Besta lífeyriskerfi í heimi er bilað

Stefán Ólafsson segir að ef ákveðin atriði í almannatryggingakerfinu verði ekki löguð þá þurfi launafólk á almennum markaði og konur sérstaklega að bíða til 2055 til að lífeyriskerfið rísi undir nafni sem gott lífeyriskerfi.

Auglýsing

Nýlega var kynnt skýrsla erlendra ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækja (Mercer og CFA) um sam­an­burð á gæðum líf­eyr­is­kerfa í 43 lönd­um. Ísland var þar með bestu útkomu ásamt Dan­mörku og Hollandi. Það er auð­vitað gaman að fá góðar ein­kunnir erlendis frá, en menn skyldu ekki hreykja sér of hátt of snemma.

Stað­reyndin er nefni­lega sú, að Mercer dregur upp fram­reikn­ing af því hvaða líf­eyr­is­kjörum 22 ára gam­all ein­stak­lingur sem er að hefja starfs­feril nú geti vænst við lok starfs­fer­ils­ins, sem verður eftir árið 2055. Einnig er t.d. litið til sjálf­bærni líf­eyr­is­sjóða og stjórn­sýslu-um­gjarðar kerf­is­ins.

Þetta er algeng aðferð við sam­an­burð líf­eyr­is­kerfa, en svona fram­reikn­ingur segir ekk­ert um líf­eyr­is­kjör núver­andi líf­eyr­is­þega né þeirra sem fara á líf­eyri á næstu tveimur ára­tugum eða svo. Stærsta ástæðan fyrir því er sú að launa­fólk á almennum mark­aði var með mun lak­ari líf­eyr­is­rétt í líf­eyr­is­sjóðum til árs­ins 2018 en Mercer reiknar með. Þá voru iðgjöld þar hækkuð úr 12% í 15,5% til að hækka líf­eyr­is­lof­orðið úr 56% af með­al­ævi­launum í um 72%. En þetta mun ekki raun­ger­ast fyrir alla í greiddum líf­eyri fyrr en eftir 2055.

Auglýsing

Opin­berir starfs­menn hafa lengi búið við betri líf­eyr­is­rétt­indi sem nema 76% af með­al­ævi­launum og sviðs­mynd Mercer á því ágæt­lega við um líf­eyr­is­kjör þeirra. En það verður sem sagt ekki fyrr en eftir heilan starfs­feril héðan í frá sem launa­fólk á almennum mark­aði nær þeim líf­eyr­is­kjörum sem sviðs­mynd Mercer og CAF dregur upp.

Kjör núver­andi líf­eyr­is­þega

Í dag eru um 40 þús­und elli­líf­eyr­is­þegar og um 20 þús­und örorku­líf­eyr­is­þegar á Íslandi. Umtals­verður hluti þeirra býr við miklu lak­ari kjör en fram­tíð­ar­sýn Mercer dregur upp.

Á árinu 2018 fengu elli­líf­eyr­is­þegar (67 ára og eldri) að jafn­aði um 204.000 kr. á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóðum og um 140.000 krónur frá almanna­trygg­ingum (TR), sam­kvæmt skatt­fram­töl­um. Sam­an­lagðar líf­eyr­is­tekjur voru því um 345.000 kr. á mán­uði að með­al­tali – fyrir skatt. Öryrkjar hafa tals­vert minna en þetta.

Um þriðj­ungur elli­líf­eyr­is­þega og um 40% öryrkja voru með minna en 350.000 krónur í heild­ar­tekjur á mán­uði árið 2018, þ.e. sam­an­lagðar tekjur frá almanna­trygg­ing­um, líf­eyr­is­sjóðum og aðrar skatt­skyldar tekj­ur. Síðan er dreg­inn tekju­skattur af þessu sem kemur meðal ráð­stöf­un­ar­tekjum þess­ara hópa niður fyrir 300.000 kr. á mán­uði (sjá nánar í skýrsl­unni Kjör líf­eyr­is­þega). Þessi 33-40% núver­andi líf­eyr­is­þega eru með óeðli­lega lágar tekj­ur, miðað við hag­sæld­ar­stig íslenska sam­fé­lags­ins.

Þessi lág­tekju­vandi sem plagar núver­andi líf­eyr­is­þega er afleið­ing af ófull­nægj­andi rétt­indum launa­fólks á almennum mark­aði á liðnum ára­tugum (en þá var líka talað um við byggjum við „besta líf­eyr­is­kerfi í heim­i“). Einnig snertir þetta konur að umtals­verðu leyti því þær fá minna úr líf­eyr­is­sjóðum en karlar vegna rofa í starfs­ferli er tengd­ust barn­eignum og mennt­un. Auk þess er það afleið­ing af því að konur eru í meiri mæli í lág­launa- og hluta­störfum en karl­ar.

Þeir sem fá of lítið úr líf­eyr­is­sjóðum eiga að fá þeim mun meira frá almanna­trygg­ing­um, ef þær skila nægi­lega háum líf­eyri. En þar hefur pott­ur­inn verið brot­inn á Íslandi um langa hríð – og er enn. Konur og launa­fólk sem hafa starfað að mestu á almennum mark­aði eru helstu fórn­ar­lömb­in. Þau ættu að vera að fá mun hærri líf­eyri frá TR ofan á það sem þau hafa frá líf­eyr­is­sjóð­um.

Bil­unin er í almanna­trygg­ingum

Fólk fær úr líf­eyr­is­sjóðum í hlut­falli við iðgjalda­greiðslur sínar og rétt­indi (ásamt ávöxtun sjóð­anna til lengri tíma). Eftir að rétt­indi á almennum mark­aði voru aukin 2018 þá getur þetta orðið í lagi eftir árið 2055. En ekki fyrr en þá.

Í milli­tíð­inni þurfa almanna­trygg­ingar að leggja tals­vert meira til líf­eyr­is­greiðslna en nú er. Það getur svo farið lækk­andi aftur þegar við nálg­umst árið 2055.

Hvers vegna eru almanna­trygg­ingar að skila of litlu til við­bótar við líf­eyri frá líf­eyr­is­sjóð­un­um?

Jú, það er vegna þess að þegar menn fóru hér áður fyrr að tala um það að Ísland væri með eitt besta líf­eyr­is­kerfi í heimi hvað upp­bygg­ingu snertir (þrjár stoð­irn­ar) og góða sjóða­söfnun í líf­eyr­is­sjóð­unum þá freist­aði það rík­is­stjórna til að skerða líf­eyri TR meira en áður og þar með draga saman fjár­veit­ingar til almanna­trygg­inga. Spara rík­inu útgjöld.

Þetta hefur gengið svo langt að Ísland er nú orðið með ein minnstu útgjöld rík­is­ins til elli­líf­eyr­is­greiðslna almanna­trygg­inga, eins og mynd OECD hér að neðan sýn­ir. Ríkið hefur sem sagt farið offari í beit­ingu skerð­inga, auk þess sem það hefur lengi tregð­ast við að láta líf­eyri TR hækka í takti við lág­marks­laun á vinnu­mark­aði.

Mynd 1: Opinber útgjöld til ellilífeyrisgreiðslna almannatrygginga, sem % af landsframleiðslu 2017- 2019. Heimild: OECD. Ísland er blátt með 2,4%; Danmörk er rauð með 8,0%; OECD meðaltal er 7,7%.

Dan­ir, sem eru með svip­aða upp­bygg­ingu líf­eyr­is­kerfis og við, eru með um 8% af lands­fram­leiðslu í elli­líf­eyr­is­greiðsl­ur. Ísland sem er lægst í röð­inni meðal OECD-­ríkja er ein­ungis með 2,4%. Danir leggja sem sagt meira en þrisvar sinnum stærri hluta af lands­fram­leiðslu í líf­eyr­is­greiðslur hins opin­bera ofan á það sem fólk þar hefur úr líf­eyr­is­sjóð­um, sem nota bene eru heldur stærri en íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir (sem % af lands­fram­leiðslu).

Þarna liggur líka einn af fyr­ir­vör­unum sem hafa þarf við nið­ur­stöður Mercers og CAF um Ísland. Í skýrslu þeirra segir að Ísland búi við „til­tölu­lega örlátt almanna­trygg­inga­kerfi“ fyrir elli­líf­eyr­is­þega. Hvernig getur það verið „ör­látt“ ef það kostar miklu minna en sam­svar­andi þáttur líf­eyr­is­kerf­is­ins í Dan­mörku?

Síðan þegar ein­kunn­ar­gjöf Mercer­s/CFA er skoðuð hvað snertir líf­eyr­is­lof­orð til lág­launa­fólks (þá sem hafa helm­ing af með­al­laun­um) þá er örlæti danska líf­eyr­is­ins mun meira en þess íslenska - en samt fær Ísland sömu ein­kunn fyrir það og Dan­mörk hjá Mercer/CAF. Það er ekki í lagi.

Ef þeir sem veittu Mercer/CAF gögn um íslenska líf­eyr­is­kerfið hefðu sýnt þessi gögn um óvenju­lítil útgjöld rík­is­ins vegna elli­líf­eyris almanna­trygg­inga þá hefði orðið að skýra fyrir erlendu sér­fræð­ing­unum hvernig skerð­ing­arnar hér virka, hversu snemma þær byrja við mjög lágan líf­eyri frá líf­eyr­is­sjóðum og hversu hratt þær trapp­ast nið­ur. Um leið og fólk er komið með 25.000 krónur á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóðum byrjar elli­líf­eyrir TR að skerð­ast fyrir hverja við­bót­ar­krónu frá líf­eyr­is­sjóð­um. Það eru því fáir hér sem fá óskertan elli­líf­eyri frá TR.

Þetta er meg­in­skýr­ingin á því hve lágar heild­ar­tekjur líf­eyr­is­þega eru, þ.e. sam­an­lagðar tekjur frá TR og líf­eyr­is­sjóð­um. Margir halda að fólk sé að fá miklu meira frá líf­eyr­is­sjóðum nú en raun er. Því skiptir upp­bótin frá TR öllu máli og hún er of lítil og byrjar að skerð­ast alltof snemma.

Það sem þarf að laga

Það sem þarf að laga til að íslenska líf­eyr­is­kerfið standi undir nafni sem eitt besta líf­eyr­is­kerfi í heimi er að hækka frí­tekju­mark gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­tekjum úr 25.000 krónum í a.m.k. 100.000. Einnig er ótækt að óskertur líf­eyrir TR fyrir ein­hleypa sé ein­ungis um 95% af lág­marks­launum á vinnu­mark­aði eins og nú er. Lág­mark skv. lögum er 100%. Loks er sjálf­sagt fyrir ríkið að hækka frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna umtals­vert, enda kostar það ríkið lítið sem ekk­ert. Síðan þarf sér­stak­lega að lag­færa örorku­líf­eyr­is­kerfið til sam­ræmis við það sem gert var til ein­föld­unar á elli­líf­eyri TR árið 2017.

Þessu til við­bótar blasir við að hækka þarf líf­eyr­i­s­töku­aldur í líf­eyr­is­sjóð­unum á næst­unni, vegna þess að með­al­ævin hefur lengst á síð­ustu árum. Það mun þýða rétt­inda­missi sem mun koma verst við erf­ið­is­vinnu­fólk sem oft­ast er á lágum laun­um. Umbætur í almanna­trygg­inga­kerf­inu eru einnig þýð­ing­ar­miklar til að vega á móti slíkum rétt­inda­missi.

Ef þessi atriði í almanna­trygg­inga­kerf­inu verða ekki löguð þá þarf launa­fólk á almennum mark­aði og konur sér­stak­lega að bíða til 2055 til að líf­eyr­is­kerfið rísi undir nafni sem gott líf­eyr­is­kerfi. Og núver­andi líf­eyr­is­þegar verða þá fastir í núver­andi kjörum sínum – skildir eft­ir.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ. Hann situr í stjórn Gildis líf­eyr­is­sjóðs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar