flutn­ings­menn til­lög­unnar úr öllum flokk­um, meðal ann­ars flokki téðs Ögmundar Jóns­sonar og var hann sjálfur með­flutn­ings­mað­ur.

 

Smári McCarthy stjórn­ar­maður IMMI og Guð­jón Idir fram­kvæmda­stjóri IMMI

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None