Bætt orkunýtni forsenda orkuskipta

Stjórnarmaður í Landvernd segir að bætt orkunýtni í öllum ferlum og notkun sé forsenda orkuskipta. Það sé ekki trúverðugt að aðal stefið í loftslagsmálum sé að framleiða meiri orku ef ekki er hugað afar vandlega af því hvernig farið sé með hana.

Auglýsing

For­senda orku­skipta í heim­inum er bætt orku­nýtni. Bætt orku­nýtni hefur verið ein af aðal­á­herslan í lofts­lags­málum í heim­inum þar sem hún er einnig hag­kvæm. Með því að spara orku þá spar­ast líka fjár­magn. 

Bygg­ingar

Mikið hefur verið fjallað um að bætt orku­nýtni í bygg­ingum sé eitt hag­kvæm­asta verk­færið í lofts­lags­bar­átt­unni þar sem stór hluti af orkunni sem er fram­leiddur í heim­inum í dag fer í að hita upp og kæla bygg­ing­ar. 

Evr­ópu­reglu­gerð frá 2010 „Environ­mental Per­for­mance of Build­ings Direct­ive" lagði fram metn­að­ar­fulla áætlun um að allar nýjar bygg­ingar frá 31.12.2020 yrðu svo kall­aðar núll-orku bygg­ing­ar. En til þess að geta orðið núll-orku bygg­ing þá þarf bygg­ingin að nota svo lítið af orku að það sé hægt að fram­leiða næga end­ur­nýj­an­lega orku á þaki eða í ytra byrði bygg­ing­arnar að það dugi fyrir rekstri henn­ar. Mark­miðið með þess­ari reglu­gerð var bæði að draga úr orku­notkun í bygg­ingum en einnig að hvetja til meiri fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri raf­orku. Ísland er á und­an­þágu frá þess­ari Evr­ópu­reglu­gerð. 

Auglýsing
Í núll­orku­bygg­ingum er orku­notkun á fer­metra oft kom­inn niður í 20-50 kWSt á fer­metra á ári en í venju­legum bygg­ingum getur hún verið allt að 250-350 kWSt/m2 á ári. Það er í flestum til­fellum óger­legt að fram­leiða svo mikla orku á bygg­ing­um, þannig að for­sendan fyrir núll-orku­bygg­ingum er að fyrst og fremst að gera allt sem hægt er til þess að draga úr orku­notk­un­inni áður enn farið er að huga að fram­leiðslu með end­ur­nýj­an­legri orku. ­Þrátt fyrir að hefð­bundnar núll-orku bygg­ingar séu kannski ekki mark­mið á Íslandi þar sem við höfum jarð­hit­ann, er hægt að gera mun betur í því að bæta orku­nýtni íslenskra bygg­inga, bæði við nýbygg­ingu og í rekstri bygg­inga. Bygg­ing­ar­reglu­gerðin í Nor­egi, þar sem einnig er nærri 100% end­ur­nýj­an­leg orka nýtt í bygg­ingum er mun strang­ari enn sú íslenska þegar kemur að ein­angrun og bættri orku­nýtn­i. 

Sam­göngur

Bætt orku­nýtni hefur líka verið leið­ar­stef í því að draga úr losun til dæmis frá bíla­flot­an­um. Nýrri bílar nota miklu minni orku á hvern kíló­metra en áður. Samt sem áður erum við að fá sömu þjón­ustu, bara með betri tækni. Gamli jepp­inn hans pappa gat notað 12-14 lítra á hverja hund­rað kíló­metra en nýir bens­ín/­dísel bílar í dag geta farið allt niður í 2 -4 lítra á hverju hund­rað kíló­metra. Með til­komu raf­magns­bíl­ana eykst nýtnin enn meira, því að raf­magns­bílar eru með allt að 90% orku­nýtni miðað við um 30% nýtni við bruna á bens­ín­i. 

Einnig eru margar aðrar leiðir til þess að auka veru­lega orku­nýtni í sam­göng­um, t.d. með því að fjölga þeim sem nýta fjöl­breyttan ferða­máta, eins og að ganga eða hjóla. Að hjóla hvort sem er á venju­legu hjóli eða á raf­magns­hjóli er mjög orku­nýtin aðferð til þess að koma sér frá A til B. Orku­notk­unin getur verið allt að 20-30 sinnum meiri á bensín bíl hvern kíló­metra en á hjóli, eða um 0.03 kWSt/km á hjóli og 0.6-0.9 kWSt/km á bensín bíl.

Iðn­aður

Í iðn­aði er víða hægt að huga að bættri orku­nýtni. Til dæmis hefur ELKEM í Salten Nor­egi sett í gang verk­efni sem stuðlar að því að ná aftur um 28% af raf­magn­inu sem fór í fram­leiðslu­ferlið á sil­isium með því að fram­leiða raf­magn úr glat­varma sem fellur til í fram­leiðslu­ferl­inu. Þetta er í dag ekki gert á Íslandi, en er vel mögu­leg­t. Marg­vís­leg fleiri tæki­færi eru í ýmsum iðn­að­ar­ferlum sem hægt væri að huga mun betur að enn við gerum í dag.

Lofts­lags­að­gerðir

Bætt orku­nýtni í öllum ferlum og notkun er for­senda orku­skipta. Það er ekki trú­verð­ugt að aðal stefið í lofts­lags­málum sé að fram­leiða meiri orku ef ekki er hugað afar vand­lega af því hvernig við förum með hana. 

Með réttum aðgerð­um, inn­leið­ingu nýrrar tækni, meng­un­ar­bóta­regl­unni og hvötum er hægt að draga umtals­vert úr eft­ir­spurn eftir orku á næstu 10 árum. Þannig skap­ast meira svig­rúm til orku­skipta. Koma verður í veg fyrir að nátt­úru Íslands og víð­ernum verði spillt enn frekar en orðið er í nafni lofts­lags­verndar og orku­skipta. Nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd verða að hald­ast í hend­ur. 

Höf­undur er verk­fræð­ingur og stjórn­ar­maður í Land­vernd. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar