Rannsóknargögn eru auðlind

Pia Sigurlína Viinikka, upplýsingafræðingur á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri, skrifar í tilefni af viku opins aðgangs 2021 (Open Access Week) 25. – 31. október.

Auglýsing

Starf­semi háskóla­bóka­safna hefur snú­ist mikið um að þjón­usta nem­end­ur, meðal ann­ars með því að sinna upp­lýs­inga­læsis­kennslu. Í dag eru upp­lýs­inga­fræð­ingar í meiri mæli að þróa rann­sókn­ar­þjón­ustu til að geta aðstoðað og stutt rann­sak­endur við að stunda opin vís­indi.

Rann­sókn­ar­gögn eru mikil auð­lind og sam­kvæmt FORCE11, sem er alþjóð­legur hópur rann­sak­enda, upp­lýs­inga­fræð­inga og rann­sókn­ar­sjóða, eru rann­sókn­ar­gögn jafn mik­il­væg og vís­inda­grein­ar. Á tímum COVID-19 far­ald­urs­ins er sér­stak­lega brýnt að halda vel utan um rann­sókn­ar­gögn og deila þeim meðal rann­sak­enda um allan heim til að geta stoppað þennan vágest. Opin gögn auka meðal ann­ars gæði og gegn­sæi vís­inda, stuðla að ábyrg­ari nýt­ingu opin­berra fjár­muna og draga úr tví­verkn­aði.

Rann­sókn­ar­menn­ing háskóla er að breyt­ast í átt að opnum vís­indum þó að Ísland sé enn langt á eftir öðrum Evr­ópu­löndum hvað það varð­ar. Sam­kvæmt fram­kvæmda­stjórn ESB miða opin vís­indi (e. open sci­ence) að því að gera rann­sóknir opn­ari og alþjóð­legri og að ýta undir sam­starf með því að nota staf­ræna tækni og tengsla­net. Opin vís­indi koma með félags­leg­ar, menn­ing­ar­legar og tækni­legar breyt­ingar á fram­kvæmd rann­sókna. Undir þeirri regn­hlíf eru meðal ann­ars opinn aðgangur og opin rann­sókn­ar­gögn.

Auglýsing

Menn­ing­ar­mála­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (e. UNESCO), sem Ísland hefur verið aðili að frá árinu 1964, vinnur með alþjóð­legan veg­vísi fyrir opin vís­indi. Aðilar sam­tak­anna eiga að inn­leiða stefn­una, en hún hefur jafn­rétti að leið­ar­ljósi og er mark­miðið að tryggja jafnan aðgang þjóða að fræði­legri þekk­ingu.

Árið 2020 voru 14 af 27 Evr­ópu­löndum með sína eigin stefnu eða leið­ar­vísi tengdan rann­sókn­ar­gögnum og flest þeirra eru með sam­eig­in­lega stefnu um opinn aðgang og opin gögn. Það er því for­vitni­legt að spyrja: Hvernig er staðan á Íslandi? Gera íslenskir háskólar rann­sak­endum kleift að deila rann­sókn­ar­gögnum og birta þau í opnum aðgangi?

Íslensk rann­sókn­ar­gögn

Ágústa Páls­dótt­ir, pró­fessor í upp­lýs­inga­fræði, hefur skoðað rann­sak­endur í Háskóla Íslands og rann­sókn­ar­gögn þeirra. Í ljós kom að sjaldan er veittur opinn aðgangur að rann­sókn­ar­gögnum en rann­sak­endur hafa lengi verið í sam­starfi sín á milli og deilt með sér gögn­um.

Það eru mjög fáir hvatar fyrir rann­sak­endur að stunda opin vís­indi og umræðan hefur aðal­lega fjallað um opinn aðgang að rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um. Árið 2019 skil­aði verk­efna­hópur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra til­lögum að stefnu um opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið birti nið­ur­stöður um stefn­una í sept­em­ber 2021 og voru þær mjög óskýrar og ómark­viss­ar.

Seinni hluti stefn­unnar á að fjalla um opinn aðgang að rann­sókn­ar­gögnum og sú vinna er alveg eft­ir. Staðan í dag er sú að stjórn­völd, háskóla og rann­sókn­ar­sjóði á Íslandi vantar stefnur um opin rann­sókn­ar­gögn.

Mögu­legir hvatar fyrir opinn aðgang að rann­sókn­ar­gögnum eru til dæmis að ýta undir nýsköp­un, gerð gagna­á­ætl­ana við styrk­um­sóknir og auk­inn sýni­leika rann­sak­enda. Fram­gangs­kerfi háskól­anna þarf að hvetja rann­sak­endur til að birta vís­inda­greinar í opnum aðgangi en einnig rann­sókn­ar­gögn. Ef mat á rann­sak­endum verður skoðað út frá opnum gögnum er hægt að meta hvort stjórnun opinna gagna er til fyr­ir­myndar og hvort rann­sak­endur end­ur­nýti gögn frá öðrum fræði­mönn­um.

Einnig er hægt að umb­una rann­sak­endum fyrir að nota FAIR-við­mið­in, sem fela í sér að rann­sókn­ar­gögn eiga að vera finn­an­leg, aðgengi­leg, gagn­virk og end­ur­nýt­an­leg. Að gögn séu FAIR snýst meðal ann­ars um að gefa gögnum alþjóð­leg, ein­stök og var­an­leg auð­kenni. Mik­il­vægt er að gögn séu með mjög góð lýsigögn. Gögn þurfa einnig að vera með skýr og aðgengi­leg notk­un­ar­leyfi. Mark­miðið með því að nota FAIR-við­mið­un­ar­regl­urnar er að birta rann­sókn­ar­gögn í formi sem upp­fyllir þessi fjögur atriði svo bæði vélar og mann­eskjur geti auð­veld­lega fundið gögn­in.

Einnig þurfa háskólar að hafa inn­viði eins og örugg varð­veislu­söfn og gera rann­sak­endum þannig kleift að varð­veita og deila gögn­um. Ánægju­legt er að sjá að Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur sett á lagg­irnar gagna­þjón­ustu félags­vís­inda sem heitir GAGNÍS og hýsir rann­sókn­ar­gögn, meðal ann­ars úr könn­un­um, í opnum aðgangi.

Opin gögn eru ekki alltaf opin

Mik­il­vægt er að hafa á hreinu að stjórnun rann­sókn­ar­gagna snýst ekki bara um að gera gögnin opin. Það snýst ekki síður um að sjá verð­mæti gagna og halda vel utan um og varð­veita rann­sókn­ar­gögn svo þau glat­ist ekki. Æski­leg­ast er að birta gögn en það er ekki alltaf hægt. Mark­miðið er, eins og meðal ann­ars fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins orðar það, að gera gögn: „Eins opin eins og hægt er og eins lokuð og nauð­syn­legt er.“ Þegar gögn eru við­kvæm er nauð­syn­legt að skrá lýsigögn svo hægt sé að sjá að gögnin séu til og að hægt sé að hafa sam­band við rann­sak­endur um mögu­leika á að fá aðgang.

Hlut­verk háskóla­bóka­safna

Háskólar á Íslandi þurfa að byggja upp rann­sókn­ar­inn­viði sem mæta nýjum kröfum um rann­sókn­ar­ferla og þar hafa bóka­söfnin tæki­færi til þátt­töku í þróun gagna­þjón­ustu fyrir rann­sak­end­ur. Rann­sak­endur þurfa að fá aðstoð til að skipu­leggja, varð­veita og deila rann­sókn­ar­gögnum í gegnum allt rann­sókn­ar­ferl­ið.

Á Íslandi eru sjö háskól­ar. Til að nýta betur opin­bert fé og þekk­ingu um opin gögn væri mið­læg gagna­þjón­usta sem allir háskólar hefðu aðgang að besta lausn­in, í stað­inn fyrir að allir reyni að finna upp hjól­ið. Sem fyr­ir­mynd væri hægt að skoða starf­semi Svensk nation­ell data­tjänst í Sví­þjóð. Þar eru um 40 háskólar sem mynda tengsla­net og allir eiga að vera með gagna­þjón­ustu sem þver­fag­lega deild, þar sem starfa meðal ann­ars upp­lýs­inga­fræð­ingar sem bera ábyrgð á stjórnun rann­sókn­ar­gagna.

Nú er kom­inn tími til að aðilar innan háskóla, háskóla­bóka­safna, rann­sókn­ar­sjóða og stjórn­valda á Íslandi setj­ist við borð­ið, ræði og vinni saman um opin rann­sókn­ar­gögn til að tryggja jafn­rétti háskóla til að geta stundað opin vís­indi óháð stærð og stað­setn­ingu.

Höf­undur er upp­lýs­inga­fræð­ingur á Bóka­safni og upp­lýs­inga­þjón­ustu Háskól­ans á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar