Rannsóknargögn eru auðlind

Pia Sigurlína Viinikka, upplýsingafræðingur á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri, skrifar í tilefni af viku opins aðgangs 2021 (Open Access Week) 25. – 31. október.

Auglýsing

Starf­semi háskóla­bóka­safna hefur snú­ist mikið um að þjón­usta nem­end­ur, meðal ann­ars með því að sinna upp­lýs­inga­læsis­kennslu. Í dag eru upp­lýs­inga­fræð­ingar í meiri mæli að þróa rann­sókn­ar­þjón­ustu til að geta aðstoðað og stutt rann­sak­endur við að stunda opin vís­indi.

Rann­sókn­ar­gögn eru mikil auð­lind og sam­kvæmt FORCE11, sem er alþjóð­legur hópur rann­sak­enda, upp­lýs­inga­fræð­inga og rann­sókn­ar­sjóða, eru rann­sókn­ar­gögn jafn mik­il­væg og vís­inda­grein­ar. Á tímum COVID-19 far­ald­urs­ins er sér­stak­lega brýnt að halda vel utan um rann­sókn­ar­gögn og deila þeim meðal rann­sak­enda um allan heim til að geta stoppað þennan vágest. Opin gögn auka meðal ann­ars gæði og gegn­sæi vís­inda, stuðla að ábyrg­ari nýt­ingu opin­berra fjár­muna og draga úr tví­verkn­aði.

Rann­sókn­ar­menn­ing háskóla er að breyt­ast í átt að opnum vís­indum þó að Ísland sé enn langt á eftir öðrum Evr­ópu­löndum hvað það varð­ar. Sam­kvæmt fram­kvæmda­stjórn ESB miða opin vís­indi (e. open sci­ence) að því að gera rann­sóknir opn­ari og alþjóð­legri og að ýta undir sam­starf með því að nota staf­ræna tækni og tengsla­net. Opin vís­indi koma með félags­leg­ar, menn­ing­ar­legar og tækni­legar breyt­ingar á fram­kvæmd rann­sókna. Undir þeirri regn­hlíf eru meðal ann­ars opinn aðgangur og opin rann­sókn­ar­gögn.

Auglýsing

Menn­ing­ar­mála­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (e. UNESCO), sem Ísland hefur verið aðili að frá árinu 1964, vinnur með alþjóð­legan veg­vísi fyrir opin vís­indi. Aðilar sam­tak­anna eiga að inn­leiða stefn­una, en hún hefur jafn­rétti að leið­ar­ljósi og er mark­miðið að tryggja jafnan aðgang þjóða að fræði­legri þekk­ingu.

Árið 2020 voru 14 af 27 Evr­ópu­löndum með sína eigin stefnu eða leið­ar­vísi tengdan rann­sókn­ar­gögnum og flest þeirra eru með sam­eig­in­lega stefnu um opinn aðgang og opin gögn. Það er því for­vitni­legt að spyrja: Hvernig er staðan á Íslandi? Gera íslenskir háskólar rann­sak­endum kleift að deila rann­sókn­ar­gögnum og birta þau í opnum aðgangi?

Íslensk rann­sókn­ar­gögn

Ágústa Páls­dótt­ir, pró­fessor í upp­lýs­inga­fræði, hefur skoðað rann­sak­endur í Háskóla Íslands og rann­sókn­ar­gögn þeirra. Í ljós kom að sjaldan er veittur opinn aðgangur að rann­sókn­ar­gögnum en rann­sak­endur hafa lengi verið í sam­starfi sín á milli og deilt með sér gögn­um.

Það eru mjög fáir hvatar fyrir rann­sak­endur að stunda opin vís­indi og umræðan hefur aðal­lega fjallað um opinn aðgang að rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um. Árið 2019 skil­aði verk­efna­hópur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra til­lögum að stefnu um opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið birti nið­ur­stöður um stefn­una í sept­em­ber 2021 og voru þær mjög óskýrar og ómark­viss­ar.

Seinni hluti stefn­unnar á að fjalla um opinn aðgang að rann­sókn­ar­gögnum og sú vinna er alveg eft­ir. Staðan í dag er sú að stjórn­völd, háskóla og rann­sókn­ar­sjóði á Íslandi vantar stefnur um opin rann­sókn­ar­gögn.

Mögu­legir hvatar fyrir opinn aðgang að rann­sókn­ar­gögnum eru til dæmis að ýta undir nýsköp­un, gerð gagna­á­ætl­ana við styrk­um­sóknir og auk­inn sýni­leika rann­sak­enda. Fram­gangs­kerfi háskól­anna þarf að hvetja rann­sak­endur til að birta vís­inda­greinar í opnum aðgangi en einnig rann­sókn­ar­gögn. Ef mat á rann­sak­endum verður skoðað út frá opnum gögnum er hægt að meta hvort stjórnun opinna gagna er til fyr­ir­myndar og hvort rann­sak­endur end­ur­nýti gögn frá öðrum fræði­mönn­um.

Einnig er hægt að umb­una rann­sak­endum fyrir að nota FAIR-við­mið­in, sem fela í sér að rann­sókn­ar­gögn eiga að vera finn­an­leg, aðgengi­leg, gagn­virk og end­ur­nýt­an­leg. Að gögn séu FAIR snýst meðal ann­ars um að gefa gögnum alþjóð­leg, ein­stök og var­an­leg auð­kenni. Mik­il­vægt er að gögn séu með mjög góð lýsigögn. Gögn þurfa einnig að vera með skýr og aðgengi­leg notk­un­ar­leyfi. Mark­miðið með því að nota FAIR-við­mið­un­ar­regl­urnar er að birta rann­sókn­ar­gögn í formi sem upp­fyllir þessi fjögur atriði svo bæði vélar og mann­eskjur geti auð­veld­lega fundið gögn­in.

Einnig þurfa háskólar að hafa inn­viði eins og örugg varð­veislu­söfn og gera rann­sak­endum þannig kleift að varð­veita og deila gögn­um. Ánægju­legt er að sjá að Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur sett á lagg­irnar gagna­þjón­ustu félags­vís­inda sem heitir GAGNÍS og hýsir rann­sókn­ar­gögn, meðal ann­ars úr könn­un­um, í opnum aðgangi.

Opin gögn eru ekki alltaf opin

Mik­il­vægt er að hafa á hreinu að stjórnun rann­sókn­ar­gagna snýst ekki bara um að gera gögnin opin. Það snýst ekki síður um að sjá verð­mæti gagna og halda vel utan um og varð­veita rann­sókn­ar­gögn svo þau glat­ist ekki. Æski­leg­ast er að birta gögn en það er ekki alltaf hægt. Mark­miðið er, eins og meðal ann­ars fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins orðar það, að gera gögn: „Eins opin eins og hægt er og eins lokuð og nauð­syn­legt er.“ Þegar gögn eru við­kvæm er nauð­syn­legt að skrá lýsigögn svo hægt sé að sjá að gögnin séu til og að hægt sé að hafa sam­band við rann­sak­endur um mögu­leika á að fá aðgang.

Hlut­verk háskóla­bóka­safna

Háskólar á Íslandi þurfa að byggja upp rann­sókn­ar­inn­viði sem mæta nýjum kröfum um rann­sókn­ar­ferla og þar hafa bóka­söfnin tæki­færi til þátt­töku í þróun gagna­þjón­ustu fyrir rann­sak­end­ur. Rann­sak­endur þurfa að fá aðstoð til að skipu­leggja, varð­veita og deila rann­sókn­ar­gögnum í gegnum allt rann­sókn­ar­ferl­ið.

Á Íslandi eru sjö háskól­ar. Til að nýta betur opin­bert fé og þekk­ingu um opin gögn væri mið­læg gagna­þjón­usta sem allir háskólar hefðu aðgang að besta lausn­in, í stað­inn fyrir að allir reyni að finna upp hjól­ið. Sem fyr­ir­mynd væri hægt að skoða starf­semi Svensk nation­ell data­tjänst í Sví­þjóð. Þar eru um 40 háskólar sem mynda tengsla­net og allir eiga að vera með gagna­þjón­ustu sem þver­fag­lega deild, þar sem starfa meðal ann­ars upp­lýs­inga­fræð­ingar sem bera ábyrgð á stjórnun rann­sókn­ar­gagna.

Nú er kom­inn tími til að aðilar innan háskóla, háskóla­bóka­safna, rann­sókn­ar­sjóða og stjórn­valda á Íslandi setj­ist við borð­ið, ræði og vinni saman um opin rann­sókn­ar­gögn til að tryggja jafn­rétti háskóla til að geta stundað opin vís­indi óháð stærð og stað­setn­ingu.

Höf­undur er upp­lýs­inga­fræð­ingur á Bóka­safni og upp­lýs­inga­þjón­ustu Háskól­ans á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar