Ógna aðgerðir gegn loftslagsbreytingum líffræðilegri fjölbreytni landsins?

Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar megi ekki við því að leysa eitt brýnt vandamál með því að skapa annað stærra.

Auglýsing

Verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni og bar­áttan gegn lofts­lags­breyt­ingum eru tvö af stærstu við­fangs­efnum mann­kyns. Um þau hafa verið gerðir alþjóð­legir samn­ingar að frum­kvæði Sam­ein­uðu þjóð­anna, und­ir­rit­aðir af fjöl­mörgum þjóð­ríkj­um. Enn fremur starfa milli­ríkja­nefndir um hvort mál­efni fyrir sig, um lofts­lags­breyt­ingar (Intergovern­mental Panel on Climate Change, IPCC) og um líf­fræði­lega fjöl­breytni og þjón­ustu vist­kerfa (Intergovern­mental Panel on Biodi­versity and Ecosy­stem Services, IPBES). Gall­inn er aftur á móti sá að hingað til hefur verið fjallað um þessa mála­flokka sem aðskilin við­fangs­efni, bæði hér­lendis og alþjóð­lega. Hættan sem af því stafar er að aðgerðir innan ann­ars mála­flokks­ins vinni gegn hin­um. Það er því ánægju­legt að nýlega hófust umræður milli­ríkja­nefnd­anna tveggja með því mark­miði að sam­hæfa aðgerð­ir. Slík sam­hæf­ing þarf einnig að ná til stefnu­mót­unar ein­stakra þjóð­ríkja.

Lofts­lags­váin og tap líf­fræði­legrar fjöl­breytni

Eru almenn­ingur og stjórn­völd nægi­lega vel upp­lýst um þessi mál til að taka þau alvar­lega og bregð­ast við þeim ógnum sem fel­ast í tapi líf­fræði­legrar fjöl­breytni og lofts­lags­breyt­inga af manna völd­um? Tals­verður árangur hefur náðst við fræðslu almenn­ings um ógnir af völdum lofts­lags­breyt­inga. Skiln­ingur hefur auk­ist á því að komið er að ögur­stundu og að bregð­ast þurfi skjótt við til að stemma stigu við frek­ari hlýnun lofts­lags. Sam­hliða hafa stjórn­völd sett á dag­skrá aðgerða­á­ætl­anir gegn lofts­lags­breyt­ingum sem bein­ast ann­ars vegar að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hins vegar að bind­ingu þeirra. Sami árangur í upp­fræðslu og stefnu­mótun hefur því miður ekki náðst þegar kemur að verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni, þrátt fyrir að afleið­ing­arn­ar, ef ekk­ert er að gert, jafn­ist fylli­lega á við þær sem stafa af lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta skapar þá hættu að aðgerðir gegn lofts­lags­vánni taki ekki mið af líf­fræði­legri fjöl­breytni.

Hvað er líf­fræði­leg fjöl­breytni?

Í huga sumra snýst verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni aðeins um teg­und­ir. Teg­undir og teg­unda­auðgi eru vissu­lega mik­il­vægur hluti líf­fræði­legrar fjöl­breytni, en það er mikil ein­földun á hug­tak­inu og afar vill­andi að ein­blína aðeins á þann þátt. Sam­kvæmt skil­grein­ingu samn­ings­ins um líf­fræði­lega fjöl­breytni (Con­vention on Biolog­ical Diversity, CBD) nær hug­takið til alls breyti­leika meðal allra líf­andi líf­vera á láði og í legi og vist­fkerf­anna sem þær eru hluti af. „Líf­fræði­leg fjöl­breytni nær til fjöl­breytni innan teg­unda, milli teg­unda og meðal vist­kerfa“. Þetta er því yfir­grips­mikið hug­tak sem getur verið áskorun að skilja og til­einka sér. Til að bæta úr því þarf meiri fræðslu um inni­hald líf­fræði­legrar fjöl­breytni, og meðal ann­ars með það að mark­miði var á dög­unum stofn­aður sam­starfs­vett­vangur hér á landi, BIOD­ICE (Biodi­versity in Iceland), sem nær til fjölda ein­stak­linga og stofn­ana. Allir áhuga­samir um líf­fræði­lega fjöl­breytni eru hvattir til að kynna sér sam­starfs­vett­vang­inn á www.BIOD­ICE.is.

Auglýsing

Hvers vegna er mik­il­vægt að sam­hæfa aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum og tapi líf­fræði­legrar fjöl­breytni?

Líf­fræði­leg fjöl­breytni er mann­kyn­inu lífs­nauð­syn­leg vegna þess að hún leggur grunn að marg­slung­inni þjón­ustu sem vist­kerfi og líf­ríkið veita okkur í dag, þar með talið fæði, klæði og vernd gegn sjúk­dóm­um. Hún leggur einnig grunn að annarri og oft ófyr­ir­séðri þjón­ustu sem vist­kerfi kunna að veita mann­legum sam­fé­lögum og öllu líf­rík­inu hér á jörð um ókomna fram­tíð. Það er því kald­hæðn­is­legt að líf­fræði­legri fjöl­breytni hnignar með ógn­ar­hraða vegna síauk­inna umsvifa manns­ins. Helstu ógn­irnar fel­ast í ósjálf­bærri land­nýt­ingu og rányrkju nátt­úru­auð­linda, meng­un, ágengum teg­undum og örum lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum og nú einnig í aðgerðum gegn lofts­lags­vánni ef ekki er að gætt. Það er því jafn aðkallandi að grípa til aðgerða til verndar líf­fræði­legri fjöl­breytni og gegn lofts­lags­breyt­ing­um, og þessar aðgerðir þarf að sam­hæfa svo þær vinni ekki gegn hvor annarri.

Sam­tal hafið á alþjóð­legum vett­vangi

Í des­em­ber á síð­asta ári héldu IPCC og IPBES sam­eig­in­legan vinnufund þar sem farið var yfir hvernig mætti best tengja saman aðgerðir gegn lofts­lags­vánni og hnignun líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Í skýrslu nefnd­anna tveggja er að finna mik­il­væg skila­boð*. Meðal þess sem bent var á er að það sem sam­einar best verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni og bind­ingu kolefnis í vist­kerfum er end­ur­heimt nátt­úru­legra vist­kerfa, þar með taldir nátt­úru­skógar (punktar 10-13), auk sjálf­bærrar land­nýt­ingar (punktur 14). Enn fremur er lögð áhersla á að víð­feðm nytja­skóg­rækt geti bæði reynst skað­leg líf­fræði­legri fjöl­breytni og raskað kolefn­is­bind­ingu vist­kerfa sem fyrir eru, einkum og sér í lagi ef plantað er fram­andi teg­undum (exotic species) sem síðar geta reynst ágengar (punktur 19). Í sviðs­myndum IPCC um bind­ingu kolefnis hefur hingað til öll skóg­rækt verið sett undir einn hatt og ekki gerður grein­ar­munur á nytja­skóg­rækt og end­urheimt nátt­úru­skóga, en í skýrsl­unni er bent á að úr því þurfi að bæta sem fyrst.

Ein­stök nátt­úra

Íslensk nátt­úra hefur mikla hnatt­ræna sér­stöðu, ekki síst vegna legu lands­ins. Þrátt fyrir að mikið af gróðri og jarð­vegi hafi tap­ast frá land­námi, fyrst og fremst vegna alda­langrar ósjálf­bærrar land­nýt­ing­ar, eigum við enn ein­staka nátt­úru sem hefur að geyma sér­staka fjöl­breytni sem ekki má tala niður og fórna í nafni aðgerða í lofts­lags­mál­um. Verndun þess sem hefur varð­veist og end­ur­heimt vist­kerfa eru því lyk­il­að­gerðir sem sam­eina best mark­miðin tvö: vist­fræði­lega bind­ingu kolefnis og verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum þarf að taka mið af þessu með mun skýr­ari hætti en raun ber vitni.

Öll skóg­rækt sett undir einn hatt í nafni aðgerða í lofts­lags­málum

Í smíðum er lands­á­ætlun um skóg­rækt sem hefur skort sár­lega í ljósi þess að æ fleiri bændur hafa hug á að fara út í nytja­skóg­rækt. Verk­efnið er enn brýnna nú vegna fyr­ir­hug­aðrar efl­ingar skóg­ræktar sem hluta af aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um. En aðgerða­á­ætl­unin gerir því miður lít­inn grein­ar­mun á mis­mun­andi skóg­rækt og því þarf ekki að koma á óvart að í fyrstu drögum um lands­á­ætlun um skóg­rækt sem lögð voru fram til umsagnar var mikil áhersla lögð á nytja­skóg­rækt og lítið sem ekk­ert hugað að líf­fræði­legri fjöl­breytni.

Nytja­skóg­rækt á rétt á sér eins og önnur form land­bún­aðar og hana þarf að skipu­leggja sem slíka. Nytja­skóg­rækt er hins vegar ekki vel til þess fallin að ná sam­eig­in­legum mark­miðum í lofts­lags­málum og verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni eins og bent var á í skýrslu IPCC og IPBES. Þar að auki gera lands­á­ætl­un­ar­drögin ráð fyrir að nota í auknum mæli teg­undir sem hafa verið skil­greindar ágengar víða erlendis og eru farnar að sýna skýr merki um ágengni í nágranna­löndum okk­ar. Þetta eru stafa­fura (Sví­þjóð, Írland) og sitka­greni (svart­li­stuð í Nor­egi frá 2012). Báðar þessar teg­undir eru þegar í mik­illi ræktun hér á landi og eru því komnar til að vera. Þær eru einnig farnar að sá sér út fyrir skipu­lögð skóg­rækt­ar­svæði og því þarf að setja strangar reglur um notkun þeirra til að koma í veg fyrir að þær ógni frekar líf­fræði­legri fjöl­breytni lands­ins.

Von­andi ber okkur gæfa til að gera lands­á­ætlun um skóg­rækt sem tekur mið af öllum þessum atrið­um. Til að það geti orðið þarf að koma á sam­tali milli þeirra aðila sem vinna að lands­á­ætlun um skóg­rækt og þeirra sem vinna að verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Enn fremur þurfa stjórn­völd að sýna meiri ábyrgð við stefnu­mótun um þessi mál.

Lærum af reynsl­unni, leysum ekki eitt vanda­mál með því að skapa annað stærra

Vísir að slíku sam­tali fór fram í vel sóttri mál­stofu um skóg­rækt og lofts­lags­breyt­ingar á Líf­fræði­ráð­stefn­unni 2021 þar sem full­trúar skóg­ræktar kynntu gagn­legar upp­lýs­ingar og sín sjón­ar­mið. Þessu sam­tali þarf að halda áfram til að afstýra því að fram­kvæmdir í nafni aðgerða­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum ógni líf­fræði­legri fjöl­breytni lands­ins. Við megum ekki við því að leysa eitt brýnt vanda­mál með því að skapa annað stærra. End­ur­tökum ekki mis­tökin frá sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar þegar ráð­ist var í víð­feðma fram­ræslu mýra í nafni bættrar land­nýt­ing­ar! „Við vissum ekki bet­ur“ dugði sem afsökun for­eldra­kyn­slóða okk­ar. „Við vissum ekki bet­ur“ dugar okkur ekki sem afsökun gagn­vart kom­andi kyn­slóð­um. Við vitum bet­ur!

Höf­undur er pró­fessor í vist­fræði við Háskóla Íslands.

*Pörtner, H.O., og fleiri. 2021. IPBES-IPCC co-­sponsored works­hop report on biodi­versity and climate change; IPBES and IPCC. DOI:10.5281/zen­odo.4782538.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar