Kveðjum olíudrauminn í haust

Olíuleitarbann hjá landi eins og Íslandi, þar sem enn hefur engin olía verið unnin, ætti að vera einfalt skref en sterk yfirlýsing, skrifar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.

Auglýsing

Nú eru fyrstu alþing­is­kosn­ing­arnar síðan lofts­lags­málin færð­ust á stóra svið stjórn­mál­anna, þökk sé bar­áttu gras­rót­ar­fólks og sér­stak­lega ungs gras­rót­ar­fólks eins og Gretu Thun­berg. Það er gaman að hluti af því er að bann við olíu­leit sé orðið eitt af málum kosn­inga­bar­átt­unn­ar! Síð­ast þegar olíu­leit varð að kosn­inga­máli var það árið 2009 þegar Kol­brún Hall­dórs­dóttir var harð­lega gagn­rýnd, fyrir að vera umhverf­is­ráð­herr­ann sem setti spurn­ing­ar­merki við að fara hefja olíu­leit. Í fram­haldi datt hún af þingi og rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna setti olíu­leitaræv­in­týrið (eða -martröð­ina) af stað. Sem betur fer lauk því og sem betur fer hafa báðir flokk­arnir síðan sett sér þá stefnu að vera á móti olíu­leit.

Þegar ég byrj­aði að hreyfa við mál­inu á þingi með því að leggja fram frum­varp um olíu­leit­ar­bann þá var lít­ill áhugi. Af hverju ætti að þurfa að standa í þessu, þegar engin leit væri í gangi? En þess þá heldur – af hverju ekki að setja tapp­ann strax í? Orku­stofnun fannst það óráð. Stjórn­ar­flokk­arnir 2021 treystu sér ekki til að segja það, heldur svæfðu frum­varp um bann við olíu­leit með frá­vís­un­ar­til­lögu. Ef Ísland ætlar að berj­ast af alvöru gegn lofts­lags­breyt­ing­um, þá er olíu­leit­ar­bann algjör­lega borð­leggj­andi.

Rík­is­út­varpið birti í síð­ustu viku þátt­inn Hvað getum við gert? þar sem full­trúar stjórn­mála­flokk­anna svör­uðu ein­faldri spurn­ingu: Hvort þeir muni beita sér fyrir banni við olíu- og gasleit. Svörin voru áhuga­verð. Merki­leg­ast er að meiri­hluti svar­aði ját­andi, sex af níu flokk­um. Það er mjög jákvætt. Þar á meðal eru reyndar Fram­sókn og Vinstri græn, sem standa að stjórn­ar­meiri­hluta sem beitti sér gegn því að frum­varp um olíu­leit­ar­bann yrði sam­þykkt í vor – en batn­andi flokkum er best að lifa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er síðan úti að aka, svarar hvorki af né á – þó svo að sjálfur iðn­að­ar­ráð­herr­ann hafi verið send í við­talið. Tveir flokkar – Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur­inn – eru síðan risa­eðlur þátt­ar­ins og vilja leita að olíu.

Auglýsing

Mikið og fljótt

Olíu­leit­ar­bann hjá landi eins og Íslandi, þar sem enn hefur engin olía verið unn­in, ætti að vera ein­falt skref en sterk yfir­lýs­ing. En þau lönd sem eru að vinna olíu þurfa einnig að skipta um kúrs. Nýlega kom út grein í Nat­ure, þar sem gerð er til­raun til að meta hversu mikið þarf að draga úr olíu­vinnslu ef við ætlum að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráð­ur. Svarið er skýrt: Mikið og það þarf að ger­ast fljótt.

Þó að grein­ar­höf­undar séu mjög var­kárir í útreikn­ingum sín­um, þá er ljóst að til að ná mark­mið­inu um 1,5 gráðu hlýnun þarf að hætta við öll áform um nýja og aukna olíu­vinnslu. Frek­ari fjár­fest­ing í olíu­iðn­aði myndi í dag annað hvort leiða til offram­leiðslu, með hræði­legum lofts­lags­á­hrif­um, eða offjár­fest­ingar sem myndi enda sem strand­aðar eignir – fjár­fest­ing í olíu­innviðum sem innan skamms má ekki nota leng­ur. Hvort sem það eru rík­is­stjórnir eða fjár­mála­stofn­an­ir, þá þarf að hætta að gefa leyfi til olíu­leitar eða styðja slíka leit fjár­hags­lega.

Ef við rýnum bara í það sem snýr að nágrenni Íslands, þá þarf Evr­ópa að sjá til þess að 72% af þeirri olíu og 43% af því gasi sem vitað er um í vinn­an­legu magni líti aldrei dags­ins ljós. Við þessar aðstæður lýsir ótrú­legu sinnu­leysi að norsk og bresk stjórn­völd séu enn að gefa út leyfi fyrir nýjum olíu­borpöll­um. Og í þess­ari stöðu segir sig sjálft að Ísland á ekki að slást í hóp þeirra landa sem gleyma lang­tíma­hags­munum fram­tíð­ar­innar þegar stund­ar­gróða olí­unnar er dinglað fyrir framan þau.

Tæki­færi á Íslandi og í Nor­egi

En það er ekki bara á Íslandi sem bann við olíu­leit hefur orðið heitt kosn­inga­mál þetta haust­ið. Í gær fóru fram þing­kosn­ingar í Nor­egi. Eitt mesta olíu­fram­leiðslu­ríki heims, þar sem enn er verið að gefa út ný leyfi til olíu­leitar og stefnt að auk­inni fram­leiðslu. Tví­skinn­ung­ur­inn er nátt­úru­lega hróp­andi, að rík­is­stjórnin hefur á sama tíma stært sig af því að vera með mik­inn metnað í lofts­lags­mál­um. Líkt og hér á landi, þá virð­ist sem betur fer stærstur hluti norskra stjórn­mála­flokka átta sig á stöð­unni og tala fyrir því að breyta um kúrs. Það verður spenn­andi að sjá hverju það skilar í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum næstu dag­ana.

Mik­il­vægi þess að snúa baki við olíu­vinnslu kemur engum á óvart sem fylgst hefur með umræð­unni und­an­farin ár. Það breytir hins vegar miklu í hvert sinn sem nýtt ríki tekur þá stefnu upp. Þess vegna hafa Píratar þá skýru stefnu að vilja banna olíu­leit, sem er einn af horn­steinum umhverf­is- og loft­lags­stefnu okkar – þeirrar metn­að­ar­fyllstu sem íslenskir flokkar bjóða upp á sam­kvæmt Sól­inni sem Ungir umhverf­is­sinnar standa að.

Píratar vilja ekki láta þar við sitja. Lofts­lags­málin eru þess eðlis að sífellt þarf að auka metnað og grípa til rót­tæk­ari aðgerða. Við viljum banna olíu­leit og í fram­hald­inu vinna í átt að alþjóð­legu banni við olíu­leit og -vinnslu. Við viljum að Ísland mæti metn­að­ar­fullt á fund lofts­lags­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna í nóv­em­ber og skipi sér þar í hóp með fram­sýnum þjóð­um, verði með í að stofna banda­lag ríkja sem vilja stöðva olíu- og gasvinnslu. Þannig gerum við ekki bara gagn heima fyr­ir, heldur hjálpum öðrum ríkjum og þar með heim­inum öllum að þok­ast í rétta átt.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar