Bætt orkunýtni forsenda orkuskipta

Stjórnarmaður í Landvernd segir að bætt orkunýtni í öllum ferlum og notkun sé forsenda orkuskipta. Það sé ekki trúverðugt að aðal stefið í loftslagsmálum sé að framleiða meiri orku ef ekki er hugað afar vandlega af því hvernig farið sé með hana.

Auglýsing

For­senda orku­skipta í heim­inum er bætt orku­nýtni. Bætt orku­nýtni hefur verið ein af aðal­á­herslan í lofts­lags­málum í heim­inum þar sem hún er einnig hag­kvæm. Með því að spara orku þá spar­ast líka fjár­magn. 

Bygg­ingar

Mikið hefur verið fjallað um að bætt orku­nýtni í bygg­ingum sé eitt hag­kvæm­asta verk­færið í lofts­lags­bar­átt­unni þar sem stór hluti af orkunni sem er fram­leiddur í heim­inum í dag fer í að hita upp og kæla bygg­ing­ar. 

Evr­ópu­reglu­gerð frá 2010 „Environ­mental Per­for­mance of Build­ings Direct­ive" lagði fram metn­að­ar­fulla áætlun um að allar nýjar bygg­ingar frá 31.12.2020 yrðu svo kall­aðar núll-orku bygg­ing­ar. En til þess að geta orðið núll-orku bygg­ing þá þarf bygg­ingin að nota svo lítið af orku að það sé hægt að fram­leiða næga end­ur­nýj­an­lega orku á þaki eða í ytra byrði bygg­ing­arnar að það dugi fyrir rekstri henn­ar. Mark­miðið með þess­ari reglu­gerð var bæði að draga úr orku­notkun í bygg­ingum en einnig að hvetja til meiri fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri raf­orku. Ísland er á und­an­þágu frá þess­ari Evr­ópu­reglu­gerð. 

Auglýsing
Í núll­orku­bygg­ingum er orku­notkun á fer­metra oft kom­inn niður í 20-50 kWSt á fer­metra á ári en í venju­legum bygg­ingum getur hún verið allt að 250-350 kWSt/m2 á ári. Það er í flestum til­fellum óger­legt að fram­leiða svo mikla orku á bygg­ing­um, þannig að for­sendan fyrir núll-orku­bygg­ingum er að fyrst og fremst að gera allt sem hægt er til þess að draga úr orku­notk­un­inni áður enn farið er að huga að fram­leiðslu með end­ur­nýj­an­legri orku. ­Þrátt fyrir að hefð­bundnar núll-orku bygg­ingar séu kannski ekki mark­mið á Íslandi þar sem við höfum jarð­hit­ann, er hægt að gera mun betur í því að bæta orku­nýtni íslenskra bygg­inga, bæði við nýbygg­ingu og í rekstri bygg­inga. Bygg­ing­ar­reglu­gerðin í Nor­egi, þar sem einnig er nærri 100% end­ur­nýj­an­leg orka nýtt í bygg­ingum er mun strang­ari enn sú íslenska þegar kemur að ein­angrun og bættri orku­nýtn­i. 

Sam­göngur

Bætt orku­nýtni hefur líka verið leið­ar­stef í því að draga úr losun til dæmis frá bíla­flot­an­um. Nýrri bílar nota miklu minni orku á hvern kíló­metra en áður. Samt sem áður erum við að fá sömu þjón­ustu, bara með betri tækni. Gamli jepp­inn hans pappa gat notað 12-14 lítra á hverja hund­rað kíló­metra en nýir bens­ín/­dísel bílar í dag geta farið allt niður í 2 -4 lítra á hverju hund­rað kíló­metra. Með til­komu raf­magns­bíl­ana eykst nýtnin enn meira, því að raf­magns­bílar eru með allt að 90% orku­nýtni miðað við um 30% nýtni við bruna á bens­ín­i. 

Einnig eru margar aðrar leiðir til þess að auka veru­lega orku­nýtni í sam­göng­um, t.d. með því að fjölga þeim sem nýta fjöl­breyttan ferða­máta, eins og að ganga eða hjóla. Að hjóla hvort sem er á venju­legu hjóli eða á raf­magns­hjóli er mjög orku­nýtin aðferð til þess að koma sér frá A til B. Orku­notk­unin getur verið allt að 20-30 sinnum meiri á bensín bíl hvern kíló­metra en á hjóli, eða um 0.03 kWSt/km á hjóli og 0.6-0.9 kWSt/km á bensín bíl.

Iðn­aður

Í iðn­aði er víða hægt að huga að bættri orku­nýtni. Til dæmis hefur ELKEM í Salten Nor­egi sett í gang verk­efni sem stuðlar að því að ná aftur um 28% af raf­magn­inu sem fór í fram­leiðslu­ferlið á sil­isium með því að fram­leiða raf­magn úr glat­varma sem fellur til í fram­leiðslu­ferl­inu. Þetta er í dag ekki gert á Íslandi, en er vel mögu­leg­t. Marg­vís­leg fleiri tæki­færi eru í ýmsum iðn­að­ar­ferlum sem hægt væri að huga mun betur að enn við gerum í dag.

Lofts­lags­að­gerðir

Bætt orku­nýtni í öllum ferlum og notkun er for­senda orku­skipta. Það er ekki trú­verð­ugt að aðal stefið í lofts­lags­málum sé að fram­leiða meiri orku ef ekki er hugað afar vand­lega af því hvernig við förum með hana. 

Með réttum aðgerð­um, inn­leið­ingu nýrrar tækni, meng­un­ar­bóta­regl­unni og hvötum er hægt að draga umtals­vert úr eft­ir­spurn eftir orku á næstu 10 árum. Þannig skap­ast meira svig­rúm til orku­skipta. Koma verður í veg fyrir að nátt­úru Íslands og víð­ernum verði spillt enn frekar en orðið er í nafni lofts­lags­verndar og orku­skipta. Nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd verða að hald­ast í hend­ur. 

Höf­undur er verk­fræð­ingur og stjórn­ar­maður í Land­vernd. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar