Ákall um endurskoðun á lagaramma

Bæjarstjóri Vesturbyggðar kallar eftir að lagaumgjörð fyrir sveitarfélög og fiskeldisfyrirtæki verði endurskoðuð sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fjárhagslegan og samfélagslegan skaða.

Auglýsing

Fyrir nokkru síðan stefndi Vest­ur­byggð einum stærsta atvinnu­veit­and­anum í sveit­ar­fé­lag­inu, Arn­ar­laxi, vegna ógreiddra afla­gjalda. Aðdrag­and­inn að stefn­unni á rætur að rekja í breyt­ingum á gjald­skrá hafn­ar­sjóðs Vest­ur­byggðar í lok árs­ins 2019. Sveit­ar­fé­lagið telur sig hafa verið innan heim­ilda hafna­laga þegar gjald­skrá hafn­ar­sjóðs var breytt, en breyt­ingin fól í sér breytta aðferða­fræði og afsláttur til fisk­eld­is­fyr­ir­tækja var lækk­að­ur. Afla­gjald er nú 0,7% í stað 0,6% af afla­verð­mæti en almenn afla­gjöld í höfnum Vest­ur­byggðar eru 1,6%. Afla­gjöld af eld­is­fiski sem inn­heimt eru í Vest­ur­byggð eru í takt við það sem þekk­ist ann­ars­staðar á land­inu, ef ekki tals­vert lægri. Arn­ar­lax telur inn­heimtu gjald­anna hins­vegar ólög­lega og hefur ekki greitt afla­gjöld í sam­ræmi við gjald­skrá hafn­ar­sjóðs Vest­ur­byggð­ar. Van­goldin gjöld Arn­ar­lax hafa á sama tíma leitt til þess að sveit­ar­fé­lagið hefur þurft að skuld­binda sig til þess að mæta útgjöldum við rekstur hafn­anna með auk­inni lán­töku í hafn­ar­sjóð Vest­ur­byggð­ar. Hafn­ar­sjóður Vest­ur­byggðar hefur um ára­tuga­skeið verið rek­inn með halla og treystir á fram­lög hafna­bóta­sjóðs í þeim fram­kvæmdum sem nú standa yfir til að mæta þörfum m.a. fisk­eld­is­fyr­ir­tækja og hafa því tekjur sem ekki skila sér í hafn­ar­sjóð, gríð­ar­leg áhrif á allan rekstur hans.

Krafa Vest­ur­byggðar hefur verið sú að end­ur­skoða þurfi ákvæði hafna­laga vegna fisk­eld­is, þannig að tryggt sé að tekjur hafna standi undir rekstri hafn­anna og þeirri þjón­ustu sem m.a. fisk­eldið krefst. Vest­ur­byggð og Arn­ar­lax hafa átt góð sam­skipti allt frá stofnun fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins og því eru það mikil von­brigði að Vest­ur­byggð hafi ekki annan kost en að fara með málið fyrir dóm­stóla og fá úr því leyst þar.

Auglýsing
Endurskoðun á lag­ara­mma í þessum mála­flokki hefur ekki aðeins áhrif á Vest­ur­byggð og Arn­ar­lax heldur snertir hann öll sveit­ar­fé­lög þar sem fisk­eldi er stund­að, sem og fisk­eld­is­fyr­ir­tæki. Atvinnu­greinin er til­tölu­lega ný og í mik­illi upp­bygg­ingu. Því er mik­il­vægt að lag­ara­mm­inn taki mið af þess­ari nýju atvinnu­grein sem vaxið hefur hratt á síð­ustu árum. Á sama tíma er mikið undir hjá þeim sveit­ar­fé­lög­um, sem búa við eins­leitt atvinnu­líf og reiða sig á fisk­eld­is­fyr­ir­tæki hvað varðar atvinnu­sköp­un.

Það er von Vest­ur­byggðar að lagaum­gjörðin fyrir sveit­ar­fé­lög og fisk­eld­is­fyr­ir­tæki verði end­ur­skoðuð sem fyrst til að koma í veg fyrir frek­ari fjár­hags­legan og sam­fé­lags­legan skaða. Á sama tíma er mik­il­vægt að allir aðilar sýni sam­fé­lags­lega ábyrgð. Þá verði ekki fleiri sveit­ar­fé­lög sett í þá stöðu sem Vest­ur­byggð er nú í, að þurfa að stefna fyr­ir­tæki fyrir dóm til að fá úr því skorið hvort minni afsláttur til að auka tekjur til að standa undir rekstri hafn­ar­mann­virkja stand­ist skoð­un.

Ágrein­ingur sem þessi á ekki að byggj­ast á mati sveit­ar­fé­laga og fisk­eld­is­fyr­ir­tækja hverju sinni, heldur á sterkum laga­grund­velli. Því er mik­il­vægt að vinna við end­ur­skoðun laga og reglu­gerða hvað varðar sveit­ar­fé­lög og fisk­eldi hefj­ist sem allra fyrst.

Höf­undur er bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar