Öll börnin sem bíða eftir frístundastyrk

Ásgeir Ólafsson Lie telur að börn allt niður í þriggja ára aldur ættu að fá helming fulls frístundastyrks fram að 6 ára aldri þegar styrkur verður þá að fullu greiddur.

Auglýsing

Annað barna minna er á þriðja ári. Sam­kvæmt Heilsu­veru á það að geta sinnt gróf­þroska sínum á eft­ir­far­andi máta; Hoppað jafn­fæt­is, hlaup­ið, klifrað og dans­að. Gengið aft­urá­bak, sparkað í bolta, kastað bolta og gripið stóran bolta. Staðið á tám og staðið á öðrum fæti í eina sek­úndu eða leng­ur.

Hann getur gert allt þetta. Frá­bært!

Systir hans er á fimmta ári. Sam­kvæmt sömu stuðlum skal hún geta gert eft­ir­far­andi; Klætt sig hjálp­ar­laust. Gripið lít­inn bolta. Kastað bolta, staðið á tám og hoppað á öðrum fæti. Gengið eftir línu og gengið áfram á hæl og tá í hænu­fet­um. Auk þessa þarf hún að geta gert allt sem yngri bróðir hennar get­ur.

Allt þetta kann hún. Sem er líka frá­bært!

Það eru nokkur fyr­ir­tæki sem hafa hjálpað börn­unum mínum að styrkj­ast enn frekar í þessum ofan­greindu þáttum Heilsu­veru.

Ef við byrjum á stelp­unni. Hún æfði dans í hópi sem aug­lýsti nám­skeið til hennar og jafn­aldra henn­ar. Að dansa á laug­ar­dags­morgnum þá ekki orðin þriggja ára göm­ul. Æðis­legt. Við bók­uðum hana strax. Hún lærði þar að ganga á tám og hæl og labba aft­urá­bak. Einnig þá lærði hún að dansa. Hún lærði í sumar að sparka í bolta á skipu­lögðum æfingum hjá KA.

Auglýsing

Strák­ur­inn byrj­aði að æfa fim­leika í vetur og þar eru stund­aðar alveg magn­aðar æfingar einu sinni í viku fyrir hans ald­urs­hóp. Hann er eins og ég sagði á þriðja ári. Þar lærir hann að hoppa og hoppa á öðrum fæti. Hann lærir að ganga á línu og halda jafn­vægi, standa á tám og hoppa jafn­fætis svo eitt­hvað sé nefnt úr lista Heilsu­veru. Alveg frá­bært starf er stundað hjá þessum félögum hér í bæ sem við höfum kynnst. Fim­leika­fé­lagi Akur­eyr­ar, KA og ÞÓR og Dans­stúdíó Alice.

Heilsu­vera gerir kröfur á að barnið mitt kunni að gera hluti sem þau auð­vitað læra heima hjá sér, í leik­skól­anum og í leik með félög­um.

En. Þarna úti eru félög sem kenna börn­unum mínum að gera allt þetta enn betur og þau stuðla öll að einu sem er ekki síður mik­il­vægt. Því félags­lega. Börnin mín mæta með hök­una fasta við búk af feimni í fyrsta tíma en fara skömmu síðar glöð í bragði, kveðj­andi nýju vin­ina sína og þjálf­ar­ana með high five og lófa­klappi hlakk­andi til næsta tíma þegar þau setj­ast í bíl­inn. Brosið fer ekki af þeim í langan tíma eftir tím­ann. Þetta er mjög mik­il­vægt fyrir þau að upp­lifa og dýr­mætt fyrir okkur for­eld­rana að sjá þessa gleði sem skín úr and­liti þeirra eftir hvern tíma.

Þau eru tveggja og hálfs og fjög­urra og hálfs árs göm­ul. Þegar heim er komið eftir æfingu eru þau afslöpp­uð. Þau hafa fengið að stunda mik­il­væga hreyf­ingu og hitt nýja krakka og þjálf­ara og kynnst þeim.

Dásam­legt!

En börnin mín og börn allra hinna sem eru með þeim í hóp eru samt bara ekki nógu göm­ul. Þeim er hólfa­skipt hjá ágætum bæj­ar­fé­lögum okkar um allt land og allt of mörg börn, sem eru mik­il­væg í sam­fé­lag­inu okk­ar, geta ekki stundað þessa mik­il­vægu hreyf­ingu og virkjað betur þennan mik­il­væga félags­lega þroska sökum þess að þetta kostar hell­ing af pen­ing­um. Þau þurfa sum þeirra og allt of mörg að bíða.

Ég þekki mörg dæmi hér í bæ að for­eldrar geti ekki leyft börnum sínum að stunda þessa hreyf­ingu af því að pen­ing­arnir eru ekki til. Og þetta er alls ekki ódýrt og á ekki að vera. Ég er alls ekki að setja út á hvað þetta kost­ar. Félögin þurfa öll að fá sitt til að mæta fjár­út­látum á t.d. tækj­um, þjálf­ar­kostn­aði, aðstöðu, hita, raf­magni og öllu sem fylg­ir.

Ég er að skrifa þennan pistil um allt annað sem er mik­il­væg­ara.

Ég er að skrifa þennan pistil vegna þess að mitt mat byggir á að öll erum við undir sömu sæng. Líka þegar kemur að pen­ingum og styrkjum og er ég svo mikið að vona að þetta með sex ára tak­markið sé ein­hver gömul regla sem sett var á sínum tíma og jafn­vel hugs­un­ar­villa um að hlutir hafi ekki breyst síðan þá. Með auknum rann­sókn­unum sem sér­fræð­ingar okkar hafa skrifað um. Sem dæmi mik­il­vægi hreyf­ing­ar, fín­hreyf­inga og gróf­þroska barna okkar sem eykst til muna með að byrja vel fyrir sex ára aldur að stunda æfing­ar.

Þeir sem geta borgað gjaldið sjá ekki eftir krónu. Þeir sem geta ekki borgað sjá eftir því að geta ekki veitt börnum sínum það sama og hin börnin fá. Það er erfitt. Það þarf að ígrunda vel hvað frí­stunda­styrkur er. Það er fyrir mér verk­færi og hug­mynd til að aðstoða for­eldra að greiða það sem þarf svo börn þeirra geti gert það sama og öll önnur börn á sama aldri. Það á sér aug­ljós­lega stað ein­hver skrítin mis­munun sem ætti ekki að sjást þegar aug­lýstir eru við­burðir fyrir börn undir sex ára.

Af félögum sem styrkt eru af bæj­ar­fé­lög­unum öll­um. Ann­að­hvort ætti þetta að vera þannig að ekk­ert félag­anna ætti að geta boðið upp á leikja­skóla, dans, fim­leika eða ein­hvers­konar afþr­ey­ingu fyrir börn undir sex ára svo allir séu jafnir og öll börnin þurfi að bíða jafn lengi.

Eða, sem er mikið frekar, að lækka ald­ur­inn á frí­stund­ar­styrkj­um. Jóla­sveinnin gefur jafnt í skó­inn til allra barna.

Hann mis­munar engu barni eftir aldri.

Garða­bær, Árborg og Mos­fells­bær bjóða börnum 5 -17 ára sama frí­stunda­styrk. Það þýðir að börn í Mosó, á Sel­fossi og í Garðabæ geta byrjað ári fyrr en til dæmis börn á Akur­eyri. Kostuð af bæj­ar­fé­lag­inu sínu með frí­stund­ar­styrk. Þessi börn í þessum bæj­ar­fé­lögum verða sterk­ari þegar þau eru orðin sex ára.

Ekki ein­ungis í íþrótt­inni sem þau stunda heldur einnig lík­am­lega og félags­lega.

Er ekki eilítið svindl að jafn­aldri dóttur minnar geti ekki byrjað að æfa fót­bolta fyrr en næstum þremur árum eftir henni af því að pen­ingar eru ekki til fyrir æfinga­gjöld­um? Veist þú hvað getu­munur getur orðið mik­ill á þessum þremur árum? Nú kinka allir sem koma nálægt íþróttum koll­inum sínum þessu til sam­þykk­is. Sum börn og allt of mörg þurfa að horfa á jafn­aldra sína út um glugg­ann af heim­il­inu eða standa fyrir utan völl­inn og horfa á æfingar sem er enn verra.

Þau geta ekki byrj­að.

Þau þurfa að bíða.

Þau skilja ekki af hverju það er svo­leiðis og for­eldr­arnir standa uppi­skroppa með afsak­an­ir.

Þeir fá ekki í skó­inn eins og hin­ir.

Það eru til fleiri rann­sóknir sem sýna það að brott­fall eykst úr íþróttum á bil­inu 14 til 15 ára hjá stúlkum og einu til tveimur árum síðar hjá drengj­um. Vitið þið hverjir hætta og hverjir halda áfram?

Það eru þeir sem eru bestir sem halda yfir­leitt áfram og þeir sem hætta eru þeir sem hafa reynt hvað þeir geta öll þessi ár að mæta þeim í tækni, betri skiln­ing á íþrótt­inni og lík­am­legum styrk þeirra sem byrj­uðu þremur árum fyrr að æfa.

Nú kinka sömu aðilar aftur kolli.

Ég skora á bæj­ar­fé­lagið mitt Akur­eyri að brjóta blað í sög­unni. Að vera fyrst til að hrinda þessu í fram­kvæmd að leyfa þannig öllum börnum að eiga jöfn tæki­færi.

Ekki láta sum börnin sín bíða.

Frí­stunda­styrkur ætti að vera veittur öllum börnum sem kost eiga að stunda æfing­ar, leik eða dans hjá félögum sem bær­inn styrkir fjár­hags­lega árlega og sem eru að aug­lýsa nám­skeið og æfingar fyrir ald­urs­hóp­inn undir sex ára.

Að lok­um.

Ef þetta snýr að pen­ingum þá getum við skoðað heild­ina. Börn sem byrja fyrr að stunda æfingar og kynn­ast sínum bestu vinum í íþrótt­inni og stunda hana til brott­falls þar til þau finna sér eitt­hvað annað að gera eiga það sam­eig­in­legt að eiga betri ævi­daga og verða ham­ingju­sam­ari sé vitnað í marga fag­að­ila sem skrifað hafa um það skýrslur og meist­ara­verk­efni.

Eru það ekki nógu skýr og rík rök?

Akur­eyri. Við getum líka farið Mos­óleið­ina og greitt helm­ing (fullur styrkur er 52.000 eftir 6 ára ald­ur) eða 26.000 til barna sem eru 5 ára.

En þá erum við að gera ekk­ert nýtt. Þá erum við að elta önnur bæj­ar­fé­lög.

Fjöl­skyldu­bær­inn Akur­eyri. Öll lífs­ins gæði.

Gerum enn bet­ur.

Verum fyrst til. Látið börnin ykk­ar, þessa mik­il­vægu sam­fé­lags­þegna, verð­andi skatt­greið­endur og útsvars­greið­endur allt niður í þriggja ára aldur hafa helm­ing fulls styrks fram að 6 ára aldri þegar styrkur verður þá fullu greidd­ur.

Það myndi hjálpa ein­hverjum fjöl­skyldum en aldrei öll­um. En það væri risa stórt skref.

En ekki það sem ég er að biðja um með þessum skrifum mín­um.

Enn er smá lykt af mis­munun og fleygði ég fram þess­ari hug­mynd ein­ungis til að fá hina sam­þykkta.

Auð­vitað eiga öll börn að fá jafn mik­ið.

Þannig mis­munar maður ekki nein­um.

Það á aldrei að mis­muna börn­um.

Það gerir ekki jóla­sveinn­inn og það gerum við ekki held­ur.

Setjum frí­stund­ar­tak­markið niður í þriggja ára.

Nú er stóra spurn­ing­in.

Hver kinkar koll­inum fyrst­ur?

Höf­undur er faðir og starf­andi mark­þjálfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar