Áhrif orkuskiptanna á daglegt líf: hver sér um eftirlitið?

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson segir að sá kapítalismi sem Bandaríkin áttu þátt í að skapa á Vesturlöndum með Marshall-aðstoðinni og síðar Efnahagsstofnuninni og framfarastofnuninni, með gífurlegri ofneyslu, verði að öllum líkindum horfinn eftir 2030.

Auglýsing

Í ágúst sl. birt­ist skýrsla Milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) og hefur það varla farið fram hjá nokkrum manni. Skýrslan dregur upp mjög dökka mynd af fram­tíð­inni ef ekk­ert verður að gert, en Ísland hefur skipað sér í hóp þeirra ríkja sem telja brýnt að tak­marka hlýnum and­rúms­lofts­ins við 1,5°C. Hins vegar hefur farið minna fyrir umræð­unni um áhrif orku­skipt­anna á efna­hags­málin og dag­legt líf Íslend­inga, og það kemur á óvart þar sem kosn­ingar eru á næsta leiti, og engu lík­ara en að íslenskir stjórn­mála­menn treysti sér ekki í þessa umræðu.

Áætlun stjórn­valda um aðgerðir í loft­lags­málum frá því í júní 2020 gerir ráð fyrir að dregið verði úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þ.e. svo­kall­aðra tonn CO2-í­gilda, um 35% fram til árs­ins 2030 m.v. grunn­árið 2005. Sam­kvæmt áætl­un­inni skipt­ist nið­ur­skurð­ur­inn þannig:

Síðan bætir áætlunin við minnkun á flugi og iðnaði, sem ekki er á byrgð Íslands, upp á 43% og landnotkun, svokallaðri LULUCF skammstöfun um 515%.

Eins og kemur fram í töfl­unni hér á undan er minnsti nið­ur­skurð­ur­inn í land­bún­aði, eða 5%. Næst á eftir koma sam­göngur en þar er nið­ur­skurð­ur­inn áætl­aður 21%. Mestur er nið­ur­skurð­ur­inn áætl­aður í flokki B, skip og hafn­ir, 42%, í orku­fram­leiðslu og smáum iðn­aði, 67% og í úrgangi og skólpi, 66%. Hafa skal í huga að þetta eru tölur frá 2020, en með útkomu skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá því í ágúst má gera ráð fyrir að kröf­urnar auk­ist og inn­byrðis skipt­ing breyt­ist. Land­notk­unin gæti þá verið á ábyrgð Íslands en mesti útblást­ur­inn kemur frá henni, eða u.þ.b. 2/3 hlut­ar. Árið 2005 nam t.d. heild­ar­los­unin 14069 þús­und CO2-í­gildistonn­um, þ.a frá land­notkun 9387 þús­und tonn, og árið 2019 var heild­ar­los­unin 14240 þús­und tonn, þ.a. 9518 þús­und CO2-í­gildistonnum frá land­notk­un. Sjá nánar mynd frá umhverf­is­stofnun um heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi 1990-2019. 

Mynd 2.

Núver­andi rík­is­stjórn er ekki sam­stíga um það, hvað ætl­unin sé að losa mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum fyrir 2030, heldur ætlar hún nýrri rík­is­stjórn að taka ákvarð­anir um það. For­sæt­is­ráð­herra talar t.d. um sam­drátt upp á 55%, en umhverf­is­ráð­herra segir stjórn­völd ekki hafa ákveðið hver hlut­deild Íslands eigi að vera, heldur á að tryggja að upp­lýs­ingar sem settar verða fram til að reikna út hlut­fall Íslands í sam­eig­in­legu mark­miði séu réttar og að aðferða­fræðin við útreikn­ing­ana verði sam­kvæmt þeim reglum sem settar eru fram. Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hafa lítt tjáð sig um mark­mið sín. 

Það gefur auga leið að það skiptir veru­legu máli hvort sam­dráttur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eigi að vera 35% eða 55% og hvort land­notk­unin sé talin með, þegar horft er til þess hvernig þjóð­fé­lag verður hér árið 2030. Spurn­ingin er hvort Íslend­ingar hafa um eitt­hvað að velja en umræðan Fit for 55 hefst á Evr­ópu­þing­inu í Strass­borg í vik­unni. Það er baga­legt að ekki skuli vera nein umræða um áhrif þessa á líf hins almenna borg­ara. Hvernig verður sam­fé­lagið árið 2030 og hvernig viljum við að það verði? Best er að sátt ríki um breyt­ing­arnar meðal lands­manna. Þannig ganga þær betur fyrir sig. Núna fer t.d. fram í París fundur 150 atvinnu­rek­enda í Frakk­landi um hvernig breyta skuli atvinnu­vinnu­líf­inu til sam­ræmis við mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um sam­drátt gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Atvinnu­rek­end­urnir eru valdir af handa­hófi, svipað og þús­und manna borg­ara­fund­ur­inn um nýju stjórn­ar­skrána, en sam­svar­andi fundur 150 borg­ara var hald­inn í Frakk­landi í fyrra. Fram­tíð þjóð­ar­innar er í húfi hvað sem íslenskum stjórn­mála­mönnum líð­ur. Ákvörðun um nið­ur­skurð verður tekin á öðrum vett­vangi og verða þar að verki aðilar sem hafa engar sér­stakar skyldur við þjóð­ina.

Auglýsing
Engin leið er að spá um það nákvæm­lega hver áhrif nið­ur­skurð­ar­ins verða, en lífs­stíll­inn mun áreið­an­lega breyt­ast og lík­lega verður að taka upp stríðs­hag­kerfi sem býður auk­inni spill­ingu heim eins og dæmin sanna. Auk­inn hluti tekna fjöl­skyldna fer í að fjár­magna umskiptin og einka­neysla dregst sam­an. Með öðrum orðum hækka skattar veru­lega. Sam­hliða hækkar vöru­verð, kaup­máttur dregst saman og stjórn­mála­menn geta ekki gripið til gömlu aðferð­anna um að veita fé í sitt kjör­dæmi til að auka vin­sældir sín­ar. Nið­ur­hal verður tak­mark­að, sem óneit­an­lega setur mark sitt á einka­neyslu og ekki síst lýð­ræði. Kjöt­neyslu þarf að minnka til muna og hætta nið­ur­greiðslum til land­bún­að­ar­ins. Hætta er á að bygg­ing ein­býl­is­húsa í borgum verði bönnuð eða tak­mörkuð og finna þarf upp nýtt efni í stað sem­ents. Svíar hafa t.d. afnumið sem­ents­nám á Gotlandi en þaðan kemur um 75% af öllu sem­enti í Sví­þjóð og ógnar þessi aðgerð atvinnu þeirra 280 þús­und Svía sem starfa í bygg­ing­ar­iðn­aði.

Á sama tíma lagði rík­is­stjórn Íslands hins vegar niður rann­sókn­ar­stofu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins. Almenn­ings­sam­göngur eru ekki eins þægi­legar og einka­bíll; lækkun hámarks­hraða á veg­inum lengir ferða­tím­ann; bann við öllu ónauð­syn­legu flugi hefur áhrif á ferða­manna­iðn­að­inn og ferðir Íslend­inga til útlanda. Hvað verður um Reykja­vík­ur­flug­völl og alla hina? Opin­ber stuðn­ingur við end­ur­nýj­an­lega orku hækkar raf­magns­reikn­ing­inn. Nor­egur og Ísland taka þátt í lofts­lags­verk­efn­inu undir hatti ESB. Fram­kvæmda­stjórn ESB birti t.d. hinn svo­kall­aða græna samn­ing 14. júlí sl., þar sem kveðið er á um að flutn­ings- og hús­næð­is­geir­inn taki þátt í verð­lagn­ing­ar­kerfi kolefn­is, líkt og raf­magns- og iðn­að­ar­grein­ar. Almennt eru hag­fræð­ingar sam­mála um að þeir sem menga skuli greiða fyrir það, þótt það sama verði ekki sagt um stjórn­mála­menn, til þess að þvinga þá sem menga til að fella umhverf­is­á­hrif aðgerða sinna inn í ákvarðanir sínar og ná því mark­miði að draga úr losun með sem lægstum sam­fé­lags­kostn­aði. Kolefn­is­verð um 250 evrur á CO2-í­gildistonn árið 2030 mundi til dæmis leiða til hækk­unar á bens­íni um 60 sent á lítra, eða 90 krón­ur. Verð­lagn­ingin yrði að ná til inn­flutn­ings til að við­halda heil­brigðri sam­keppni milli evr­ópskra og erlendra fram­leið­enda. Til­lög­urnar gera þó ekki ráð fyrir dreif­ingu á heim­ili með lágar tekj­ur, né starfs­menn atvinnu­geira sem leggst af, en gera má ráð fyrir að það breyt­ist.

Lofts­lags­málið er vissu­lega bæði póli­tískt og tækni­legt mál, en það veldur ræki­legri stefnu­breyt­ingu. Sá kap­ít­al­ismi sem Banda­ríkin áttu þátt í að skapa hér á Vest­ur­löndum með Mars­hall-að­stoð­inni og síðar Efna­hags­stofn­un­inni og fram­fara­stofn­un­inni í Par­ís, OECD, með gíf­ur­legri ofneyslu, verður að öllum lík­indum horf­inn eftir 2030. Lýð­ræð­is­legar stofn­an­ir, almanna­trygg­ingar og aðra opin­bera þjón­ustu þarf að end­urstilla fyrir þetta nýja lofts­lags­tíma­bil. Það kallar á nýja menntun og aðra þekk­ingu til að tryggja afkom­una. Þetta þarf að tryggja í stjórn­ar­skrá, sbr. 33. og 34. grein nýju stjórn­ar­skrár­innar um nátt­úru og auð­lindir Íslands. 

Brýnt er að tryggja ungu fólki, við­kvæm­asta hópn­um, áfalla­hjálp og fjár­hags­að­stoð. Ræða rétt­indi borg­ara, völd sér­hags­muna­hópa og mörk eft­ir­lits. Tryggja þarf jafn­ræði, því lífstíls­breyt­ingin hefur gíf­ur­leg áhrif á inn­flutn­ing og neyslu. Hvað má drekka mikið af kaffi? Hvað fær hver ein­stak­lingur mörg kíló af korn­vöru á ári? (Árið 1918 var árs­skömmtun á mann 120 kg. af korn­vöru, 24 kg. af sykri til þurra­búð­ar­manna og 18 kg. til þeirra er land­búnað stund­uðu) Nota menn garð­inn til græn­met­is­rækt­un­ar? Kaupir hann/hún meira en af fötum en leyfi­legt er? Er hit­inn í íbúð­inni rétt stillt­ur? Hvernig er skipað í inn­flutn­ings- og útflutn­ings­nefnd og hverju þarf að breyta í manna­ráðn­ingum og hags­muna­skrán­ingu svo borg­arar geti treyst eft­ir­liti og dóms­kerf­i? 

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar