Besta lífeyriskerfi í heimi er bilað

Stefán Ólafsson segir að ef ákveðin atriði í almannatryggingakerfinu verði ekki löguð þá þurfi launafólk á almennum markaði og konur sérstaklega að bíða til 2055 til að lífeyriskerfið rísi undir nafni sem gott lífeyriskerfi.

Auglýsing

Nýlega var kynnt skýrsla erlendra ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækja (Mercer og CFA) um sam­an­burð á gæðum líf­eyr­is­kerfa í 43 lönd­um. Ísland var þar með bestu útkomu ásamt Dan­mörku og Hollandi. Það er auð­vitað gaman að fá góðar ein­kunnir erlendis frá, en menn skyldu ekki hreykja sér of hátt of snemma.

Stað­reyndin er nefni­lega sú, að Mercer dregur upp fram­reikn­ing af því hvaða líf­eyr­is­kjörum 22 ára gam­all ein­stak­lingur sem er að hefja starfs­feril nú geti vænst við lok starfs­fer­ils­ins, sem verður eftir árið 2055. Einnig er t.d. litið til sjálf­bærni líf­eyr­is­sjóða og stjórn­sýslu-um­gjarðar kerf­is­ins.

Þetta er algeng aðferð við sam­an­burð líf­eyr­is­kerfa, en svona fram­reikn­ingur segir ekk­ert um líf­eyr­is­kjör núver­andi líf­eyr­is­þega né þeirra sem fara á líf­eyri á næstu tveimur ára­tugum eða svo. Stærsta ástæðan fyrir því er sú að launa­fólk á almennum mark­aði var með mun lak­ari líf­eyr­is­rétt í líf­eyr­is­sjóðum til árs­ins 2018 en Mercer reiknar með. Þá voru iðgjöld þar hækkuð úr 12% í 15,5% til að hækka líf­eyr­is­lof­orðið úr 56% af með­al­ævi­launum í um 72%. En þetta mun ekki raun­ger­ast fyrir alla í greiddum líf­eyri fyrr en eftir 2055.

Auglýsing

Opin­berir starfs­menn hafa lengi búið við betri líf­eyr­is­rétt­indi sem nema 76% af með­al­ævi­launum og sviðs­mynd Mercer á því ágæt­lega við um líf­eyr­is­kjör þeirra. En það verður sem sagt ekki fyrr en eftir heilan starfs­feril héðan í frá sem launa­fólk á almennum mark­aði nær þeim líf­eyr­is­kjörum sem sviðs­mynd Mercer og CAF dregur upp.

Kjör núver­andi líf­eyr­is­þega

Í dag eru um 40 þús­und elli­líf­eyr­is­þegar og um 20 þús­und örorku­líf­eyr­is­þegar á Íslandi. Umtals­verður hluti þeirra býr við miklu lak­ari kjör en fram­tíð­ar­sýn Mercer dregur upp.

Á árinu 2018 fengu elli­líf­eyr­is­þegar (67 ára og eldri) að jafn­aði um 204.000 kr. á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóðum og um 140.000 krónur frá almanna­trygg­ingum (TR), sam­kvæmt skatt­fram­töl­um. Sam­an­lagðar líf­eyr­is­tekjur voru því um 345.000 kr. á mán­uði að með­al­tali – fyrir skatt. Öryrkjar hafa tals­vert minna en þetta.

Um þriðj­ungur elli­líf­eyr­is­þega og um 40% öryrkja voru með minna en 350.000 krónur í heild­ar­tekjur á mán­uði árið 2018, þ.e. sam­an­lagðar tekjur frá almanna­trygg­ing­um, líf­eyr­is­sjóðum og aðrar skatt­skyldar tekj­ur. Síðan er dreg­inn tekju­skattur af þessu sem kemur meðal ráð­stöf­un­ar­tekjum þess­ara hópa niður fyrir 300.000 kr. á mán­uði (sjá nánar í skýrsl­unni Kjör líf­eyr­is­þega). Þessi 33-40% núver­andi líf­eyr­is­þega eru með óeðli­lega lágar tekj­ur, miðað við hag­sæld­ar­stig íslenska sam­fé­lags­ins.

Þessi lág­tekju­vandi sem plagar núver­andi líf­eyr­is­þega er afleið­ing af ófull­nægj­andi rétt­indum launa­fólks á almennum mark­aði á liðnum ára­tugum (en þá var líka talað um við byggjum við „besta líf­eyr­is­kerfi í heim­i“). Einnig snertir þetta konur að umtals­verðu leyti því þær fá minna úr líf­eyr­is­sjóðum en karlar vegna rofa í starfs­ferli er tengd­ust barn­eignum og mennt­un. Auk þess er það afleið­ing af því að konur eru í meiri mæli í lág­launa- og hluta­störfum en karl­ar.

Þeir sem fá of lítið úr líf­eyr­is­sjóðum eiga að fá þeim mun meira frá almanna­trygg­ing­um, ef þær skila nægi­lega háum líf­eyri. En þar hefur pott­ur­inn verið brot­inn á Íslandi um langa hríð – og er enn. Konur og launa­fólk sem hafa starfað að mestu á almennum mark­aði eru helstu fórn­ar­lömb­in. Þau ættu að vera að fá mun hærri líf­eyri frá TR ofan á það sem þau hafa frá líf­eyr­is­sjóð­um.

Bil­unin er í almanna­trygg­ingum

Fólk fær úr líf­eyr­is­sjóðum í hlut­falli við iðgjalda­greiðslur sínar og rétt­indi (ásamt ávöxtun sjóð­anna til lengri tíma). Eftir að rétt­indi á almennum mark­aði voru aukin 2018 þá getur þetta orðið í lagi eftir árið 2055. En ekki fyrr en þá.

Í milli­tíð­inni þurfa almanna­trygg­ingar að leggja tals­vert meira til líf­eyr­is­greiðslna en nú er. Það getur svo farið lækk­andi aftur þegar við nálg­umst árið 2055.

Hvers vegna eru almanna­trygg­ingar að skila of litlu til við­bótar við líf­eyri frá líf­eyr­is­sjóð­un­um?

Jú, það er vegna þess að þegar menn fóru hér áður fyrr að tala um það að Ísland væri með eitt besta líf­eyr­is­kerfi í heimi hvað upp­bygg­ingu snertir (þrjár stoð­irn­ar) og góða sjóða­söfnun í líf­eyr­is­sjóð­unum þá freist­aði það rík­is­stjórna til að skerða líf­eyri TR meira en áður og þar með draga saman fjár­veit­ingar til almanna­trygg­inga. Spara rík­inu útgjöld.

Þetta hefur gengið svo langt að Ísland er nú orðið með ein minnstu útgjöld rík­is­ins til elli­líf­eyr­is­greiðslna almanna­trygg­inga, eins og mynd OECD hér að neðan sýn­ir. Ríkið hefur sem sagt farið offari í beit­ingu skerð­inga, auk þess sem það hefur lengi tregð­ast við að láta líf­eyri TR hækka í takti við lág­marks­laun á vinnu­mark­aði.

Mynd 1: Opinber útgjöld til ellilífeyrisgreiðslna almannatrygginga, sem % af landsframleiðslu 2017- 2019. Heimild: OECD. Ísland er blátt með 2,4%; Danmörk er rauð með 8,0%; OECD meðaltal er 7,7%.

Dan­ir, sem eru með svip­aða upp­bygg­ingu líf­eyr­is­kerfis og við, eru með um 8% af lands­fram­leiðslu í elli­líf­eyr­is­greiðsl­ur. Ísland sem er lægst í röð­inni meðal OECD-­ríkja er ein­ungis með 2,4%. Danir leggja sem sagt meira en þrisvar sinnum stærri hluta af lands­fram­leiðslu í líf­eyr­is­greiðslur hins opin­bera ofan á það sem fólk þar hefur úr líf­eyr­is­sjóð­um, sem nota bene eru heldur stærri en íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir (sem % af lands­fram­leiðslu).

Þarna liggur líka einn af fyr­ir­vör­unum sem hafa þarf við nið­ur­stöður Mercers og CAF um Ísland. Í skýrslu þeirra segir að Ísland búi við „til­tölu­lega örlátt almanna­trygg­inga­kerfi“ fyrir elli­líf­eyr­is­þega. Hvernig getur það verið „ör­látt“ ef það kostar miklu minna en sam­svar­andi þáttur líf­eyr­is­kerf­is­ins í Dan­mörku?

Síðan þegar ein­kunn­ar­gjöf Mercer­s/CFA er skoðuð hvað snertir líf­eyr­is­lof­orð til lág­launa­fólks (þá sem hafa helm­ing af með­al­laun­um) þá er örlæti danska líf­eyr­is­ins mun meira en þess íslenska - en samt fær Ísland sömu ein­kunn fyrir það og Dan­mörk hjá Mercer/CAF. Það er ekki í lagi.

Ef þeir sem veittu Mercer/CAF gögn um íslenska líf­eyr­is­kerfið hefðu sýnt þessi gögn um óvenju­lítil útgjöld rík­is­ins vegna elli­líf­eyris almanna­trygg­inga þá hefði orðið að skýra fyrir erlendu sér­fræð­ing­unum hvernig skerð­ing­arnar hér virka, hversu snemma þær byrja við mjög lágan líf­eyri frá líf­eyr­is­sjóðum og hversu hratt þær trapp­ast nið­ur. Um leið og fólk er komið með 25.000 krónur á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóðum byrjar elli­líf­eyrir TR að skerð­ast fyrir hverja við­bót­ar­krónu frá líf­eyr­is­sjóð­um. Það eru því fáir hér sem fá óskertan elli­líf­eyri frá TR.

Þetta er meg­in­skýr­ingin á því hve lágar heild­ar­tekjur líf­eyr­is­þega eru, þ.e. sam­an­lagðar tekjur frá TR og líf­eyr­is­sjóð­um. Margir halda að fólk sé að fá miklu meira frá líf­eyr­is­sjóðum nú en raun er. Því skiptir upp­bótin frá TR öllu máli og hún er of lítil og byrjar að skerð­ast alltof snemma.

Það sem þarf að laga

Það sem þarf að laga til að íslenska líf­eyr­is­kerfið standi undir nafni sem eitt besta líf­eyr­is­kerfi í heimi er að hækka frí­tekju­mark gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­tekjum úr 25.000 krónum í a.m.k. 100.000. Einnig er ótækt að óskertur líf­eyrir TR fyrir ein­hleypa sé ein­ungis um 95% af lág­marks­launum á vinnu­mark­aði eins og nú er. Lág­mark skv. lögum er 100%. Loks er sjálf­sagt fyrir ríkið að hækka frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna umtals­vert, enda kostar það ríkið lítið sem ekk­ert. Síðan þarf sér­stak­lega að lag­færa örorku­líf­eyr­is­kerfið til sam­ræmis við það sem gert var til ein­föld­unar á elli­líf­eyri TR árið 2017.

Þessu til við­bótar blasir við að hækka þarf líf­eyr­i­s­töku­aldur í líf­eyr­is­sjóð­unum á næst­unni, vegna þess að með­al­ævin hefur lengst á síð­ustu árum. Það mun þýða rétt­inda­missi sem mun koma verst við erf­ið­is­vinnu­fólk sem oft­ast er á lágum laun­um. Umbætur í almanna­trygg­inga­kerf­inu eru einnig þýð­ing­ar­miklar til að vega á móti slíkum rétt­inda­missi.

Ef þessi atriði í almanna­trygg­inga­kerf­inu verða ekki löguð þá þarf launa­fólk á almennum mark­aði og konur sér­stak­lega að bíða til 2055 til að líf­eyr­is­kerfið rísi undir nafni sem gott líf­eyr­is­kerfi. Og núver­andi líf­eyr­is­þegar verða þá fastir í núver­andi kjörum sínum – skildir eft­ir.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ. Hann situr í stjórn Gildis líf­eyr­is­sjóðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar