Ákall um endurskoðun á lagaramma

Bæjarstjóri Vesturbyggðar kallar eftir að lagaumgjörð fyrir sveitarfélög og fiskeldisfyrirtæki verði endurskoðuð sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fjárhagslegan og samfélagslegan skaða.

Auglýsing

Fyrir nokkru síðan stefndi Vesturbyggð einum stærsta atvinnuveitandanum í sveitarfélaginu, Arnarlaxi, vegna ógreiddra aflagjalda. Aðdragandinn að stefnunni á rætur að rekja í breytingum á gjaldskrá hafnarsjóðs Vesturbyggðar í lok ársins 2019. Sveitarfélagið telur sig hafa verið innan heimilda hafnalaga þegar gjaldskrá hafnarsjóðs var breytt, en breytingin fól í sér breytta aðferðafræði og afsláttur til fiskeldisfyrirtækja var lækkaður. Aflagjald er nú 0,7% í stað 0,6% af aflaverðmæti en almenn aflagjöld í höfnum Vesturbyggðar eru 1,6%. Aflagjöld af eldisfiski sem innheimt eru í Vesturbyggð eru í takt við það sem þekkist annarsstaðar á landinu, ef ekki talsvert lægri. Arnarlax telur innheimtu gjaldanna hinsvegar ólöglega og hefur ekki greitt aflagjöld í samræmi við gjaldskrá hafnarsjóðs Vesturbyggðar. Vangoldin gjöld Arnarlax hafa á sama tíma leitt til þess að sveitarfélagið hefur þurft að skuldbinda sig til þess að mæta útgjöldum við rekstur hafnanna með aukinni lántöku í hafnarsjóð Vesturbyggðar. Hafnarsjóður Vesturbyggðar hefur um áratugaskeið verið rekinn með halla og treystir á framlög hafnabótasjóðs í þeim framkvæmdum sem nú standa yfir til að mæta þörfum m.a. fiskeldisfyrirtækja og hafa því tekjur sem ekki skila sér í hafnarsjóð, gríðarleg áhrif á allan rekstur hans.

Krafa Vesturbyggðar hefur verið sú að endurskoða þurfi ákvæði hafnalaga vegna fiskeldis, þannig að tryggt sé að tekjur hafna standi undir rekstri hafnanna og þeirri þjónustu sem m.a. fiskeldið krefst. Vesturbyggð og Arnarlax hafa átt góð samskipti allt frá stofnun fiskeldisfyrirtækisins og því eru það mikil vonbrigði að Vesturbyggð hafi ekki annan kost en að fara með málið fyrir dómstóla og fá úr því leyst þar.

Auglýsing
Endurskoðun á lagaramma í þessum málaflokki hefur ekki aðeins áhrif á Vesturbyggð og Arnarlax heldur snertir hann öll sveitarfélög þar sem fiskeldi er stundað, sem og fiskeldisfyrirtæki. Atvinnugreinin er tiltölulega ný og í mikilli uppbyggingu. Því er mikilvægt að lagaramminn taki mið af þessari nýju atvinnugrein sem vaxið hefur hratt á síðustu árum. Á sama tíma er mikið undir hjá þeim sveitarfélögum, sem búa við einsleitt atvinnulíf og reiða sig á fiskeldisfyrirtæki hvað varðar atvinnusköpun.

Það er von Vesturbyggðar að lagaumgjörðin fyrir sveitarfélög og fiskeldisfyrirtæki verði endurskoðuð sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fjárhagslegan og samfélagslegan skaða. Á sama tíma er mikilvægt að allir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Þá verði ekki fleiri sveitarfélög sett í þá stöðu sem Vesturbyggð er nú í, að þurfa að stefna fyrirtæki fyrir dóm til að fá úr því skorið hvort minni afsláttur til að auka tekjur til að standa undir rekstri hafnarmannvirkja standist skoðun.

Ágreiningur sem þessi á ekki að byggjast á mati sveitarfélaga og fiskeldisfyrirtækja hverju sinni, heldur á sterkum lagagrundvelli. Því er mikilvægt að vinna við endurskoðun laga og reglugerða hvað varðar sveitarfélög og fiskeldi hefjist sem allra fyrst.

Höfundur er bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar